Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
Útlönd
Albright sendir
sáttasemjara til
Kína og Taívans
Madeleine Albright, utanríkis-
ráöherra Bandaríkjanna, til-
kynnti í gær aö Bandaríkjastjóm
ætlaöi aö senda háttsetta stjómar-
erindreka til Kína og Taívans til
þess að reyna að miðla málum.
Spennan milli ríkjanna jókst
enn frekar í gær þegar Lee Teng-
hui, forseti Taívans, lýsti því yfir
aö eitt Kína væri aðeins mögulegt
með lýðræöislegri sameiningu við
meginlandið. Lee ítrekaði að
þangað til bæri að líta á löndin
sem tvö aðskilin ríki.
Kinversk yfirvöld birtu í gær
mynd frá heræfingu á óþekktum
stað í suðurhluta Kína. Er litið á
myndbirtinguna sem lið í tauga-
stríðinu gegn Taívan. Ekki er talið
útilokað að Kínverjar geri árás á
eina af minnstu eyjum Taívans í
því skyni að senda yfirvöldum í
Taipei skýr skilaboö.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum veröur háö á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Búðareyri 15, 1. hæð (n.h.), Reyðarfirði,
þingl. eig. Trévangur ehf., gerðarbeiðend-
ur Fjarðabyggð, Fjárfestingarbanki at-
vinnul. hf., Kaupfélag Eyfirðinga og
Sæplast hf., föstudaginn 23. júlí 1999, kl.
13.00.
Búðareyri 15, 2. hæð (e.h.), Reyðarfirði,
þingl. eig. Trévangur ehf., gerðatbeiðend-
ur Fjarðabyggð og Sæplast hf., föstudag-
inn 23. júlí 1999, kl. 13.20.
Heiðarvegur 23C, Reyðarfirði, þingl. eig.
Anna Ardís Helgadóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Húsbréfa-
deild Húsnæðisstofnunar, föstudaginn 23.
júh' 1999, kl. 13.45.
Steinar 9, Djúpavogi, þingl. eig. Hjörtur
Asgeirsson, gerðarbeiðendur Sveinn
Skúlason og sýslumaðurinn á Eskifirði,
föstudaginn 23. júh' 1999, kl. 16.00.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI
John F. Kennedy fundinn grafreitur í Arlingtonkirkjugarðinum:
Leitin einangruð
við eitt svæði
Flugvélar Kennedyhjónanna, sem
fórst undan strönd Martha's Viney-
ard á fóstudagskvöld, er enn leitað.
Leitin mun hafa borið nokkum ár-
angur í gær og snemma í morgun
bámst fréttir af því að leitarmenn
væm búnir aö einangra rúmlega
200 fermetra svæði sem þeir hyggj-
ast einbeita sér að í dag.
„Við erum nokkuð vissir um
hvar vélin hrapaði í sjóinn. Radar-
mælingar benda til ákveðins svæðis
og kafarar sem fóru niður í gær em
vongóðir um að við séum á réttum
slóðum,“ sagði Richard Larrabee,
yfirmaður bandarisku strandgæsl-
unnar.
Orsakir flugslyssins verða ekki
ljósar fyrr en flakið finnst. Að sögn
Öryggisnefndar flugmála hallast
flestir að því að Kennedy hafi misst
stjóm á vélinni. Á ratsjám má sjá að
hún tók margar krappar beygjur
undir það síðasta, hækkaði og lækk-
aði flug á víxl. „Mælamir kunna aö
hafa bilað en lokaniðurstaðan verð-
Flugvél Johns F. Kennedy yngra er
enn ófundin. Símamynd Reuter
ur að mínu mati sú að Kennedy
missti stjóm á vélinni. Á einu stigi
er ljóst að vélin hrapaði 1500 metra
á mínútu," sagði Robert Pearce, sem
rannsakar flugslysið.
Undirbúningur í Arlington
í Arlingtonkirkjugarðinum í Was-
hington hófu starfsmenn í gær, að
eigin fmmkvæði, að mæla út hugs-
anlegt leiði Johns F. Kennedys
yngra. „Það hefur ekki borist ósk
frá fjölskyldunni um að John F.
verði jarðaður hér en við viljum
vera við öllu búin,“ sagði David
Theall, talsmaður í Arlington.
Gert er ráð fyrir að hinsta hvíla
Johns F. yngra verði í Kennedygraf-
reitnum. Þar era jörðuð, John F.
Kennedy forseti, Jackie Bouvier
Kennedy, sem lést 1994, Patrick
Kennedy, sem lést 2 daga gamall ár-
ið 1963 og óskírt bama Kennedyhjón-
anna sem fæddist andvana árið 1956.
Hvorki Kennedyfjölskyldan né
Bessettefjölskyldan hafa gefið út yf-
irlýsingu um með hvaða hætti
þremenninganna verður minnst.
