Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Byggðagildran hin nýja Þaö er eitthvað að þegar 22 af 23 nemendum skóla falla á samræmdu prófunum. Þegar heill árgangur nemenda er með meðaleinkunnina 2,57 í dönsku hlýt- ur pottur að vera brotinn í skólastarfi. Meðaleinkunn- in 3,19 í íslensku bendir ekki til að nemendum hafi tekist að tileinka sér móðurmálið. Kennarar sem þurfa að sætta sig við að nemendur þeirra fá ekki hærri einkunn en 3,0 í stærðfræði geta ekki haldið því fram að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt við mennt- un barnanna. Skýringa á slökum árangri nemenda fjölmargra skóla, sérstaklega á landsbyggðinni, er ekki að leita hjá nemendunum sjálfum. Ungmenni á landsbyggð- inni eru hvorki betri né verri námsmenn en jafnaldr- ar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Skýringanna verður ekki leitað annars staðar en í kennslunni sjálfri, upp- byggingu skólastarfsins, hvernig búið er að nemend- um og kennurum en síðast en ekki síst í því hugarfari sem foreldrar og nemendur hafa tamið sér gagnvart menntun. -N Niðurstöður í samræmdum prófum nú í vor benda til þess að skólastarf sé víða nafnið eitt - þar stendur ekki steinn yfir steini. Vitaskuld geta menn deilt um hvernig rnæla skuli gæði þeirrar menntunar sem börn og unglingar njóta í grunnskólum landsins og þá sér- staklega hvort samræmd próf í fjórum greinum gefi raunhæfan samanburð á milli skóla. En á meðan deilt er um aðferðafræðina brennur Róm. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að að- staða og möguleikar nemenda í fámennum byggðum landsins er allt önnur og erfiðari en í stærri sveitarfé- lögum. Þannig hafa ungmenni á landsbyggðinni ekki skilað sama árangri á samræmdum prófum og á höf- uðborgarsvæðinu, þó eru þar á glæsilegar undantekn- ingar. Flest bendir til þess að undanfarin ár hafi ný byggðagildra verið lögð í formi lélegra skóla og slakr- ar menntunar barna og unglinga. Eftir því sem þjóðfé- lagið verður flóknara og kröfurnar um góða almenna menntim verða strangari stækkar gildran og fleiri falla í hana. Sveitarfélög sem tryggja ekki að börn og unglingar fái góða almenna menntun eru að takmarka möguleika þeirra í framtíðinni - ekki aðeins til þroska og frekari menntunar heldur ekki síður til að takast á við síbreytileg verkefni nýrrar aldar. Ungmenni sem búa ekki yfir undirstöðukunnáttu í stærðfræði eiga litla sem enga möguleika á að nýta sér þau tækifæri sem upplýsingatæknin býður upp á - tækni sem verð- ur drifkraftur nýrrar aldar. Unglingar sem hvorki hafa ekki náð tökum á móðurmálinu né erlendu máli eiga það á hættu að einangrast í hröðum heimi upp- lýsingaaldarinnar. Það er eitthvað öfugsnúið við byggðastefnu sem mið- ar allt við að halda fólki í sinni heimabyggð, með bein- um og óbeinum opinberum styrkjum, en gleyma síðan því sem méstu skiptir - menntun barnanna. Þó svo rík- ið hafi með sérstökum samningi flutt ábyrgð á rekstri grunnskóla til sveitarfélaganna sjálfra hafa yfirvöld menntamála ákveðnum skyldum að gegna gagnvart foreldrum og nemendum um allt land. Líklegast kann að vera nauðsynlegt að menntamálaráðuneytið svipti sveitarfélög forræði yfir skólum sem standast ekki þær lágmarkskröfur sem gera verður til stofnana sem ann- ast uppfræðslu þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi. Óli Björn Kárason Stjómir stóm sjúkra- húsanna í Reykjavík hafa ákveðið að hefja stór- aukna samvinnu á sviði endurhæfingar. í desem- ber 1998 skilaði faghópur á vegum heilbrigðisráðu- neytisins skýrslu um sjúkrahúsamál. Sam- vinnunefnd