Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Page 10
10 lenning MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999 Um myndlist, fólk og menningarhús á Seyðisfirði Eg vaknaði í bítið einn morgun í síðustu viku og sté upp í rör. Stuttu síðar var ég austur á Héraði og eftir smá- bíltúr var ég komin ofan í Seyð- isfjörð, þennan dásamlega þrönga fjörð undir fossumprýddum fjallshlíðum. Ég var í hlutverki gagnrýnandans og tilgangurinn var að skoða myndlistina sem í boði er á listahátíðinni Á seyði. Þar er af nógu að taka en fljótlega eftir komuna varð mér samt ljóst að ég gæti ekki haldið mig við svo þröngan ramma og ákvað að skrifa frekar minnispunkta ferðalangs. Ég byrjaði formlega skoðunarferð mina í Upp- lýsingamiðstöð ferðamála sem nýlega hefur tek- ið til starfa í gamla Sýslumannshúsinu, glæsi- legu húsi sem var naumlega forðað frá niðurrifl. Þar hitti ég leiðsögukonu mína, Aðalheiði Borg- þórs, söngkonu og menningar- og ferðamálafull- trúa með meiru. Stórval, Koberling og Roth- feðgar í miðstöðinni er sýning á málverkum eftir Stórval sáluga, sem er að uppistöðu sölusýning. Sem myndlistarsýning er þetta tæplega sú besta enda er líklegt að bestu verkin séu löngu seld. En sem lifandi safn eða gjömingur í anda Stórvals sjálfs er hún fín. Næst var ferðinni haldið í hið glæsilega hús Skaftfell, menningarmiðstöð sem félagsskapur áhugafólks um menningarmál og húsavemd er að gera upp af miklum stórhug og metnaði. Bjöm Roth og Bemd Koberling sýna málverk í aðalsalnum en í kaffihúsinu sem verið er að inn- rétta í kjallaranum hanga 18 offsetþrykk eftir Dieter heitinn Roth. Sýningamar í Skaftfelli bera af öðrum mynd- listarsýningum á hátíðinni. Myndir þeirra Bjöms og Koberlings em óður til Loðmundar- fjarðar, fallegar stemningarmyndir á mörkum hins abstrakta og flgúratífa. Bjöm notar bæði olíu- og vatnsliti og vinnur fremur gróft og kröft- uglega á meðan vatnslitamyndir Koberlings ein- kennast af kyrrð og flæðandi djúpum lit. Mynd- imar fara alveg sérlega vel í kyrrðinni í þessu gamla, sjarmerandi húsi. Surtseyjarsyrpa Dieters Roth er skín- andi dæmi um hug- myndaflug og vinnubrögð þessa frábæra listamanns. í gmnninnum er ljósmynd af Surtsey gjósandi sem er unnin og þrykkt aft- ur og aftur i ýmsum skemmtilegum til- brigðum. Dieter Roth var algjör galdramaður, verk hans era svo fyrir- hafnarlaus að sjá en jafnframt kraftmikil og spennandi. Að tala um snilld em engar ýkjur. Mér skilst að endurbætumar á húsinu séu að miklu leyti verk Bjöms Roths og Þóm Guð- mundsdóttur arkitekts en salurinn er einstak- lega bjartur og fallegur og kaffihúsið smekklega innréttað. I framtíðinni er stefnt að því að koma upp listamannaíbúðum á efri hæðinni. Það verð- ur spennandi að fylgjast með Skaftfellshúsinu í framtíðinni. Þegar hér var komið sögu tók ég hliðarspor út úr prógramminu og rak neflð inn á farfuglaheimilið Hafólduna sem Þóra arkitekt rekur í gamalli ver- búð. Og þvílíkt ævintýri! Ég er Náttúran tekur virkan þátt í listahátíðinni Á seyði. Hér hafa snjórinn og sólin sameinað krafta sína og framkall- að þetta tilkomumikla mynstur hátt uppi í fjallshlíðinni. ið ekki aðild að listahátíðinni en áhugi minn á húsunum í bænum var vakinn og því hlaut ég að skoða húsadeildina og litskyggnuverk Dieters Roths sem í era myndir af öllum húsum bæjar- ins um sumar og um vetur. Verkið á sér systur- verk, Reykjavíkurmyndir, ekki síður merkilegt, og mættu borgaryflrvöld i Reykjavík taka Seyð- firðinga sér til fyrirmyndar en Reykjavíkurverk- ið er á hrakhólum sökum fjárskorts. Tækniminjasafnið er til húsa í hinu gamla og reisulega íbúðarhúsi Ottós Wathne. Kjaminn í safninu tengist sæsímastrengnum sem var tek- inn í land á Seyðisfirði og var helsta tenging Is- lands við umheiminn um langt skeið en einnig era þar tól og tæki sem tengjast m.a. ljósmynd- un, skrifstofustörfum og lækningum, auk húsa- deildarinnar. í Tækniminjasafhinu hefur, eins og svo víða, verið unnið irábært