Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Síða 27
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ1999
39
Sviðsljós
Madonna í stríð
við son Milosevics
Marko Milosevic, sonur Slobodans
Milosevics Júgóslavíuforseta, á nú
yfir höfði sér nýtt stríð þegar stríð-
inu við Nato er lokið. „Við skulum
vona hans vegna að hann hafi góðan
lögmann," segir talskona söngstjöm-
unnar Madonnu, Liz Rosenberg.
Marko Milosevic hefur nefnilega
opnað diskótek í Belgrad sem hann
hefur gefíð nafnið Madonna í höf-
uðið á uppáhaldsstjörnrmni sinni.
Söngkonan er sögð vera allt annað
en hrifin og íhugar nú að höfða mál
til þess að losna við að vera bendluð
við diskótekið. Sá sem Madonna er
hrifln af þessa dagana er breski leik-
arinn Rupert Everett sem hún lék á
móti í kvikmyndinni The Next Best
Thing. íveislu að lokinni frumsýn-
ingunni á annarri mynd krækti
Madonna í hönd Ruperts hvenær
sem tækifæri gafst.
Ljósahlífar
á flestar tegundir bifreiða
I nausí;
Sími 535 9000 • Fax 535 9040 • www.bilanaust.is
Japanska rokkgrúppan Johnny hefur lýst andstöðu við þyngdaraflið. Þess vegna kjósa hljómsveitarmeðlimir að
spila á hvolfi eða þannig. Þéir eru hengdir upp á fótunum og spila jafnan samfleytt í 30 til 40 mínútur en þá taka þeir
hvíld. Símamynd Reuter
Emma slegin
út af laginu
Emma Thompson segist alger-
lega slegin út af laginu þegar
kemur að því að finna ófæddu
barni hennar nafn. Tíminn er
langt frá því að
vera á þrotum
því Emma á
ekki von á sér
fyrr en í októ-
ber.
„Ef mér detta
einhver nöfn í
hug er Greg
alltaf fljótur að kveða mig í kút-
inn,“ sagði Emma þegar hún lýsti
vandræðum sínum við breska
fjölmiðla á dögunum.
Ekki fylgdi sögunni hvort sam-
býlismaðurinn, Greg Wise, hefði
einhverjar óskir í þessu sam-
bandi en helst mun Emma hallast
áð nöfnum Churchill hjónanna;
þ.e. Winston og Clementine.
Hrakfalladag-
ur hjá Sophiu
Lánið lék svo sannar-
lega ekki við ítölsku
þokkagyðjuna Sophiu
Loren fyrr í vikunni
þegar hún stýrði hátíð-
arhöldum i versluninni
Harrods í London..
Sophia var ekki fyrr
komin á svæðið en að
páfagaukur slapp úr
gæludýradeild verslun-
arinnar og fór að láta
illa í kringum leikkon-
una. Svo virtist sem
fuglinum væri í nöp við Sophiu og
réðist hann hvað eftir annað að
henni. Sophia varð eins og von er
afar skelkuð en til allrar
hamingju tókst starfs-
fólki Harrods að hand-
sama fuglinn.
Ekki var allt búið enn
hjá aumingja Sophiu því
þegar fuglinn var á braut
hugðist hún stiga upp á
sviðið til þess að setja há-
tíðina. Þá vildi ekki bet-
ur en svo til en henni
skrikaði fótur og féll hún
kylliflöt á gólfið. „Svei
mér þá, þetta er verra en
að leika í kvikmynd," varð
leikkonunni að orði sem greinilega
vildi gera grín að öllu saman.