Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 ',50 Fólk í fréttum Bjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson, bankastjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Bakkavör 18, Seltjarnarnesi, hefur veriö í fréttum að undanfórnu vegna kaupa bankans á hlutabréf- um í íslenskri erfðagreiningu. Starfsferill Bjami fæddist á Akranesi 23.3. _ • 1968 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann lauk stúdentsprófum frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, lauk prófum í tölvufræði við HÍ, stund- aði nám og lauk prófum í verðbréfa- miðlun við HÍ, stundaði nám við Institut for Management Develop- ment í Lausanne í Sviss og lauk þaðan MBA-prófi í fyrirtækjastjórn- un og viöskiptafræðum 1996. Á unglingsárum og námsáranum stundaði Bjarni almenn verka- mannastörf á Akranesi og var til sjós á togurum frá Akranesi. Bjarni varð forstjóri Kaupþings í ársbyrjun 1997 og bankastjóri Fjár- festingarbanka atvinnulífsins í árs- byrjun 1998. Bjami gegnir ýmsum trúnaðar- ? störfum er tengjast starfi hans. Fjölskylda Eiginkona Bjama er Helga Sverr- isdóttir, f. 29.11. 1968, hjúkrunar- fræðingur. Hún er dóttir Sverris Hólmarssonar, f. 6.3. 1942, fram- haldsskólakennara, búsetts í Dan- mörku, og Guðrúnar Helgadóttur, f. 7.9. 1935, rithöfundar og fyrrv. alþingismanns. Börn Bjarna og Helgu em Tómas Bjarnason, f. 19.7. 1994; Helga Guðrún Bjamadóttir, f. 15.3. 1998; Benedikt Bjarnason, f. 15.3. 1998. Systkini Bjarna em Kristín Ármannsdóttir, f. 25.3. 1963, húsmóðir á Akranesi, gift Guðgeir Svavarssyni og eiga þau þrjú börn; Gunnar Már Ármannsson, f. 28.3. 1964, vélstjóri á Akranesi, kvæntur Önnu Kristjáns- dóttur og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Bjama eru Ármann Gunnarsson, f. 1.1. 1937, vélvirki á Akranesi, og k.h., Helga Sólveig Bjamadóttir, f. 13.9. 1933, húsmóðir. Ætt Ármann er bróðir Sigurlínu, fyrrv. hjúkrunarforstjóra Borgar- spítalans. Ármann er sonur Gunn- ars, vélstjóra á Steinsstöðum á Akranesi, bróður Margrétar, for- stöðukonu Fæðingardeildar Land- spítalans. Gunnar var sonur Guð- mundar Gísla, oddvita á Steinsstöð- um og í Görðum á Akranesi Gunn- arssonar, formanns og oddvita í Bakkabæ og Kjalardal Guðmunds- sonar, b. í Innstavogi Jónssonar. Móðir Guðmundar var Valgerður Eggertsdóttir, b. á Heggsstöðum Eggertssonar, og Kristínar Jónsdótt- ur. Móðir Gunnars var Sigurlína Margrét Sigurðardóttir, smá- skammtalæknis í Lambhaga Jóns- sonar, b. á Neðra-Hálsi í Kjós Sæmundssonar. Móðir Jóns var Bríet, systir Margrétar, móður Arnljóts Ólafssonar, pr. og hagfræðings á Bæg- isá, langafa Amljóts Björnssonar lagaprófess- ors. Margrét var einnig móðir Snæbjörns, afa Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur kvenréttindakonu, móður Héðins Valdi- marssonar, fööur Bríetar leikkonu, móður Stein- unnar Ólínu leikkonu. Móöir Ármanns er Guðríður, systir Sigurðar, afa Gunnars Gísla- sonar, verkfræðings og sveitarstjóra í Bessastaðahreppi. Guðríður var hálfsystir, sammæðra, Guðmundar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúra og íþróttafrömuðar á Akranesi. Guð- ríður var dóttir Guðmundar, b. í Stóra-Lambhaga, bróður Guðrúnar, móður Sigurðar Helgasonar,.fyrrv. borgarfógeta, föður Gísla Heimis yf- irlæknis. Systir Sigurðar er Andrea, móðir Helga Guðlaugssonar yfir- læknis. Önnur systir