sjúkrahús- anna í Reykjavík hefur unnið þessar tillögur áfram undir stjóm nýráð- ins forstjóra sjúkrahús- Endurhæfing sjúklinga skilar þjóðféiaginu miklu fé, segir höfundur. Endurhæfing endurskipulögð anna, Magnúsar Pét- urssonar, og ákveðið nýja tilhögun endur- hæfingarmála og reyndar æðaskurð- lækninga. Unnið er að hagræðingu og breyttu skipulagi á fleiri sviðum og þegar komnar ákvarðanir um breytingar og aukna samvinnu í lyfjamálum sjúkra- húsanna. Á lokastigi eru breytingar á skipulagi starfs- mannamála á Land- spítala. í nýútkominni skýrslu Félags ís- lenskra endurhæfing- arlækna segir að nú séu á landinu samtals um 270 sjúkrarúm ætluð endurhæfingu. Á höfuðborgar- svæðinu má telja 24 rúm á Grens- ásdeild SHR auk þeirra rúma sem taugadeildin notar fyrir endurhæf- ingarsjúklinga, um 160 rúm á Reykjalundi og á Heilsustofnun NLFÍ er að jafnaði 30-50 einstak- lingum veitt sérhæfð endurhæf- ingarmeðferð hverju sinni. Skipulögð endur- hæfingarstarfsemi hófst hér á landi fyrir rúmlega 35 ámm. Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur ekki er unnt að senda heim fyrr en að lokinni frumend- urhæfingu. Nú verð- ur það eitt aðalá- hersluatriði Land- spítalans að koma upp endurhæfingar- deildum í Kópavogi. Þar er afar hentugt * húsnæði til slíks starfs og er óðum að losna þegar vist- menn hælisins út- skrifast á sambýli eða aðra hentugri vistun. Ráðgert er að í Kópavogi verði tvær 7 daga deildir, hvor með 12 rúm og ein 5 daga deild með 12 rúm. Með þeirri tilhögun ætti að vera vel séð fyrir þörfum end- urhæfingarsjúklinga. Með breyttu skipulagi verða taugadeild og end- urhæfingardeild á Grensásdeild aðskildar og gætu rúm til endur- hæflngar orðiö nær 40 ef með eru talin þau rúm sem taugadeildin mun nota til lækninga og endur- hæfingar heilablóðfallssjúklinga. Heilbrigðisráðherra mun skipa nær ser. Breytingar um áramót Um næstu áramót er gert ráð fyrir að öll endurhæfing sjúkra- húsanna verði sett undir eina samræmda stjórn. Á Landspital- anum hefur endurhæf- ingardeildin sem slík ...... engin sjúkrarúm til umráða en hún sér öllum bráða- deildum fyrir endurhæfingarþjón- ustu auk göngudeildarþjónustu. Ekki er ólíklegt að um 30 sjúkling- ar, sem þurfa á endurhæflngar- þjónustu að halda, liggi á hverjum tima á ýmsum deildum spítalans. Þessi háttur mála er spítalanum erfiður enda teppa endurhæfingar- sjúklingar þannig rúm spítalans. Hér er um að ræða sjúklinga sem „Þaö skiptir þjóðfélag okkar miklu máli að sjúklingar nái vinnufærni hið fyrsta og virk endurhæfing er ekki lítils virði í því sambandi. Góð endurhæfíng sem byrjar svo fljótt sem auðið er getur haft gríðarleg áhrif á hvernig og hve fíjótt sjúklingur endurhæfingarráð og ráðgert er að ráðið geri þjónustusamning við Reykjalund vegna þeirra sjúklinga sjúkrahúsanna sem þar er unnt að sinna. Þannig ættu sjúkrahúsin að vera sæmilega í stakk búin til þess að sinna frum- eða þungri endur- hæfingu rúmlægra sjúklinga á bráðadeildum þar til þeir eru heimferðaifærir. Afar mikilvægt er að sjúkrahúsin hafi stjórn á þessum þætti endurhæfingarinnar þannig að sjúkrarúm til lækninga teppist ekki. Stór hluti þessara sjúklinga er fólk sem fengið hefur heilablæðingu eða tappa. Slík til- vik eru hér á landi milli 400 og 500 á ári. Miðað við meðallegutíma um 3 vikur má sjá að rúmafjöldi vegna þessara sjúklinga þarf- að vera nær 30. Léttari endurhæfing getur að mestu leyti farið fram utan sjúkra- húsanna ef frá eru talin tilvik fóks sem ekki er gróið sára sinna en þarf að njóta góðrar endurhæfing- ar. Utan