Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 13 Fréttir Bæjarstjórn Bolungarvlkur: Vill ódýrari snjóflóðavarnir DV, Bolungarvík: Bæjarstjórn Bolungarvlkur samþykkti á fundi sínum á fimmtu- dag tillögu varð- andi snjóflóða- vamir fyrir ofan byggðina. Tillagan gerir ráð fyrir talsvert veiga- minni varnar- mannvirkjum en lagt hefur verið til að gera samkvæmt ýtrustu áætlunum. Að sögn Ólafs Kristjánssonar bæj- arstjóra vilja menn láta skoða lausn sem felur í sér að grafa rás fyrir ofan hluta byggðarinnar ásamt gerð leiði- garða. Ekki er gert ráð fyrir uppkaup- um húsa á hættusvæðinu. Ólafur Kristjáns- son bæjarstjóri. Samkvæmt fram- komnum ' hugmyndum sérfræðinga er áætlað að djúp rás sem grafm yrði ofan við byggðina til að verja hana alla myndi kosta um einn milljarð króna. Tillaga bæjar- stjórnar felur hins vegar í sér að skoðað verði að gera veigaminm mann- virki sem yrðu helmingi ódýrari, eða upp á 500 milljónir króna. Samþykkt var sam- hljóða á fundinum að Frá Bolungan/ík þar sem hugað er að snjóflóðavörnum. ganga þegar til samn- inga við skýrsluhöfunda um saman- burð varnarkosta samkvæmt hug- myndum bæjarstjórnar. Þá var þess óskað að stjórn Ofanflóðasjóðs veiti nú þegar heimild til undirbúnings mats á umhverfisáhrifum.'s.s. vegna jarðvegsrannsókna og annarra nauð- synlegra rannsókna, til að flýta fyrir væntanlegum framkvæmdum. -HKr. Einstök veðurblíða á Ströndum Algengt er það ekki að bændum á Ströndum gefist 10 dagar í röð til hey- skapar og ekki falli önnur úrkoma til jarðar en dögg næturinnar eins og gerðist síðustu daga júnímánaðar og fyrstu viku júlí. Síðasta miðvikudag lauk einum mesta þurr -og hlýviðr- iskafla sem komið hefur lengi um þetta leyti árs hér um slóðir. Nokkrir bændur í Saurbæjarhreppi hófu hey- skap um 20. júní en veðrátta var þá ekki eins hagstæð og síðar varð. „Það var engin rosaspretta en ekki var hægt að láta svona veðurblíðu fram hjá sér fara án þess að nýta Heyskapur á fullu á Efri-Múia og fjær á myndinni má greina prests- setrið. DV-mynd Guðfinnur hana til heyskapar," var svar eins kúabóndans sem inntur var eftir því hvemig sprettan hefði verið. Þeir hugsa sér margir í einhverjum mæli að nýta sér seinni slátt og hafa bætt áburði á tún sín í þeim tilgangi. Sauð- íjárbændur með tún ófriðuð fyrir vor- beit gátu þó í minni mæli nýtt sér veðurblíðuna til heyskapar og enginn norðan heiða svo vitað sé. Einhverjir þeirra óska að með hlýindum rigni næsta hálfa mánuðinn. -GF fKBMlJRar Sími: 587 9699 i s ! I i : : : : I Ölíuofnarnir komnir Pantanir óskast staðfestar Eigum/útvegum einnig kveiki / ýmsar gerdir olíuofna Panasonic rafhlöður Rafborg ehf. Rauðarastig 1 Sími 562 2130 4.-10. sæti: Eitt myndband Guffi og félagar - bílskúrsbandið. sæti: Tvö myndbönd: og félagar - bílskúrsbandið og Guffagrín. Hannes H. Þórólfsson nr. 15366 Haukur Axel nr. 280789 Ásdís Hilmarsdóttir nr. 10440 Þorleifur B. Ragnarsson Ragnheiður E. Kristinsdóttir Rúnar I. Guðjónsson ValdísValgeirsdóttir Alma Ö. Arnadóttir Ármey Valdimarsdóttir Anna I. Ingimarsdóttir Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd óska vinningshöfum til hamingju og þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Vinningarnir verða sendir í pósti næstu daga. nr. 10881 nr. 12787 nr. 11969 nr. 12412 nr. 15313 nr. 6160 nr. 11691 www.visir.is FVRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar, og Magnús B. Jónsson rektor undirrita samninginn. DV-mynd Daníel Áburðarverksmiðjan: Styrkir kennslustarf landbúnaðarháskólans DV, Vesturlandi: Skrifað var undir samstarfsamn- ing 4. júlí á milli Áburðarverksmiðj- unnar hf. í Gufunesi og Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri. Samning- urinn felur það í sér að Áburðar- verksmiðjan tekur þátt í kennslu- starfi, styrkir kennslustarf bæði í búnaðamámi og háskólanámi og styrkir einnig rannsóknarstarfsemi sem tengist plöntunæringu og áburð- arfræði. Það sem er nýmæli og merkilegast í þessum samningi er að verksmiðj- an ætlar að styrkja nemendur til framhaldsnáms í masters- og dokt- orsnámi frá skólanum þannig að þeir komi aftur til starfa að loknu námi í íslenskum landbúnaði. Ef nemandi hverfur til verka erlendis endur- greiðir hann þetta sem lán. „Þetta nýmæli tel ég mikilvægt þó að við munum reyna að efla menntun eins og mögulegt er þá er það nauðsyn- legt að við fáum fólk til að fara í fram- haldsnám. Stuðningurinr er mjög mik- ilsverður til þess að efla þann mögu- leika,“ sagði Magnús B. Jónsson, rekt- or á Hvanneyri. „Við teljum nauðsynlegt að efla menntun í áburðar- og jarðvegsfræð- um hér á landi og þá er mjög mikil- vægt að hafa samstarf við æðstu menntastofnun landsins á þessu sviði. Það er ekki hægt að meta svona samn- ing beint til fjár en við munum kosta töluverðu til þess að þetta skili ár- angri,“ sagði Bjarni Kristjánsson fram- kvæmdastjóri. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.