Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 3. JULI 1999
19
tfimm
Góður árangur í Mývatns maraþoni
Hið árlega Mývatns maraþon fór
fram dagana 25. og 26. júní síðastliðinn
og var þátttaka góð. Keppendur voru
353 talsins en talið er að leiðinlegt veð-
ur á laugardeginum hafi þó dregið eitt-
hvað úr fjölda þátttakenda. Mývatns-
maraþon er fyrir nokkru orðið eitt vin-
sælasta maraþonhlaup landsins enda
þekkt fyrir góða skipulagningu og
skemmtilegar hlaupaleiðir.
Þátttakendur í heilu maraþoni voru
69 talsins, þar af skiluðu 66 sér í mark-
ið. Af þeim luku hvorki meira né
minna en 18 manns sem þessum áfanga
i fyrsta sinn á ævinni og hættust því
sjálfkrafa i Félag maraþonhlaupara.
Þeir sem luku keppni í hálfu maraþoni
voru 53, 66 manns hlupu 10 km og 168
manns skemmtiskokkið (3 km). Tólf
keppendur bættu persónulegan árang-
ur sinn í maraþoni sem er mjög góður
árangur þegar tillit er tekið til þess að
veður var ekki upp á það besta. Kepp-
endur í heilu maraþoni þurftu að glíma
við frekar lágt hitastig, austanátt og
rigningu síðari hluta hlaupsins.
MFS: Skipulagning til fyrirmyndar
Keppendur komu alls staðar að af
landinu. Fjölmargir komu af suðvestur-
homi landsins og stór hluti þeirra (60
manns) kom í tveimur rútum í ferð
sem skipulögð var af Félagi maraþon-
hlaupara. Keppendur rómuðu mjög
alla framkvæmd hlaupsins sem var til
fyrirmyndar eins og jatnan þegar þetta
hlaup hefur verið haldið. Drykkjar-
stöðvar vora vel mannaðar og nóg úr-
val drykkja. Hjólreiðamenn voru víða
og buðu vatn og orkugel frá Leppin.
Björgunarsveitarmenn voru á rúntin-
rnn og ávallt til reiðu. Hver kílómetri
var merktur og auðvelt að fylgjast með
hraðanum fyrir vikið.
Eftir hlaupið beið glaðningur því
hugulsamir heimamenn höföu fyllt
sundlaug staðarins af 40 gráða heitu
vatni. Þangað streymdu hlauparar,
misjafnlega stirðfættir og náðu úr sér
harðspemmum. Á laugardeginum var
keppt í hálfu maraþoni, 10 km og
skemmtiskokki (3 km). Þá lék veðrið
við hlauparana, sólin komin upp og
mýið vaknað til lífsins. Vargskýlur
Miðnæturhlaupið á Jónsmessu fór
fram í sjöunda sinn miðvikudaginn
23. júní og voru þátttakendur 997 í
heildina að þessu sinni, þar af voru
296 sem luku keppni í 10 km og 701 í
3 km. Miðnæturhlaupið er orðið eitt
vinsælasta hlaup ársins og sennilega
er Reykjavíkur maraþon eina hlaup
ársins sem skákar því í fjölda þátttak-
enda. Mjög gott veður var á meðan
hlaupið fór fram. Þátttakendur í 3 km
fóru einn hring í Laugardalnum og 10
km hlaupararnir tvo hringi.
Burkni Helgason sigraði nokkuð
örugglega í karlaflokki, í öðru sæti
varð Daníel Smári Guðmund^son, eft-
ir harða keppni við Arnald Gylfason,
sem lenti í þriðja sæti. Örnólfur
Oddsson varð fyrstur í flokki karla
40-49 ára og Vöggur Magnússon í
50-59 ára aldursflokknum. Fjórir
karlar kepptu í aldursflokknum 60
ára og eldri. Þar varð Eysteinn Þor-
valdsson hlutskarpastur, en hann er
fæddur árið 1932.
í kvennaflokki sigraði Martha
Ernstsdóttir á mjög góðum tíma, tæp-
um 7 mínútum á undan næsta kepp-
anda í kvennaflokki. í öðru sæti lenti
Gígja Gunnlaugsdóttir og i því þriðja
varð síðan Gunhild Hofstad. Gígja
keppti í aldursflokknum 18 ára og
yngri (fædd 1982) og því ljóst að þar
er efni á ferð. Jytte Fogtmann varð
fyrst kvenna í aldursflokknum 40-49
ára og Ingibjörg Jónsdóttir i aldurs-
flokknum 50-59 ára.
seldust enda strax upp í kaupfélaginu.
