Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Side 8
8
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999
Útlönd
Barak og Arafat ánægöir meö fund sinn í gær:
Ætla að vinna
saman að friði
Arafat kyssir kóraninn sem hann fékk að gjöf frá Barak í gær.
Símamynd Reuter
Lögregluforingj-
ar í Teheran
látnir fjúka
Þjóðaröryggisráð írans til-
kynnti í gær að tveir háttsettir
lögregluforingjar hefðu verið
reknir fyrir að fyrirskipa lög-
regluofbeldi gegn mótmælum
stúdenta. Námsmennirnir hafa
undanfarna daga efnt til mótmæla
vegna lokunar frjálslynds dag-
blaðs. Einn námsmaður var drep-
inn og þrír særðir er lögreglan
reyndi á föstudaginn að stöðva
mótmælin.
Stjómendur háskólans í Teher-
an sögöu af sér í gær til að mót-
mæla aðgerðum lögreglunnar. Áð-
ur hafði menntamálaráðherra
landsins sagt af sér vegna atburð-
anna. Sagt er að forseti írans, Mo-
hammad Khatami, sem harmað
hefur lögregluofbeldið, hafi ekki
samþykkt afsögn ráðherrans.
Pakistanskir
uppreisnarmenn
yfirgefa Kasmír
Indversk yfirvöld tilkynntu í
gær að þau hefðu sannanir fyrir
því að uppreisnarmenn frá
Pakistans væra á leið frá ind-
verska svæðinu í Kasmír.
Brottförin hófst í kjölfar fundar
indverskra og pakistanskra her-
foringja í Punjabhéraði. Utanrík-
isráðherra Pakistans, Sartaj Aziz,
sagði á fundi með fréttamönnum
að náðst hefði samkomulag um
vopnahlé í áfóngum. Talsmaður
indverska forsætisráðherrans,
Atals Beharis Vajpayees, sagði að
orðið vopnahlé kæmi ekki fyrir í
samkomulaginu.
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, hét því í gær aö loknum
fyrsta fundi sínum með Yassir Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna, að
þeir myndu vinna saman að friði.
„Báðir aðilar hafa þjáðst nægi-
lega mikið. Bæði Palestínumenn og
ísraelar vænta þess að við veitum
þeim betri og tryggari framtíð,"
sagði Barak á fundi með frétta-
mönnum og Arafat kinkaði kolli til
samþykkis. „Það er kominn tími til
að stöðva vítahring ofbeldis og
deilna," sagði Arafat.
Fundur Baraks og Arafats í gær
var fyrsti leiðtogafundur ísraela og
Palestínumanna í sjö mánuði. Frið-
arferlið stöðvaðist nær alveg í
stjórnartíð Benjamins Netanyahus,
fyrrverandi forsætisráðherra isra-
els.
Enn ríkir ágreiningur um stækk-
un byggða ísraelskra landnema á
herteknu svæðunum. Barak hefur
lofað að reisa ekki nýjar byggðir
fyrir gyðinga. Palestínumenn hafa
hins vegar áhyggjur af því að þær
byggðir sem fyrir era stækki. Barak
sagði í gær að hann og Arafat væru
ákveðnir i að finna leið til að leysa
öll vandamál.
Barak hét því að hrinda í fram-
kvæmd Wye-friðarsamkomulaginu.
Hann ítrekaði að hann vildi að það
yrði gert samtímis því sem samið
yrði um endanlegan frið.
Þessi orð Baraks, sem hann lét
einnig falla síðastliðinn fóstudag,
fóru þá i taugamar á Palestínu-
mönnum. Þeir höfðu einnig mót-
mælt þegar Netanyahu lét sams
konar orð falla. En í gær sagði Ara-
fat að ekki væri mótsetning í að
hrinda Wye-samkomulaginu í fram-
kvæmd og að semja um endanlegan
frið.
Áður en Barak fundaði i gær með
Arafat hélt hann ríkisstjómarfund.
Hann greindi ráðherrum sínum frá
viðræðum sínum við Hosni
Mubarak Egyptalandsforseta. isra-
elski forsætisráðherrann mun
næstu daga heimsækja Abdullah
Jórdaníukonung, Jacques Chirac
Frakklandsforseta, Bill Clinton
Bandaríkjaforseta og Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands.
