Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 30
Allt frá því Flugleiöir hófu áætl- unarferðir til Minneapolis hafa ís- lendingar flykkst þangað í stórum stíl, aðallega til að njóta þess sem sjálfar Tvíburaborgirnar og Risakringlan þeirra, Mall of Amer- ica, hafa upp á að bjóða. „Satt að segja vorum við farin að hafa svolitlar áhyggjur af ykkur íslend- ingum,“ sagði Gayle Sandahl, ferða- málafulltrúi hjá borginni. „Við vit- um auðvitað að verslunareigendur eru afar kátir yfir innkaupum ykk- ar. En við höfðum á tilfinningunni að sumir ykkar kæmu aldrei út undir bert loft í Minnesota. Og vilj- um því kynna fyrir ykkur ýmsa möguleika tO ferðalaga og útivistar sem hér eru fyrir hendi.“ Það er eiginlega erfítt að ímynda sér hvernig aðkomumönnum getur yfirsést náttúran í þessu stóra og strjálbýla ríki. Þriðjungur þess er skógi vaxinn, vötnin eru 12.000 tals- ins og þjóðgarðar hvorki fleiri né færri en 66. Tveir þeirra eru raunar í næsta nágrenni við Risakringluna. Enda er útivist - hjólreiðar, göngur, klifur og kajakferðir - blómlegur at- vinnuvegur í ríkinu, ef marka má stórverslanir með slíka vöru með fram hraðbrautinni frá flugvellin- um. Ég hafði beðið Gayle Sandahl að finna fyrir mig tjalllendi til að ganga í um tveggja daga skeið. Hún sendi mig um 300 kílómetra í norð- urátt, að Lake Superior, þar sem eru Sawtooth-fjöllin, skógi vaxin en ekki ýkja há, jafnvel ekki á íslensk- an mælikvarða. Fossar í Grand Portage State Park á norðurströnd Lake Superior. Iðjusemi bjóra Þeir sem ferðast hafa í Guðseiginlandi vita að þar er árbítur miðaður við matar- lyst trölla. Og það var einmitt slíkur árbítur sem beið mín morg- uninn eftir, en í þeim matarskúlptúr fór mest fýrir bláberja- vöfllum, sem eru meðal „þjóðarrétta" í ríkinu. Sjálf gangan var afar ánægjuleg, enda 20 stiga hiti og svalandi gola af vatn- inu. Slóðar eru allir vel merktir, hvergi þarf að klöngrast eða klifra hátt og liggur leiðin um fjölbreytt landslag, birkiskóga', hlynskóga og furu- lundi, með fram granítklöppum, yfir gróðursæl engi og blómskrúð, yfir mýr- ar og fram hjá grugg- ugum vötnum sem öll báru vitni iðjusemi bjóra. Með reglulegu millibili lá slóðinn út á útsýnisstaði, þar sem blasti við gjörvöll norðurströndin og Lake Superior. Og það besta var að ég hafði þessa leið nánast fyrir sjálfan mig. Tuttugu kílómetrum sunnar, í Eagle Ridge Lodge, biðu mín aftur hlýjar móttökur, einkaíbúð með öflu tilbehör og sundlaug þar að auki og þau Barbara og Ted Young, ferðamálafrömuðir á svæðinu. Þar voru ekki á ferðinni venjuleg möppudýr, því þau reka ferðaþjón- ustu á eyju, langt frá mannabyggð- um. Að sumarlagi skipuleggja þau gönguferðir, klifur og róðra fyrir að- komumenn, og að vetrarlagi leggja þau áherslu á hundasleðaferðir, skíðagöngur og aðrar vetraríþróttir og sníða að þörfum hvers og eins. Af fundi þessa lífsglaða fólks fór ég stórum fróðari um mannlíf og móra á svæðinu, ekki síst um þátt Norð- urlandabúa í uppbyggingu þess, en þarna úir og grúir allt í norskum og sænskum nöfnum. Síðari daginn byrjaði ég á því að