Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 Préttir_______________________________________________________________x>v Útllt fyrir skort á kennurum 1 Reykjavik i haust: Um tvö hundruð kennara vantar - staðan betri á landsbyggðinni Nemendur í Austurbæjarskóla þreyta próf. Margir telja að í fyrsta sinn sé komin upp svo alvarleg staða í skólamálum borgarinnar að grípa verði til róttækra aðgerða til að bregðast við vandanum. Óráðið er í kennarastöður í flestum grunnskól- um borgarinnar en nokkur hundruð kennarar sögðu upp stöðum sínum í vor. Á landsbyggðinni virðist hins vera auðveldara að fá kennara til starfa en oft áður. Kennarasamband íslands er ofan á allt að íhuga að höfða mál fyrir félagsdómi vegna kjaraágreinings milli borgarinnar og kennara sem sögðu upp stöðum sínum í vor. 50 stöður auglýstar Ingunn Gísladóttir, fulltrúi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sagði í samtali við DV að erfitt væri að átta sig á hversu marga kennara vantaði til starfa í Reykjavík eins og málum væri háttað í dag. „Það eru skólastjórarnir sem ráða kennarana og við getum ekki sagt til um hversu marga kennara vantar. Ein- hverjir eru með fullt hús en aðra vantar. Við höfum ekki leitað eftir því hvar vantar þar sem mikið er um sumarleyfi í skólum borgarinn- ar,“ sagði Ingunn. í auglýsingu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í Morgunblaðinu á sunnudag eru auglýstar stöður í 9 skólum í Reykjavík - alls um 50 stöðugildi - en allar stöður eru ekki auglýstar. í einum og sama skólanum eru aug- lýst 20 stöðugildi. Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjórnar, sagði í DV í gær að um 200 kennara vantaði til starfa. Ingunn segir að í einstaka skólum hafi tekist að útvega kenn- ara i allar stöður. Ljóst er að nú þegar hafa ein- hverjir kennarar, sem sögðu upp stöðum sínum í vor, ráðið sig að nýju en flestir giska á að 70-80 pró- sent skili sér aftur strax í haust og hinir hafi nú þegar ráðið sig annars staðar og komi ekki aftur. Það sé því ljóst að skólarnir komist ekki hjá því að ráða réttindalaust fólk til starfa í haust eða grípa til annarra aðgerða. Ein hug- myndin, sem hef- ur komið fram, er að fjölga nem- endum í bekkj- um. Reglugerð sem áður var í gildi um há- marksfjölda nem- enda í bekk hefrn- verið felld úr gildi og því geta fræðsluyfirvöld gripið til þess ráðs að fjölga í bekkjum. Engar aukagreiðslur hafa verið greiddar ofan á laun í Reykjavík enn sem komið er. Landsbyggðin stendur betur Af sömu ástæðum og í Reykjavík er erfitt að segja til um stöðu mála á landsbyggðinni en flestir þeirra sem DV ræddi við töldu að hún væri betri en áður. Þar kæmu fyrst og fremst til aukagreiðslur og ýmis fríðindi sem kenn- arar fá. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands- ins, sagði í DV í gær: „Staðan er betri víða úti á landi og það er vegna þess að þar er verið að greiða ofan á venjulegan taxta.“ Upphæðirnar eru mismiklar en á heimasíðu Kennarasambands- ins má sjá hvaða skólar greiða hæstu upphæðimar. Nýlega bauð Reykjanesbær 300.000 króna greiðslu til handa þeim sem bindur sig við kennslu í sveitarfélaginu í tvö ár. Þá er víða í boði flutnings- styrkur, lág húsaleiga o.fl. sem hef- ur orðið til þess að kennarar færa sig á landsbyggðina. Eftir að málefni grunnskólans fluttist yfir til sveitarfélaganna er upplýsingum um starfsmanna- mál skólanna ekki safnað saman á einn miðlægan stað. Það er því erfitt á sama