Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 Fréttir Starf forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar: Enn bið eftir forstjóra Forstjóri Leifsstöðvar -umsækjendur Ómar Kristjánsson Fæddur 1948. Gagnfræöingur frá Réttarholtsskóla 1964. Atvinnuflugmannspróf 1968. Tollvaröarpróf 1969. Starf hjá SÍS til 1976. Stofnaði Þýsk-íslenska 1976. Dæmdur í 15 mánaða fangelsi og til greiðslu 30 milljóna í ríkissjóö 1990. Sigurður Jónsson Fæddur 1938. Viöskiptafræðingur frá HÍ1965. Starfaði í hagdeild Loftleiða 1965-69. Starfaöi hjá Sameinuöu þjóðunum 1969-74. Forstjóri Heildar hf. 1974-76. Forstjóri SKÝRR 1976-77. Forstjóri UNIDO I Vín 1977-81. Forstjóri Innkaupadeildar SÞ í New Vork 1981- Ýmis störf, m.a. fyrir Evrópubankann 1981-.__________ Sigurður Karlsson Fæddur 1951 Viðskiptafræðingur frá HÍ1977. Framhaldsnám við Handelshöjskolen 1984-86. Starfaöi viö Apótek Austurbæjar með og eftir nám. Stofnaði Innréttingahúsiö 1978. Framkvæmdastjóri þess til 1991. Sjálfstætt starfandi, m.a. viö rekstur fasteigna og kennslu 1991-. Enn hefur ekki verið ráðið í starf forstjóra Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar. Staða forstjóra var aug- lýst 30. mars I vor og skv. auglýs- ingunni hefði utanríkisráðherra átt að skipa í stöðuna frá og með 15. mal sl. eða fyrir tveimur mán- uðum. Ráðið er I stöðuna til fimm ára en í auglýsingunni er m.a. gert ráð fyrir háskólamenntun eða stað- góðri menntun á sviði viðskipta. Ekkert bólar hins vegar á ráðn- ingu forstjóra en þrír sóttu um stöðuna. Þeir eru: Ómar Kristjáns- son, settur forstjóri, og viðskipta- fræðingarnir Siguröur Jónsson og Sigurður Karlsson. Tveir með háskólapróf Ómar Kristjánsson er eini um- sækjandinn sem hefur ekki há- skólamenntun en hann er oft kenndur við fyrirtæki sitt, Þýsk-ís- lenska. Hann var dæmdur i 15 mánaða fangelsi og að auki til greiðslu tugmilljóna til ríkissjóðs fyrir skattsvik og skjalafals árið 1990. Ómar starfaði áður hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, m.a. í Hamborg til ársins 1976. Sig- urður Jónsson útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla ís- lands og hefur starfað sem forstjóri Heildar hf. en undanfarin ár gegnt starfi forstjóra innkaupadeildar Sameinuðu þjóðanna. Sigurður Karlsson útskrifaðist einnig sem viðskiptafræðingur frá HÍ og stofn- aði Inn- réttinga- húsið árið 1978 og var fram- kvæmda- stjóri þess til 1991. Þrátt fyr- ir ítrek- aðar til- raunir DV náðist ekki sam- band við Benedikt Ásgeirs- son, skrif- stofu- stjóra í utanríkis- ráðuneyt- inu, vegna þessa máls. Hjá ráðuneytinu var sagt að hann myndi hringja til baka en ekkert símtal frá honum barst DV. -hb Mýrdalsjökull: Nýjar sprungur að myndast DV.Vik: „Við flugum yfir jökulinn til að kanna sprungur í austan- verðum jöklinum, Reynir Ragnarsson í Vík benti á að það væru nýjar sprungur að myndast í sigkötlum á Kötlu- svæðinu. Við könnuðum þetta og það eru þama þrír sigkatlar austan til sem em greinilega að síga. Þetta em jarðhitakatlar sem em búnir að vera þama lengi. Stafa þeir af jarð- hitasvæðinu undir jöklinum og em á þekktu svæði, þeir em að síga núna og það er væntanlega það