sjáif- boðahðastarf. Stóran þátt í því mun eiga kaupmaðurinn og listamaðurinn Pétm- Kristjánsson safnstjóri sem lok- aði búðinni sinni á meðan hann sýndi mér húsin hans Dieters og útskýrði fyrir mér alls konar gamlar græjur. Eitt þeirra húsa sem þurfa hjálp bráðavaktar- innar er þessi sérstaka skemma sem gengur undir nafninu Angró. Nei, þetta eru ekki stelpurnar í Gjörningaklúbbnum heldur uppstiliing í heilsugæsludeild Tækniminjasafns Seyðisfjarðar. DV-myndir Á.Th. en venjulega, Daði er með krúsídúllukonumar sínar og Ómar sínar yflrhlöðnu myndir um allt heimsins böl. Tolli kom mér reyndar dálítið á Frá Salon-sýningu Stórvals sáluga í Upplýsingamiðstöð ferðamála. Þegar ein mynd er seld kemur önnur í hennar stað. sannfærð um að þeir ferðalangar sem þar gista fara ánægðari úr landi en ella, það er svo fallegt. Heimamenn og fjórir sunnan- menn Eftir þetta fór ég rakleitt í skyldustörfin og skoðaði sýninguna í bamaskólanum. Hún er svo sem enginn skandall en ekki get ég sagt að ég hafi tekið andköf af hrifningu. Þar sýna Eggert Einarsson og málaramir Daði Guðbjömsson, Ómar Stefánsson og Tolli. Ómar og Daði þóttu mér hvorki verri né betri óvart en hann sýnir málverk af skriðum sem falla af ógnarkrafti niður flallshlíð. Ekki svo að skilja að hann hafl kúvent, t.d. era efnisval og vinnubrögð að vanda svo þrangin karlmennsku að jaörar við rembu (sbr. myndband um lista- manninn í aksjón). En skriðan fellur af þunga. Eggert sýnir Ikarus, hreyfanlegan raslskúlp- túr með braki og brestum í anda Jóns Gunnars Ámasonar. Áhorfendur kveikja á verkinu sem - . blakar jámvængjum sínum með Aslauq Thorlacius höktandi takti og óhljóðin brjóta ------------------------ upp þögnina sem annars ríkir í húsinu. Heimamenn sýna í félagsheimilinu Herðu- syna í breið. Að vísu hafði hluti sýninganna verið flutt- ur út úr húsi þar sem Stuðmannaball vofði yfir. T.d. var sýning á finnskum arkitektúr ekki að- gengileg þennan dag. En þama sýnir fólk á öll- um aldursskeiðum, hannyrðir, fóndur, ljósmynd- ir, tölvugrafik, kveðskap, málverk, teikningar o.fl. og er greinilegt að fólk fæst við ýmislegt uppbyggilegt í tómstundum sínum. Húsin í bænum Með ferð í Tækniminjasafnið lauk yfirreið minni á Seyðisfirði. Að vísu á Tækniminjasafn- Skelfingu lostin af hrifningu Um kvöldið fór ég burt, uppnumin yfir því hvað það er magnað að geta hoppað svona fyrirhafnarlítið inn í annan heim. Landslagið fyrir austan er allt öðravísi en á suðvesturhominu, lika blómin í vegkantinum. Og ekki varð ég minna hrifin af fólkinu sem leggur svo hart að sér til að halda í gömul verðmæti og byggja upp öflugt menningarlíf. Það er dýrmætt að eiga þess kost að fara í samþjappaða menningarreisu útfyrir höf- uðborgarsvæðið, við erum alltof vön því aö það sé eingöngu á hinn veginn. Listahátíðin Á seyói er ekki sist merkileg fyrir það að þangað hefur verið reynt að fá góöa aðkomu- listamenn í bland við heimamenn. I þeim efnum má þó ekki slaka á heldur verður að gera enn betur næst. Ég hef eins og fleiri velt fyrir mér hug- myndunum um að byggð verði menningar- hús um allt land. Væri ekki viturlegra að gera betur við þá menningu sem þegar þrifst og þau hús sem fólk hefur þegar komið sinni langsveltu starfsemi fyrir í? Á Seyðisfirði verður manni bókstaflega illt af að hugsa um þessa hluti, þar eru þvílík menningarverð- mæti fólgin í gömlu húsunum sem mörg eru á heljar- þröm af aldri og van- hirðu. Þar standa menn- ingar- húsin í röðum og bíða þess eins að verða bjargað eða rutt úr vegi. Mér skilst að hug- myndir séu uppi um nið- urrif þar sem mörg gömlu húsanna standa á lóðum sem henta til atvinnustarfsemi. Ég hef nú mínar efasemdir um að starfsemin sem nýju húsin yrðu byggð yfir ætti eitthvað bjartari framtíð en sú sem mætti koma fyrir í þeim gömlu. Hvílíkt stórslys yrði það ef þessi fallega bæjarmynd yrði eyðilögð! Það er nokkur huggun í vitneskjunni um aö á Seyðisfirði er hópur fólks sem berst fyrir til- veru þessara gömlu