taka lyftu upp á hæsta fjaO héraðs- ins, Moose Mountain, þar sem gönguleiðir og leiðir fjafla- hjólagarpa skarast víða, báðum til nokkurrar armæðu. En útsýnið, fuglalífið og undarlegar klettaþyrp- ingar, appelsínu- og agatbrúnar, eyddu aflri sút og fylltu mig sálarró. Sú ró entist mér langleiðina til Tví- buraborganna, þar sem beið mín hann þar eftir, vertinn á hverjum gististað fylgir honum þangað og skutlar honum til baka, fær honum nestispakka og beini" Þnnum í rétta átt. Ferðamaðurinn þarf því ekki að bera nema nestið, helsta skjólfatn- að, sólkrem og vatn. Á áfangastað tekur hann bíl sinn, dólar um ef honum sýnist, rennir kannski fyrir silung, á síðan í annað gistihús að venda, þar sem bíður hans heitur pottur, mjúkur beður og góður bjór, ekki endilega í þeirri röð. Og verð- ið? Um 18.000 ísl. krónur á mann- inn, miðað við þriggja daga ferð. Ofan á það kemur svo auðvitað flug- ið til Minneapolis, bíialeigubíll og kvöldmatur. Þetta var sá ferðamáti sem ég hafði dregist á að prófa. Göngumaður er aldrei einn Norðurferðin var áfaflalaus og fremur tilbreytingarlítil, enda er ríkið mestmegnis flatt. Og þá kom sér vel að geta áð í þjóðgarði við vegkantinn. í Wild River State Park, um 100 kílómetra frá Minneapolis, lagði ég bílnum undir tré til að skýla honum fyrir hádegissólinni, brá á mig bakpoka og gekk um tveggja klukkustunda skeið með fram St. Croix-ánni. Þar, eins og annars staðar í amerískri náttúru, er göngumaður aldrei einn með sjálfum sér, heldur deilir ferðalagi sínu með rauðum og gráum íkorn- um, lómum úti á ánni, skjaldbökum á árbakka, viðbragðs- fljótum dá- dýrum í rjóðri eða í versta falli moskítóflug- unum. Og svo auðvitað burknum og gróskumikl- um trjá- gróðri. Eftir þessi skyndikynni af fánu og flóru ríkisins ók ég áfram sem leið lá. En meiri veislu átti ég fyrir höndum á áfangastað. í Sawtooth- fjöllum hafa heimamenn gert upp göngustíg sem liggur um 350 kíló- metra leið eftir hlíðun- um og fjall- stoppunum endflöngum. í Cascade Lodge, gistihúsi fyrir norð- an smábæinn Lutsen, tók vertinn, Gene Glader, á móti mér eins og löngu týndum syni, rétti mér lykil að mínum eigin bjálkakofa og sagði mér síðan allt af létta um „Lodge-to- lodge“ prógrammið - skálahoppið - Elnn af áningarstöðum Cascade Lodge. göngulúinna ferðalanga á norðurströndinni, DV-myndir Al Einu birnirnir sem höfundur sá voru því miður aðeins út- skornir. sem heimamenn vilja endilega kynna ferðamönnum. í því felst að ferðamaðurinn velur sér dagleiðir á fjöllum og kaupir sér gistingu í samræmi við þær, fer síð- an með bil sinn á áfangastað, 5, 10 eða 20 kílómetra í burtu og skilur „Týpiskur" göngustígur í Wild River State Park. skottúr í Risakringluna og tengiflugið heim. -AI Höfundur áir á útssýnisstað f Sawtooth-fjöllum. s* Helstu vefslóðir sem gagnast geta Minnesota-förum: Ferðamálayfirvöld Minnesota: www.exploreminnesota.com Cascade Lodge: www.cascadelodgemn.com Þjóðgarðar í Minnesota: www.dnr.state.mn.us Boundary Country Trekking: www.boundarycountry.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.