Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Qupperneq 28
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 JLj"V 58 helgarviðtalið Vísindamaður og kennari: Verður kynsjúkdómi - Halldór Þormar prófessor hefur fundið upp efni sem drepur bakteríur og veirur: Þeir eru ófáir vísinda- mennirnir um heim allan sem vinna við að leita að lyfjum sem vinna á kynsjúk- dómum og líklega grunaöi fáa að blanda sem vinnur á eyðniveirunni, herpesveirum og lekandabakteríum myndi finnast hér á íslandi. En þaö fór nú svo að íslenskur vis- indamaður, Halldór Þormar prófessor, hefur ásamt sam- starfsfólki sínu, Þórdísi Kristmundsdóttur prófessor, og Guðmundi Bergssyni líf- frœðingi, fundið upp blöndu tiltölulega einfaldra efna sem hreinlega drepur veirur og bakteríur sem smitast við kynmök - og það hratt. Halldór er fœddur í Lauf- ási við Eyjafjörð þar sem faðir hans var prestur og þar var hann alinn upp ásamt tveimur brœðrum. „Ég fœddist í gamla torf- bœnum sem nú er minjasafn og er mjög stoltur af því, “ segir Halldór þegar við setj- umst niður á skrifstofu hans sem virðist vera í miðri rannsóknarstofunni. Að minnsta kosti ekki mikið prí- vat. Halldór gekk aldrei í venjulegan barnaskóla, heldur fengu þeir bræö- urnir heimakennslu. Þaö voru stúd- entar frá Menntaskólanum á Akur- eyri sem komu til að kenna þeim og búa undir inntökupróf í Mennta- skólann á Akureyri. Helstu áhuga- mál Halldórs voru lestur; hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum og var aðeins sex ára þegar hann las Njálu. Annars segist hann hafa ver- ið mjög venjulegt barn sem fannst mest gaman að leika sér og þegar hann stálpaðist vann hann sveita- störf. „Við unnum frá því snemma á morgnana og fram á kvöld og feng- um mikið þrek við áreynsluna. Ég held því fram að ég hafi búið að því alla ævi því ég er mjög heilsu- hraustur. Þetta var enginn þræl- dómur en mikil áreynsla.“ Hafði engan áhuga á / sjúku fólki Tólf ára þreytti Halldór inntöku- próf í Menntaskólann á Akureyri og var þar við nám í sex ár, þrjú í und- irbúningsdeild og þrjú í mennta- deild. Hann var nýorðinn 18 ára þegar hann útskrifaðist af stærð- fræðibraut. „Þá var ég búinn að fá áhuga á líffræðinni,“ segir hann. „Ekki plöntum og dýrum, heldur þvi sem í dag er kallað sameindalíf- fræði; frumum og lifeðlisfræði sem fjallar um það hvemig líkamsstarf- semin er. Ég velti því fyrir mér að fara í læknisfræði en líffræðin varð ofan á.“ Hvers vegna? „Kannski vegna þess að ég hafði engan sérstakan áhuga á sjúku fólki. Það er ekki gott að fara í læknisfræði ef maöur hefur ekki áhuga á að lækna fólk. Ég hafði meiri áhuga á að sameina visinda- störf og kennslu; ég hef alltaf haft áhuga á kennslu." Til Kaupmannahafnar hélt Hall- frumuskiptingu. Fyrir þessa rit- gerð fékk ég gullmedalíu Hafnar- háskóla. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig og var mikil uppörvun. Þessi viðurkenning opnaði mér nýjar leiðir og ég birti þrjár grein- ar upp úr ritgerðinni í virtum vís- indatímaritum." Eftir magistersnámið tók alvara lifsins við. Nú þurfti Halldór að út- vega sér atvinnu. „Ég skrifaði Birni Sigurðssyni á Keldum og spurði um möguleika á að komast þar að tímabundið. Hann tók mér mjög vel og sagðist geta tryggt mér kaup í smátíma. Þar var ég síðan í sex mánuði og vann við rannsóknir á visnu sem er hægfara veirusýking í sauðfé. Mitt verkefni var að einangra veiruna, sem olli þessum sjúk- dómi, í frumuræktun. Þar var ég kominn inn á mitt svið. Okkur Bimi tókst þetta ætlunarverk á sex mánuðum. Eftir það fékk ég eins árs styrk til framhaldsnáms frá Bandaríkjastjórn og hélt til Kalifomíuháskóla í Berkeley. Þar vann ég við rafeindasmásjárrann- sóknir á veiram. Þegar ég kom heim haustið 1958 var nýbúið að stofna Vísindasjóð. Björn útvegaði mér fé úr sjóðnum til þess að vinna næstu árin á Keldum og ég hélt áfram að rann- saka visnuveirur í frumum.“ Varstu ekki kominn með fjöl- skyldu? „Nei, ég hafði ekki tíma til þess. Ekki enn.“ Þegar Bjöm lést hafði ég enga stöðu og það var ekkert fjármagn hér til að halda rannsóknunum áfram. Ég hélt aftur til Kaup- mannahafnar og vann þar í Statens Semm Institut hjá merki- legum vísindamanni, Herdisi von Magnus. Hún leyfði mér að halda visnuveirurannsóknunum áfram þar.“ Eftir tvö ár í Kaupmannahöfn fékk Halldór sérfræðingsstöðu á Keldum. Hann skrifaði doktorsrit- gerð um mæðu- og visnuveiru- rannsóknir og varð dr. phil. frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1966. Ekki gat hann þó verið við- staddur sína eigin útskrift því hann var staddur í Venesúela þar Halldór ásamt samstarfsmönnum sínum, Þórdísi Kristmundsdóttur, og Guðmundi Bergssynl. Ég hef kennt yfir þúsund nemendum við líffræðideildina og lít á það sem forréttindi. dór og innritaðist í Kaupmanna- hafnarháskóla þar sem hann lærði almenna náttúrufræði fyrstu þrjú árin og lauk 1. hluta prófl. „Síðan kom ég heim til íslands í sumarfrí og það var dálítið merkilegt að þá var Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari á Akureyri, að fara í ársleyfi og bað mig endilega að kenna fyrir sig á meðan. Þann vetur kenndi ég við skólann, öllum bekkj- um upp í stúdentspróf. Þama voru margir mjög minnisstæðir nemend- ur sem síðar urðu þjóðfrægir, til dæmis Sverrir Hermannsson, Ólaf- ur G. Einarsson, Júlíus Sólnes, Hjörleifur Guttormsson og Sig- mundur Guðbjarnason. Þeir voru allir mjög góðir nemendur." Gullmedalía frá Hafnar- háskóla Eftir veturinn í menntaskólakennsl- unni lá leiðin aftur til Kaupmannahafn- ar þar sem Halldór lagði stund á magistersnám í frumulífeðlisfræði og lauk mag. scient- gráðu árið 1956. „Magistersritgerðin sem ég lauk nokkru áður en ég fékk þessa gráðu fjallaði um áhrif hitalosts á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.