Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 18
18
jfiþygarðshorníð
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 JjV
Hve fslands auðn er stór
Menn hafa ólíkan stíl: á meðan
Davíð Oddsson segir Steingrími
Hermannssyni að halda sig á mott-
unni en ráðherrar Framsóknar-
flokksins sjá það ráð helst að
kveðja til herinn og láta hann urra
á andstæðinga Fljótsdalsvirkjunar,
kemur Friðrik Sophusson, nýráð-
inn forstjóri Landsvirkj-
unar, í Morgunblaðsviðtal
og er mjúkmáll og víð-
sýnn. Hann skilur sjónar-
mið. Hann skilur tilfinn-
ingar. Eiginlega skilur
hann allt. Það kveður svo
sannarlega við annan tón í
máli hans en landsmenn
hafa vanist frá hinni
ósnertanlegu stofnun.
Hann er eins og Gorbat-
sjov eða Dubsjek: leitast
við að færa lit í grátt
valdabáknið; holdgerving-
ur valdastefnu „með
mannlegu yfirbragði".
En hefur eitthvað breyst
- í rauninni?
Þótt Friðrik Sophusson
hafi lag á að tala eins og
skynsamur maður við
skynsamt fólk í stað þess
að hreyta út úr sér tilskip-
unum verður ekki í fljótu
bragði séð að hann bjóði upp á
neitt nýtt: Landsvirkjun ætlar sjálf
að meta hugsanleg umhverfisáhrif
af framkvæmdum sínum eystra.
Slíkt mat er því miður þýðingar-
laust. Allir vita fyrir að niðurstað-
an úr því mun ekki verða til þess
að stofnunin hætti við virkjanaá-
form sín, það leiðir ekki til neins
og því verður slíkt umhverfismat
aldrei annað en sýndarmennska,
skap sínum. Af máli hans má
skilja að hann telji að maður verði
eiginlega að gera fleira en gott
þykir til þess að velferð megi ríkja
hér í landi hér eftir sem hingað til.
En hann skilur. Og maður fær á
tilfinninguna að hann líti á and-
stæðinga stóriðjustefnunnar sem
ljóðrænar og næmgeðja
sálir sem í skáldlegri
stemningu og guðmóði
sínum skynji náttúruna á
annan hátt en venjulegt
fólk. Ég er auðvitað að
leggja honum orð í munn
en á bak við allt sem
hann segir í Morgun-
blaðsviðtalinu lúrir and-
stæða sem kenna mætti
við skáldskap og reynd,
óraunsæi og raunsæi -
tilfinningar og rök.
Þetta er útbreidd sýn á
stóriðjudeilurnar, eigin-
lega viðtekin. Þegar nátt-
úruverndarsinnar höfðu
haldið stórfund í Há-
skólabíói tók fréttamaður
sjónvarps Guðmund Pál
Ólafsson tali og baunaði á
hann Einari Ben. Hvers
vegna? Jú, vegna þess að
fréttamanninum fannst
að þar næði hann hálfum
Nelson á Guðmund Pál,
næði að skjóta á hann; í
****** spurningunni lá yrðingin: nú var
einn af ykkur Ijóðrænu sálunum
Friðrik skilur. Hann fellst á að stóriðjumaður - einn úr ykkar liði
virkjanaframkvæmdir eystra - hvað segirðu við því?
breyti ásjónu landsins til frambúð- Fréttamaðurinn hitti óvart
ar og skilur að margir eigi erfitt \ naglann á höfuðið, nema hvað að
með að sætta sig við það. Hann. Einar Ben var í hinu liðinu. Það er
myndi ekki kalla lón Landsvirkj- nefnilega stóriðjustefnan sem er
unar nöfnum á borð við „Fagra- ættuð úr skáldagrillum, vellandi af
lón“ eins og fyrirrennarar hans tilfinningum.
hjá Stofnuninni gerðu af stráks-
ómarktækt með öllu. Því miður.
Að Landsvirkjun hætti við að
virkja einhvers staðar er óhugs-
andi og ekki hægt að ætlast til þess
að sú stofnun gerist dómari í eigin
sök. Þar kemur til kasta ríkis-
stjórnar og Alþingis.
Landsvirkjun er heinlínis stofn-
uð til að hrinda í framkvæmd
skáldadraumum 19. aldarinnar. Og
Einar Ben var 19. aldar skáld þótt
hann starfaði fram eftir þeirri tutt-
ugustu. Kvæði hans Dettifoss er
grundvallaryfirlýsing Landsvirkj-
unar og Dettifoss er fossinn sem
draumurinn snýst um að virkja;
þá fyrst er landið beislað: „Hér
finnst, hér skilst, hve íslands auðn
er stór...“ hrópar skáldið upp yflr
sig gagnvart fossinum og heldur
áfram: „Öll gljúfrahofin hljóma af
gulli snauð...“ Og seinna í kvæð-
inu kemur kjarni málsins: „Hér
mætti leiða líf úr dauðans örk / og
ljósið tendra í húmsins eyðimörk /
við hjartaslög þíns afls í segulæð-
um“. Burt séð frá illskiljanlegri
dulhyggju-
kenningunni
um „segulæð-
ar“ setur
skáldið Einar
Benediktsson
hér fram
grundvöll stór-
iðjustefnunn-
ar, að „leiða líf
úr dauðans
örk og ljósið
tendra í húms-
ins eyðimörk".
