Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 27 mik Harmoníkutvíburarnir Yuri og Vadim: Lærðu brögðin ípartíi Hvemig sjáið þið fyrir ykkur dansi- böll hjá rússneska hemum? Kannski alla í kósakkadansi? Eitt er nú vitað; meðan tvíburabræð- umir Yuri og Vadim Fjodorov gegndu herþjónustu var þar látlaust leikið á tvær harmoníkur. Bræðumir em fæddir og uppaldir í Pétursborg, sem reyndar hét Leníngrad á fæðingartíma þeirra. Frá sex ára aldri hafa þeir leikið á þetta hressilega hljóðfæri úti um allan heim. Þeir era sprenglærðir i harmoníkuleik og hafa unnið til verðlauna í íjölda keppna. Auk þess kunna þeir lika brögð sem þeir sýna þakklátum áhorfendum. Yuri og Vadim kunna reyndar einnig að spila á píanó, en það er hara smávegis. Nikkan er númer eitt. En af hverju nikkan? Em það ekki bara gam- aimenni sem hlusta á harmoníkuleik? „Ja, ætli það sé ekki frekar fólk um miðjan aldur,“ segja bræðurnir og brosa. „Annars er það misjafnt eftir því á hvaða stað við erum. Stundum spil- um við í háskólum og þá er náttúrlega ekki mikið um öldunga." En nú erað þið greinilega grafalvar- legir tónlistarmenn. Af.hverju fórað þið að vera með trúðslæti eins og að láta glas með áfengi í standa á hljóðfær- inu meðan spilað er með bundið fyrir augu? „Ég hafði einhvem tima séð þetta gert í partíi, þar sem spilarinn lét bjór- glas standa á nikkunni meðan hann spilaði," segir Vadim. „Mér fannst þetta flott og æfði mig nokkra hríð þar tO ég ég náði tökunum. Einhvem tíma á tónleikum vorum við klappaðir upp svo oft að ég greip til þessa bragðs. Þetta vakti stormandi lukku.“ Lumið þið á fleiri trixum? „Jaaaa,“ segja bræðumir með herpt- an samsærissvip og vilja ekkert gefa upp. Enda aldrei gott að spila út öllum trompunum í einu. Rússnesku tvíburarnir Yuri og Vadim segja að maður þurfi að vera í góðu líkamlegu formi til þess að geta ráðið al- mennilega við nikkuna. Tvíburarnir eru nú staddir hér á landi og ætla að halda ferna tónleika. DV-mynd E.ÓI. Alltaf tími fyrir konur Aðaláhugamál strákanna er austræn hardagalist sem þeir æfa báðir af kappi. „Ef í hart færi með tónlistarbransann væri draumurinn að snúa sér að kennslu á þeirri list,“ segja tvíburamir og reyna að útskýra í hveiju hún er fólg- in. Hún heitir flóknu kínversku nafni og byggist bæði á þvi að þjáifa andann og líkamann. „Að æfa harmoníkuleik íjóra tíma á dag krefst likamlegra krafta. Hljóðfærið er þungt og til þess að ná að beita sér að fúllu þarf að vera í góðu formi,“ segir Vadim og bætir við að í þetta eyði þeir miklum tíma. En er tími fyrir kærastur i heimshomaflakkinu? „Það er alltaf tími fyrir konur," segir Yuri eldsnöggt og þeir hlæja mikið. „Vadim á kærustu sem ætlaði að koma með okkur til íslands, en gat það ekki vegna þess að hún lenti í veseni með , vegabréfið sitt. Ég er hins vegar oftast einhleypur." „En tekur gríðarlegar rispur inn á miili," bætir Vadim við með áherslu. -þhs Sumarmyndakeppni DV: Ljósmyndirnar streyma inn Sigurmynd síðasta sumars. Það sem gerir þessa mynd svo einstaka er hversu vel hún nær sumarstemning- unni. Myndin er knappt skorin og það styrkir mynd- ina að sjá svipbrigði og gleði stúlknanna. Sannköll- uð sumarsæla. Sumarmynda- keppni DV stendur nú sem hæst og fyrsta verðlauna- mynd sumarsins hefur verið valin. Hún kemur frá Þor- lákshöfn og send- andi hennar var Elin Erna Magnús- dóttir. Ein mynd verður valin hvern mánuð í sumar, sem hlýtur sérstök verð- laun, og í lok sumars verður svo ljósmynd sumarsins valin. Það er ljóst að keppnin í ár verður hörð enda hafa margar góðar myndir borist DV. Glæsilegar myndavélar eru í verðlaun fyrir þá sem standa sig best. Deildarstjóri Ijósmyndadeildar DV, Gunnar V. Andrésson, mun leiðbeina lesendum og keppend- um. Hann mun kenna fólki að taka góða ljósmynd og segja frá helstu mistökum sem mönnum hættir til að gera. Helstu mistök við Ijósmyndun: Það er algengt að sjá það hjá byrjendum þeir standa of langt frá við- fangsefninu þegar þeir ljósmynda. Myndir verða betri gæti menn að þvi að vera ekki of fjarri myndefninu. Þegar mynd er tekin á að nota allt auga mynda- vélarinnar. Með því að líta vel í glugga vélarinn- ar ákvarðar maður mynd- skurðinn í myndatökunni. í myndatöku gildir lögmálið að flýta sér hægt. Ljósmyndir hjá byrjendum eru oft hreyfðar og þess vegna þarf að gæta þess að vera stöðugur þegar smellt er af. Ljósmæling er grundvallaratriði og við hana þarf að sýna aðgát. Ljósnæmi filmu þarf að vera rétt stillt í myndavélina. Af þessu þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur ef fólk á nýjustu myndavélarnar, Gunnar V. Andrés- son, deildarstjóri Ijósmyndadeildar. Hér má sjá mynd mánaðarins en hana tók Elín Erna Magnúsdóttir í Þorláks- höfn. Myndin hefur allt sem góð sumarljósmynd þarf að hafa. Hún er björt og hlý og sýnir sumar, sand og sól. áþekkar verðlaunavélum keppn- innnar, sem lesa ljósstyrk filmunnar af filmuhylkinu. Fókusinn er augljóst atriði en það er nú einu sinni svo að mönn- um hættir til að líta fram hjá því augljósa. Menn verða að gæta þess að fókusera áður en smellt er af. Hérna hjálpar einnig að vera með nýja myndavél því þær eru með sjálfstillandi fókus. Sjálfur fókus- neminn þarf þó að nema myndefn- ið. Eitt af hjálpartækjum mynda- vélarinnar er flassið en það þarf að stilla eftir ljósnæmi filmunnar í vélinni. Þessar stillingar eru inn- byggðar í nýjustu vélum. Að lokum hvetjum við alla til þess að vera duglegir að taka ljós- myndir. Minningamar varðveitast best á myndum. ekinn 37 þús. km, fullhlaðinn aukahlutum. Bæði harðtoppur og blæja. Uppl. í síma 893 6337 M. Benz SL 500 árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.