Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 15 „Það kemur aldrei hundur inn á þetta heimili aftur. Annað hvort er það ég eða hundurinn," sagði eiginkonan og móðirin við hnípna feðgana sem enn einu sinni höfðu fitjað upp á því hvort ekki væri tímabært að fá nýjan hund í stað þess sem farist hafði nokkrum mánuðum áður í ógnar- umferð borgarinnar. Þetta var ekki fyrsta orrustan sem háð var um gæludýr á heimilinu. Áralöng reynsla var fyrir því að halda slík dýr með tilheyrandi gleði og sorg. Þannig höfðu nokkrir hundar og kettir elst með fjölskyldunni og síðan horfið af sjónarsviðinu þeg- ar ævi þeirra var öll. Sumir náðu hárri elli en aðrir lifðu skemur svo sem sá er lenti í slysinu. Hvert sinn sem hundur hvarf var tekin um það snerra hvort nýr ætti að koma. Fjölskyldan skiptist jafnan í fylkingar um málið. Þær voru að vísu ójafnar þar sem hús- móðirin var ein á móti rest. „Það lendir á mér að ryksuga og annast þessi dýr. Aðrir koma ekki þar við sögu svo ég segi nei,“ var viðkvæði hennar. Feðgamir stóðu jafnan í fylkingarbrjósti þess mikla meirihluta sem vildi nýtt gæludýr. Þeir höfðu orðið langa reynslu af því að sannfæra móðurina og eiginkonuna um að hvað sem liði þeim hundadögum sem að baki væru þá yrði breyt- ing á verkaskiptingunni. „Mamma, þú mátt ekki vera svona ósanngjöm. Þú ert bara með hreinlætisæði og allt of lág- an skítastuðul. Það hefur orðið til þess að ótímabærar hreinlæt- isaðgerðir hafa átt sér stað. Aðrir hafa einfaldlega ekki komist að ryksugunni,“ sagði sonurinn og burstaði ímynduð hundahár af skyrtu sinni. Faðirinn kinkaði ákaft kolli á meðan sonurinn og samherjinn hélt sannfærandi tölu sína og hann hélt áfram þar sem ræðu sonarins sleppti. „Við feðgarnir munum að sjálfsögðu taka okkur tak og hækka hrein- lætisstuðulinn. Það kemur ekki til greina að þú þurfir ein að standa í þessu,“ sagði hann ákaf- ur en flýtti sér að bæta við. „Ég meina ef við fáum annan hund.“ Einkaleyfi á ryksugu Þegar þessar umræður áttu sér stað hafði ástsæl tík fjölskyld- unnar látið lífið fyrir elli sakir. Hún var með þannig feld að ekki var yfirþyrmandi mikið um hárlos. Reyndar höfðu feðgamir komist að þeirri niðurstöðu að ekkert teljandi hárlos væri af henni og því ekki ástæða til sér- stakra hreinlætisaðgerða hennar vegna. Loforð um að ryksuga eða hóna höfðu verið gefln þegar barist var fyrir því að tíkin yrði hluti fjölskyldunnar en þau voru löngu gleymd enda skepnan áber- andi snögghærð. Þá var lítt um- deilt að staður konunnar væri inni á heimilinu þar sem krafta hennar var þörf hverju sinni. Hún hafði á árstíðabundnum erf- iðleikastundum þegar hundahár- in af hinu snögghærða dýri voru að kaffæra hana látið í ljós að hún upplifði sig sem framleng- ingu af ryksugunni. Báðir hunda- vinirnir, eiginmaðurinn og son- urinn, höfðu þá lagt sig fram um að létta henni líf og lund með gamanmálum, þrautþjálfaðir í þeirri tækni að festast ekki á ryksuguna. Þeir höfðu jafnvel tekið sig til og hellt upp á kaffi og þegar best lét fór annar hvor þeirra út með mslið og losaði pokann úr ryksugunni. Þannig liðu árin 'eitt af öðru án þess að alvarleg illindi hlytust af einka- „Það lendir á mér að ryksuga og annast þessi dýr. Aðrir koma ekki þar við sögu svo ég segi nei,“ var viðkvæði hennar. Myndin er efni pistilsins óviðkomandi. DV-mynd GVA leyfi móðurinnar á ryksugu. Svo dó tíkin og gamli söngurinn upp- hófst. Það tók feðgana aðeins mánuð að sannfæra móðurina um að heimilið gæti ekki verið hund- laust til lengdar. Það var með miklum semingi að hún lét und- an. „En nú verða það fleiri sem leggja hönd á ryksugurörið. Ég hafna því alfarið að standa einn í þessu,“ sagði hún ákveðin. Feðgarnir lýstu því með and- köfum að auðvitað yrði mikil samvinna um þrifin. Það var gengið til þess að velja hund og á endanum birtist íslenskur hvolp- ur. Heilsárshár „Hann er alíslenskur," sagði húsbóndinn stoltur og gjóaði aug- unum á ryksuguna svo lítið bar á. „Er ekki íslenski hundurinn þekktur fyrir að fara mikið úr hárum?