Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Lesendur Dýraplagerí sveitarfélaganna Lágfóta á ferðinni í ætisieit fyrir sig og unga sína. Sveitarfélögin gera sig sum sek um að svelta yrðlinga tii bana á svívirðilegasta hátt. Spurningin Hver er uppáhaldssjón- varpsmaöurinn þinn? Helga Símonardóttir, 15 ára: Jón Ársæll Þórðarson. Daníel Hrafnkelsson,13 ára: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Kirsten Huebener, ferðamaður: Matt Lauer í Today Show. Ásþór Sævar Ásþórsson, 15 ára: Casper Christiansen í Danmörku. Reynir Karl Hall, öryrki: Þeir eru allir í uppáhaldi. Halldór Ásmundsson, 15 ára: Ég þekki engan héma af því að eg bý í Danmörku. Jóhann skrifar Ijóta sögu úr ríki náttúrunnar: „Það er afleit aðferð hjá sumum sveitarfélögum, að spara sér pen- inga með því aö stuðla að því að dýr séu svelt til bana, en þó munu vera brögð að því. Fyrir þremur árum gekk í gildi reglugerð þess eðlis að sveitarfélögum var heimilað að fella niður hefðbundna grenjavinnslu þar sem refir og yrðlingar voru skotnir við greni á vorin. Þetta hafði talsverðan kostnað í for með sér og því hafa sum sveitar- félög á Suðurnesjum hætt þessari veiðiaðferð og þess í stað borgað mönnum verðlaun, 7 þúsund krón- ur á skottið, fyrir að skjóta dýrin þegar þau koma í fjörur til að aíla hvolpunum matar. Hvolparnir svelta síðan til bana í grenjunum á mislöngum tíma. Ástæðan fyrir því að ég vek at- hygli á þessu er ljót sjón sem ég sá á gönguferð skammt austan við Skógfell í júní síðastliðið sumar. Þar gekk ég af tilviljun fram á refa- greni. Fyrir utan það lágu flmm refahvolpar. Þrír voru dauðir en tveir með lifsmarki en að dauða komnir af hungri. Þeir veinuðu er við tókum þá upp og reyndu að Heiðar Ragnarsson skrifar: Afgreiðsla Byggðastofnunar á lánsumsókn Rauösíðu hefur vakið áhyggjur margra, vegna alvarlegs atvinnuástands sem getur skapast í kjölfar höfnunar Bygðastofnunar á láni til fyrirtækisíns. Samkvæmt fréttum starfa yfir 200 manns hjá fyrirtækjum Rauðsíðu. Ef vinnsla á „Rússafiski" stöðvast, er ekki annað að sjá en að atvinnuleysi blasi við flestum þessum starfsmönnum. Því fylgir auðvitað mikill kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta Freyr Bjartmarz í Kópavogi skrifar um flugvallarmálin: Reykjavíkurflugvöllur var settur á rangan stað strax í upphafi. Inni í miðri byggð og úti í mýri. Og ekki hefur uppbygging byggðar orðið honum tU framdráttar. í dag er stað- setningin enn vitlausari, miðað við Stór-Reykjavíkursvæðiö. Til þess að gera alvöruflugvöll þarf að þurrka mýrina upp, allt vatn í burtu. Við það hverfur votlendið, og það er einmitt vatnið úr Vatnsmýrinni sem færir Tjörninni vatn. Hún mun því þoma upp og hverfa. En það má alltaf þétta byggðina. Að vísu var haft eftir hálæröum spekingum að þó allt vatn væri þurrkað upp, þá myndi samt verða nóg vatn eftir fyrir Tjörnina. Öll dæmi sýna hið gagnstæða. Til dæm- is má nefna Fossvogsdalinn. Fyrir lagningu stóra skólpræsisins var botninn í dalnum varasamur yfir- ferðar vegna vatnsaga og þar var nánast botnlaust dý. En hvemig er hann í dag? Jú, alveg þurr. Einnig hefur heyrst að flugvöllurinn væri ferðamannavænn sem kallað er. Það hlýtur að vera mjög spennandi eða hitt þó heldur fyrir ferðamenn sem koma hingaö i leit að kyrrð og ró, að vera í miðbænum þegar hver flug- vélin á fætur annarri kemur stynj- andi og másandi yfir miðbæinn með sjúga á okkur fmguma. Ekki gátum við annað en rotað þá og siðan urð- að. Þá frétti ég af fólki sem um svip- að leyti var á gangi í svokölluðum Lágum, sem eru nokkuð vestan við Svartsengi. Það gekk fram á fjóra hungurdauða refahvolpa. Tveir af og verulegt áfall fyrh- það fólk og þau byggðalög sem fyrir því verða. Ég hefði því talið að vel væri verj- andi að kosta nokkra til, af hálfu Byggðastofnunnar eða með beinu framlagi úr atvinnutryggingarsjóði, til að tryggja áframhaldandi rekstur þessara fyrirtækja sem vissulega hafa blásið nýju lífi í atvinnulíf þessara byggðalaga undanfarin tvö ár. Það hefur komið fram í fréttum að hækkun hráefnisverðs sem lang- an tíma tók að koma út í afurðar- ógnar hávaða. Hvílíkur friður. Eða í Hljómskálagarðinum á góðviðris- degi. Þar hef ég sé fólk beygja sig ósjálfrátt, þegar stór vél kemur til lendingar, svo lágt fljúga þær. Reynt er að láta líta svo út að það sé aðeins fólkið næst flugvellinum sem kvartar undan