hátt og í Reykjavík að sjá hversu margar lausar stöður era á landsbyggðinni. Kjaraágrein- ingur Kennarar sem sögðu upp stöðum sínum við skóla borgarinnar í vor telja sig eiga að fá greidd laun fyrir ágústmánuð enda hafi þeir þriggja mánaða uppsagnarfrest og sögðu flestir upp í maí. Þetta hefur orðið til þess að Kennarasambandið ætlar að kanna hvort raunhæft sé að reka mál vegna þess fyrir félagsdómi. Skv. upplýsingum frá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur hefur venjan verið sú að laun sem eru greidd í ágúst séu fyrir skólárið sem þá fer senn að hefjast. Kennarar hafi vinnu- skyldu sex daga, sem þeir eiga að inna af hendi, annaðhvort í júní eða ágúst, og litið sé á að þessir dagar séu undirbúningsdagar eða frágang- ur eftir liðið skólaár. Það sé því ekki til neins að vera undirbúa vinnu fyrir aðra i ágúst. Kennarar telja aftur á móti að óháð þessu sé þriggja mánaða uppsagnarfrestur og því eigi að greiða laun á upp- sagnartímanum þar sem kennarar hafa vinnuskyldu. Borgaryfirvöld hafa nú einn og hálfan mánuð til að ráða 200 kennara til starfa og bíður þeirra því ærið verkefni. Fréttaljós Hjálmar Blöndal Kennarar fá að kenna á því jjMMU ~*ZJ J -JJJ Kennarar hafa verið ötulir í kjarabaráttu sinni undanfarin ár. Þeir hafa beitt verkfallsvopninu oft- ar en einu sinni til þess að styrkja stöðu sína í slagn- um við viðsemjanda sinn, ríkið meðan það borgaði brúsann. Ríkið sá sér hins vegar leik á borði og losaði sig við kennarana yfir til sveitarfélaganna. Glottið er enn ekki horfið, hvorki af fyrrverandi né núver- andi fjármálaráöherra eft- ir þann gjörning. Borgar-, bæjar- og sveit- arstjórar eru ekki jafn brosmildir. Kennarar og greiðslur til þeirra eru einn helsti höfuðverkur margra sveitarfélaga og ekki bætir úr skák að kennarar sætta sig ekki við þann samning sem þeir skrifuðu sjálfir undir. Þeir hafa því beitt nýju en öflugu trikki í kjarabaráttunni, íjölda- uppsögnum. Kennararnir fundu þetta trikk að vísu ekki upp. Ýmsar heilbrigðisstéttir beittu því með góðum árangri og það vita kennararnir. Kennarar eiga alls kostar við smærri sveitarfé- lögin, hafa nánast hreðjatök á þeim. Skólastarf og menntun ungviðisins er forsenda búsetu barna- fólks í dreifðari byggðum landsins. Alkunna er að lengi hefur gengið erfiðlega að manna dreif- býlisskólana með menntuðum kennurum. Litlu sveitarfélögin þurfa þvi að borga staðaruppbót og ýmislegt annað umfram samninga til þess að ná til sín kennurum. Svo hefur hins vegar ekki verið í Reykjavík. Þar hafa kennararnir viljað vera og því engin þörf á uppbótinni. Nú er hins vegar komið að stóra slagnum. Hluti Reykjavíkurkennaranna sagði upp í þeirri von að ná því sama fram í Reykjavík og annars staðar. Þar hitti andskotinn hins vegar ömmu sína enda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir á fleti. Þeir fá því ekki uppbót- ina og borgarstjóri segir ráðið það eitt í kennara- skorti að ráða leiðbeinendur og fjölga í bekkjum. Uppsagnimar era að taka gildi og kennararnir sem sögðu upp era að vakna upp við þann vonda draum að þeir fá ekki kaup um næstu mánaða- mót. Vinnuveitandinn segir skýrt og skorinort að uppsögnin gildi. Hinn nýi forseti borgarstjórnar, Helgi Hjörvar, er svo sem ekkert að skafa utan af þvi þegar hann segir að kennararnir verði að vinna fyrir kaupinu sínu. Ekki sé hægt að líta á uppsagnirnar sem málamyndagjörning. Kauplausir kennarar era því í vanda. Þeir hafa um það að velja