Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 Eitt verkanna á sýningunni í Ráðhúsinu. Vindurinn blæs hvar sem hann vill í dag verður opnuð sýningin Vindurinn blæs hvar sem hann vill í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjamarsal. Á sýningunni eru collage-myndir með blandaðri tækni eftir tólf kon- ur. Hópurinn sem þarna sýnir á það sameiginlegt að hafa áhuga á sköp- un og myndlist og hafa verið á nám- skeiðum i helgimyndagerð hjá Öldu Ármönnu Sveinsdóttur myndlistar- - , ;------------kennara. Kon- Syn I nga r urnar hafa starf- -----------------að mismikið að myndsköpun og gegna margvísleg- um störfum í þjóðfélaginu. Nokkrar em myndlistarmenn, aðrar kennar- ar eða hjúkrunarfræðingar og enn aðrar starfa í ýmsum þjónustu- greinum. Auk kennarans, Öldu Ármönnu, sýna Auður Bergsteinsdóttir, Elín Birna Hjörleifsdóttir, Guðrún Ragn- arsdóttir, Gunnhildur Eldjárnsdótt- ir, Hilda Sigurðardóttir, Kristín Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdótt- ir, Sesselja Magnúsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Vigdís Steinþórsdóttir og Þorbjörg Guðjónsdóttir. Tráskurðarsýning Tréskurðarsýning verður haldin í Listamiðstöðinni í Straumi á morgun klukkan 13-17. Þar mun kennarinn Sigga á Grund sýna list- muni sína ásamt nemendum en hún hefur að undanfómu haldið nám- skeið í listgreininni. Verkin bjóða þeim sem áhuga hafa að fylgjast með öllu tréskurðarferlinu, þ. e. frá óhefluðu borði með teikningu á að margræðu listaverki. Heyrnarlausir munu fjölmenna f messu í Viðey á morgun. Gönguferð og messa fyrir heyrnarlausa Gönguferðin í Viðey á morgun er á þá leið að kl. 14.15 verður gengið um vestureyna. Farið verður að Viðeyjarhlaði, fram hjá Klausturhóli, um Klifið, yflr Eiðið og síðan að suðurströnd Vestur- eyjar. Áfangar, listaverk Serra, verður skoðað og útskýrt, einnig tveir steinar með áletrun frá 1810 og 1842. Á sunnudag kl. 14 verður messa á vegum Kirkju heymar- lausra. Prestur hennar, sr. Miya- ko Þórðarson, messar og Tákn- málskórinn syngur. Eftir messu verður staðarskoðun, sem verður túlkuð á táknmáli. Sérstök ferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Söguganga Minjasafnið á Akureyri stend- ur fyrir sögugöngu um Óddeyrina sunnudaginn 4. júlí. Lagt verður upp frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49, kl. 14. Gera má ráð fyrir að gönguferðin taki um einn og hálfan tíma. Leiðsögumaður verður Guðrún Kristinsdóttir, safnstjóri Minjasafnsins. Ókeypis þátttaka, allir velkomnir. Afmæli Næturgalans Næturgalinn í Kópavogi heldur upp á tveggja ára afmæli sitt um helgina. í kvöld leikur hljómsveit- in Cantabile frá Akin'eyri og ann- - ------------;— að kvöld Skemmtanir verður af —---------------mælisdans- leikurinn frá kl. 22-3. Þá leika Hilmar Sverrisson og Anna Vil- hjálmsdóttir. Utivera Léttskýjað á höfuðborgarsvæðinu Austur við Noreg er 1005 mb lægð sem fjarlægist en norður af Jan Mayen er heldur vaxandi 1015 mb hæð sem þokast suður. í dag verður austan- og norðaust- anátt, 5-8 m/s. Súld með köflum við austur- og suðausturströndina, en bjartviðri annars staðar, hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan 5-8 m/s og léttskýjað, hiti 8 til 11 stig I nótt en 12 til 18 á morgun. Sólarlag í Reykjavík: 23.54 Sólarupprás á morgun: 03.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.31 Árdegisflóð á morgun: 09.57 Veðrið kl.12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö 13 Bergsstaöir hálfskýjað 13 Bolungarvík skýjaö 15 Egilsstaöir 13 Kirkjubæjarkl. alskýjaö 11 Keflavíkurflv. þokumóöa 10 Raufarhöfn skýjaö 9 Reykjavík þoka í grennd 10 Stórhöfði þoka 8 Bergen rign. á síö. kls. 11 Helsinki skýjaö 24 Kaupmhöfn skýjaó 18 Ósló skúr 15 Stokkhólmur 19 Þórshöfn alskýjaö 11 Þrándheimur skýjaó 15 Algarve heióskírt 27 Amsterdam skýjaö 20 Barcelona léttskýjaó 28 Berlín skýjaö 22 Chicago hálfskýjaö 19 Dublin skúr á síð. kls. 19 Halifax þokumóöa 17 Frankfurt skýjaö 23 Hamborg rigning 20 Jan Mayen léttskýjaö 7 London skýjaö 22 Lúxemborg skýjaó 23 Mallorca léttskýjaö 34 Montreal 23 Narssarssuaq hálfskýjaö 12 New York skýjaö 25 Orlando skýjaö 23 París léttskýjaö 28 Róm léttskýjað 