Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Page 17
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Fréttir 17 Þróunarsetur á ísafirði - sameiginleg aöstaöa ýmissa stofnana Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. DV-mynd Hörður DV, Vestfj örðum: Nýtt þróunarsetur var tekið í notk- un á ísafirði 18. júní. Það er í svoköO- uðu Vestrahúsi við ísafiarðarhöfn sem upphaflega var byggt sem frysti- hús á sjötta áratugnum og fleiri þekkja trúlega sem ísfirðingshúsið. Hafist var handa við breytingar nú í ársbyrjun og alls hefur setrið yfir að ráða 940 fermetrum. Framkvæmdir voru fjármagnaðar af Vestra hf. sem er eigandi hússins og framleigir félag- ið aðstöðuna síðan með langtíma- samningum. Verktaki var Ágúst og Flosi hf. Stofnanir sem þama eru til húsa eru Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða, Svæð- isvinnumiðlun Vestfiarða og Fjórð- ungssamband Vestfirðinga. Auk rann- sóknar- og vinnuaðstöðu er fundarsal- ur með fiarfundabúnaði sem gefur möguleika á nánum samskiptum við t.d. háskóla á Akureyri og í Reykja- vík. Aðalsteinn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfiarða, segir að upphaflega hug- myndin hafi verið að safna saman á einn stað þeim opinberu fámennis- stofnunum sem hafa útibú á ísafirði í dag. „Það er augljóst hvaða vandkvæð- um það er bundið að starfa einn eða með fáum í rannsóknarstofnun sem líka á að sinna einhverri þjónustu. Hugmyndin var því að reyna _ að tengja þær stofnanir sem starfa á ísa- firði undir eitt þak. Það hefur nú tek- ist með stofnun Þróunarseturs sem nú er með 18 starfsmenn. Auk þess eru 4 starfsmenn Skipaafgreiðslu Gunnars Jónssonar hér líka undir sama þaki. Hugmyndin er síðan að i Þróunarsetr- inu geti kviknað hugmyndir og hér verði þá eins konar hugmyndabanki. Þannig ættu að fæðast hugmyndir að nýsköpun í atvinnulífinu á Vestfiörð- um sem ekki virðist veita af nú. Við erum nú að stækka þetta með þvi að tengjast Náttúrustofu Vest- fiarpa í Bolungarvík. Þar gæti t.d. ver- ið um að ræða sameiginlega síma- vörslu sem tengdi þá beint við þessa starfsemi. Þá er svona stór vinnustað- ur líka áhugaverður fyrir þá rann- sóknaraðila sem hingað til hafa fram- kvæmt sína vinnu í Reykjavík. Við höfum íhugað að hér ætti auðvitað að vera aðsetur fyrir ofanflóðarannsókn- ir í samvinnu við Veðurstofu íslands. Háskóli íslands hefur svo lýst því yfir að þeir ætli að reyna að koma upp rannsóknarstöðu á svæðinu og vilja fá að vera í þessu setri á ísafirði," sagði Aðalsteinn. -HKr. Björgunarbíllinn nýi og sjúkrabíllinn. DV-mynd Hanna Breiðdalsvík: Breytt í björg- unarsveitarbíl DV, Breiðdalsvík: Björgunarsveitin Eining á Breið- dalsvík hefur fengið öflugan björgun- arsveitarbíl - nýjan Landrover, sem hefur verið breytt og hækkaður af for- manni deildarinnar, Ingólfi Finns- syni. Það gerði hann á Bifreiða- og vélaverkstæði Sigursteins Melsted. Bíllinn er eins vel tækjum búinn og kostur er, með flestum fáanlegum tækjum sem að gangi geta komið. Þá má geta þess að Rauða kross deildin á Breiðdalsvík fékk nýjan sjúkrabíl i vetur sem er vel búinn tækjum. Þar á meðal hjartastuðtæki sem var gjöf frá einstaklingum. -HI cs TIIEKKINCFOX HbSJLLJior 'síml: 587 9699 fyuýlvdlM. 1W» Allt að 50%afsláttur af reiðhjólum Wways DlfNK wllh Dorítot D|pS! Doritos Leigan í þínu hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.