Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 JLj"V 58 helgarviðtalið Vísindamaður og kennari: Verður kynsjúkdómi - Halldór Þormar prófessor hefur fundið upp efni sem drepur bakteríur og veirur: Þeir eru ófáir vísinda- mennirnir um heim allan sem vinna við að leita að lyfjum sem vinna á kynsjúk- dómum og líklega grunaöi fáa að blanda sem vinnur á eyðniveirunni, herpesveirum og lekandabakteríum myndi finnast hér á íslandi. En þaö fór nú svo að íslenskur vis- indamaður, Halldór Þormar prófessor, hefur ásamt sam- starfsfólki sínu, Þórdísi Kristmundsdóttur prófessor, og Guðmundi Bergssyni líf- frœðingi, fundið upp blöndu tiltölulega einfaldra efna sem hreinlega drepur veirur og bakteríur sem smitast við kynmök - og það hratt. Halldór er fœddur í Lauf- ási við Eyjafjörð þar sem faðir hans var prestur og þar var hann alinn upp ásamt tveimur brœðrum. „Ég fœddist í gamla torf- bœnum sem nú er minjasafn og er mjög stoltur af því, “ segir Halldór þegar við setj- umst niður á skrifstofu hans sem virðist vera í miðri rannsóknarstofunni. Að minnsta kosti ekki mikið prí- vat. Halldór gekk aldrei í venjulegan barnaskóla, heldur fengu þeir bræö- urnir heimakennslu. Þaö voru stúd- entar frá Menntaskólanum á Akur- eyri sem komu til að kenna þeim og búa undir inntökupróf í Mennta- skólann á Akureyri. Helstu áhuga- mál Halldórs voru lestur; hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum og var aðeins sex ára þegar hann las Njálu. Annars segist hann hafa ver- ið mjög venjulegt barn sem fannst mest gaman að leika sér og þegar hann stálpaðist vann hann sveita- störf. „Við unnum frá því snemma á morgnana og fram á kvöld og feng- um mikið þrek við áreynsluna. Ég held því fram að ég hafi búið að því alla ævi því ég er mjög heilsu- hraustur. Þetta var enginn þræl- dómur en mikil áreynsla.“ Hafði engan áhuga á / sjúku fólki Tólf ára þreytti Halldór inntöku- próf í Menntaskólann á Akureyri og var þar við nám í sex ár, þrjú í und- irbúningsdeild og þrjú í mennta- deild. Hann var nýorðinn 18 ára þegar hann útskrifaðist af stærð- fræðibraut. „Þá var ég búinn að fá áhuga á líffræðinni,“ segir hann. „Ekki plöntum og dýrum, heldur þvi sem í dag er kallað sameindalíf- fræði; frumum og lifeðlisfræði sem fjallar um það hvemig líkamsstarf- semin er. Ég velti því fyrir mér að fara í læknisfræði en líffræðin varð ofan á.“ Hvers vegna? „Kannski vegna þess að ég hafði engan sérstakan áhuga á sjúku fólki. Það er ekki gott að fara í læknisfræði ef maöur hefur ekki áhuga á að lækna fólk. Ég hafði meiri áhuga á að sameina visinda- störf og kennslu; ég hef alltaf haft áhuga á kennslu." Til Kaupmannahafnar hélt Hall- frumuskiptingu. Fyrir þessa rit- gerð fékk ég gullmedalíu Hafnar- háskóla. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig og var mikil uppörvun. Þessi viðurkenning opnaði mér nýjar leiðir og ég birti þrjár grein- ar upp úr ritgerðinni í virtum vís- indatímaritum." Eftir magistersnámið tók alvara lifsins við. Nú þurfti Halldór að út- vega sér atvinnu. „Ég skrifaði Birni Sigurðssyni á Keldum og spurði um möguleika á að komast þar að tímabundið. Hann tók mér mjög vel og sagðist geta tryggt mér kaup í smátíma. Þar var ég síðan í sex mánuði og vann við rannsóknir á visnu sem er hægfara veirusýking í sauðfé. Mitt verkefni var að einangra veiruna, sem olli þessum sjúk- dómi, í frumuræktun. Þar var ég kominn inn á mitt svið. Okkur Bimi tókst þetta ætlunarverk á sex mánuðum. Eftir það fékk ég eins árs styrk til framhaldsnáms frá Bandaríkjastjórn og hélt til Kalifomíuháskóla í Berkeley. Þar vann ég við rafeindasmásjárrann- sóknir á veiram. Þegar ég kom heim haustið 1958 var nýbúið að stofna Vísindasjóð. Björn útvegaði mér fé úr sjóðnum til þess að vinna næstu árin á Keldum og ég hélt áfram að rann- saka visnuveirur í frumum.“ Varstu ekki kominn með fjöl- skyldu? „Nei, ég hafði ekki tíma til þess. Ekki enn.“ Þegar Bjöm lést hafði ég enga stöðu og það var ekkert fjármagn hér til að halda rannsóknunum áfram. Ég hélt aftur til Kaup- mannahafnar og vann þar í Statens Semm Institut hjá merki- legum vísindamanni, Herdisi von Magnus. Hún leyfði mér að halda visnuveirurannsóknunum áfram þar.“ Eftir tvö ár í Kaupmannahöfn fékk Halldór sérfræðingsstöðu á Keldum. Hann skrifaði doktorsrit- gerð um mæðu- og visnuveiru- rannsóknir og varð dr. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1966. Ekki gat hann þó verið við- staddur sína eigin útskrift því hann var staddur í Venesúela þar Halldór ásamt samstarfsmönnum sínum, Þórdísi Kristmundsdóttur, og Guðmundi Bergssynl. Ég hef kennt yfir þúsund nemendum við líffræðideildina og lít á það sem forréttindi. dór og innritaðist í Kaupmanna- hafnarháskóla þar sem hann lærði almenna náttúrufræði fyrstu þrjú árin og lauk 1. hluta prófl. „Síðan kom ég heim til íslands í sumarfrí og það var dálítið merkilegt að þá var Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari á Akureyri, að fara í ársleyfi og bað mig endilega að kenna fyrir sig á meðan. Þann vetur kenndi ég við skólann, öllum bekkj- um upp í stúdentspróf. Þama voru margir mjög minnisstæðir nemend- ur sem síðar urðu þjóðfrægir, til dæmis Sverrir Hermannsson, Ólaf- ur G. Einarsson, Júlíus Sólnes, Hjörleifur Guttormsson og Sig- mundur Guðbjarnason. Þeir voru allir mjög góðir nemendur." Gullmedalía frá Hafnar- háskóla Eftir veturinn í menntaskólakennsl- unni lá leiðin aftur til Kaupmannahafn- ar þar sem Halldór lagði stund á magistersnám í frumulífeðlisfræði og lauk mag. scient- gráðu árið 1956. „Magistersritgerðin sem ég lauk nokkru áður en ég fékk þessa gráðu fjallaði um áhrif hitalosts á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.