sem veldur vatnavöxtunum í Múlakvísl," sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við DV. Páll Einarsson. DV-mynd Njörður Ýmsir hafa haft orð á því að lykt væri orðin af Markarfljóti og í það væri komið hlaupvatn, Páll sagði að það hefði verið lykt af Markarfljóti um nokkurn tíma. „Ég fór þama yflr 9. júlí, þá var lykt af Markarfljóti. Við erum að leggja drög að því að teknar verði radarmyndir úr gervitunglum þegar færi gefst og safn- að gögnum til að bera saman við upp- lýsingar úr fyrri ferðum yfir svæðið. Með þessum mælingum er hægt að greina mjög litlar hreyfingar á yfir- borðinu og hægt að ganga úr skugga um hvaða sigkatlar era á hreyfmgu," sagði Páll. -NH Tveir jeppar lentu í árekstri við Geitháls. Var áreksturinn nokkuð harkalegur eins og sjá má og var ökumaður annars jeppans fluttur á slysadeild með höfuð og bakmeiðsl en ekki alvarleg. Bílarnir eru mikið skemmdir og voru dregnir í burtu með kranabíl. DV-mynd S Smiðshögg á nýtingu Laugardalsins rekið: Knattspyrnuhúsið í Grafarvog Borgarráð Reykjavíkur hafði í gær til meðferðar fjögur mál sem snúa að skipulagi Laugardalsins og uppbyggingu íþróttasvæðis í daln- um. Skipulag Laugardals og fyrir- hugaðar framkvæmdir voru kynnt- ar á fundi borgarstjóra í gær. Til- laga um byggingu fjölnota íþrótta- og sýningarhúss við Laugardalshöll- ina var lögð fram eftir að nefnd sem skipuð var af borgarstjóra hafði gert tillögur þar um. Gert er ráð fyrir að slíkt hús verði fjármagnað og rekið af Reykjavíkurborg, Samtökum iðn- aðarins og íþróttabandalagi Reykja- vikur. Þá var gerð tillaga um 50 fer- metra innisundlaug við Laugardals- laug auk heilsuræktarstöðvar. Lögð var einnig fram tillaga um að knatt- Borgarstjóri kynnir skipuiagið í Ráðhúsinu í gær. DV-mynd Hilmar Þór spyrnuhúsi verði fundinn annar staður en í Laugardalnum. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sagði að gert væri ráð fyrir að slíkt hús yrði byggt í Grafarvogi. „Það sem er áhugavert við byggingu slíks húss er að það er ekki ein- göngu bundið við Reykjavík heldur við hin sveitarfélögin líka. Þannig getur hvaða lið sem er nýtt sér slíkt hús,“ sagði Ingibjörg. Gert er ráð fyrir að allar framkvæmdirnar kosti tæpa 2 milljarða króna sem skiptist hlutfallslega milli þeirra að- ila sem að þeim koma. Ingibjörg sagði að með þessum tillögum væri nýting Laugardalsins fullmótuð og hann frágenginn skipulagslega séð. -hb Líkur á að tík sem tekin var af eigendum í Þingholtunum verði aflífuð: Scháfer-hundur beit tvo lögreglumenn Schafer-tík var tekin af eigend- um sínum við Grettisgötu í gær eftir að tíkin hafði fyrir skömmu bitið lögreglumann býsna illa. Samkvæmt upplýsingum DV var lögreglumaðurinn mjög marinn á eftir og er talið að mun verr hefði farið ef föt hans hefðu ekki hlíft honum eins og raun bar vitni. Samkvæmt heimildum DV beit umræddur hundur annan lögreglu- mann nokkru áður. Það mál var hins vegar ekki kært eins og gert var í síðara skiptið. Þá var verið að leita að þýfi í húsnæði á Grettisgöt- unni, þó ekki þar sem eigendur tík- urinnar búa. Þeir hafa engu að sið- ur margoft komið við sögu lögreglu. Lögreglan sendi síðara bitmálið til Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að talið var að eigendur hunds- ins skorti leyfi. Jón Magnússon, hundaeftirlits- maður Reykjavíkurborgar, sagði við DV að dýralæknar muni á næstu dögum taka um það ákvörð- un hvort tíkin verði aflífuð. Hann vildi ekkert um það segja hvernig málið færi en benti á að reglugerðir séu skýrar verði hundar uppvísir að því að bíta fólk. -Ótt Stuttar fréttir i>v Senda aðstoð Ingibjörg Pábnadóttir heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að ís- lenska ríkið ábyrgist að greiða sjúkra- húskostnað 73 ára gamals manns sem liggur á sjúkrahúsi í Taílandi. Trygginga- stofnun ríkisins hafði neitað að greiða fyrir læknishjálp og hefur sjúklingurinn höfðað mál á hendur Karli Steinari Guðnasyni, forsfjóra Tryggingastofnunarinnar. Morgun- blaðið greindi frá. Norðurljós í nánd Viðskiptablaðið greindi frá því að allt stefndi í að íslenska útvarps- félagið, Sýn og Skífan yrðu samein- uð í eitt nýtt fyrirtæki, Norðurljós, á allra næstu dögum. Auk þess mundi um 35 prósenta eignarhlut- ur í Tali fylgja. Úrsögn úr vöktunarnefnd Ólafur Magnús Magnússon hef- ur ákveðið að segja sig frá störfum í vöktunamefnd í Hvalfirði. Ólafur er í Samtökunum óspillt land í Hvalfirði og er óánægður með að skýrsla um niðurstöður forrann- sókna hefur ekki enn litið dagsins ljós. Deiliskipulag úr gildi Deiliskipulag fyrir Hveravelli sem samþykkt var af sveitarstjórn Svínavatnshrepps hefur verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Það var Ferðafélag íslands sem kærði deiliskipulagið til Úrskurðar- nefndarinnar. Formaður útvarpsráös Menntamála- ráðherra hefur skipað Gunnlaug Sævar Gunn- laugsson fram- kvæmdastjóra formann út- varpsráðs og Gissur Péturs- son framkvæmdastjóra varafor- mann þess. Skipunin nær til kjör- tímabilsins en sömu aðilar gegndu störfunum á síðasta kjörtímabili. Aldraðir aftur úr Aldraðir hafa dregist verulega aftur úr í tekjum og ekki náð að halda í við tekjuþróunina í land- inu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagi aldraðra sem Fé- lagsvísindastofnun gerði. Aldraðir hafa um 54 prósent af meðaltekjum allra. Sjálfir gefa þeir sér háa ein- kunn um hversu ánægðir þeir séu með lífið. Meðaleinkunnin er 8,3 sem er hærra en á Norðurlöndum almennt. Ráðgjöf og eftirlit Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um eftirlit og eftirlitsreglur hins opinbera. Næstu mánuðina verður unnið að því að móta verksvið og verklag nefndarinnai-. Formaður hennar er Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra. Einkavæðingarnefnd Nefnd um einkavæðingu sem starfaði á síðasta kjör- tímabili mun starfa áfram á þessu. í henni sitja Hreinn Loftsson hrl., sem er formaður, Jón Sveinsson hrl., Steingrímur Ari Arason hag- fræðingur og Sævar Þór Sigur- geirsson, löggiltur endurskoðandi. Hagnaður hjá Flögu Hagnaður Flögu varð um 12 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum þessa árs en sölutekjur fyrir- tækisins þrefólduðust á tímabilinu. Um veruleg umskipti er að ræða því félagið skilaði 11 milljóna króna tapi á síðasta ári. Viðskipta- blaðið greindi frá. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.