Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Qupperneq 26
34
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
Afmæli
Benedikt Gunnarsson
Benedikt Gabríel Valgarður
Gunnarsson, listmálari og dósent í
myndlist við KHÍ, Kastalagerði 13,
Kópavogi, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Benedikt fæddist að Suðureyri
við Súgandafjörð og ólst þar upp til
sjö ára aldurs, á Akranesi til tólf
ára aldurs og síðan í Reykjavík.
Hann lauk gagnfræðaprófl frá
Núpsskóla við Dýrafjörð 1945,
stundaði nám við Handíða- og
myndlistarskóla íslands 1945-48,
við Listaháskólann í Kaupmanna-
höfn (Det kongelige akademi for de
skonne kunster) og við teikniskóla
P. Rostrup Boyesens, listmálara á
Statens museum for kunst í Kaup-
mannahöfn 1948-50, var við nám
og listsköpun í París 1950-53, m.a.
við Académie de la Grande
Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og
stundaði myndfræðilegar rann-
sóknir við Louvre-listasafnið i Par-
ís og Prado-listasafnið í Madrid.
Formleg námslok hans enduðu
með stórri einkamálverkasýningu
í La galerie Saint-Placide í París
1953. Þá lauk hann myndlistar-
kennaraprófi frá Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1964.
Benedikt var kennari við Mynd-
listarskóla Vestmannaeyja 1958-59,
við Gagnfræðaskólann við Lindar-
götu í Reykjavík 1960-62, við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1959-68 og við KÍ 1965 og síðan
KHÍ. Hann var lektor við KHÍ frá
1977 og er dósent þar frá 1998.
Benedikt hefur haldið tuttugu og
fjórar einkasýningar hérlendis og
eina í París. Hann hefur
tekið þátt í tuttugu og
þremur samsýningum
víða um heim og fjölda
samsýninga á íslandi.
Málverk eftir Bene-
dikt eru m.a. í eigu
Listasafns íslands, Lista-
safns ASÍ, og margra
bæjarlistasafna og stofn-
ana hérlendis og erlend-
is, s.s. Stokkhólmsborg
og Ben Gurion Uni-
versity of The Negev í
ísrael auk þess sem fjöl-
mörg einkasöfn, hérlend-
is og erlendis, eiga verk
eftir Benedikt. Hann hefur gert
stórar veggmyndir og steinda
glugga í nokkrar opinberar bygg-
ingar hérlendis, s.s. í Grunnskól-
ann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í
Héraðsskólann að Skógum, Kefla-
víkurkirkju, Hábæjarkirkju í
Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju,
Suðureyrarkirkju og í Háteigs-
kirkju í Reykjavík, og í Byko í
Kópavogi.
Benedikt sat í stjórn FÍM og í
stjórn Norræna listbandalagsins
1958-60, og í sýningarnefnd FÍM
1965-72. Hann var prófdómari við
MHÍ 1975-77.
Benedikt hefur þegið Lista-
mannalaun frá 1955 og fékk list-
rannsóknar- og ferðastyrki
Menntamálaráðs vegna ferða til
Mexíkó 1965 og til Frakklands og
Þýskalands 1986. Hann vann sam-
keppni um myndverk í Sparisjóð
Keflavíkur 1975 og um altarismynd
úr mósaík í Háteigskirkju 1986 og
hefur dvalið við listsköpun og
rannsóknir í Kjarvals-
stofu í París og norræna
listamannabústaðnum i
Róm.
Fjölskylda
Benedikt kvæntist 16.8.
1959 Ásdísi Óskarsdótt-
ur, f. 8.6. 1933, hjúkrun-
arfræðingi. Hún er dótt-
ir Óskars Jónssonar, f.
1899, d. 1969, skrifstofu-
og alþm. og k.h., Katrin-
ar Ingibergsdóttur, f.
1908, húsmóður.
Benedikt og Ásdís eiga
tvö börn. Þau eru Val-
gerður Benediktsdóttir, f. 29.1.