“ spurði ryksugukonan og Laugardagspistill Reynir Traustason var tortryggnin uppmáluð þar sem hún horfði á snoðaðan hvolp- inn. „Nei, nei,“ flýtti hann sér að svara. „íslenski fjárhundurinn," er annálaður fyrir að vera með fost heilsárshár," bætti hann við og rétti konunni hundinn og greip í ryksuguna. Hann kveikti á henni með tilþrifum og hófst handa við að ryksuga stofugólfið. Hann taldi vissara að sýna lit strax í upphafi og gerði ekkert með það að konan benti honum á að það væri nýbúið að ryksuga allt hátt og lágt. Þar sem hún stóð með hvolpinn í fanginu kom son- urinn aðvífandi og það færðist gleðibros yfir andlit hans þegar hann sá dýrið sem hjúfraði sig i fangi hinnar nýju húsmóður sinn- ar. Hann lét nægja að klappa dýr- inu lauslega en bauð síðan föður sínum að leysa hann af á ryksug- unni. Næsta klukkutímann skipt- ust feðgarnir á við hreingerning- una og á endanum var búið að ryksuga hvern einasta blett. Þannig liðu næstu vikurnar og feðgarnir kepptust við að ryk- suga. Húsmóðirin varð bjartsýnni með hverjum deginum og daglega heyrðist sungið fullri raust: „Ryksugan á fullu, étur alla drullu“. Eftir tvo mánuði hafði dregið mjög af feðgunum enda hafði hvolpurinn tekið á sig aðra mynd og var bæði stór og kafloð- inn. Ryksugan stóð nú þegjandi inni í skáp og það varð æ oftar hlutskipti húsmóðurinnar að stjórna henni. Innan hálfs árs hafði hún enn að fullu tekið við stjórn hennar. Heilsárshárin reyndust ekki vera til staðar og hundurinn fór formlega úr hár- um tvisvar á ári og jöfnum hönd- um þess á milli. Lífið var komið í fastar skorður og feðgamir sáu um að leika við hundinn og á stundum fara með hann út. Kon- an og ryksugan voru á ný eitt og eðlileg verkaskipting var við lýði. Þannig liðu nokkur ár þar til ógæfan dundi yfir og hundurinn varð fyrir bíl. Kanína eða fiskar Það var komið ár frá brott- hvarfi hundsins og feðgarnir náðu enn ekki að sannfæra hinn háværa minnihluta um ágæti þess að fá enn einn hund á heim- ilið. Báðir höfðu þeir tekið í ryksuguna til að sýna hvers væri að vænta ef gengið væri að kröfu þeirra en konan var ósveigjanleg. Hún vildi hvorki sætta sig við hárafár að nýju né þá sorg sem fylgir því þegar gæludýr drepst. „Það er nóg komið af hundahár- um fyrir lífstíð,“ var viðkvæði hennar. Ástandið var orðið svo slæmt að ekki mátti annar hvor hundavinurinn svo mikið sem gjóa augum á ryksuguna án þess að ræðan um hundahárin tæki sig upp. Feðgarnir færðu sig nið- ur í kött en sömu rökin voru gegn þeirri hugmynd. „Engan kött. Engan hund og ekkert kjaftæði um sanngjama verka- skiptingu," var svar hennar. Faðirinn impraði á því hvort ekki mætti prófa kanínu. Hann hafði sannfrétt að mjög væri í tísku um þessar mundir að halda slík dýr. Jafnvel var hægt að þjálfa þær í að ganga með hús- bændum sínum sem hundar væru en allt kom fyrir ekki. Gæludýraskeiðið var að baki. Það duldist feðgunum ekki. Þegar baráttan var komin niður á það lága plan að spurt var um dverg- kanínu sem héldi til í búri var loks hægt að merkja veikleika- merki á móðurinni. „Þið getið keypt gullfiska ef þörfin fyrir gæludýr er svona yfirþyrmandi. En þið þrífið sjálfir búrið reglu- lega,“ sagði hún og það mátti ljóst vera að fleiri tilslakanir yrðu ekki gerðar. Eftir skyndifund ákvað herráð feðganna að lýsa yfir takmörkuð- um sigri og fallast á fiskana enda yrði ekki lengra gengið í friðar- átt. Það var því gengið til þess að kaupa gullfiska, búr og dælu auk nauðsynlegs fóðurs. Það varð síð- an yndi þeirra næstu vikurnar að sinna fiskunum og þrífa búrið reglulega. Síðan dró nokkuð úr áhuganum og þegar eiginkonan hafði orð á því nokkrum vikum síðar að tímabært væri að taka fiskabúrið í gegn eyddi maðurinn því. „Það er sjálfhreinsibúnaður í þessu. Dælan sér um að halda þessu hreinu," sagðu hann og sáldraði annars hugar fóðri í búr- ið. „Mikið rosalega er misjafnt hve mikil vinna er við að annast þessi gæludýr," sagði hann en þagnaði þegar hann sá svip konu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.