Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Page 30
Allt frá því Flugleiöir hófu áætl-
unarferðir til Minneapolis hafa ís-
lendingar flykkst þangað í stórum
stíl, aðallega til að njóta þess sem
sjálfar Tvíburaborgirnar og
Risakringlan þeirra, Mall of Amer-
ica, hafa upp á að bjóða. „Satt að
segja vorum við farin að hafa
svolitlar áhyggjur af ykkur íslend-
ingum,“ sagði Gayle Sandahl, ferða-
málafulltrúi hjá borginni. „Við vit-
um auðvitað að verslunareigendur
eru afar kátir yfir innkaupum ykk-
ar. En við höfðum á tilfinningunni
að sumir ykkar kæmu aldrei út
undir bert loft í Minnesota. Og vilj-
um því kynna fyrir ykkur ýmsa
möguleika tO ferðalaga og útivistar
sem hér eru fyrir hendi.“
Það er eiginlega erfítt að ímynda
sér hvernig aðkomumönnum getur
yfirsést náttúran í þessu stóra og
strjálbýla ríki. Þriðjungur þess er
skógi vaxinn, vötnin eru 12.000 tals-
ins og þjóðgarðar hvorki fleiri né
færri en 66. Tveir þeirra eru raunar
í næsta nágrenni við Risakringluna.
Enda er útivist - hjólreiðar, göngur,
klifur og kajakferðir - blómlegur at-
vinnuvegur í ríkinu, ef marka má
stórverslanir með slíka vöru með
fram hraðbrautinni frá flugvellin-
um.
Ég hafði beðið Gayle Sandahl að
finna fyrir mig tjalllendi til að
ganga í um tveggja daga skeið. Hún
sendi mig um 300 kílómetra í norð-
urátt, að Lake Superior, þar sem
eru Sawtooth-fjöllin, skógi vaxin en
ekki ýkja há, jafnvel ekki á íslensk-
an mælikvarða.
Fossar í Grand Portage State Park á norðurströnd Lake Superior.
Iðjusemi bjóra
Þeir sem ferðast
hafa í Guðseiginlandi
vita að þar er árbítur
miðaður við matar-
lyst trölla. Og það var
einmitt slíkur árbítur
sem beið mín morg-
uninn eftir, en í þeim
matarskúlptúr fór
mest fýrir bláberja-
vöfllum, sem eru
meðal „þjóðarrétta" í
ríkinu.
Sjálf gangan var
afar ánægjuleg, enda
20 stiga hiti og
svalandi gola af vatn-
inu. Slóðar eru allir
vel merktir, hvergi
þarf að klöngrast eða
klifra hátt og liggur
leiðin um fjölbreytt
landslag, birkiskóga',
hlynskóga og furu-
lundi, með fram
granítklöppum, yfir
gróðursæl engi og
blómskrúð, yfir mýr-
ar og fram hjá grugg-
ugum vötnum sem öll
báru vitni iðjusemi
bjóra. Með reglulegu
millibili lá slóðinn út
á útsýnisstaði, þar
sem blasti við
gjörvöll norðurströndin og Lake
Superior. Og það besta var að ég
hafði þessa leið nánast fyrir sjálfan
mig.
Tuttugu kílómetrum sunnar, í
Eagle Ridge Lodge, biðu mín aftur
hlýjar móttökur, einkaíbúð með
öflu tilbehör og sundlaug þar að
auki og þau Barbara og Ted Young,
ferðamálafrömuðir á svæðinu. Þar
voru ekki á ferðinni venjuleg
möppudýr, því þau reka ferðaþjón-
ustu á eyju, langt frá mannabyggð-
um. Að sumarlagi skipuleggja þau
gönguferðir, klifur og róðra fyrir að-
komumenn, og að vetrarlagi leggja
þau áherslu á hundasleðaferðir,
skíðagöngur og aðrar vetraríþróttir
og sníða að þörfum hvers og eins. Af
fundi þessa lífsglaða fólks fór ég
stórum fróðari um mannlíf og móra
á svæðinu, ekki síst um þátt Norð-
urlandabúa í uppbyggingu þess, en
þarna úir og grúir allt í norskum og
sænskum nöfnum.