hávaða. Þvílík hræsni.Fast að því allt höfuðborgar- svæðið er undirlagt af hávaða, einmitt þegar veðrið er hvað best. Ég hef rætt við fólk í Breiðholti, þeim vora hálf uppnagaðir af hin- um sem síðar hafa drepist. Reynandi væri fyrir dýaravernd- unarmenn að kanna þetta nánar og benda þeim sem að þessu standa á að þetta hæfi ekki siðuðum mönn- um. Jafnvel þó nokkrar krónur sparist við það. verð sé aðalástæða erfiðleika þess- ara fyrirtækja. Ég skora því á þing- menn og ráðherra byggðamála að taka þetta mál upp að nýju og leggja því liö að atvinna þessa fólks verði tryggð. Það lán sem þarna er um að ræða, 100 milljónir króna, er álíka mikið fé og atvinnuleysisbætur fyr- ir 200 manns í rúmt hálft ár. Fólk á landsbyggðinni bíður eftir efndum kosningaloforða um eflingu landsbyggðarinnar. Það þarf ekki að byggja „Menningarhús" úti á landi ef atvinnan hverfur. Árbæ og syðst í Kópavogi og allir hafa verið sammála um óþolandi hávaða af flugvélagnýnum, hvort heldur verið er að aka vélum til á vellinum sjálfum eða við flugtök og lendingar. Að sitja úti í kyrrðinni, í sólbaði eða við að grilla, þegar kyrrðin er allt í einu rofin af flug- véladrunum, af vélum sem koma hver af annarri inn til lendingar, eða að fara í loftið. Það er gjörsam- lega óþolandi. Hildur Helga, þrælklár, segir kona sem hringdi. Hildur Helga í stuði Kona hringdi með stutt skila- boð: Það vora viðbrigði að sjá eitt- hvað annað en íþróttir í beinni út- sendingu frá útlöndum í sjónvarp- inu um helgina. Brúðkaupið þeirra Játvarðs og Softiu var svo sem ekkert sérstakt, en lýsing Hildar Helgu Sigurðardóttir var hreint meistarastykki. Hún er að verða einhver besti krafturinn okkar í sjónvarpi, þrælklár, falleg og skemmtileg. Fréttir RÚV flytji aftur á sinn stað Margrét H. Sigurðardóttir, Reykjavík, hringdi vegna nýs sjónvarpsfréttatíma: Mér fannst fréttastjórinn á Rík- isútvarpinu nokkuð sjálfumglað- ur þegar hann varði breytinguna á fréttatímanum í sjónvarpinu. Ég hygg að þessi breyting sé góð fyrir hann en fáa aðra. Ég er hús- móðir sem hefur unnið úti. Það eina sem ég hef eiginlega horft á í Ríkissjónvarpinu hafa verið sjón- varpsfréttir klukkan 8 á kvöldin. Ég hef ekki hoi-ft á Stöð 2, þá hef ég verið í eldhúsinu. Fréttastjórinn lýsir því yflr að enginn hafí kvartað. Ekki hlustar hann vel, maðurinn, fólk er alls staðar að kvarta og margir hafa aldrei séð fréttimar klukkan 7. Kannski halda þeir hjá RÚV að þeir geti stytt vinnutíma fólks og látið fólk borða fyrr á kvöldin. Þeir létu eins og þeir gætu með handafli breytt þjóðfélaginu. En þessu geta þeir ekki breytt. Þetta er öðru vísi í öðram löndum. Og meðan við byrjum ekki að vinna klukkan sjö á morgnana, þá legg ég til að fréttimar verði færðar aftur á sinn stað. Bardaginn inn- byrðis milli RÚV og Stöðvar 2 er ekki mál almennings og á ekki að koma niður á fólkinu. Kristileg sjávar- útvegsstefna Árni Björn Guðjónsson hefur meðal annars þetta að leggja fram í sjávarútvegsumræð- unni: Kristilegi lýðræðisflokkurinn vill gjörbreyta nýtingu hafsins með því að afnema kvótakerfið. Meðal'þess sem flokkurinn vill er að bannað verði að setja hágæða- fisk eins og síld í bræðslu. Lands- kvóti varði ákveðinn til tveggja ára í senn á allan fisk, og kvótan- um skipt á átta svæði eða hólf. Framsal veiðiheimilda á ekki að heimila, en handfærabátar fá frelsi en era með aflatopp á hvem bát eftir stærð. Fleira má nefna, en grandvallarregla okkar er að allir eigi rétt til veiða og geri það eftir réttlátum reglum. Þær vant- ar í dag. Víkingasveitin mætt á staöinn? Seltirningur fullyrðir: Þegar löggan braut dymar á sjoppunni til að komast að eig- andanum sem hafði lagt sig, þá var Víkingasveitin mætt á staðn- um, það fullyrði ég. Er lögreglan ekki fullfljót á sér. Þama var eig- andinn búinn að leggja sig og svaf vært á gólfinu i eigin búð. Og það verður til þess að dymar eru sparkaðar upp og Víkingasveitin send á staðinn. Það er ekki gott að vaka við svona aðfarir. Opið bréf til þingmanna og ráðherra byggðamála: Atvinnuleysisbætur 200 manna í hálft ár Eigum við að fórna Tjörninni? - Reykjavíkurflugvöllur er óvinsamlegur fólki og náttúrulífi Tjörnin í Reykjavík hefur verið kölluð perla borgarinnar. Alvöru flugvöllur út- heimtir að þurrka þarf upp Vatnsmýrina og þar með Tjörnina, segir greinar- höfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.