Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 3. JULI1999 i6 fegurð *★ ★ Er fegurðarmat okkar gróðrarstía fyrir fordóma? Fallegt fólk nýtur forréttinda - það er álitið gott, heiðarlegt og betri bólfélagar Fegurðin fangar hjörtu og hrífur huga. Þannig er það og hefur alltaf verið, sem sannast best á því að þeg- ar Aristótels spekingur forn- Grikkja var spurður hvers vegna þetta væri svo, svaraði hann: „Sá sem ekki er blindur, myndi ekki spyrja svona.“ Hins vegar lifum við á tímum þar sem menn eru ekki á eitt sáttir um gildi fegurðar. Árið 1991 skrifaði bandaríski lögfræðingurinn Naomi Wolf bókina „The Beauty Myth“, eða Leyndardómur fegurðarinnar, þar sem hún komst að þeirri niðurstöðu að fegurð sem alheimsfyrirbæri væri ekki til. Hún hélt því fram að fegurð- in ætti sér stoð í mýtu sem væri til þess gerð að halda konum þar sem karlar vilja hafa þær - fyrir utan valdakerflð. Vissulega eru flölmargir óhressir með áhersluna sem lögð er á útlit og fegurð. Gáfumenni vilja meina að feg- urðin skipt engu máli vegna þess að hún útskýri ekkert, leysi ekkert og kenni okkur ekkert. Femínistar og hugsandi konur og menn eru á báð- um áttum, þar sem fegurðin getur hvort heldur verið uppspretta styrks og uppspretta veikleika og undir- lægjuháttar. Fegurðarfaraldur Hluti af gagnrýninni sprettur af áhyggjum yflr hinum svokallaða feg- urðarfaraldri, sem sagður er bera vott um sjúkt þjóðfélag. í Bandaríkj- unum einum leggst meira en ein milljón manna á ári undir hnífinn, í djúpri svæfmgu, til þess að láta fjar- lægja eða brenna burtu húðparta, sjúga úr sér fitu eða planta í sig alls kyns gerviefnum. ÍÞótt áhyggjuefnið sé stórt er þó varla verjandi að fórna fyrir fullt og allt þeirri gleði sem fegurðin hefur veitt okkur frá upphafi vega. Gáfu- menni geta bannað fegurðina í um- ræðum sem þeir taka þátt í, verið með nefið upp í loftið og lýst þvi yfir að hún sé léttvæg, en fyrir utan þeirra heim heldur hún áfram að ríkja. Öll menningarsamfélög vegsama fegurðina og eyða formúgu í að leggja rækt við hana. Kirkjan hefur varað við þessum hégóma og læknar hafa lýst skelfingu sinni yfir áhættunni sem fólk er að taka í nafni fegurðar- innar. En menn geta talað sig bláa; það hættir enginn að njóta fegurðar- innar. Fegurð veitir vellíðan; hún er áfeng. Marvin Minsky, sem fann upp gervigreindina, segir að falleg sýn sendi huganum skilaboð um að „hætta að meta, velja og gágn- rýna“. Við hugs- um ekki um neitt annað í návist feg- urðar. Varnar- leysi gagnvart henni á sér djúpar rætur í líffræð- inni. Fegurðin vekur hrifningu, krefur okkur um athygli og hvetur okkur til þeirra dáða sem til þarf til að viðhalda mannkyninu. Enginn er ónæmur fyrir feg- urðinni. En hvað er feg- urð? Það er nóg til af lýsingum á þeim áhrifum sem fegurð hefur á okkur en engar ásættanlegar skilgreiningar eru til á því hvemig hún lítur út. Skilgreiningar eins og „þegar einhver gengur inn um dym- Rannsóknir benda til þess að fegurstu andlitin hafi eiginleika sem eru frábrugðnir því sem almennt er. ar og þú nærð varla andanum," eða „þú sérð það ekki, heldur fmnur það,“ eða „manneskja sem þú hrein- lega getur ekki gengið framhjá á götu,“ segja ekki neitt. Allt frá tímum forn-Grikkja hefur rauði þráðurinn í fegurðar- kenningun- um hangið á fullyrðing- um um form og hlutföll. VOja þá menn líka meina að kjarninn í fegurðinni sé hinn sami hvort sem horft er á fagra konu, blóm, landslag eða mynd. Við skynj- um fegurð- ina hins veg- ar ekki sem rökstudda niðurstöðu, heldur sem lík- amleg viðbrögð. Hún getur hreyft við ýmsum tilfinningum og þeirra á með- al er alltaf ánægja (afbrýðisemi og öf- und eru aldrei hluti af ánægju). Andrea Brabin. Kvenleg fegurð Falleg kona er kona sem er ungleg. Það get- ur reynst erfitt að greina á milli ungra drengja og ungra stúlkna en á gelgjuskeiðinu fer karlhormón- ið testósterón að segja til sín í kjálkum, höku, nefi og á auga- brúnum drengja. Aftur á móti halda stúlkur sléttu enni, finlegu nefi bernskunn- ar, augnhárin eru lengri og sterkari og augabrúnimar eru hærri. Kinn- beinin verða meira áberandi og vegna þess hvað nefið er lítið, virðist andlitið smærra. Auk þessa er mest fitusöfnun í vörum hjá stúlkum um fjórtán ára aldurinn. Stór augun, há kinnbeinin, þrýstnar varir og hlut- fallslega lítil haka ýkja öll merki um kvenleikann. Þegar konur fara að eldast, teygist andlitið í karlmannlegar áttir, sam- kvæmt visindalegum rannsóknum. Niður- andlitið lengist og augabrúnirnar síga nær