Síðari daginn byrjaði ég á því að
taka lyftu upp á hæsta fjaO héraðs-
ins, Moose Mountain, þar sem
gönguleiðir og leiðir fjafla-
hjólagarpa skarast víða, báðum til
nokkurrar armæðu. En útsýnið,
fuglalífið og undarlegar klettaþyrp-
ingar, appelsínu- og agatbrúnar,
eyddu aflri sút og fylltu mig sálarró.
Sú ró entist mér langleiðina til Tví-
buraborganna, þar sem beið mín
hann þar eftir, vertinn á hverjum
gististað fylgir honum þangað og
skutlar honum til baka, fær honum
nestispakka og beini" Þnnum í rétta
átt. Ferðamaðurinn þarf því ekki að
bera nema nestið, helsta skjólfatn-
að, sólkrem og vatn. Á áfangastað
tekur hann bíl sinn, dólar um ef
honum sýnist, rennir kannski fyrir
silung, á síðan í annað gistihús að
venda, þar sem bíður hans heitur
pottur, mjúkur beður og góður bjór,
ekki endilega í þeirri röð. Og verð-
ið? Um 18.000 ísl. krónur á mann-
inn, miðað við þriggja daga ferð.
Ofan á það kemur svo auðvitað flug-
ið til Minneapolis, bíialeigubíll og
kvöldmatur. Þetta var sá ferðamáti
sem ég hafði dregist á að prófa.
Göngumaður er aldrei einn
Norðurferðin var áfaflalaus og
fremur tilbreytingarlítil, enda er
ríkið mestmegnis flatt. Og þá kom
sér vel að geta áð í þjóðgarði við
vegkantinn. í Wild River State Park,
um 100 kílómetra frá Minneapolis,
lagði ég bílnum undir tré til að
skýla honum fyrir hádegissólinni,
brá á mig bakpoka og gekk um
tveggja klukkustunda skeið með
fram St. Croix-ánni. Þar, eins og
annars staðar í amerískri náttúru,
er göngumaður aldrei einn með
sjálfum sér, heldur deilir ferðalagi
sínu með rauðum og gráum íkorn-
um, lómum úti á ánni, skjaldbökum
á árbakka,
viðbragðs-
fljótum dá-
dýrum í
rjóðri eða í
versta falli
moskítóflug-
unum. Og
svo auðvitað
burknum og
gróskumikl-
um trjá-
gróðri. Eftir
þessi
skyndikynni
af fánu og
flóru ríkisins
ók ég áfram
sem leið lá.
En meiri
veislu átti ég
fyrir höndum
á áfangastað.
í Sawtooth-
fjöllum hafa
heimamenn
gert upp
göngustíg
sem liggur
um 350 kíló-
metra leið
eftir hlíðun-
um og fjall-
stoppunum
endflöngum. í
Cascade Lodge, gistihúsi fyrir norð-
an smábæinn Lutsen, tók vertinn,
Gene Glader, á móti mér eins og
löngu týndum syni, rétti mér lykil
að mínum eigin bjálkakofa og sagði
mér síðan allt af létta um „Lodge-to-
lodge“ prógrammið - skálahoppið -
Elnn af áningarstöðum
Cascade Lodge.
göngulúinna ferðalanga á
norðurströndinni,
DV-myndir Al
Einu birnirnir sem höfundur sá voru því miður aðeins út-
skornir.
sem heimamenn vilja endilega
kynna ferðamönnum.
í því felst að ferðamaðurinn velur
sér dagleiðir á fjöllum og kaupir sér
gistingu í samræmi við þær, fer síð-
an með bil sinn á áfangastað, 5, 10
eða 20 kílómetra í burtu og skilur
„Týpiskur" göngustígur í Wild River State Park.
skottúr í Risakringluna og
tengiflugið heim. -AI
Höfundur áir á útssýnisstað f Sawtooth-fjöllum.
s*
Helstu vefslóðir sem
gagnast geta
Minnesota-förum:
Ferðamálayfirvöld Minnesota:
www.exploreminnesota.com
Cascade Lodge:
www.cascadelodgemn.com
Þjóðgarðar í Minnesota:
www.dnr.state.mn.us
Boundary
Country Trekking:
www.boundarycountry.com