Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Page 12
12 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Spurningin Lesendur Ferðu oft í sund? Gunnar Tómas Kristófersson nemi: Nei. Bragi Rúnar Jónsson nemi: Nei, þaö geri ég ekki. María Hermannsdóttir leikskóla- leiðbeinandi: Já, frekar oft. Birna Sæmundsdóttir, vinnur í Blómavali: Ég fer ekki oft en þaö stendur til bóta. Daníel Sigurbjörnsson tækni- maöur: Já, þrisvar í viku. María Ósk Guðbjartsdóttir tæknimaður: Nei, ekki upp á síðkastið. Fagurt mannlíf „Við höfum látið eins og við séum komin á leiðarenda með byggingu húsa og engin önnur efni til til að framleiða og reisa hús úr en steinsteypa, timb- ur, stál og gler!“ Hafsteinn Ólafsson bygginga- meistari skrifar: Við höfum látið eins og við séum komin á leiðarenda með byggingu húsa og engin önnur efni til til að framleiða og reisa hús úr en stein- steypa, timhur, stál og gler! í þessu felst sá vandi sem við er að glíma um þessar mundir. Það þyrfti sára- litla vinnu viö að framleiða og reisa sllk hús. Vinna hefur ver- ið nær helming- ur af verði húsa og sá kostnaður hyrfi að mestu úr slíkum bygging- um. En fleira kæmi til. Steinsteypa yrði lítið notuð í þessi hús og lítið af lausu timbri. Gluggar og útihurðir yrði ekki framleiddar lengur í sama formi og áður. Óþarfi yrði að steypa berandi sökkla undir húsin og ekki yrðu skilyrði til að skipta um jarð- veg undan slíkum húsum. Þetta hef- ur nú sannast svo að ekki verður lengur um villst í þessum efnum. Þetta eru stór og lítil hús, blokkir og einbýlishús og hús nánast af hvaða tagi sem vera skal. Húsin yrðu helmingi ódýrari í framleiöslu en hús reist í dag með hefðbundn- um aðferðum og varanlegri en þau hús sem við höfum framleitt til þessa. Engin einangrun yrði í út- veggjum. Húsin stæðu eingöngu á steyptum súlum sem undirstöðum staðsettum laust fyrir innan útvegg- ina. Þær bæru húsin uppi endan- lega. Ofan á undirstöðurnar kæmu burðarvirki framleidd úr áli, stáli eða límtrjám þar sem það hentaði. Fyrir innan burðarvirkin yrðu aðrir útveggir reistir. Þeir yrðu reistir úr öryggisglerjum, einu eða tveimur glerjum. Tvöfóldum milli herbergja og þreföldum milli íbúða. Glerin hryndu ekki með þeim af- leiðingum sem þekkt eru hvaðanæfa úr heiminum. Það færi svo eftir því hvar slík hús yrðu reist. Hvort þau yrðu reist á suðrænum eða norðlægum slóð- um. Fyrir innan slíka útveggi yrðu reist hin eiginlegu hús. Þau yrðu reist úr léttum einangrandi eld- traustum og sjálfberandi plötum framleiddum sérstaklega fyrir þessi hús. Þar er perlusteinninn tekinn inn í þessi mál raunar í fýrsta sinn í byggingasögunni í þeim mæli sem hér er talað um. Perlusteinninn er hitaður upp í um 900 eða 1000 g í þar til gerðum hitaofhum sem auð- velt yrði að framleiða hér á landi. Hann þenst út við hitann 20-30 falt að magni til og yrði því ódýr í fram- leiðslu. Gler er eitt það ódýrasta byggingarefni sem hægt er að fá nær hvar sem er í heiminum. Þetta gerði okkur kleift að bjóða nær helmingi lægri upphæðir í hvaða stórhýsi sem fyrirhugað væri að reisa hér á landi. Hafsteinn Ólafsson. Heiörun þeim sem heiðrun ber Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Melhaga 11, skrifar: Vinnu minnar vegna les ég DV daglega og smátt og smátt hafa komin hlaðist upp í mælinum, þ.e. undrunarkom sem verða til vegna þeirrar blaðamennsku sem gjarnan á sér stað á þessum fjölmiðli. Auð- vitað á þetta blað rétt á sér eins og hvert annað blað og ætla ég ekki að amast við því, enda ríkir (eins kon- ar) prentfrelsi í þessu landi. í dag las ég (sand)korn sem fyllti þolin- mæðimæli minn gagnvart vissri gerð af þvaðri og blaðri sem iðulega ratar á síður blaðsins og sem ein- kennist af undarlegum hroka í garð fólks, dýra, stofnana, annarra fjöl- miðla og svo mætti lengi telja. Titill sandkornsins sem fyllti mælinn minn og sem birtist í blað- inu í dag (6. júlí 1999) er „Heiðrun Rannveigar". Skrifað er um „kontórista" sem „búa til nafnorð yfir fyrirbæri sem eðlilegast væri að tala um með sagnorðum" og beinist kornið síðan að „ritstirða" bakaranum hjá ísal sem vildi sýna forstjóranum væntumþykju í tilefni af „heiðrun" hennar. „Heiðrun" er vissulega orðskrípi, undir það tek ég með sandkomsritara, en það sem er heimskulegast við þetta sand- korn er sú staðreynd að í liðinni viku (ég man ekki nákvæma dag- setningu) birtist eftirfarandi titill á forsíðu blaðsins: „Stefnt á sleppingu". Jú, þeir leynast víðar en í eldhús- inu hjá ísal, blessaðir ritstirðu kontóristarnir... Selja siglingar meö Acardia? Björn Bjömsson skrifar: