Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 Fréttir r>v Ekið á stúlku á gangbraut: Send heim í losti - segir móðir stúlkunnar. Fóru í öllu eftir venjum, segir lögregluvarðstjóri Ólöf Anna Halldórsdóttir, t.v., sem keyrt var á í Lækjargötu, ásamt Salóme Á. Halldórsdóttur, vinkonu sinni, sem var með henni þegar slysið átti sér stað. DV-mynd Teitur Ekið var á stúlku á unglingsaldri á gangbraut í Lækjargötu við Mið- bæjarskólann nýlega. Að sögn móð- ur stúlkunnar voru málsatvik þau að stúlkan var ásamt vinkonu sinni að hjóla yfir gangbraut og var vin- konan komin yfir. Stúlkan, Ólöf Anna Hrafnsdóttir, fylgdi á eftir þegar ökumaður um tvítugt hægði á sér en gaf svo í og hugðist sveigja fram hjá stúlkunni á gangbrautinni sem er aðskilin frá umferð úr gagn- stæðri átt. Ekki heppnaðist framúr- aksturinn betur en svo að ökumað- urinn ók utan í reiðhjól stúlkunnar þannig að hún varð fyrir nokkrum meiðslum. „Ökumaðurinn ók á hjól dóttur minnar með þeim afleiðing- um að það blæddi inn á hné hennar, hún tognaði í mjöðm og er öll skrámuð og bólgin í andliti og hægri öxl, auk þess að hún var í losti eftir atvikið. Sem betur fer lenti höggið á fótstigi reiðhjólsins og eins féll dóttir mín með höfuðið á handlegginn en ef það hefði ekki gerst vil ég ekki segja hvað hefði orðið,“ segir Sigurlaug Ragnarsdótt- ir, móðir stúlkunnar. Ekki ánægð með vinnu- brögð Lögregla var kölluð til og er Sig- urlaug ekki ánaégð með vinnubrögð hennar. „Það komu tveir lögreglu- bílar og mátti ekki miklu muna að maðurinn styngi af því hann var sestur inn í bíl þegar lögreglan kom. Maðurinn var tekinn í yfirheyrslu í öðrum bílnum sem var kallaður burt og tók hinn þá við. Tók þetta nokkra stund og voru vitni á svæð- inu sem sáu sér ekki fært að bíða allan þennan tíma. Eftir yfirheyrsl- una var manninum sleppt en úti í Svíþjóð, þar sem ég bjó um hríð, hefði hann verið látinn blása í blöðru og jafnvel verið sviptur öku- réttindum á staðnum. Lögreglan spurði svo dóttur mina, sem var slösuð og í losti, hvort hún vildi fá far heim. Þeir segjast hafa hringt heim til mín og einhver fullorðinn hafi svarað en tíu ára sonur minn var einn heima og segir að enginn hafi hringt. Hann hefði að sjálf- sögðu gefið upp farsímanúmer mitt ef einhver hefði hringt. Erlendis hefði dóttir mín verið keyrð beint upp á spítala en ekki send gangandi heim. Ég vil endilega biðja vitni að gefa sig fram og styðja frásögn okk- ar. Meðal annars var þama rauð- hærð kona í brúnum jakka sem sagðist hafa séð hvemig ökumaður- inn gaf í og vildi gjarnan bera vitni. Hún þurfti bara að flýta sér og gat ekki beðið allan þennan tíma eftir lögreglu. Eins var þarna læknir sem hlúði að stúlkunni. Vil ég endilega biðja þessi vitni og önnur að gefa sig fram,“ segir Sigurlaug. Reyndir menn gerðu rétt Samkvæmt upplýsingum frá Hauki Ásmundssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, komu tveir reyndir slysarannsóknarlög- reglumenn á vettvang og fóra þeir í öllu eftir venjum í svona málum. Var það bókað í lögregluskýrslu að stúlkan vildi ekki, þrátt fyrir til- mæli lögreglumannanna, vera flutt á slysadeild og er það ekki venja að flytja fólk nauðugt á sjúkrahús. Eins segir Haukur að vitni, sem lög- regla ræddi við, hafi staðið í stappi við að halda stelpunum á slysstað meðan beðið var eftir lögreglu því þær sáu enga ástæðu til að bíða. Hvað varðar það að hafa ekki látið foreldra vita sagði Haukur að þeir hefðu farið beint á annan slysstað en hefðu ítrekað við stúlkumar að hringja í foreldra. Þegar þeir svo höfðu lokið störfum á hinum slys- staðnum hringdu þeir heim til stúlkunnar en þá sagði faðir hennar að móðirin hefði þegar farið með stúlkuna upp á sjúkrahús. -hdm Erótíkinni úthýst . - ■ ~-< Það gengur á ýmsu í Grjótaþorpinu þessa dagana. Einkum stafar það af því að Grjótaþorpið er í ná- lægð við miðbæinn í Reykjavík, ef ekki 1 miðbænum sjálfum. Þetta hefur komið ýmsum íbúum hverf- isins á óvart. Þeir hafa greinilega ekki vitað hvar Grjótaþorp- ið er eða þá hvar mið- bærinn er, eða þá hvorugt. í það minnsta rekur fólkið í rogastans, sem býr í Grjótaþorpinu, þegar 1 ljós kemur að í Grjóta- þorpinu er hávaða- mengun úr miðbæn- um og fyrir kemur meira að segja að fólk sem er á gangi í mið- bænum leggi leið sína í Grjótaþorpið. Þessu vilja íbúar Grjótaþorpsins mótmæla og er það auðvitað rökrétt og eðlileg afleiðing af þeirri staðreynd að íbúarnir í hverfinu fluttu í hverf- ið án þess að gera sér grein fyrir því hvar hverfið er staðsett. Verst