Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Side 32
k Tvölaldur
■L ■
/1. vinningur
aðyinria'
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ1999
Landsmót skáta ‘99:
Klifrið vin-
sælia en kyn-
lífsfræðslan
DV, Úlfljótsvatni:
Undirbúningur Landsmóts skáta
að Úlfljótsvatni sem sett var í gær
hefur staðið í langan tíma. Á mót-
inu sjálfu vinna um 250 manns.
Laga þurfti allt svæðið á Úlfljóts-
vatni, búa til stíga og þökuleggja, og
færa til hinar og þessar hæðir. Þá
þurfti að semja dagskrána en það
var gert í samvinnu við skáta úti
um allt land. Haldin var eins konar
kosning rétt eftir áramót þar sem
krakkarnir völdu það sem þá lang-
aði helst til að gera á mótinu. Stöðv-
ar eins og „Verðandi skattgreið-
andi“ og „Kynlífsfræðsla“ nutu ekki
wnikilla vinsælda heldur var það
klifur, sig, þrautabraut, kanó og
fleiri útivistarstöðvar sem krakk-
amir völdu. Nánar á bls. 2. -hvs
Mikið er um að vera á Ulfljótsvatni þessa dagana þar sem Landsmót skáta er haldið. Þúsundir skáta frá fjölmörgum löndum eru samankomnir en alls er gert
ráð fyrir að 5000 manns komi við á svæðinu mótsdagana. Hér eru glaðbeittar skátastúlkur frá Skotlandi. DV-mynd Teitur.
Ragnheiður Ólafsdóttir:
Undirróður
„Þetta hafði ég óttast í langan tíma.
Það hefur verið unnið með undirróð-
ursstarfsemi og þessi sala var löngu
ákveðin af Olíufélaginu og Lands-
bankanum," segir
Ragnheiður Ólafs-
dóttir,
„Nú vantar
bara að ríkis-
stjórnin stofni
uppkaupasjóð sem
Davíð lagði til fyr-
ir mörgum árum,“
segir Ragnheiður
Ólafsdóttir, íbúi á
Þingeyrí, um sölu
Sléttanessins sem samþykkt var í
gærkvöld.
Ragnheiður, sem auk þess að vera
formaður íbúasamtakanna Átaks er
eiginkona skipstjórans á Sléttanesinu,
segir stjómvöld öll bera ábyrgð á því
ástandi sem nú blasir við Þingeyring-
um.. „Bæjarstjórnin, ríkisstjórnin,
4gngmenn Vestflrðinga, biskup ís-
lands og forseti íslands bera sameigin-
lega ábyrgð á þeim hamfórum sem
dynja á Þingeyringum. Nú er endan-
lega búið að rústa allt. Það hefur allt
komið fram sem ég hef varað við síð-
an i vetur,“ segir Ragnheiður. -rt
Kolmunninn
finnst varla
Mjög lítil kolmunnaveiði hefur ver-
iö undanfarna daga, eftir fremur líf-
lega byrjun fyrir rúmlega 10 dögum.
Þá urðu menn varir við mjög góðar
„lóðningar“ en síðan virðist fiskurinn
hafa dreift sér og lítið veiðst. „Það hef-
r ekkert verið að sjá síðustu dag-
na,“ sagði Birkir Hreinsson, stýri-
maður á Þorsteini EA. -gk
Ragnheiður Ólafs-
dóttir.