1965, bókmenntafræðingur, gift
Grími Björnssyni, jarðeðlisfræð-
ingi hjá Orkustofnun, og eru börn
þeirra Gunnar, f. 12.11.1993, og Sól-
ey, f. 18.3. 1996; Gunnar Óskar
Benediktsson, f. 18.5. 1968, d. 27.9.
1984.
Systkini Benedikts eru Halldór,
f. 1.3. 1921, d. 23.1. 1997, húsvörður
i Reykjavík; Jóhanna, f. 11.8. 1922,
húsmóðir í Kópavogi; Elí, f. 26.11.
1923, d. 27.8. 1997, málarameistari
og listmálari í Reykjavík; Steinþór
Marinó, f. 18.7. 1925, málarameist-
ari og listmálari í Reykjavík; Vet-
urliði, f. 15.10. 1926, listmálari í
Reykjavík; Guðbjartur, f. 11.2. 1928,
kennari og myndhönnuður í
Reykjavík; Gunnar Kristinn, f.
14.6. 1933, bankastarfsmaður,
fyrrv. forseti Skáksambands ís-
lands, fyrrv. íslands- og Reykjavík-
urmeistari í skák og landsliðsmað-
ur i knattspymu.
Hálfsystkini Benedikts, sam-
mæðra: Anna Sólveig Veturliða-
dóttir, f. 1911, d. 1980, húsmóðir á
ísafirði og í Reykjavík; Helga Vet-
urliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón
Veturliðason, f. 1914, d. 1999, mat-
reiðslumeistari í Reykjavík; Helga
Jóhannesdóttir, f. 1915, d. 1941,
húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Benedikts voru Gunn-
ar Halldórsson verkamaður, f.
10.10.1898, d. 11.4.1964, og k.h., Sig-
rún Benediktsdóttir, f. 28.10. 1891,
d. 4.2. 1982.
Ætt
Hálfbróðir Gunnars, samfeðra,
var Páll, skólastjóri Stýrimanna-
skólans í Reykjavík, faðir Níelsar
Dungal læknaprófessors. Gunnar
var sonur Halldórs, útvegsb. að
Seljalandi í Skutulsflrði Halldórs-
sonar, b. að Meira-Hrauni í Skála-
vík Guðmundssonar, húsmanns að
Seljalandi Jónssonar.
Móðir Gunnars var Guðrún Jón-
asdóttir.
Sigrún var dóttir Benedikts
Gabríels, sjómanns í Bolungarvík
Jónssonar, Jónssonar, húsmanns
að Ósi Sumarliðasonar. Systir
Jóns yngra var Margrét,
langamma Valdimars mennta-
skólakennara Örnólfssonar. Móðir
Benedikts var Sigríður Friðriks-
dóttir, b. á Látrum, Halldórssonar,
Eiríkssonar, Pálssonar.
Móðir Sigrúnar var Valgerður
Þórarinsdóttir, b. á Látrum í Mjóa-
Firði Þórarinssonar, b. á Látrum
Sigurðssonar, b. á Látrum Narfa-
sonar.
Benedikt verður á Þingvöllum.
Benedikt G. V.
Gunnarsson.
Gerður
Gerður Sólveig Sigurðardóttir
kennari, Fagrahvammi 7, Hafnar-
firði, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Gerður fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða-
prófi frá Hagaskóla 1966, kennara-
prófl frá handavinnudeild KÍ 1971
og hefur sótt ýmis kennaranám-
skeið.
Gerður er kennari við Víðistaða-
skóla í Hafnarflrði frá 1980.
Gerður sat í Barnaverndarnefnd
Sólveig Siguiðardóttir
Hafnarfjarðar í átta ár og var vara-
formaður nefndarinnar í fjögur ár,
er varaformaður sóknamefndar
Hafnarfjarðarkirkju og varaforseti
Inner-Wheel í Hafnarfirði.
