Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
Viðskipti
Þetta helst: ... Viðskipti á Verðbréfaþingi alls 689 m.kr... Mest með húsbréf, 418 m.kr. Hús-
næðisbréf 155 m.kr. Hlutabréf 116 m.kr... .Úrvalsvísitala lækkaði um 0,45% .Mest viðskipti með bréf
Pharmaco, 27 m.kr. og 2,7% hækkun.. Landsbankinn lækkaði um 2,8% . Verð þorskkvóta 110 kr....
Erlend fjárfesting hef-
ur stóraukist á íslandi
Árin 1996 til 1998 var bein fjárfest-
ing erlendra aðila í atvinnurekstri hér
á landi að meðaltali um 8,7 milljarðar
króna á ári. I árslok 1998 nam bein fjár-
munaeign erlendra aðila i íslenskum
atvinnurekstri um 31,7 milljörðum og
hafði aukist um 7,9 milljarða frá árinu
á undan. Stærstur hluti erlendrar fjár-
munaeignar hér á landi kemur frá
Sviss og Bandaríkjum eða um 63%.
Ástæðan er fyrst og fremst fjárfesting í
stóriðju hér á landi. Á fyrstu fimm
mánuðum þessa árs hefur bein fjárfest-
ing erlendra aðila numið 4,5 milljörð-
um króna. Áætla má að bein erlend
íjárfesting á þessu ári verði svipuð og
síðustu ár. Þetta kemur fram í Hagtöl-
um mánaðarins sem Seðlabankinn gef-
ur út.
Mikil aukning
Á síðustu árum hefur bein erlend
fjárfesting aukist mikið í heiminum og
hafa íslendingar ekki farið varhluta af
þessari þróun. Árið 1998 var bein er-
lend fjárfesting í OECD-ríkjunum
34.100 milljarðar islenskra króna og
jókst um 70% frá árinu á undan.
Aukningin hér á landi hófst árið
1996. Erlend fjárfesting er gjaman
mæld sem hlutfail af landsframleiðslu.
í OECD- ríkjunum er þessi tala 1-2%
en árið 1997 og 1998 var talan 1,9% hér
á landi. Til samanburðar var þessi tala
vart mælanleg árið 1991 og því er hér
um mikil umskipti að ræða. Alls hafa
útlendingar fjárfest i 87 fyrirtækjum
hér á landi og fjölgaði þeim um 9 á síð-
asta ári.
Meginástæða þessarar þróunar er af-
nám einokunar og aukin einkavæðing, sínu heimalandi. Fyrirtæki geta nálg-
minni höft og aukið ftjálsræði, lækk- ast ódýra framleiðsluþætti auk þess að
andi flutnings- og
samskiptakostnaður,
fjölþjóðlegir samning-
ar um aukið frelsi í
viðskiptum og stöðug-
ur hagvöxtur í hinum
vestræna heimi.
Einnig hefur öryggi í
rafrænum viðskiptum
stóraukist og flýtt fyr-
ir þessari jákvæðu
þróun.
Eykur hagvöxt
Helsta ástæða þess
að fyrirtæki kjósa að
fjárfesta erlendis er að
þannig geta þau fram-
leitt vörur sínar með
minni tilkostnaði en í
geta framleitt nær þeim markaði sem
selja á vörumar á. Fjárfesting hér á
landi er aðallega komin til vegna
ódýrra framleiðsluþátta, einkum orku-
kostnaður. Einnig getur verið fólgin
áhættudreifing í því að ftárfesta utan
heimalandsins.
Þau lönd sem njóta erlendrar gár-
festingar hagnast á margan hátt. Fjár-
magnsstofn vex, tækni- og verkþekking
eykst, svo og skipulags- og stjómunar-
þekking auk þess sem tenging fæst við
alþjóðleg markaðs- og sölunet. Allt
stuðlar þetta að auknum hagvexti bæði
í landinu sem fjárfestir og í því sem
fjárfest er í.
Þrátt fyrir að augljós ávinningur sé
að erlendri fiárfestingu hér á landi eru
nokkrar hömlur á erlenda fjárfestingu
hér. Þær beinast einkum að þvi að
hamla fjárfestingu í sjávarútvegi og
orkugeira. Þrátt fyrir að leiða megi að
því líkur að aukið frelsi á þessu sviði
gæti aukið hagvöxt verður að teljast
líklegt að ekki verði breytingar á þess-
ari stefnu stjómvalda.
Áframhaldandi aukning
Ef fyrirætlanir stjómvalda um að
auka stóriðju ná fram að ganga er lik-
legt að erlend öárfesting muni halda
áfram að aukast. Hugmyndir um einka-
væðingu eru líklegar til að auka ftár-
festingu og þar með hagvöxt. í sögulegu
samhengi hefur erlend fiárfesting haft
mikil og jákvæð efnahagsleg áhrif hér
á landi. Það er engin ástæða til að ætla
annað en að þessi þróun geti haldið
áfram okkur öllum til hagsbóta.