Ungur piltur leggur blómvönd við heimili Kennedy-hjónanna í Tribecahverfinu í New York. Mikill fjöldi fólks hefur lagt
leið sína að húsinu og kvatt John F. Kennedy, eiginkonu hans og mágkonu hinstu kveðju með blómum, teikningum,
bréfum og kertum. Símamynd Reuter
Okumaður
talaði í tvo far-
síma undir stýri
Ökumenn í fsrael em alræmdir
fyrir glannalegan akstrn-. Umferð-
arlögreglan þar í landi taldi sig
því hafa séð allt þar til hún greip
mann sem ók bifreið sinni með
farsíma á báðum höndum.
Maöurinn var svo upptekinn
við að tala í báða símana er hann
ók um götur borgarinnar Netanya
að hann stýrði bifreið sinni með
olnbogumnn, að því er segir í
frétt ísraelska dagblaðsins Haar-
etz. Lögreglumaður stöðvaði ferð
ökumannsins er hann sá gráa
Mitsubishibifreið hans rása til
hliðanna.
í ísrael er bannað að tala í síma
við akstur. Þeir sem brjóta bann-
ið fá venjulega háar sektir en geta
siðan haldið áfram að keyra.
Fyrrgreint mál var sent til
umferðarlagadómstólsins.
Stuttar fréttir dv
Óttast hryðjuverk
Alsírskir múslímar hafa hótað
hryðjuverkum víða um Belgíu 1
dag þegar landsmenn halda upp á
þjóðhátíðardag sinn. Samtök
múslímanna heimta frelsi al-
sírskra fanga í Belgíu.
Efnavopnageymsla
Rússnesk yfirvöld vísuðu í gær
á bug fréttum að leynilega efna-
vopnageymslu á Kólaskaga.
Áfram mótmæli
Mótmælendur söfnuðust saman
í fjórum borgum Serbíu í gær og
kröfðust afsagn-
ar Slobodans
Milosevics
Júgóslavíufor-
seta. Mestur var
mannfjöldinn í
Kragujevac þar
sem þúsundir
tóku þátt i mót-
mælunum. Mótmælendur kröfð-
ust þess jafnframt að allir sem
handteknir hefðu verið i friðsam-
legum mótmælagöngum yrðu
látnir lausir.
Dómar ógiltir
Hæstiréttur á Spáni ógilti í gær
7 ára fangelsisdóma yfir 23 fyrr-
verandi leiðtogum stjórnmála-
arms aðskilnaöarhreyfingar
Baska, ETA. Dómarnir voru álitn-
ir alltof þungir.
Viagra fyrir jurtir
Lítill skammtur af rislyfmu Vi-
agra kemur í veg fyrir að blóm
visni. Lyfið eykur einnig
geymsluþol ávaxta og grænmetis,
að sögn vísindamanna.
Pantaði morð
Vitni í morðmáli Orderudfjöl-
skyldunnar í Noregi segir að nekt-
arfyrirsætan Kristin Kirkemo,
sem er hálfsystir mágkonu Anne
Orderud Paust, hafi beðið sig um
að leigja morðingja fyrir um 7
milljónir íslenskra króna.
Eitraður vindill
Kúbverski ofurstinn José Perez
Fernandez greindi fyrir rétti í
Havanna frá því
að gerðar hefðu
verið 637 til-
raunir til að
ráða Fidel
Castro Kúbufor-
seta af dögum,
allar ,að undir-
lagi Bandaríkj-
anna. Tilraunir vora gerðar til að
gefa forsetanum eitraðan vindil,
banvænar bakteríur voru settar í
kafarabúning hans og vopn voru
falin í myndbandsupptökuvélum.
Kúba krefst 181 milljarðs dollara í
skaðabætur vegna dauða og slysa
á Kúbverjum síðustu 40 árin.
Löggur hnupla
Tveir rússneskir lögreglumenn
vom gripnir í vöruhúsi í Stokk-
hólmi fyrir að stinga á sig
sjampói, kertum og fleira.
Suharto á batavegi
Líðan Suhartos Indónesíuforseta,
sem fluttur var á sjúkrahús í gær
með hjartaáfall, var betri í morgun.
Bjartsýnir á frið
Bretar og N-írar afhentu í gær
bandaríska þingmanninum Geor-
ge Mitchell
gögn um stöðu
mála í friðar-
umleitunum og
kváðust bjart-
sýnir á að geta
bjargað friöar-
samningunum.
Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, sagði
Mitchell myndu ræða við alla
flokka N-írlands í þessari viku.
Hnerraði í gröfinni
Sextugur íraki hræddi liftór-
una úr sínum nánustu þegar
hann hnerraði í gröf sinni. írak-
inn sagðist hafa séð þrjár verur
sem ætluðu aö fara með hann til
paradísar. Veramar sögðu hins
vegar að hann væri ekki sá sem
þær ætluðu að sækja.