Fjölskylda
Gerður giftist 29.7. 1972 Eyjólfi
Þór Sæmundssyni, f. 28.9. 1950, for-
stjóra Vinnueftirlits ríkisins. Hann
er sonur Sæmundar Harðar Björns-
sonar, f. 31.10. 1926, fyrrv. flugum-
sjónarmanns, og Hrefnu Eyjólfsdótt-
ur, f. 16.11.1928, bankastarfsmanns.
Börn Gerðar og Eyjólfs
Þórs eru Helga Eyjólfs-
dóttir, f. 18.8.1973, lækna-
nemi, búsett í foreldra-
húsum; Baldur Þór Eyj-
ólfsson, f. 31.5. 1978,
verkamaður, í foreldra-
húsum.
Systir Gerðar er Hjör-
dís Sigurðardóttir, f. 24.1.
1942, tryggingarsali I
Reykjavík, gift Hans Þór
Jenssyni veggfóðrara-
meistara og eiga þau þrjá
Gerður Sólveig
Sigurðardóttir.
syni.
Foreldrar Gerðar: Sigurð-
ur Axel Skarphéðinsson,
f. 19.8. 1906, d. 7.4. 1996,
vélgæslumaður í Reykja-
vík, og Helga Jónsdóttir,
f. 1.11. 1920, húsmóðir.
Gerður ætlar að taka á
móti ættingjum, vinum
og kunningjum í safnað-
arheimili Hafnarfjarðar-
kirkju í dag milli kl. 17.00
og 20.00.
Skemmtilegar gjafir til
að lífga upp á garðinn:
kýr
bambi
birnir
mörgæs
engill
o.fl.
Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770
Þórunn Helga
Guðmundsdóttir
Þórunn Helga Guð-
mundardóttir, stjómarfor-
maður Heilbrigðisstofnun-
ar Patreksfjarðar, Móa-
túni 13, Tálknafirði, er fer-
tug í dag.
Starfsferill
Þórunn fæddist á ísa-
firði en ólst upp á
Melgraseyri við ísafjarö-
ardjúp. Hún var í Héraðs-
skólanum í Reykjanesi,
tók landspróf frá Héraðs-
skólanum í Reykholti 1975,
stundaði nám við MÍ og
jafnframt því nám í píanóleik við
Tónlistarskóla ísafjarðar, lauk námi
í tækniteiknun frá Iðnskólanum á
ísafirði, hóf nám við Samvinnuskól-
ann á Bifröst 1983 og lauk þaðan
prófum 1985.
Þórunn starfaði á bæjarskrifstofu
Bolungarvíkur til 1980, og á skrif-
stofu Orkubús Vestfjarða 1980-83.
Hún var framkvæmdastjóri Sam-
bands ungra framsóknarmanna,
fjármálastjóri hjá Nesport og fram-
kvæmdastjóri fulltrúa-
ráðs framsóknarfélag-
anna í Reykjavík til
1993. Þá flutti hún til
Tálknafjarðar. Hún tók
við stjórnarformennsku
Heilbrigðisstofnunar
Patreksijarðar 1997.
Þórunn var í fjórða sæti
á framboðslista Fram-
sóknarflokksins á Vest-
fjöröum fyrir alþingis-
kosningamar 1987, sat í
stjórn SUF og var vara-
formaður samtakanna,
sat í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins, sat í vinabæjar-
nefnd Kópavogsbæjar og sat þar í
hreppsnefnd Tálknafjarðar um
skeið. Hún sigraði í Ljóma Int.
Rally 1987.
Fjölskylda
Þórunn giftist 11.5. 1995 Kolbeini
Péturssyni, f. 6.6. 1963, fram-
kvæmdastjóra. Hann er sonur Pét-
urs Þorsteinssonar, framkvæmda-
stjóra á Tálknafirði, og Þórömu
Ólafsdóttur skrifstofumanns.
Börn Þórunnar og Kolbeins em
Fannar Karvel, f. 22.12. 1980, nemi
en unnusta hans er Guðrún Ólöf
Þórsdóttir nemi; Natan, f. 24.6.1993;
Salka, f. 5.5. 1995; Arnfinnur, f. 13.7.
1996.