28 Vín skýjaö 27 Washington alskýjaó 23 Winnipeg léttskýjaö 12 Veðríð í dag ■ i I Utidjass á Jómfrúrtorgi Sunna Gunnlaugsdóttir leikur á Jómfrúrtorginu í dag. Sumardjass tónleikaröð veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu heldur áfram í dag kl. 16. Á fjórðu tónleikunum kemur fram tríó píanóleikarans Sunnu Gunnlaugsdóttur en Sunna hefur búið í New York undanfarin ár við nám og störf. Með Sunnu leika að þessu sinni Hilmar H. Jensson á gítar og Tómas R. Einarsson á ----------------;— kontra- Skemmtamr hassa. tóh- --------------------leikaranir eru utandyra á Jómfrúrtorgi, svo framarlega sem góða veðrið helst, annars verða þeir inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. 8-villt á Patreksfirði Hin léttleikandi átta manna hljómsveit, 8-villt, leggur land undir fót og skemmtir á Patreks- flrði í kvöld. Leikur sveitin á dansleik í Félagsheimilinu. OFL á Húsavík Hljómsveitin OFL verður stödd á Húsavík laugardagskvöldið 3. júlí þar semhún leikur í fyrsta skipti. Þar mun hún reyna á hljóð- himnur Húsvíkinga og nágranna á ; stórdansleik í Hlöðufelli. Á prógrammi sveitarinnar eru sí- gildir cover-smellir í bland við eig- ið efni. Hljómsveitina skipa Bald- vin Árnason, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Helgi Valur Ás- geirsson, Leifur Viðarsson og Þór- hallur Reynfr Stefánsson. dagsönn * Rússnesku tvíburarnir sem leika á nikkurnar sína í Salnum. Rússneskir harm- oníkusnillingar Einstæðir tónleikar verða haldnir í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á morgun, kl. 16. Þetta eru rússnesku harmoníkuleikar- arnir og eineggja tvíburarnir Yuri og Vadim Fjodorov. Þeir voru að- eins sex ára gamlir þegar þeir hófu nám í harmoníkuleik. Frá árinu 1996 hafa þeir Fjodorov- bræður stundað nám hjá prófess- or Elsbeth Moser í Hochschule fúr Musik und------;---------- Theater í Tonleikar Hannover í---------------- Þýskalandi en Elsbeth er eigin- kona harmoníkuleikarans Hrólfs Vagnssonar. Á undanfornum árum hafa þeir Yuri og Vadim Fjodorov leikið á ógrynni tónleika á meginlandinu viö miklar vin- sældir. Þeir hafa einnig tekið þátt í og unnið til fjölda verðlauna á flestum helstu harmoníkukeppn- um. Miðsumartónleikar í Hveragerðiskirkju Á morgun verða tónleikar í Hveragerðiskirkju á vegum Tón- listarfélags Hveragerðis og Ölfuss. Þar leika Hildigunnur Halldórs- dóttir á fiðlu og Sólveig Anna Jónsdóttir á píanó. Efnisskráin er létt og sumarleg en þar má meðal annars finna Vorsónötu Beet- hovens og íslensk þjóðlög og sönglög. Tónleikanir hefjast kl. 16.30. Orgelverk á kirkjulistahátíð Á fimmtu tónleikum kirkju- listahátfðar á morgun í Hall- grímskirkju, kl. 20.30, flytur Mark A. Anderson frá Bandaríkjunum einstaklega áhugaverð org- elverk. Á efnis- skránni eru verk eftir Clé- rambault og Bach frá barokktímabil- inu, rómantísk verk eftir Reger og Vier- Mark A. Ander- ne og aðgengi- son organisti. legt nútímaverk eftir enska tón- skáldið Simon Preston sem starf- að hefur sem organisti Westminst- er Abbey. Lokaverkið á tónleikun- um eru tveir þættir úr 3. sinfóníu Louis Vierne, sérstaklega litríku og sjaldheyrðu verki. Tónskáldið var organisti í Notre Dame þegar hann samdi verkið. Mark A. And- erson kennir orgelleik við orgel- deOd háskólans í Westminster og er organisti og kórstjóri við Öld- ungakirkjuna í Chestnut Hill í Fíladelfíu. Gengið Almennt gengi LÍ 02. 07. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 74,520 74,900 74,320 Pund 117,330 117,930 117,600 Kan. dollar 50,660 50,980 50,740 Dönsk kr. 10,2580 10,3150 10,3860 Norsk kr 9,4530 9,5050 9,4890 Sænsk kr. 8,7660 8,8150 8,8190 Fi. mark 12,8278 12,9049 12,9856 Fra. franki 11,6274 11,6972 11,7704 Belg. franki 1,8907 1,9021 1,9139 Sviss. franki 47,5000 47,7600 48,2800 Holl. gyllini 34,6100 34,8180 35,0359 Þýskt mark 38,9965 39,2308 39,4763 (t. lira 0,039390 0,03963 0,039870 Aust. sch. 5,5428 5,5761 5,6110 Port. escudo 0,3804 0,3827 0,3851 Spá. peseti 0,4584 0,4611 0,4640 Jap. yen 0,615400 0,61910 0,613200 írskt pund 96,843 97,425 98,035 SDR 99,250000 99,85000 99,470000 ECU 76,2700 76,7300 77,2100 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.