er þó af öllu, að rekn- ir eru skemmtistaðir í Grjótaþorpinu og þar á meðal erótískur nektardansstaður og sagt er að gestir staðarins valdi ónæði, hávaða og umferð um þorpið, sem íbúarnir kunna alls ekki við. Þeir kunna ekki við erótíkina sem fylgir þess- um stað, enda mun hún berast út um götur Grjótaþorpsins, eins og erótíkarinnar er siður, þegar boðið er upp á erótík á annað borð. Nú vilja íbúar Grjótaþorpsins útrýma þessari eró- tík úr Grjótaþorpinu og segja að erótík sé ekki liðin á þeim bæ. Það er svo sem allt í lagi þótt íbúar Grjótaþorpins séu ekki erótískir en merkilegt má það heita að heilt hverfi saman- standi af fólki sem afneitar erótík og vill flæma hana burt með opinberum boðum og bönnum. Veslings borgaryfirvöldin hafa þurft að glíma við þetta sérkennilega vandamál, sem felst í því að nokkrir íbúar í borginni hafa sest að í mið- borginni og vilja útrýma öllu því úr miðborg- inni, sem tilheyrir miðborg. Niðurstaðan er sú að borgarráð hefur samþykkt að ekki megi vekja upp erótík í húsinu nr. fjögur við Aðal- stræti, það er að segja í bakhúsinu, sem þýðir væntanlega að í því húsi sé verri og meiri eró- tik en í húsunum í kring. Skynsamlegast væri auðvitað fyrir borgaryfirvöld að banna erótík með öllu í þeim húsum sem f Grjótaþorpinu standa, enda búa þar eingöngu karlar og konur, sem vilja úthýsa erótík úr öllu sínu næsta ná- grenni og þurfa ekki á svoleiðis tíkum að halda. Næsta skrefið er svo að leita uppi fólk sem er á breimerí eða hefur kynhvatir yfirleitt og banna því að ganga um Grjótaþorpið, ef ske kynni að það truflaði skírlífið í Grjótaþorpinu. Og svo er auðvitað einfaldast að flytja miðbæ- inn burt frá Grjótaþorpinu, svo þetta fólk hafi frið fyrir því nágrenni sem það hefur valið sér sjálft. Annars væri það ekki búsett í Grjóta- þorpinu. Dagfari Frændgarður Formaður Þjóðvaka, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur nú augun opin fyrir nýjum stuðningsmönn- um en allt eins líklegt þykir að stuðningshundur hennar til margra ára, Óskar Guðmundsson, yfir- gefi hana á næstu dögum og vikum. Ástæðan er skyndi- leg hrifning Óskars af fyrrum stjórnar- formanni Lindar hf., Halldóri Guð- bjarnarsyni, en Óskar skrifaði eftirminnilega lof- grein um Halldór í blöðin á dögun- um þar sem hann mælir með því að Halldór setjist í stól seðlabanka- stjóra eftir að hafa afrekað 900 milljóna króna tap Lindar hf. Auð- vitað er það tilviljun að eiginkona Óskars, Kristín Ólafsdóttir, og Halldór Guðbjarnarson eru systkinabörn... Min Tanka í Vef-Þjóðviljanum segir frá því að með lokun skemmtistaðarins Club Clinton í Gijótaþorpinu verði ekkert úr heimsókn Hillary Clint- on þangað, þegar hún kemur til landsins í október. Vef-Þjóðviljinn rifj- ar enn fremur upp að lokunin sé stefnubreyting hjá vinstrimönnum í Reykjavík því fyr- ir um 20 árum þegar þeir vom við völd var feng- inn til landsins japanskur listamaður, Min Tanka, „sem skók sig nakinn fyrir allra augum á miðju Lækjartorgi. Þá var dans- að fyrir augum barna og fullorð- inna hvort sem þeir höfðu beðið um slíkt eða ekki,“ segir í Vef-Þjoð- viljanum. Ærið verkefni fyrir Skúla Helgason, framkvæmda- stjóra Reykjavíkur - menninga- borgar árið 2000, að fá Min Tanka aftur til landsins þar sem Club Clinton verður lokað... Ásmundur flytur Á sínum tíma vakti það nokkra athygli þegar Ásmundur Stefáns- son, hagfræðingur og þá talsmaður verkalýðshreyfingarinnar, söðlaði framkvæmdastjóri Islandsbanka. Margir líktu því við að Ás- mundur hafi viljað lækka vexti fyrir , eða þegar hann var talsmað- ur verkalýðshreyf- ingarinnar en hækka þá eftir há- degi, eða þegar hann varð framkvæmdastjóri bankans. Ásmundur situr sem fast- ast í stóli framkvæmdastjóra við Kirkjusand og hefur nú keypt sér einbýlishús í auðmannshverfi landsins, Arnamesinu, þar sem áður bjó Davíð Scheving Thor- steinsson... Gera það gott Ungir hægri menn á íslandi hafa hlotið hverja viðurkenninguna á fætur annarri síðustu misseri. Fyr- ir nokkru var Sigmundur Sigur- geirsson, formaður utanríkismáia- nefndar Sambands ungra sjálfstæðis- manna, kjörinn 1. varaformaður European Young Conservatives með öllum greiddum atkvæðum aðild- arþjóðanna. Þyk- ir slíkt einsdæmi í samtökun um. Og um helgina gerðist það ai Sigurjón Pálsson byggingarverk fræðingur var kjörinn formaðu: Noröurlandasamtaka hœgr manna. Er víst að engin önnur ung liðahreyfing á landinu geti státað a jafn öflugum fulltrúum og SUS... Umsjón: Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.