Systkini Þórannar eru Snævar
Guðmundsson, f. 3.7. 1956, húsa-
smiður og bóndi á Melgraseyri;
Magnea f. 2.4. 1963, landfræðingur.
Foreldrar Þórunnar era Guð-
mundur Magnússon, f. 27.10. 1927,
fyrrv. bóndi á Melgraseyri, og Krist-
in Þórðardóttir, f. 12.10. 1928, hús-
freyja.
Ætt
Guðmundur er sonur Magnúsar
Jenssonar, Benjamínssonar, og
Jensínu Arnflnnsdóttir, Guðnason-
ar, frá Brekku í Langadal ísafjarð-
ardjúpi.
Kristín er dóttir Þórðar Halldórs-
sonar á Laugalandi við Djúp Jóns-
sonar, Rauðamýri, og Helgu Maríu
Jónsdóttur, Egilssonar, á Snæfjalla-
strönd.
Til hamingju
með afmælið
14. júlí
95 ára
Arnheiður Böðvarsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
85 ára
Einar Jónsson,
Hrafnistu, Reykjavík.
80 ára
Einar Guðjónsson,
dvalarheimilinu Nausti,
Þórshöfn.
Guðmunda Halldórsdóttir,
Vitastíg 2, Hafnarflrði.
Halldór Bjamason,
Hornbrekku, Ólafsflrði.
Tryggvi Friðlaugsson,
Þingási 25, Reykjavík.
75 ára
Jón Gunnar Sigurðsson,
• Bauganesi 8, Reykjavík.
Súsanna Kristjánsdóttir,
Stigahlíð 37, Reykjavík.
70 ára
Ólafur
Þorsteinsson,
fyrrv. fram-
kvæmdastjóri
Valar,
Geitlandi 9,
Reykjavík.
Eiginkona hans er Esther
Bjartmarsdóttir.
Hann er að heiman.
Karl Þorbergsson,
Bjarmalandi 14, Sandgerði.
Margrét Jörundsdóttir,
Hólastekk 5, Reykjavík.
60 ára
Birgir Guðnason,
Hringbraut 46, Keflavík.
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Úthlíð 35, Hafnarflrði.
Karl Kristjánsson,
Miðtúni 40, Reykjavík.
Kristín Arnalds,
Vesturbergi 69, Reykjavík.
Rúnar Guðmannsson,
Grænuhlíð 17, Reykjavík.
50 ára
Erlendur Guðmundsson,
Arnarhóli, Vestur-Landeyjum.
Hrönn Óskarsdóttir,
Miðgarði 6, Keflavík.
Kristín Pálsdóttir,
Hlíðarhjalla 33, Kópavogi.
Margrét Bjarnadóttir,
Stekkholti 21, Selfossi.
Rúnar Sigurðsson,
Hraunbæ 170, Reykjavik.
Sigurður P. Rögnvaldsson,
Austurgötu 16, Hofsósi.
40 ára
Bryndís Alda Jónsdóttir,
Presthólum,
Öxarfjarðarhreppi.
Bryndís R. Tómasdóttir,
Leifsgötu 14, Reykjavík.
Elisabet Gísladóttir,
Vallarhúsum 8, Reykjavík.
Guðbjörg Edda Karlsdóttir,
Torfufelli 35, Reykjavík.
Guðmundur Ólafsson,
Jörfabakka 2, Reykjavík.
Gunnar Björn Gunnarsson,
Hrísmóum 13, Garðabæ.
Gunnar Guðlaugsson,
Álakvísl 25, Reykjavik.
Haraldur Sigurðsson,
Dúfnahólum 2, Reykjavík.
Hildur Salvör Backman,
Blikahöfða 10, Mosfellsbæ.
Kristinn Jónsson,
Engjaseli 80, Reykjavík.
Kristín Gunnarsdóttir,
Hjaltabakka 10, Reykjavík.
Páll Ingólfsson,
Fornuvör 9, Grindavík.
Ragnar Grönvold,
Kársnesbraut 83, Kópavogi.