Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1999
11
Fréttir
Kona missti handlegg í vinnuslysi hjá Skelfiski ehf:
Annað slysið í
sömu hakkavél
- engar athugasemdir Vinnueftirlits, segir framkvæmdastjóri
Tvö slys hafa orðið í sömu
hakkavélinni hjá Skelfíski ehf. á
Flateyri. Verkamaður missti fyrir
nokkru fingur og í síðustu viku
missti pólsk verkakona handlegg
við öxl. Hún dvelst nú á sjúkrahúsi
í Reykjavík og er líðan hennar eft-
ir atvikum samkvæmt upplýsing-
Skelfiskur ehf. á Flateyri.
Áhöfnin á Aðalbjörginni var á fullu við að gera sig klára á snurvoðarveiðar
þegar Ijósmyndari DV heilsaði upp á þá í gær. DV-mynd S
um frá Jóhanni
Þór Halldórs-
syni, fram-
kvæmdastjóra
Skelfisks ehf. á
Flateyri. „Bati
hennar er eðli-
legur miðað við
áverka. Hún er
búin að fara í
gegnum alla
skyndi- og ör-
yggismeðferð og
er nú á legu-
deOd. Nú er beð-
Jóhann Þór Hall-
dórsson, fram-
kvæmdastjóri
Skelfisks
á Flateyri.
ið eftir því að sárið grói en ljóst er
að hún er búin að missa handlegg-
inn og er þetta gífurleg fötlun.
Hvort hún snýr aftur til starfa hjá
okkur get ég ekkert sagt um.“
Aðspurður um það hvort öryggi
væri ábótavant í ljósi þess að ný-
lega missti maður fingur í sömu
hakkavél sagði Jóhann Vinnueftir-
litið ekki hafa gert neinar athuga-
semdir.
„Það er rétt að maður missti eitt
sinn fingur við vinnu í þessari vél.
Við förum hins vegar eftir fyrir-
mælum frá Vmnueftirlitinu og hef-
ur vélin verið tekin út án athuga-
semda. Þetta eru hins vegar alltaf
hættuleg tæki og slys gera ekki
boð á undan sér,“ segir Jóhann
Þór. -hdm
OKKARLAUSN
ergóður kostur
Gámaþjónustan hf. býðurtil leigu snyrtileg og falleg 660 og
1100 lítra sorpílát úr galvanhúðuðu stáli.
ílátin eru einstaklega sterk og meðfærileg og búin margvíslegum
kostum sem gera þau að hagkvæmustu lausninni á sorpmálum
stærri og smærri fyrirtækja:
• Nýtast flestum tegundum atvinnurekstrar
• Sterk og þægileg í meðförum
• Eru á hjólum og hægt að staðsetja þar sem
sorpið fellurtil.
Einföld að þrífa jafnt utan sem innan
Létt og þægilegt plastlok tryggir auðvelda losun
á stórum sem smáum hlutum
Kerin eru læsanleg
1.20 m. •
1.25 m.
1.35
0.75 m.
1100 I.
Hafið samband við sölumenn okkar og fáið
nánari upplýsingar.
GÁMAMÓNUSTAN HF.
BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTÍÐ
SÚÐARVOGI 2, 104 REYKJAVÍK, SÍMI: 568 8555, FAX: 568 8534
Þjónustusími 550 5000
NÝR HEIMUR Á NETINU
YLGJANj
Á síðasta ári þessa árþúsunds kanna DV,
Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir það eru
að mati íslendinga sem skarað hafa fram
úr og hvaða atburðir hafa sett hvað
mestan svip á síðustu 1000 árin
í sögu íslands.
Nú stendur yfir val á PERSÓNULEIKA
árþúsundsins og lýkur því
fimmtudaginn 15. júlí.
Taktu þátt á www.visir.is.
Eftirtaldir einstaklingar
fengu flestar tilnefningar:
Jóhannes Sveinsson Kjarval
Einar Benediktsson
Jón Sigurðsson
Vigdís Finnbogadóttir
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
Halldór Kiljan Laxness
Niðurstöður verða kynntar
fimmtudaginn 1. júlí.
vísir.is
■
Persónuleiki árþúsundsins