Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 Fréttir DV Erum að drukkna í rusli - segir heimilisfólk í Þorpum og Grund í Kirkjubólshreppi DV, Hómavík: Það var verið að koma með sjö- unda bílfarminn frá því í vetrar- byrjun, hlaðinn rusli af Þorparekan- um, þegar fréttaritara bar þar að fyrir skömmu. Nánast öllum stund- um, þegar næði hefur verið frá bú- störfum frá þvi voraði i apríl, hefur heimilisfólk á þessum bæjum varið til að færa saman timbur og þó ekki síst að hreinsa ruslið úr fjörunni eftir veturinn. Þau segjast hálft í hvoru hafa átt von á að síðasta ár, sem var ár hafs- ins, myndi eitthvað bæta ástandið en segja verði að það hafi heldur versnað ef eitthvað er. Mest ber á plastumbúðum undan olíu og sápu- efnum, fiskikössum og netastykkj- um alls konar. Reyndar megi sjá sýnishom cif nánast öllu sem flýtur á sjó. Þar á meðal fannst nýverið armband merkt, Skeljavíkurhátíð, sem haldin var fyrir einum átta eða tíu árum. „Við ætlum ekki að gefast upp við að hreinsa íjöruna en við sjáum fram á ef þessu linnir ekki að við ráðum ekki við þetta aðstoðarlaust. Þetta er þegar orðið þjóðfélagslegt vandamál sem ekki er hægt að leggja aðeins á eigendur sjávar- jarða. Fleiri þurfa að koma að þessu. Reyndar á svona sóðaskapur ekki að eiga sér stað á okkar tímum því þetta er ekkert annað en kæru- leysi og sóðaskapur á háu stigi,“ segir Björn H. Pálsson, bóndi í Þorp- um, og bætir við að fleiri eigi þarna sök en íslenskir fiskimenn og sjófar- endur. Hann segir plastið vera komið í hagana upp um allt land. Þó ekki séu nú bætiefnin í þessu fyrir bú- fénaðinn þá sé féð að sleikja þetta og éta ekki síst vegna saltbragðsins. Nýlega fundu þau kind í haganum sem komin var með girni flækt um fætuma. Ef ekki hefði verið tekið eftir girninu og það skorið allt utan af beinunum hefði það á nokkrum dögum dregið hana til dauða. „Þessu verður að linna því þetta er ólíðandi með öllu,“ segir Björn H. Pálsson bóndi. -GF Feðgarnir Björn H. Pálsson og Guðjón Hraunberg við bílinn hlaðinn rusli. DV-mynd Guðfinnur Breyting á verslun: Var fjóra mánuði í skipulags- nefnd - 10-11 gat ekkert aöhafst Fjórtánda 10-11 búðin verður opnuð á næstu vikum í Grímsbæ í Fossvogi. Skipulagsnefnd borg- arinnar afgreiddi í gær umsókn um leyfi til breytinga sem legið hefur hjá nefndinni síðan í mars. Lagfæringar á húsnæðinu hafa orðið tilefni til frestana og synj- ana og hægt gengiö. Á meðan hafa íbúar í Fossvogi og Bústaða- hverfi verið án hverfisbúðar sinnar. „Við vildum standa vel að inn- réttingunni og vanda okkur eins og við alltaf gerum, þess vegna þurfti að gera breytingar sem nú hafa verið samþykktar. Nú ljúk- um því verkinu eins fljótt og hægt er,“ sagði Hertha M. Þor- steinsdóttir, framkvæmdastjóri 10-11 búðanna. Hertha segir að fimmtánda búðin verði opnuð vonandi innan tíðar en það er gamla Hagabúðin við Hjarðarhaga sem verður opn- uð undir merkjum 10-11. Búðinni var lokað í aprB og óskað hefur verið eftir breytingum á húsnæð- inu til skipulagsnefndar. -JBP Æ fleiri spilafíkn að bráð „Það er rétt að við vildum ekki hengja upp auglýsingu frá SÁÁ um spilaflkn," segir Bjarni Vilhjálmsson, rekstraraðili Háspennu, spilakassa- salar við Laugarveg, aðspurður. „Það væri svipað og að auglýsing væri frá Vogi á öllum vínveitingastöðum. Við sáum heldur ekki tOganginn í því að hafa auglýsingu um eitt námskeið um spilaflkn og hvemig ætti að taka á henni. Okkur flnnst menn vera að hrópa úlfur, úlfur með þessu. Eitt skyndinámskeið og hvað svo. Við buðumst aftur á móti til þess að borga prentun á bæklingi um spilaflkn sem hægt væri að hafa í kaffikróknum hjá okkur. Þar væri hægt að fjalla um þetta vandamál og fólki bent á hvern- ig væri hægt leitað sér lausna. Við teljum spilafikn vandamál eins og SÁÁ gerir og viljum gera okkar til þess að leysa vandamál fólks sem er spilafíklar." 189 komu í meðferð „189 komu í meðferð til okkar hérna á Vogi á síðasta ári. Sumir hafa komið áður, aðrir eru nýir. Það sem við höfum reynt er að beina sjón- um okkar sem mest að er unga fólkið og sjá til þess að það lendi ekki í þessu. Það er áhættuhópurinn," segir Þórarinn Tyrflngsson, yflrlæknir á Vogi. Spurður hvort mikill fjöldi ellilíf- eyrisþega eigi við spilafíkn að etja segir Þórarinn: „Það er vitað að fólk sem oft er einmana og hefur lítið að gera, eins og ellilífeyrisþegar, spilar mikið i spilakössum. Þetta er yflrleitt fólk sem er með ákveðinn pening á mánuði og eyðir honum í kassa. Þetta er aðallega persónulegur vandi og snýr aðallega að fólkinu sjálfu. Hinn vandinn er öllu alvarlegri þegar fyrir- vinnur heimila spila mikið því þær hafa aðgang að mun meiri peningum og peningum sem öll fjölskyldan þarf á að halda. Fólk sem hefur kannski lánstraust til þess að taka nokkrar milljónir að láni til að eyða í spilaflknina. Það getur eyðilagt heilu 5ölskyldurnar.“ -EIS Hestanudd Catrin Engström tekur hesta The Flying Danish Superkids, danskur leikfimihópur barna, er væntanlegur til íslands í næsta mánuði. Hópurinn hefur ferðast um allan heim með sýn- ingaratriði sín. Danskur fjöllistahópur barna væntanlegur til íslands: Súperkrakkar frá Árósum Heimsþekktur danskur leikfimi-, dans- og sönghópur barna sem kallast Flying Danish Superkids kemur til íslands i næsta mánuði og heldur tvær sýningar í Háskóla- bíói, laugardaginn 10. júlí og sunnudaginn 11. júlí. Hópurinn millilenti í Keflavík í gær á leið- inni vestur um haf til Kanada en þar skemmtir hann á hátíð í Hali- fax sem nefnist International Tatt- oo. Hópurinn Flying Danish Superkids var stofnaður í Árósum 1967. Að jafnaði eru um 50 börn og unglingar í hópnum, á aldrinum 8-20 ára. Hópurinn hefur heimsótt 26 lönd á ferlinum og haldið tugi sýninga á íþróttaleikvöngum, í leikhúsum og sjónvarpi í Banda- ríkjunum, Kanada og Þýskalandi og fleiri löndum. Sl. vor hélt hóp- urinn sýningu fyrir Alþjóða ólympíunefndina. Hann hélt einnig sérstaka sýningu fyrir Margréti Danadrottningu í tOefni af 25 ára krýningarafmæli hennar. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.