augunum. Efri vörin tapar fylling- unni og verður flatari. Enda hefur þvi verið haldið fram að rann- sóknir á fegurð séu í rauninni rannsóknir á æsku og kvenleika. Kannski vegna þess að karlmenn eru sagð- ir laðast að barnsleg- um andlitsdráttum, fyllast mnhyggju and- spænis þeim. Rannsóknir benda til þess að fegurstu andlitin hafi eigin- leika sem eru frá- brugðnir því sem al- mennt gerist í örfáum augljósum atriðum. Sálfræðingur að nafni David Perrett gerði samanburð í tölvu á miklum fjölda Ijósmynda af konum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að fegurð- ardísirnar hefðu enn þynnri kjálka, stærri augu, þykkari varir og smærri höku en gengur og gerist. Varimar á ofurfyrirsætunum Naomi Campbell og Christy Turlington pössuðu engan veginn við það sem talist gat „normal". Ekki heldur kinnbeinin á Kate Moss. Ef við skoðum þær ís- lensku konur sem náð hafa langt úti í hin- um stóra heimi, koma fyrst upp i hugann þær Linda Péturs- Útlitsfordómar dóttir, Andrea og Björk, Brabin Guðrún Linda Pétursdóttir. Bjarnadóttir. Síðan gerði Perrett tölvu- skráningu á ótal atriðum í andliti forsíðustúlkna á Vogue og Cosmopolitan tímaritunum og lét síðan tölvuna finna út aldur þeirra. Niður- stöður tölvunn- ar vom þær að stúlkurnar væru allar á aldrinum sex til sjö ára. Karlmannleg fegurð Það er mun auðveldara að fjalla um útlit kvenna en karla vegna þess að við fáum stöðugt upplýsingar um kvenlega fegurð. Beinabyggingin í andlitinu er það sem ræður úrslitum þegar útlit karla er metið. Þar virðast kjálkavöðvarnir vera í aðalhlutverki, svona kjálkavöðvar eins og á Robert Redford og Brad Pitt. Hér á landi eru það menn eins og Ingvar Sigurðsson og Egill Ólafsson sem væru dæmi- gerðir fyrir þessa skilgreiningu. Sál- fræðingur að nafni Michael Cunning- ham hefur gert rannsóknir á þessu sviði og segir að það séu hins veg- ar takmörk fyrir því hvað við vilj- um andlitið karl- mannlegt. Hann segir konur al- mennt laðast að venjulegmn karl- mannlegum dráttum auk þess sem þær vilji stór augu og breitt bros. Því karlmannlegra sem andlitið sé, því girnilegri sé maðurinn í aug- um kvenna. Samkvæmt rannsóknum Cunninghams hafa konur síður áhuga á mönn- um með bamsleg Björk Guðmundsdóttir. Egill Ólafsson. andlit þegar þær leita að maka. Hins vegar mega karlmannlegu drættirnir ekki vera ýktir. Hinn ofur-karlmannlegi neanderthalsmað- ur á ekki upp á pallborðið hjá konum vegna þess að útlit hans ber vott um kulda og grimmd. Aðlað- andi karlmann- legt andlit verður að vera valds- mannslegt. Mönn- um með slíkt and- lit gengur al- mennt betur í líf- inu, ekki bara í starfi, heldur einnig í rúminu. Margir eru þeirrar skoðunar að slik andlitssálfræði geri fátt annaö en að ýta undir hugmyndir um að til sé ein fullkomin fegurð sem allt sé mælt út frá. Hins vegar eru sérfræðingarn- ir aðeins að slá fram tilgátum sem byggðar eru á reikningskúnstum. Þeir slá líka fram kenningum um að vissir andlitsdrættir séu álitnir óaðl- aðandi hvar sem er í heiminum, sem leiðir okkur að kjamanum i gagnrýn- inni á þessar kenningar; fordómum gagnvart ófríðu fólki. Fegurðin opnar leiðir að félagslegum og efnahagsleg- mn forréttindum á meðan ófríðleiki skilar ekki öðru en félagslegum erfiðleikum og fordómum. Það ku vera jafn auðvelt að sanna dekur við fallegt fólk og for- dóma gegn ófríðu fólki. En slíkir fordómar eru ólíkir kynja- og kynþáttafordóm- um að því leyti að útlitsfordómar eru ómeðvitaðir. Útlitsfordómar eru því erfiðustu fordómar við að eiga og þeim er almennt afneitað. Flestir vilja halda því fram að útlit skipti ekki máli, en þegar að er gáð kemur í ljós að við lítum á út- lit eins og hvern annan gagnagrunn. Útlit hefur áhrif á viðhorf okkar og hegðun gagnvart öðrum. Fallegt er gott Hugmyndimar um að fögru útliti fylgi fógur sál hafa alltaf verið til, að minnsta kosti frá tímum Platós. Skáldkonan Sappho skrifaði þá, „það sem er fallegt er gott“. Ljótleik- inn var álitinn bera vott um sturl- un, vonsku eða hættu. í dag vitum við að það er varasamt að dæma sið- ferði, persónuleika, greind eða hjartalag með því að horfa á fólk. Samt sem áður er fólki mismunað eftir útliti allt frá frumbemsku til fullorðinsára og fallegt fólk fær já- kvæðari viðbrögð en ófrítt fólk. Þetta á jafnt við karlmenn og konur. Það er auðveldara fyrir fallegt fólk að finna bólfélaga og það er auðveld- ara fyrir fallega fólkið að finna náð fyrir augum dómstóla og fá ókunn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.