Stjórn Básafells fundaði 1 Reykjavík í gærkvöld um eignasölu:
Sala Sléttaness-
ins var samþykkt
Halldór Halldórsson ásamt öðrum stjórnarmanni koma á
stjórnarfund Básafells í gærkvöld þar sem sala Sléttaness-
ins var samþykkt. DV-mynd S
Stjórnarfundur Bása-
fells fór fram í gærkvöldi
og var tekin ákvörðun þar
um að selja frystitogarann
Sléttanes til Ingimundar
hf. og Látra hf. Fundurinn
var haldinn í húsi Olíufé-
lagsins á Suðurlandsbraut
klukkan níu i gærkvöldi
og stóð í tvo tíma. Allir
voru mættir nema stjóm-
arformaðurinn Ragnar
Bogason sem er í Bret-
landi og var því á fundin-
um í gegnum sima. Stóð
fundurinn yfir í tvo tíma
og var rætt um málefhi
fyrirtækisins fram og til
baka. Ekki urðu nein átök
á fundinum en tveir sátu
engu að síður hjá, þeir
Halldór Halldórsson ^ og
Hinrik Matthíasson. Var
málið rætt mikið og velt
upp hinum ýmsum hliðum
í því. Farið var yfir hvern-
ig reksturinn breytist með
þessari sölu en meiri áhersla verður
lögð á landvinnslu. Skuldir munu
lækka um einn og hálfan milljarð
með sölunni en fyrir hana skuldaði
Básafell um fimm milljarða. Var
bankinn farinn að krefjast breyt-
inga á rekstri fyrirtækisins og var
krafa hans að skuldir yrðu lækkað-
ar. Hefur Básafell orðið við þeirri
kröfu. Nú eiga fyrirtækin sem
keyptu skipið eftir að
staðfesta söluna en það
verður gert fyrir 22. júlí
og skipið sjálft verður af-
hent þann 15. október.
„Það er alltaf erfitt að
taka á svona málum en
það er samt erfiðara að
gera ekki neitt,“ segir
Hallór Halldórsson, bæj-
arstjóri ísafjarðarbæjar. „
Fyrirtækið hefur verið
rekið með tapi mörg und-
anfarin ár og ljóst að eitt-
hvað yrði að gera. Ég
held að íbúar ísafjarðar-
bæjar átti sig á því. Ég
legg mikla áherslu á að
sjómennimir fái vinnu á
öðrum skipum í eigu fyr-
irtækisins. Ég greiddi
ekki atkvæði með þessu
heldur sat hjá og kannski
erfitt að útskýra það.
Þetta er sérstaklega
slæmt fyrir íbúa Þingeyr-
ar en ég held samt að með
þessum breytingum batni rekstrar-
staða fyrirtækisins. Skuldir hafa
lækkað og ég á von á að tapi verði
snúið í hagnað.
-EIS
Kennarar funda:
Enginn upp-
gjafartónn
Kennarar komu saman í gærkvöld
til að ræða um launamál og uppsagn-
ir. Að sögn Eiríks Brynjólfssonar,
kjarahópi kenn-
ara, voru um 60
kennarar, sem all-
ir höfðu sagt upp,
komnir saman í
kennarahúsinu til
að ræða stöðu
mála. „Það var
gríðarleg stemn-
ing og ekki upp-
gjafartónn i ein-
um einasta
manni. Þarna
kannaðist enginn
við að menn ætl-
uðu að draga til
baka uppsagnir
sínar eins og
Helgi Hjörvar gaf
til kynna í DV í
gær,“ sagði Eirík- Helgi Hjörvar.
ur. Vegna um-
mæla Helga í DV í gær sagði Eiríkur:
„Að kennarar ættu að vinna fyrir
kaupi sínu, eins og Helgi sagði, var
einmitt það sem við ætluðum að gera.
Við höfum vinnuskyldu í fjóra daga í
ágúst og ætluðum að vinna þá þó ekki
væri nema til þess að setja nýja kenn-
ara inn í starf okkar ef einhverjir fást.
Ég sé ekki hver á annar að gera það.
Þeir geta hins vegar afþakkað það
vinnuframlag en þeir firra sig ekki
launagreiðslum," sagði Eiríkur. Lög-
maður Kennarasambandsins skoðar
nú hvort grundvöllur sé að reka mál-
ið fyrir almennum dómstólum í stað
félagsdóms. -hb
Veðriö á morgun:
Víða
rigning
Á morgun er gert ráð fyrir rign-
ingu eða súld víða á landinu en að
mestu verður þurrt sunnan til.
Hiti verður á bilinu 6 til 15 stig,
mildast syðst á landinu. Vindátt
verður norðlæg, 8-13 m/s en held-
ur hægari vindur austanlands.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Tölur við vindfjaðrir sýna metra á sekúndu.
Pantið í tíma
da^ar í Þjóðhátíð
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
570 3030