þessara hópa gætu verið hópar sem þurfa viðhaldsendur- hæfingu eða verða að tengjast stofnunum um lengri tíma. Mikilvægi endurhæfingar Víða erlendis skilst mér að reynt sé að færa út af bráðasjúkra- húsunum svo fljótt sem auðið er fólk sem ekki er í reynd lengur til lækninga. Á það við um þá sem þurfa endurhæfingu og þá sem þurfa á hjúkrunarheimilisþjón- ustu að halda. Mestu held ég að valdi varðandi þetta hinn gríðar- legi kostnaður við hvert rúm inni á bráðasjúkrahúsum, hátækni- sjúkrahúsum. Kostnaður vegna hvers rúms á endurhæfingar- deild er líklega um 60-70 % af kostnaði við hvert rúm á bráða- deildum. Ljóst er líka að mikil- vægt er að endurhæfing byrji eins fljótt og auðið er og sé ár- angursrík. Það skiptir þjóðfélag okkar miklu máli að sjúklingar nái vinnufærni hið fyrsta og virk endurhæfing er ekki lítils virði í því sambandi. Góð end- urhæfing sem byrjar svo fljótt sem auðið er getur haft gríðar- leg áhrif á hvernig og hve fljótt sjúklingur nær sér. Miklar vonir eru því bundnar við þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum hjá stóru sjúkrahús- unum varðandi endurhæfinguna. Þessar breytingar eiga að auka hagkvæmni og hagræðingu, gera endurhæfinguna virkari og ná fyrr til sjúklinga og verða þannig til góðs bæði fyrir einstaklinga og heild. Guðmundur G. Þórarinsson Skoðanir annarra Þjóðin var ekki að hafna Fljótsdalsvirkjun „Síðustu kosningar eru nýjasti mælikvarðinn sem við höfum á álit Edmennings, þó að ég fullyrði ekki að kosið hafi verið um þetta mál. Það var alveg ljóst hvaða stefnu stjórnarflokkarnir höfðu fyrir kosningar; þeir voru ekki með það á stefnuskrá sinni að krefjast lögformlegs umhverfismats. Fram- sóknarflokkurinn tapaði nokkru fylgi en Sjálfstæð- isflokkurinn bætti við sig. Samfylkingin var með misvísandi stefnu, sem ég hef lýst. Úrslit kosning- anna eru því engin skilaboð um að þjóðin hafi hafn- að Fljóstsdalsvirkjun," Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, í Morgunblað- inu. Milljónerar við borð Jóns og Bryndísar „Kvöldverður fyrir milljónera, styrktarmeðlimi Washington Óperunnar. Hver og einn hafði greitt húsverð fyrir að fá að sitja við borð sendiherra Is- lands. En þú skalt ekki halda, Kolla mín, að það sé vegna þess að sendiherra íslands sé í hærri verð- flokki en aðrir. Óperan hér í borg safnar rekstrarfé á þennan hátt. Virkjar sendiráðin. Fær þau til að bjóða til kvöldverðar. Fólk borgar fyrir matinn. Að- gangseyririnn rennur til Óperunnar. Placido Dom- ingo er í forsæti. Óperan er lyftistöng allrar menn- ingar hér um slóðir." Bryndís Schram, í Bréfi til Kollu í Degi Aukin tæknivæðing, færri störf „Það má spyrja sem svo, ef öll þau miklu áform um atvinnuuppbyggingu sem eru hér á landi ræt- ast, hvort vinnuafl sé fyrir hendi hjá þjóð sem tel- ur ekki nema 265 þúsund manns. í því sambandi má ekki gleyma því að störfum mun fækka með aukinni tæknivæðingu við stærsta atvinnuveg landsins, sjávarútveginn. Þróunin hefur verið sú á undanförnum árum. Aðrar atvinnugreinar þurfa að taka við nýju vinnuafli sem kemur inn á vinnu- markaðinn ef takast á að halda í horfinu. Nýjar há- tæknigreinar hafa einnig dregið fólk hingað heim sem hefur verið búsett erlendis og starfað þar. Það er því ljóst að sækja verður fram á mörgum víg- stöðvum ef það takmark á að nást að halda uppi fullri atvinnu á nýrri öld og vera í fremstu röð í heiminum hvað það snertir." Jón Kristjánsson, formaöur fjárlaganefndar, ræðir um „framleiðslu í eyðslugóðæri" í Degi i gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.