Sigurðar er Valdís, móðir Gunnars Ólafssonar, forstjóra Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Guðmundur var sonur Illuga, b. í Stóra-Lambhaga Bárðar- sonar, b. á Iðunnarstöðum í Lundar- reykjadal Þorleifssonar. Móðir Guð- mundar var Hallgerður Sigurðar- dóttir. Móðir Guðríðar var Sesselja Sveinsdóttir, b. í Holti á Kjalarnesi Sveinssonar, og Guðríðar Jónsdótt- ur frá Hækingsdal. Helga Sólveig er dóttir Bjarna, b. í Eskiholti, bróður Ásmundar myndhöggvara. Bjarni var sonur Sveins, b. í Eskiholti, bróður Arn- dísar, ömmu Sigfúsar Daðasonar skálds. Sveinn var sonur Finns, hreppstjóra á Háafelli í Miðdölum Sveinssonar. Móðir Finns var Guð- rún Guðmundsdóttir, systir Þórdís- ar, langömmu Ragnheiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds og Torfa sáttasemjara, fóður Hjartar hæstaréttardómara og Ragnheiðar, rektors MR. Þórdís var einnig langamma Áslaugar, ömmu Hjálm- ars Ragnarssonar tónskálds. Móðir Sveins var Þórdís Andrésdóttir, b. á Þórólfsstöðum Andréssonar, bróður Vigdísar, langömmu Jóhannesar úr Kötlum. Móðir Helgu Sólveigar var Krist- ín Guðmundsdóttir, hreppstjóra á Skálpastöðum Auðunssonar, b. á Varmalæk Vigfússonar, b. í Fells- múla á Landi Gunnarssonar. Móðir Vigfúsar var Kristín Jónsdóttir, yngra, hreppstjóra í Vindási Bjarna- sonar, ættfoður Víkingslækjarætt- ar, þeirra Guðlaugs Tryggva Karls- sonar og Davíðs forsætisráðherra. Móðir Kristínar var Guðbjörg, syst- ir Salvarar, móður Ara Gíslasonar ættfræðings. Guðbjörg var dóttir Ara, b. á Syðstu-Fossum Jónssonar, b. þar Gíslasonar, b. þar Jónssonar. Móðir Guðbjargar var Kristín Run- ólfsdóttir, b. á Innri-Skeljabrekku Jónssonar, og Ástriðar Jónsdóttur. Bjarni Ármannsson. Afmæli Björg Ámadóttir Juhlin, kennari og deildarstjóri við MH, Nesvegi 68, Reykjavík, er sextug í dag. s Starfsferill Björg er fædd i Asker í Noregi og ólst þar upp. Hún lauk prófi í fjöl- miðlafræði og félagsfræði í Freie Universitát í Vestur-Berlín og lauk kennaraprófi og BA-prófi í þýsku og norsku við HÍ. Björg hefur haft umsjón með kennslu í norsku hér á landi, bæði í grunnskóla og menntaskóla frá 1987. Björg hefur kennt við við HÍ, er kennari við MH og deildarstjóri þar. Björg hefur tekið þátt í félags- störfum í kennarasamtökum, m.a. verið formaður félags norsku- og sænskukennara, og tekið virkan þátt í störfum STÍL, samtökum ■j tungumálakennara á íslandi. Hún hefur farið fjölda ferða til Noregs með nemendahópa í skóla- búðir og tekið þátt í að skipuleggja slíkt starf hér á landi. Þá starfaöi hún um skeið í foreldraráði íþrótta- félagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. Fjölskylda Björg giftist 1.12. 1964 Friðleifi Stefánssyni, f. 23. júlí 1933, tann- lækni i Reykjavík. Hann er sonur Stefáns Jóns Friðleifssonar, f. 26.2. 1905, d. 22.9. 1965, verkamanns á Siglufirði, frá Dalvík, og k.h., Sigur- bjargar Hjálmarsdóttur, f. 8.5. 1912, d. 1.1. 1981, húsmóður, af Hraun- kotsættinni. Björg og Friðleifur skildu 1991. Börn Bjargar og Friðleifs eru Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, f. 10.8. 1962, umhverfisráðherra en maki hennar er Þorsteinn Húnboga- son viðskiptafræðingur; Ingunn t Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Fríða Þorgilsdóttir, áður Stigahlíð 32, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni þriðjudagsins 22. júní. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Auður Eydal, Sveinn R. Eyjólfsson og fjölskylda Mai Friðleifsdóttir, f. 31.5. 1964, tannlæknir í Reykjavík en maður hennar er Sigurgeir Ómar Sigmundsson, rannsóknarlögreglumað- ur hjá Ríkislögreglu- stjóra; Ámi Friðleifsson, f. 25.5. 1968, lögreglumað- ur í Reykjavík en kona hans er Harpa Víðisdótt- ir hjúkrunarfræðingur; Friðleifur Kristinn Friðleifsson, f. 30.3. 1970, deildarstjóri hjá íslensk- um sjávarafurðum hf. í Reykjavík en kona hans er Ólafia Kvaran hjúkrunarfræðingur. Systur Bjargar: Inger Johanna Kristiansen, kennari í Moss í Nor- egi, og Karin Elísabeth Winther, fóstra í Hurum í Noregi. Foreldrar Bjargar: Ame Juhlin, f. 7.3. 1911, d. 1.10. 1982, verktaki í Asker og Nordstrand við Ósló, og k.h., Inger Marie Juhlin, f. 16.5. 1914, d. 10.3. 1980, húsmóðir. Ætt Föðurætt Bjargar er frá Álvsborgslán í Svíþjóð og hafa ættfeður aðallega verið prestar og kennar- ar. Móðurætt Bjargar er frá Hallingdal og hafa ættfeð- ur verið bændur á bæjun- um þar í dalnum. Björg verður með dætrum sínum og dætrasonum á niðjamóti í Noregi á afmælisdaginn. Hún heldur upp á afmælið á Þorgeirsstöðum í Heið- mörk sunnud. 27.6. milli kl. 15.00 og 18.00. Björg Juhlin. Brúðkaup Þann 12. september ‘98 voru gefin saman i Landakirkju í Vestmanna- eyjum, af sr. Maria Paloma Ruiz, Martine og Jón Óskar Þórhallsson. Heimili þeirra er að Faxastíg 1, Vest- mannaeyjum. Ljósm. Ljósmyndastudio, Halla Einarsdóttir Þann 3. október ‘98 voru gefin sam- an í Háteigskirkju af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni Ellen Fríða Falkvard og Sigurður Ásmundsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósm. Ljósmyndarinn, Jóhannes Long DV Til hamingju með afmælið 23. júní 80 ára Olafur Bjöm Guðmundsson fyrrv. yflrlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki Langagerði 96, Reykjavík. Guðlaug Karlsdóttir, Merkurgötu 3, Hafnarfirði. Ingvar Ólafsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Margrét Theódórsdóttir, Nestúni 4, Hvammstanga. 75 ára Brynjólfur Jónatansson, Hólagötu 39, Vestmannaeyjum. Ingimar Þorláksson, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Sigurður Þorkelsson, Strandgötu 90, Eskifirði. 60 ára Eðvarð Ólafsson, Þórufelli 4, Reykjavik. Friðrik I. Guðmundsson, Hamraborg 32, Kópavogi. Guðrún Jónsdóttir, Miklabæ, Skagafirði. Sigríður Gróa Einarsdóttir, Goðheimum 9, Reykjavík. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Freyjugötu 3, Reykjavík. 50 ára Erlingur Rögnvaldsson, Laufási 3, Egilsstöðum. Hallgrímur Sigurðsson, Lyngbergi 2, Þorlákshöfn. Lisbeth Sæmimdsson, Holtsmúla I, Holta- og Landsveit. Margrét Elimarsdóttir, Kirkjubraut 34, Njarðvík. Svanhvít Sigmundsdóttir, Hæðargerði 8, Reyðarfirði. Teitur Stefánsson, Stekkjarhvammi 3, Hafnarfirði. 40 ára Ásdis Björg Káradóttir, Trönuhjalla 6, Kópavogi. Guðmundur S. Hjálmarsson, Ásabyggð 8, Akureyri. Haraldur Axel Haraldsson, Háhæð 15, Garðabæ. Kristín Þórey Eðvarðsdóttir, Heiðvangi 74, Hafnarfirði. Kristjana Aradóttir, Klettahrauni 4, Hafnarfirði. Magnús Ragnar Eiríksson, Sóltúni 8, Keflavík. Margrét S. Gimnarsdóttir, Vesturási 15, Reykjavík. Pálína Ása Ásgeirsdóttir, Seilugranda 3, Reykjavík. Sigmundur Hávarðsson, Þingási 6, Reykjavík. Þorbjörg Ósk Þrastardóttir, Bragagötu 29a, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.