-bmg
Frumkvöðlar eru uppspretta bættra lífskjara
„Hlutverk frumkvöðla í atvinnulífi
sérhvers lands verður seint ofmetið. í
frumkvöðlum býr drifkraftur breytinga
og það era þeir sem skapa ný og arð-
vænleg fyrirtæki. Meðal þeirra er upp-
spretta bættra lífskjara og fjölbreyttara
atvinnulifs. Það er því allra hagur að
starfsskilyrði þeirra séu sem best og
skapi hvata til að ná árangri," segir
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
1 nýju riti, sem geflð út af Samtökum
iðnaðarins, kemur fram áhugaverð lýs-
ing á því ástandi sem íslenskir frum-
kvöðlar búa við og hvemig hægt er að
bæta starfsskilyrði þeirra.
„Því miður bera umsvif frumkvöðla
hér á landi þess merki að þau séu lítil
i alþjóðlegum samanburði. Það era
mörg atriði sem við leggjum mesta
valda sem
þurfa skapa
heppilegan
grandvöll til
að atvinnulíf-
ið geti
blómstrað.
Stjórnvöld
mega ekki
undanskilja
neinn þeirra
þátta sem
stuðla að
bættum lífs-
skflyrðum ís-
Sveinn Hannesson, Haraldur Sumarliðason og Ingóifur Bender, lenskra fyr-
allir hjá Sl. DV-mynd E.ÓI. irtækja.
Aukin verð-
áherslu á að þurfi að breyta og lagfæra. mætasköpun fyrirtækja bætir lífskjör
Flest eru þetta hlutir á hendi stjóm- íslensku þjóðarinnar," segir Sveinn.
Viljum aukna vitund
„Markmið okkar með þessari útgáfu
er að auka vitund um mikflvægi fhim-
kvöðla og starfs þeirra fyrir lífskjör
þjóðarinnar. Enn fremur viljum við
benda á leiðir sem stjómvöld ættu að
fara til að bæta starfskflyrði frum-
kvöðla hér á landi og efla þar með starf
þeirra. Við erum að reyna sýna hvað
það er sem hindrar starf þeirra hér á
landi og reynum að svara þeirri spum-
ingu hvernig megi ryðja þeim hindrun-
um úr vegi. Ég legg hins vegar áherslu
á að allt efni er unnið upp úr opinber-
um gögnum og er því ekki beinlínis álit
okkar heldur lýsing á raunveruleikan-
um eins og hann birtist þeim sem era
að hasla sér völl í viðskiptalíflnu," seg-
ir Haraldur Sumarliðason, formaður
Samtaka iðnaðarins. -bmg
Óbreytt verð
Verð á hlutabréfum i Japan
breyttist ekki í gær. Veraleg hækk-
un hefur verið undanfarið á bréfum
í Japan og á mánudaginn hækkaði
Nikkei-hlutabréfavísitalan meira en
dæmi era um í tæp tvö ár. Vísital-
an stendur nú í 18.257,0 og hefur
hækkað um 30% frá áramótum.
Fríið búið hjá Sighvati
Sighvatur
Bjarnason,
fyrrverandi
fram-
kvæmda-
stjóri
Vinnslu-
stöðvarinn-
ar í Vest-
mannaeyj-
um, hefur
verið ráðinn
forstöðu-
maður.
hefldsöludeildar Gelmer-Icelands
Seafood S.A. Sighvatur sagði upp
starfi sínu hjá Vinnslustöðinni í
vetur og sagðist ætla í gott frí en því
er nú lokið. Gelmer er dótturfyrir-
tæki íslenskra sjávarafurða í
Frakklandi. Ráðning Sighvats er
liður í endurskipulagninu þar.
Þetta kom fram í Morgunpunktum
Kaupþings hf. í gær.
Dollar = evra
Ófarir evrunnar virðast aldrei
ætla að enda. Nú era markaðsaðilai-
farnir að spá því að krossgengi evru
og dollars verði 1,000 innan
skamms. í gær var gengið komið í
1,01 og talið er að fréttir af hagtöl-
um í Þýskalandi muni lækka evr-
una enn frekar.
Bandaríkjamenn rólegir
Nýrra hagtalna er að vænta í
Bandaríkjunum i vikunni. Á meðan
halda fiárfestar að sér höndum og
lítil velta hefur verið á hlutabréfa-
markaði vestra. Einnig era milli-
uppgjör fyrirtækja væntanleg innan
skamms og einkennist markaður-
inn af veðmálum um hagnaðartölur
einstakra fyrirtækja. Dow Jones fór
í 11.200,8 í gær sem er nýtt met.
Áfram 0% vextir í Japan
Vextir í Japan verða áfram i
kringum 0%, að sögn seðlabanka-
sfióra Japans og fjármálaráðherra.
Að þeirra mati er efnahagurinn enn
veikur þótt talsverðar breytingar
hafi átt sér stað undanfarið. Talið er
líklegt að ríkið muni auka útgjöld
sin verulega á næstunni til að örva
hagkerfið.
Mistök
í frétt í DV á fóstudaginn um
skuldaaukningu heimilanna
gleymdist að geta heimildar. Efni
fréttarinnar er unnið upp úr Hagtöl-
um mánaðarins sem Seðlabanki ís-
lands gefur út. Beðist er velvirðing-
ar á þessum mistökum. -bmg
SHARP
1 AL-1000
10 eintök á mínútu
Stafi
VII
rcen
IIMIMSLA
SHARP
AR-280/335
28/33 eintök a mínútu
Stafrœn
Vil
ilMIMSLA
Betri prentun meiri myndgœðl!
Hágæða umhveníisvænar (jósritunarvélar
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 533 2800