Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Qupperneq 13
13 MIÐVTKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 dv Fréttir Sundhöllin við Barónsstíg lagar sig að nútímanum. Sundhöllinni lokað í mánuð: Karla- og kvennaskýli sameinuð - háar byggingar rjúfa friðhelgi Sundhöllinni við Barónsstíg verður lokað í mánuð í sumar vegna viðgerða og ýmissa breytinga sem taldar eru tlmabærar. Lokað verður 26. júlí og opnað aftur 23. ágúst. „Það verður að gera við anddyrið. Það er allt farið að leka og flísar sprungnar. Þá þarf að laga flísar í lauginni sjálfri," sagði Gisli Jens- son, forstöðumaður Sundhallarinn- ar, sem boðar byltingakenndar breytingcu- á gömlum hefðum laug- arinnar. „Það er kominn tími til að sameina kvenna- og karlaskýli sem notuð hafa verið til sólbaða því þau eru ekki lengur fjölskylduvæn. Ef fjölskyldan ætlar í sólbað þá verður pabbi að vera öðrum megin og mamma hinum megin með bömin. Þá hafa háar byggingar í nágrenn- inu gert það að verkum að ekki er lengur hægt að baða sig nakinn í sólinni eins og tíðkaðist hér áður fyrr. Það sjá allir beint ofan í skýl- in,“ sagði Gísli. Þá er ráðgert að koma upp eim- baði við heitu pottana í Sundhöll- inni en allar leiðslur til þess verks eru tilbúnar. Vonast Gísli eftir að hægt verði að ráðast í verkið strax á þessu ári. Sundhöllin er orðin 63 ára og þó hún sé orðin slitin þá hef- ur hún staðist timans tönn betur en margar aðrar byggingar að sögn Gísla: „Ég hefði gaman af að sjá blokkirnar í Breiðholtinu eftir 63 ár,“ sagði Gísli Jensson. -EIR Georg Guðmundsson, plastviðgerðarmaður á Patreksfirði, ieggur lokahönd á breytingar á mb. Kristínu Þórunni ÍS frá Þingeyri. DV-mynd Guðm. Sig. Patreksfjöröur: Plasttækni í salthúsi Vatneyrarbræðra DV, Patreksfiröi: „Þetta er elsta starfandi plastverk- smiðja á Vestfjörðum og það eru nóg verkefni. Maður kemst ekki yfir allt sem beðið er um. Ég er núna að leggja lokahönd á að breyta bát frá Þingeyri sem var verið að setja á síðustokka og lunningar auk þess sem hann var dekkaður. Verkefnin snúast um breyt- ingar og viðgerðir á bátum þannig að maður hefur ekki komist í að sinna neinni nýsmíði. Það eru uppi á borð- inu hugmyndir um nýsmíði en þær verða að bíöa betri tírna," segir Georg Guðmundsson, plastviðgerðarmaður á Patreksfirði. Plasttækni Georgs Guðmundssonar er í gömlu og virðulegu húsi neðst á eyrinni á Patreksfirði. Húsið var í eigu hinna kunnu Vatneyrarbræðra sem notuðu það fyrir salthús á vel- mektardögum sínum á Patreksfirði. Með mikilli fjölgun smábáta og þá einkum plastbáta hefur plastiðnaður- inn tekið nokkurn kipp samfara því að hefðbundnar skipasmiðar úr tré hafa nánast lagst af. Georg segir alla breytingavinnu vera orðna útboðs- verk og að hann vinni fyrir aðila um allt land. „Ef um er að ræða verk langt í burtu fer ég á staðinn og vinn verkið þar í stað þess að láta menn sigla bát- um sínum jafnvel austan af fjörðum en til þess þurfa þetta að vera sæmi- leg verk. Ég var kominn með menn í vinnu hjá mér á timabili en svo ákvað ég að þróa þetta út í það að vera einn og skaffa mér vinnu. Áður en ég fór í þetta var ég smábátasjómaður þannig að maður veit um hvað menn eru að tala þegar þeir vilja láta breyta eða laga hjá sér,“ segir Georg. -GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.