húsa. Jafnframt er aug- ljóst að þangað vantar miklu fleira áhuga- samt fólk því verkefnin eru meira en næg. Tvær af Surtseyjarmyndum Dieters Roth á kaffihúsinu sem vonandi tekur bráðum til starfa í kjallara Skaftfells. „Ný" bók eftir Hemingway Emest Hemingway lét eftir sig ókjör hand- rita af óbirtu efni, hálfköraðum smásögum, skáldsögum, greinum og ljóðum. Þeir sem gaumgæft hafa þetta efni eru flestir á því að þar sé fátt um fina drætti; búið sé að gefa út allt bitastætt eftir „Papa“. Það aftraði ekki syni skáldsins, Patrick, frá því að hræra upp í 800 síðna drögum að skáld- sögu hans frá 1954 og gefa þau út und- ir nafninu True at first Light. Þar seg- ir af rithöfundi og konu hans á villi- dýraveiðum í Kenýju; mikið er um lýsingar á slíkum veiðum, kona rithöfundarins eltist við ljón og drepur það, veikist svo og fer til Naíróbí, rithöfundur- inn saknar hennai' en fer samt á flörur við unga blökkustúlku, loks heldur hann út í nátt- myrkrið til veiða, vopnaðui' spjóti einu saman. Allt er þetta æði kunnuglegt, jafnvel klisju- kennt, þeim sem lesið hafa fyrri bækur skálds- ins. Það er og viðkvæði þeirra gagnrýnenda sem flallað hafa um þessa skáldsögu. Gagnrýn- andi New York Times, James Wood, tíundar helstu galla hennar i umsögn þann 11. júlí sL: „Hún er uppfull með vemmilega karlmennsku- dýrkun, þar-sem karlmennskan er meðhöndluð sem væri hún upphafinn heimspekilegur vandi (villidýraveiðar era hluti af merkingarleit mannsins, að langa í kvenmann er að „takast á við einsemdina"). Gert er lítið úr öllu sem heit- ir skynsamleg hugsun .... Frægur ritstíll Hem- ingways er sjaldnast nema svipur hjá sjón ... langar setningar gefa sig út fyrir að vera ljóð- ræn meistaraverk, en hafa einungis upplýsinga- gildi.“ Wood segir samt að bókin sé aldrei verulega leiðinleg. „Það er enn nægt púður í setninga- skipan Hemingways til að gera lesandanum til geðs, þótt það gerist ekki oft.... Öðru hvora má þó rekast á fallega ljóðrænar lýsingar á hegðan dýra sem halda manni fóngnum." Niðurstaða gagnrýnandans er sú að nú væri nóg komið af uppvakningum úr dánarbúi Hem- ingways, menn ættu að snúa sér að einhverju öðra. Þriðja Reykholtshátíðin Á fóstudaginn verður hleypt af stokkunmn þriðju Reykholtshátíðinni, sem er sérstakt hug- arfóstur Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur pí- anóleikara. í sögulegu umhverfi Reykholts verður flutt sígild tónlist af norrænum og balt- neskum upprana, en einnig tónverk eftir Schubert, Fauré og Brahms. Sérstakir gestir há- tíðarinnar verða Jo- hanna Sjunnesson sellóleikari frá Svíþjóð (á mynd), Guðrún Ingimarsdóttir sópran- söngkona, sem starfar í Þýskalandi, „Litli óp- erukórinn" frá Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfti og Martynas Svégzda von Bekker fiðluleikari frá Lithaugalandi. Opnunartónleikar verða fóstudagskvöldið kl. 20.30, en þá verða leikin verk eftir Helga Páls- son, Stenhammar og Berwald, en sænsk tónhst veröur mikið leikin á hátíðinni. Á laugardegin- um kl. 14.30 flytja Guðrún Ingimarsdóttir og Steinunn Bima Ragnarsdóttir norræn sönglög og óperaaríur. Um kvöldið kl. 20.30 heldur „Litli óperukórinn" tónleika og syngur margar perlur óperabókmenntanna, t.d. fangakórinn úr Nabucco, Habaneruna úr Carmen, þjóðlög og negrasálma. Á sunnudeginum kl. 17 verða síðan lokatónleikar með verkum eftir Fauré, Isaye, Brahms og fleiri og lýkur hátiðinni á hinu þekkta píanótríói í B-dúr eftir Schubert. Allir tónleikamir verða haldnir í Reykholtskirkju. Jodi í tengslum við myndlistarmessuna ARCO, sem opnuð verður i Madríd innan skamms, verður kynnt ýmisleg myndlistariðkun á Net- inu. Þar verður tvíeykið Jodi með það sem þeir kalla „gagnvirka veraldarveflist". OSS heitir nýtt verk eftir þá sem menn geta hlaðið niður gratís - ef þeir þora. Samkvæmt lýsingunni tryllist nefnilega tölvan meðan á flutningi verksins stendur. Sem sagt, varúð. En slóðin er http://oss.jodi.org. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.