Þeir sem lögðu
grunninn að
stóriðjustefnu okkar daga voru
aldamótamenn sem höfðu þá hug-
sjón að rafvæða ísland, veita ljósi
yfir allt ísland í margfóldum skiln-
ingi. Þetta var fögur hugsjón. Þetta
var þrá eftir því að bæta hag þess
fátæka og fákæna almúga sem hér
dró fram lífið í myrkri og kulda.
Það tókst. Sú mynd sem stór-
Guðmundur Andri Thorsson
iðjusinnar draga hér eilíflega upp
af vesöld og volæði ef ekki verði
áfram virkjað er ættuð úr Ijóð-
heimi Einars Benedikssonar: Þetta
eru - fyrirgefið orðbragðið -
skáldagrillur. Veruleikinn er allt
annar, eins og til
dæmis kom nýlega
fram í merkri blaða-
grein eftir Gísla Sig-
urðsson, þar sem
hann benti á að nú
eru þrír atvinnulaus-
ir á Reyðarfirði og
þótti ofrausn að
reisa heilt risaálver
handa þeim.
Hið sama gildir um
Einar Ben og Karl
Marx: þótt þessir 19.
aldar menn hafi ver-
ið góðir fyrir sinn
hatt og við sínar aðstæður getum
við ekki verið að lifa okkur inn i
þeirra laúsnir nú - önnur úrlausn-
arefni eru brýnni. Landsvirkjun
hefur ekki lengur neitt hlutverk.
Og hefur enda nú eignast sinn Gor-
bastjov.
Friðrik skilur. Hann
fellst á að virkjanafram-
kvœmdir eystra breyti
ásjónu landsins til fram:
búðar og skilur að marg'ir
eigi erfitt með að sœtta sig
við það. Hann myndi ekki
kalla lón Landsvirkjunar
nöfnum á borð vió „Fagra-
lón“ eins og fyrirrennarar
hans hjá Stofnuninni gerðu
af stráksskap sínum.
dagur í lífi
Andri Sigþórsson. framherji KR-inga. segir frá degi á Landspítalanum:
Heimsóknir mömmu skemmtilegastar
Dagurinn hefst á því að ég er
vakinn stundvíslega klukkan sex
til þess að fá sýklalyf í æð. Síðan
held ég áfram að sofa og vakna ég
ekki aftur fyrr en um áttaleytið en
þá er byrjað að bora i alla veggi
sjúkrahússins og glymur sá hávaði
í eyrunum á mér allan daginn.
Skömmu eftir átta kemur Álfhild-
ur hjúkka til mín með lyfin mín,
bólgueyðandi töflur, og þar á eftir
koma læknarnir í halarófu sinn
vanalega stofugang og fara yfir
stöðu mála. Ég er búinn að hita vel
upp og farinn að labba um allt
þannig að þeir segja mér að það
fari að styttast í það að ég komist
heim.
Eftir það og fram að hádegi geri
ég ýmislegt mér til dundurs. Ég
byrja náttúrlega á því að fara í
sturtu en síðan horfi ég t.d. á
Heilsubælið i vídeóinu, sem
frændur mínir voru svo góðir að
færa mér. Þetta eru þættir sem
henta bæði stund og stað og hafa
að auki stytt mér margar stundirn-
ar hér á spítalanum. í hádeginu fæ
ég annan skammt af sýklalyfum og
Kristín kærastan mín kemur með
mat handa mér en þrátt fyrir að
þeir hafi meistarkokka hér í eld-
húsi Landspítalans ná þeir samt
ekki að toppa frábæran mat henn-
ar.
Vinir í raun
Eftir hádegi byrja vinir mínir og
kunningjar að detta inn í heim-
sókn en þeir hafa stutt vel og
dyggilega við bakið á mér í þess-
um raunum og mun ég seint
gleyma því. Á milli heimsóknanna
reyni ég svo að staulast út á svalir
í góða veðrið og þannig gengur það
til rúmlega hálffimm en þá kemur
mamma í heimsókn. Við tölum um
allt milli himins og jarðar, líka um
hluti sem við segjum engum öðr-
um, og þetta finnst mér vera
skemmtilegasti
timi dagsins.
Um sexleytið fæ ég
aftur sýklalyf og
Kristín kemur í
heimsókn með mat
fyrir mig og átta
mánaða gamlan
son okkar. Það er
mikil upplyfting
að fá þau bæði í
heimsókn og mjög
gaman að geta
leikið við soninn
um stund. Form-
legur heimsóknar-
tími hefst klukkan
hálfsjö og þá fæ ég
enn fleiri gesti en
eftir átta fer allt að
róast. Þá tek ég
fram blöðin eða
pikka á tölvuna
sem ég fékk lánaða
og svo fer ég að
horfa á Copa
America, en Sýn-
armenn voru svo
vinsamlegir að
færa mér afruglara
frítt til þess að ég
gæti fylgst með
boltnum. Deginum
hjá mér lýkur svo
á því að ég fæ sýkla-
lyf enn og aftur og kem mér síðan
í háttinn.