Svefnlyfið
Rohypnol litað í
kjölfar nauð-
gana í Ástralíu
Þeir sem kaupa svefnlyfið
Rohypnol í Ástralíu fá framvegis
heiðbláar töflur þegar þeir fram-
vísa lyfseðli sínum. Þetta til-
kynnti svissneska lyijafyrirtækið
Hoffmann-La Roche í gær.
Ákveðið var að hafa svefntöfl-
urnar litaðar eftir að þær höfðu
verið notaðar í tengslum við
nauðganir í Ástralíu. Konum
höfðu verið gefnar svefntöflumar,
sem eru lyktar- og bragðlausar.
Konunum var síðan nauðgað á
meðan þær voru undir áhrifum
svefhlyfsins.
Tveir menn í Queensland í
Ástralíu hafa nýlega verið dæmd-
ir fyrir nauðganir eftir að hafa
laumað svefhlyfinu Rohypnol í
konur. Slíkt hefur oftast komið
fyrir á næturklúbbum í Ástralíu.
Stuttar fréttir i>v
Serbar hætta samvinnu
Serbar í Kosovo hafa ákveðið
að hætta samvinnu við friðar-
gæsluliða og Sameinuðu þjóðim-
ar vegna árása Albana.
Barnaníðingur
62 ára barnaniðingur beitti 6
ára norskan dreng kynferðislegu
ofbeldi á tjaldstæði í Svíþjóð síð-
astliðinn fóstudag. 8 ára bróðir
fómarlambsins slapp frá mannin-
um sem sleppt hafði verið úr
fangelsi sama dag.
Luzhkov vill Primakov
Föðurlandsflokkur Júrís
Luzhkovs, borgarstjóra Moskvu,
ætlar að biðja
Jevgení Prima-
kov, fyrrver-
andi forsætis-
ráðherra Rúss-
lands, um að
leiða flokkinn í
þingkosningun-
um sem haldn-
ar verða í desember næstkom-
andi. Primakov, sem nýhu' mikill-
ar virðingar kjósenda, hefur enn
ekki ákveðið sig.
Öflugur jarðskjálfti
Öflugur jarðskjálfti, 6,6 á Richt-
er, reið yfir strandríki Mið-Amer-
íku við Karíbahaf í gær.
Hrói höttur var hommi
Útlaginn Hrói höttur var
hommi samkvæmt breska bók-
menntaprófessomum Stephen
Knight. Prófessorinn segist hafa
komist að þessari niðurstöðu eftir
að hafa skoðað ballöður um afrek
Hróa frá 15. öld.
Læstar inni í mörg ár
46 ára Kaliforníubúi hélt tveimur
fyrrverandi eiginkonum sínum og 4
bömum þeirra læstum inni í hita-
lausum bílskúr í mörg ár. Þau voru
öll beitt ofbeldi. Ellefu eldri börn,
sem einnig sættu ofbeldi, bjuggu
með manninum og núverandi konu
hans í einbýlishúsi mannsins.
Létust í óveðri
Að minnsta kosti átta hafa lát-
ist í óveðri i Júgóslavíu og Ung-
verjalandi undanfama daga.
Hundruð hafa orðið að yfirgefa
heimili sín í þessum löndum og
Austurríki vegna veðurhamsins.
Spenna í Belfast
Mikil spenna ríkti í Belfast á N-
írlandi í gær vegna göngu Óran-
íureglunnar um borgina í dag.
Tony Blair, for-
sætisráðherra
Bretlands, sagði
í gær að hann
gæti nú ekki
gert meira til
að koma á friði.
Á fimmtudag
verða stjórn-
málamenn á N-írlandi að taka af-
stöðu til friðaráætlunar Blairs og
Aherns, forsætisráðherra N-ír-
lands.
Gouda 28%
í kíl óap a k k n í n g u m
á tilbodi f næstu
verslun.
Kostaði áður JZStðKr. pr. kg. Kostar nú 636 kr. pr. kg.
V______________________________________________