Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Side 9
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 9 3DV Útlönd Bruninn í ferjunni Ragnhildi prinsessu: Farþegar dóluðu um sjóinn í sumarhitunum DV, Ósló: Veðurblíða og sléttur sjór réðu mestu um að hjá manntjóni varð komist þegar 1167 farþegar voru flutt- ir frá borði norsku ferjunnar Ragn- hildar prinsessu eftir að eldur kom upp í vélarrúminu í fyrrinótt. Odd Halvarsen skipstjóri viður- kenndi þegar alit var afstaðið að hon- um hefði fyrst verið hugsað til stór- slysa á borð við brunann í Skandinav- ian Star fyrir níu árum og skipbrots ferjunnar Estoníu fyrir fimm árum þegar hann gaf skipun um að ailir far- þegar færu frá borði. Á annað þúsund manna fórust í þeim slysum báðum. Nú er andlát fullorðinnar konu rakið til álagsins sem hún varð fyrir við að yfirgefa skipið og alls varð að flytja tíu farþega á sjúkrahús vegna gnms um reykeitrun. Þrír þurftu læknishjálp. Farþegar frá ferjunni Ragnhildi prinsessu, sem er í baksýn, bíða eftir að komast um borð f björgunarskip. Símamynd Reuter Nú hugsa menn með hryflingi til þess sem hefði getað gerst í slæmu veðri og kulda þarna úti fyrir höfn- inni í Gautaborg. Farþegarnir voru léttklæddir í björgunarbátunum og dóluðu um sjóinn meðan beðið var björgunar. Engum varð meint af í hita sumarnæturinnar. Orsök brunans er ókunn en þó rakin til einhverrar bilunar í vélar- rúminu. Skipið hafði fyrir skömmu fengið einkunnina „viðunandi" í brunavottorð sitt og athygli vekur að ekki tókst að hemja eldinn fyrr en eftir flóra tíma. Ekkert úðakerfi er í vélarrúminu. í gær voru uppi vangaveltur í norskum fjölmiðlum um að ferjuna hefði orðið að keyra af öllu afli til að halda áætlun milli Óslóar og Kiel í Þýskalandi. Ferjan var stækkuð fyrir fáum árum en gömlu vélarnar notaðar áfram. -GK Ritt Bjerregaard vonsvikin en til í slaginn á ný Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, hringdi í Ritt Bjerregaard klukkan hálf- fimm síðdegis í gær og tilkynnti henni að hún yrði ekki endurkjör- in í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. Tveimur klukku- stundum seinna hélt Bjerregaard fund með fréttamönnum og boð- aði þátttöku sína i dönskum stjórnmálum á ný. Hún viður- kenndi að hún væri vonsvikin. Hún ætlar þó ekki að hætta í pólitíkinni. Á fréttamannafundin- um lýsti hún yfir áhyggjum yfir vaxandi fátækt í Danmörku. Hópur súdanskra þræla bíður þess að fá frelsi. Svissnesk mannréttindasamtök sögðust í gær hafa frelsað um tvö þúsund þræla á sjö daga ferð samtakanna um suðurhluta Súdans. Alls kveðast samtökin hafa frelsað 11 þúsund manns frá árinu 1995. Símamynd Reuter Tóbaksfyrirtæki tapa Sígarettuframleiðendur búa til gallaða vöru sem veldur sjúkdóm- um á borð við lungnakrabba og lungnaþembu. Svo hljóðaði niður- staða kviðdóms í Miami í Banda- ríkjunum og kann að hafa í fór með sér mesta tap tóbaksframleiðenda til þessa. Málið var höfðað árið 1994 fyrir hönd um 500 þúsund reykinga- manna í Flórída og farið fram á 200 milljarða i skaðabætur. Tóbaks- framleiðendur voru m.a. fundnir sekir um að blekkja neytendur og halda rannsóknarniðurstöðum leyndum. Hversu miklar skaðabæt- ur tóbaksframleiðendum verður gert að greiða mun kviðdómur ákveða á næstunni en formlega stóðu níu ákærendur að málinu. Þegar þeim hafa verið dæmdar bæt- ur geta hinir í hópnum lagt fram kröfur sínar. Skofvopnanámskeið Fyrirhugað er að halda skotvopnanámskeið á vegum embættis lögreglustjórans í Reykjavík dagana 22. til 25. júlí nk. í Árnagarði. Námskeiðsgjald er kr. 11.000. Áhugasamir vinsamlega skrái sig í almennri afgreiðslu á lögreglustöðinni, Hverfisgötu 113-115. Frekari upplýsingar eru í síma 569 9032. Lögreglustjórinn í Reykjavík Sameiginlegur aðgöngumiði að söfnunum Blés fersku lofti í göngin Starfsmaður i göngunum undir Mont Blanc hleypti fersku lofti inn í göngin undir Mont Blanc þegar hann sá bíla snúa við og fólk stiga út úr bíl- um sínum. Þetta kemur fram í rann- sóknarskýrslu um eldsvoðann í göng- unum. Taldi starfsmaðurinn betra að hleypa fersku lofti inn í göngin til að bjarga mannslífum í stað þess að sjúga reykinn út. Þessi aðgerð starfsmanns- ins er þveröfug við það sem mælt er með í öryggisreglum. Óvist er þó hvort hægt hefði verið að bjarga mannslífum hefði verið farið eftir reglunum vegna þess hversu eldhafið var mikið. 39 lét- ust í brunanum. Ráðherra í stríði við póstinn Norski samgönguráðherrann á í deilu við póstyfirvöld í Noregi vegna þess að hann neitar að færa póstkassa við heimili sitt. Pósturinn hefur farið fram á að póstkassi Josteins Fjaervolls, ráðherra samgöngumála og æðsta yfirmanns póstþjónustunnar, verði færður frá húsi hans og út að götuhliði. Það myndi stytta gönguleið póstburðar- mannsins um 100 metra og félli vel að niðurskurði sem nú á sér stað innan norsku póstþjónustunnar. „Öryggisins vegna get ég ekki orðið við þessu. Ég verð að geta fylgst með póstkassanum,"' sagði ráðherrann í samtali við fréttablaðið Nordlands Framtid. með fortíð og framtíð Eyrarbakki var um langt skeið helsti þéttbýlisstaður á Suðurlandi og Eyrarbakkaverslun ein stærsta verelun landsins. Á Eyrarbakka eru varðveitt mörg gömul hús sem setja fallegan svip á staðinn. Komast má í snertingu við fortíðina með því að rölta um þorpið, skoða húsin, fjömna og brimið. í Húsinu og á Sjóminjasafninu er hægt að fræðast Ryggðasafn Ámesinga og Húsið á Eyrar- um söguna. Kaffi Lefolii í Gunnarshúsi býður upp á veitingar í notalegu umhverfi. bakka - eitt elsta hús landsins, byggt 1765. Munir sem tengjast sögu sýslunnar og sögu Hússins á Eyrarbakka. Opið kl. 10-18 alla daga í júní, júlíog ágúst. Húsið á Eyrarbakka Stmi 483 1504. Byggðasafn Árnesinga SJÓMINJASAFNIÐ ÁEYRARBAKKA Sjómunir og saga Eyrarbakka. Opið kl. 13-18 alla daga í sumar. Sími 483 1165. Veitingastaður og krá. Opið kl. 10-23:30 og kl. 11-02 um belgar. St'mi 483 1600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.