að draga uppsagnir sínar til baka og kenna eftir sem áður í Reykjavík eða fara að kenna úti á landi sem aldrei hefur freistað. Þriðji og síðasti möguleikinn er að láta af ævistarfinu og fara í eitthvað allt annað. Óvíst er að kennar- arnir hafi reiknað með þessari stöðu þegar þeir sögðu upp í vor. Almennt er talið að róttækir kennarar hafi fremur kosið Reykjavíkurlistann en Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjómarkosning- unum. Því hafa þeir væntanlega reiknað með við- mótsþýðari viðsemjendum. Reykjavík var hins vegar nokkuð stór biti og þvi era kennararnir að kynnast þessa dagana. Það má eiginlega segja að þeir hafi loksins feng- ið að kenna - á því. Dagfari scmdkorn r Ast í leyni Fyrir skemmstu greindi Sand- korn frá því að eldri kona í full- trúaráði Sjálfstæðisflokksins hefði af því töluverðar áhyggjur að borg- arfulltrúinn Guðlaugur Þór Þórð- arson hefði ekki fest ráð sitt og væri brokkgengur í kvennamálum. Taldi konan þetta miður og ekki til framdráttar fyrir Guðlaug og kven- mannsleysið gæti hugsanlega verið erfitt fyrir hans pólitíska feril í framtíðinni. Kon- an getur nú andað léttar því það hefur fengist staðfest að Guðlaugur hefur nýlega tekið saman við konu. Hún er þjóðþekkt og parið eyðir nú flestum sftmdum sarnan á ferðalög- um um landið... Arftaki hjá SUF Hinn brosmildi en ábyrgi Árni Gunnarsson komst ekki á þing í vor en eygir nú von á að hirða þingsæti Páls Péturssonar þegar og ef hann hættir þingmennsku samhliða ráðherra- dómi. Árni, sem jafnframt er for- maður Sambands ungra framsóknar- manna, hefur að sögn í hyggju að láta af embætti hjá SUF til að ein- beita sér að þing- mennskunni. Nokkrir hafa verið nefndir sem hugsanlegir arftakar Árna, þ. á m. Einar Skúlason, varaformaður samtakanna. Með þvi að láta Einar taka við strax i haust gæti Ámi tryggt honum ákveðið forskot á unga framsóknarmenn í Reykjavik sem eru einnig í startholunum fyr- ir næsta þing SUF minnugir ófar- anna á frægu þingi samtakanna á Laugarvatni i fyrra... Sólrún út Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er sögð ætla að yfirgefa borgina innan árs. Um þetta er rætt af kappi i kaffistofu Ráðhússins en þar telja menn sig sannfærða um að leiðtogahlut- verk Samfylkingar- innar sé orðið það freistandi tækifæri fyrir Ingibjörgu að hún geti ekki fómað því. Þess vegna muni Ingi- björg mjög lík- lega gefa kost á sér strax þegar nýr flokkur Samfylk- ingarinnar verði stofnaður á næsta ári eða eftir að Sólrún hafi baðað sig i ljósi aldamótafagnaðar. Þá er hún ekki talin taka þá áhættu að Jón Baldvin taki við forystuhlut- verkinu því þá verði erfitt síðar meir fyrir hana að taka við... Aurskriðufrétt Fólk er ekki alltaf sátt við frétta- mat fiölmiðla. í notendakönnun á Vísi.is fékk landsbyggðarmaður tækifæri til að segja álit sitt. Honum þótti landsbyggðarfréttir vera heldur neikvæðar og finnst vanta skemmtilegar fréttir þaðan. Hann nefndi síðan sem dæmi af samskipt- um landsbyggðar- innar við fiöl- miðla að þegar hinn fyndni bæj- arstjóri ísafiarð- arbæjar, Halldór Halldórsson, hringdi í Stöð 2 nýverið og benti á opnun Þróunarseturs þai’ í bæ hefðu þeir syðra ekki sýnt áhuga. Þá spurði Halldór hvasst: „Ef ég lofa að það falli aurskriða á húsið á meðan á opnum stendur. Kæmuð þið þá?“ Þá var svaraö um hæl: „Já, þá hefð- um við áhuga.“... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @íf. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.