Að loknu hlaupi var keppendum
boðið til mikiilar brúðkaupsveislu þeg-
ar Pétur Frantzson, formaður Félags
maraþonhlaupara, og Helga Margrét
Gígja voru gefin saman í hjónahand.
Að sögn boðsgesta var brúðkaupsveisl-
an botnlaust Qör frá upphafi til enda.
MFS: Fjöldi brautarmeta
Þrátt fyrir misgóðar aðstæður náðist
mjög góður árangur í Mývatns mara-
þoni. Ingólfur Gissurarson setti braut-
armet þegar hann kom fyrstur í mark
allra keppenda. Systumar Bryndís og
Martha Emstsdætur settu einnig báðar
brautarmet, Bryndís í heiiu maraþoni
og Martha í hálfu (1:16:03). Gísli Ragn-
arsson og Sigurður Ingvarsson luku
sínu 20. maraþoni. Bryndís Svavars-
dóttir hljóp sitt 15. maraþon og ber nú
titilinn maraþondrottningin.
Fjölmargir erlendir keppendur tóku
þátt í hlaupinu. Bandaríkjamaðurinn
Paul Piplani (1947) var að hlaupa sitt
147. maraþon og eru ekki margir sem
leika það eftir honum. Hann hefur
meðal annars afrekað það að hlaupa
maraþon í öllum 50 fylkjum Bandaríkj-
anna. Piplani er hvergi nærri hættur,
því frá íslandi heldrn- hann til Noregs í
Tromsömaraþonið og þaðan í annað
maraþon til Finnlands.
Hér fyrir neðan er tími og fæðingar-
ár þeirra hiaupara sem komu fyrstir í
mark í sínum aldursflokki ímaraþoni:
Konur 18-39 ára
1.3:05:16 2.3:33:39 Bryndís Ernstsdóttir Jórunn Viðar Valgarðsdóttir 1971 1969
1.3:46:50 2.3:49:04 Konur 40-49 ára Valgeröur Esther Jónsdóttir Gunnur Inga Einarsdóttir 1953 1955
1.2:43:26 2.2:44:47 Karlar 18-39 ára Ingólfur Geir Gissurarson Lárus Thorlácius 1962 1964
1.2:45:59 2.2:55:05 Karlar 40-49 ára Sigurður Pétur Sigmundsson Guðmann Elísson 1957 1958
1.3:23:29 2.3:47:31 Karlar 50-59 ára Birgir Sveinsson Gisli Ragnarsson 1945 1948
Hér á eftir fylgja tímar og fæðing-
arár þeirra sem komu fyrstir í mark
í sínum aldursflokki:
Röð Tími Nafn Fæðár
Konur 18 ára og yngri
1 41:11 Gigja Gunnlaugsdóttir 1982
2 59:36 Harpa B. Óskarsdóttir 1981
Konur 19 til 39 ára
1 34:21 Martha Ernstsdóttir 1964
2 42:17 Gunhild Hofstad 1980
Konur 40 til 49 ára
1 49:31 Jytte Fogtmann 1957
2 49:47 Ingveldur Bragadóttir 1955
Konur 50 til 59 ára
1 48:13 Ingibjörg Jónsdóttir 1949
2 54:55 Margrét Jónsdóttir 1948
Karlar 18 ára og yngri
1 34:52 Gunnar Karl Gunnarsson 1981
2 41:34 Héðinn Þórðarson 1982
Karlar 19 til 39 ára
1 32:40 Burkni Helgason 1978
2 33:02 Daníel Smári Guðmundsson 1961
Karlar 40 til 49 ára
1 36:35 Örnólfur Oddsson 1956
2 37:55 Trausti Valdimarsson 1957
Karlar 50 til 59 ára
1 41:58 Vöggur Magnússon 1947
2 42:27 Hörður Benediktsson 1947
Karlar 60 ára og eldri
1 46:54 Eysteinn Þorvaldsson 1932
2 48:31 Stefán Briem 1938
-ÍS
Miðnæturhlaupið á Jónsmessu sem fram fór í sjöunda sinn, miðvikudaginn 23. júní.
Burkni og Martha sigruðu
BíStækS sem hafa kraftlnn
KDC-4070R bflgeislaspllari með útvarpi.
FM/MB/LB. 24 stööva minni meö
sjálfvirkri stööva innsetningu
og háþróaöri RDS móttöku.
4x40W 4 rása magnari.
RCA útgangur fyrir kraftmagnara.
Fulikomnar tónstillingar.
Laus framhliö.
Tilboðsverð kr. 25.950,-
KENWOOD5
r sem gceðin heyrast
Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840
um helsina
Mörg
spennandi
tilboð
Ijósmyndir
BIRGIR / 79