Ég las frétt í Morgunblaðinu ný- lega með ofangreindri fyrirsögn - án spurningarmerkisins að vísu. Ég varð forvitinn því mig hefur lengi langað til að komast í siglingu með góðu farþegaskipi héöan frá Reykja- vík svo ég hélt aö nú væri stundin runnin upp, og maður gæti keypt sér far með þessu glæsilega skipi sem lá við festar í Reykjavíkurhöfn. Annað hvort þá eða síðar. Eftir að hafa lesið fréttina um sigl- ingar með Acardia kom hins vegar í ljós að ekki var um neitt slíkt að ræða, aðeins raunar fréttatilkynning og eins konar auglýsing frá einni ferðaskrifstofunni hér (Heimsklúbbi Ingólfs og Príma) þess efnis að í fyrri frétt Morgunblaðins hefði láðst að geta umboðsmanns skipsins hér á landi, sem var þessi ferðaskrifstofa. Þama var því svo bætt við að íslend- ingar þyrftu ekki annaö en að fljúga [U1©IM][M þjónusta allan sólarhringínp' sent mynd af sér með bréfum sinum sem birt verða á lesendasíðu Glæsllegt skemmtiferðaskip vlð festar í Reykjavík. - Ekki selt um borð hér, aðeins í fjarlægum löndum. Bréfritari er óánægður með þjónustuleysi við þá sem vilja sigla. t.d. til Glasgow og þaðan með breið- þotu til Barbados! Þetta þykir mér nú ekki merkileg þjónusta við okkur íslendinga. Að komast ekki í siglingu með skemmti- ferðaskipi nema að fljúga fyrst til út- landa eða þá að aka dagfari og nátt- fari til Seyðisfjarðar til að ná í Smyril til Færeyja og Danmerkur. Það er okkur íslendingum sem sé fyrirmunað að komast lönd né strönd frá þessu skeri nema sem fuglinn fljúgandi hingað og þangaö tO erlendra flugvalla til að komast áleiðis - og aðeins áleiðis - á skips- fjöl skemmtiferðaskips. Ég segi því: Allt verður andstæðingum íslensks farþegaskips að vopni. DV Galdraiðnaöur í stað fiskiönaðar Sólveig Vagnsdóttir á Þingeyri hringdi: Nú tala menn um það hér á Þingeyri aö úr því við getum ekki lengur unnið í fiski, þá verði að gripa til annarra at- vinnuvega. Hvernig væri t.d. að koma upp Galdramiðstöð Vest- fjarða. Eins og allir vita eru Vest- firðingar rammgöldróttir. Engin spurning um það. Mér skilst að slík starfsemi yrði fremur styrkt af ríkinu en vestfirskur fiskiðn- aður. Sjálf er ég komin af Galdra- Leifa og er býsna stolt af. Fyrir nokkrum árum var ég stödd á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Fólk sem sat þama frammi var að tala um nefndan Galdra-Leifa. Tvær konur sem fréttu aö ég væri vestfirsk spurðu hvort ég vissi eitthvað um þennan mann. Ég hélt það nú og sagði þeim að ég væri af honum komin. Og það voru varla liðnar tíu mínútur, þá voru allir famir fram. Landfylltir flugvellir út íhött Þórólfur skrifar: Einkennilegt þykir mér að menn skuli hafa viðrað hug- myndir um landfyllta flugvelli eða flugbrautir hér á landi þar sem nóg landrými er fyrir hendi á landinu sjálfu. Það er ekkert sem knýr á um að hafa flugvelli nálægt Reykjavík sem dæmi eða innan borgarmarkanna. Síður en svo. Og landfylltir flugvellir í eða við Engey eða í Skerjafirði yrðu alltaf vandræðamannvirki. Reykjavikurflugvöll á einfaldlega að færa úr Vatnsmýrinni og nota þá fjármuni sem fara nú í einskisnýtar endurbætur - og þar er talað um milljarða króna - til að fullgera nýtt samgöngu- kerfi milli Reykjavíkur og Kefla- víkur. Og það fyrir lægri fjár- hæöir. Farandverka- menn fari heim Ásdís hringdi: „Lausnin á atvinnuleysis- vandamálum Vestfirðinga er sáraeinföld. Semsé að senda alla þessa erlendu farandverkamenn, sem fluttir hafa verið inn á síð- ustu árum, heim til sín. Þá trúi ég að þeir sem eftir eru, íslend- ingar sjálfir, hafi næga vinnu til að lifa sómasamlegu lífi. Það má spyrja sig hvers konar byggðakvóti það er sem þeir eru að reyna að kría út þegar fleiri hundruð útlendingar eru að vinna á svæðinu. Ég hélt reyndar að það hefði lengi verið vitað hvernig vinnuaflið vestra var samansett. Það vissi ég a.m.k., enda kem ég frá þorpi úti á landi. Forkastanlegt finnst mér þegar verið er að reyna að koma er- lendum farandverkamönnum inn á atvinnuleysisskrá. Óhófleg SVR- fargjalda- hækkun Sæmundur Jónsson hringdi: Ný gjaldskrá fyrir almennings- vagna í höfuðborginni er óhófleg og myndi hvergi líðast að skella á 25% hækkun á þjónustu eða í verslun. Ekki einu sinni tíðkast þetta i launahækkun þingmanna og opinberra embættismanna og eru þeir þó stórtækir til laun- anna sem við greiðum þeim af skatttekjum ríkisins. Ég skora á minnihluta í borgarstjórn að beita neitunarvaldi gegn nýlegri hækkun SVR-gjalda. Að öðrum kosti er ekki hægt að styðja minnihlutann til borgarstjómar í næstu kosningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.