Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 39 50 þúsund manns koma í Asbyrgi DV, Akureyri: Ásbyrgi í Kelduhverfl í Öxarfirði er ein af helstu náttúruperlum landsins og mjög fjölsóttur staður af ferðamönnum yfir sumarmánuðina. Það var þó lítið sumarlegt þegar DV kom þar við á dögunum, úrhellis- rigning og rok og fáir á ferli úti við. Ómar Ingþórsson þjóðgarðsvörður og hans fólk var þó á þönum við hefðbundin störf sín. „Við erum sjö talsins sem erum alltaf að störfum hérna á svæðinu, fjórir í Ás- byrgi og þrír eru uppi í Vesturdal og við sjáum einnig um eft- irlit beggja vegna Jök- ulsár alveg upp að Detti- fossi,“ sagði Ómar þjóð- garðsvörður í stuttu spjalli. Ómar segir starf sitt og landvarðanna vera nokkuð fjölbreytt. Þeir annist daglegt eftirlit i þjóðgarðin- um, sjái um fræðslu um svæðið fyrir ferðamenn, hafi eftirlit með tjald- svæðunum og séu til taks ef eitthvað kem- ur upp á allan sólarhring- inn. Þá skipu- leggja þeir gönguferðir, barnastundir og svokallað „rölt í botni“ Ásbyrgis. Einnig efni þeir til göngu- ferða, bæði Ómar Ingþórsson þjóðgarðsvörður. lepgri og styttri ferða, og er m.a. boðið upp á gönguferð úr Hólmatungum í Vesturdal og áfram niður í Ás- byrgi fyrir þá sem treysta sér alla þessa leið sem er um 20 km löng. Ómar hefur starfað í Ásbyrgi síðan árið 1991 og mjög slæmt, voru gistinætur íslend- inga ekki nema rúmlega 4 þúsund. Gistinætur erlendra ferðamanna á tímabilinu 1991-1998 voru hins veg- ar 5-6 þúsund á ári og tölumar mjög stöðugar frá ári til árs enda geta útlendingarnir ekki hætt við ferðir sínar með stuttum fyrirvara vegna veðurs. -gk íslenska vega- handbókin: Ný bók fyr- ir gamla Miklar breytingar hafa orðið á vegum landsins og af þvi tilefni hef- ur íslenska bókaútgáfan endur- prentað áttundu útgáfu islensku I vegahandbókarinnar sem kom út á síðasta ári. Útgáfan heíur boðið fólki að greiða hluta bókarverðsins með þvi að skila inn eldri útgáfum og stendur það tilboð enn. Þá hefur verið sett á markað ný I ensk útgáfa vegahandbókarinnar og ber hún nafnið The Visitor¥s Key to Iceland. Um er að ræða þýð- ingu á þeirri íslensku með skýring- um íyrir útlendinga um landið og aðstæður þar. Vinsældir bókarinn- ar meðal erlendra gesta eru miklar og æ algengara að erlendar ferða- skrifstofur láti bókina fylgja með öðrum ferðagögnum til viðskipta- vinanna. -þor Hljóðaklettum. segir árin misjöfn sem ráðist fyrst og fremst af veðurfarinu. „Síðasta ár var mjög slæmt veðurfarslega en það sem af er sumri nú hefur veðr- ið verið mjög gott og hitinn oft farið yfir 20 stig. Aðsóknin hefur verið sæmileg en júnímánuður er þó ávallt lélegur hvað það snertir enda kki allir vegir orðnir færir og t.d. ófært upp að Dettifossi lengst af ^ mánaðarins. Það mun þó rætast úr þessu og við eigum von á að um 50 þúsund manns komi hér við í sum- ar.“ Það er kunn staðreynd að íslend- ingar haga ferðalögum sínum um landið mjög eftir veðri og það má glöggt sjá á töflu um fjölda gisti- nátta í Ásbyrgi síðustu árin. Árið 1991 voru gistinætur íslendinga í Ásbyrgi 9.801 og 7.454 árið eftir. Sú tala hrapaði niður í 2.714 árið 1993 sem var mjög slæmt ár veðurfars- lega á Norðurlandi. Síðan voru 9-10 þúsund gistinætur á ári á árunum DV-mynd gk 1994-1997 en á síðasta ári, sem var Dýmstu borgir heims Dýrustu borgir heims fyrir ferða- menn að heimsækja eru nú Tokyo og Osaka en þar á eftir fylgja Hong Kong og Zurich. Dýrasta borg Evrópu er París, en London, sem áður trónaði á toppn- um, er dottin niður í níunda sæti. Af stærri borgum Evrópu er Lissa- bon hins vegar ferðamanninum hagstæðust en Búdapest er ódýrasta höfuðborg álfunnar. Könnun á verði borga fer fram tvisvar á ári og ber saman vöruverð og annan kostnað fyrir útlendinga í 122 borgum heimsins. Nokkrar borgir hafa hrapað niður listann frá því að síðasta könnun var gerð og meðal þeirra eru Rio de Janeiro, sem féil úr 28. sæti niður í 111, og þá hefur Moskva lækkað talsvert í verði. Með- al ódýrustu borga heims eru Harare í Zimbabwe og Quito í Ekvador. -þor íbúar Pétursborgar búa viö stöðuga flóðhættu. Flóð í Pátursborg Tvö dæmigerð rússnesk vandamál standa í vegi þess að hægt sé bjarga Pétursborg úr mikilli flóðhættu. Þau eru viðvarandi skortur á fjármunum og meint spilling. Yfirvöld í borginni vantar verulegt fjármagn til þess að ljúka stíflu sem komið getur í veg fyr- ir að flói flæði í gegnum hina ævafomu borg og færi á kaf vinsæla ferðamannastaði eins og Hermitage- safnið. Borgin hefur þrisvar verið lögð í rúst af flóðum, 1777,1824 og 1924. Talið er að það geti kostað allt að 500 miilj- ónir dala að reisa nægilega sterka stíflu en fullvíst er að slíkar upphæðir ræður borgin ekki við og fram að því lifa íbúarnir í stöðugri hættu. Atvinna í boði Frjáls fjölmiðlun og DV óska eftir að ráða í eftirtalin störf: Umbrot Vinna við umbrot og útlitshönnun Þekking á Quark, Freehand, Photoshop, Word og Netinu nauðsynleg. Grafísk hönnun Gerð grafa, myndvinnsla og fleira Þekking á Quark, Freehand, lllustrator, Photoshop, Word, Netinu og öllum helstu forritum til grafagerðar. í boði eru fjölbreytt störf í nútíma-fjölmiðlaunnhverfi og þátttaka í spennandi umbótastörfum. í báðum tilfellum er um vaktavinnu að ræða. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir berist DV, Þverholti 1 1, merkt: DV - atvinna. FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.