Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Qupperneq 15
J
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999
15
Fjarkennsla á
fleygiferð
I DV laugardaginn
17. júlí kemst Sigurður
J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akur-
eyrar, þannig að orði,
að eina raunhæfa
byggðaaðgerðin mörg
undanfarin ár hafi ver-
ið að stofna Háskólann
á Akureyri. Meira í
sama dúr þurfi að ger-
ast.
í haust eru 12 ár lið-
in frá því að Háskól-
inn á Akureyri tók til
starfa. Með stofnun
hans var stigið mikil-
vægt skref til að
treysta forsendur
byggðar á Akureyri,
auk þess sem stjórnendur skólans
hafa, einkum hin síðari ár, beint
athygli sinni og annarra að kost-
um þess að bjóða háskólanám með
fjarkennslu víðs vegar um landið.
Áður hafði Kennaraháskóli ís-
lands hafið fjarkennslu, sem nýtur
sívaxandi vinsælda. Háskóli ís-
lands er einnig að stíga sín fyrstu
Kjallarinn
Björn Bjarnason
menntamálaráðherra
„I öllum kjördæmum landsins
starfa nú samtök eða miðstöðvar
til að efla símenntun og endur-
menntun, þar sem bæði er boðið
nám á framhaldsskóla- og há-
s kólastigi. Styrkur þessarar
starfsemi felst meðal annars í
kostum fjarkennslunnar. “
skref á þessari braut og sömu sögu
er að segja um Samvinnuháskól-
ann í Bifröst og Viðskiptaháskól-
ann í Reykjavík.
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri var á sínum tíma falið að
verða tilraunaskóli
við fjarkennslu á
framhaldsskólastigi.
Stunda margir nem-
endur fjamám við
skólann. Fleiri fram-
haldsskólar vilja fá
tækifæri til að láta
að sér kveða á þessu
sviði.
í öllum kjördæm-
um landsins starfa
nú samtök eða mið-
stöðvar til að efla sí-
menntun og endur-
menntun, þar sem
bæði er boðið nám á
framhaldsskóla- og
háskólastigi. Styrk-
““““““ ur þessarar starf-
semi felst meðal annars í kostum
íjarkennslunnar.
Úr grasrótinni
Við íslendingar höfum góða
reynslu af því að nýjungar við nýt-
ingu tölvutækninnar til skóla-
starfs spretti úr grasrótinni. Pétur
Þorsteinsson, þáverandi skóla-
stjóri á Kópaskeri,
varð fyrstur til að
vekja áhuga
skólamanna á
Netinu og kostum
þess. Brautryðj-
endastarf hans á
þessu sviði verður
seint fullþakkað.
Ekki þarf leng-
ur að reka neinn
áróður fyrir því,
að menn nýti sér
upplýsingatækni
eða Netið í skóla-
starfi. Öllum eru kostirnir ljósir.
Spurningin er frekar, hve hratt
við getum farið án þess að missa
sjónar á markmiði okkar og falla
frá þeim gæðakröfum, sem nauð-
synlegt er að gera.
„í nýjum námskrám fyrir grunnskóla og framhaldsskóla er byggt á því að
upplýsingatæknin verði nýtt í ölium námsgreinum og enginn fari úr
grunnskóla án þess að kunna á lyklaborðið."
í nýjum námskrám fyrir grunn-
skóla og framhaldsskóla er byggt á
því, að upplýsingatæknin verði
nýtt í öflum námsgreinum og eng-
inn fari úr grunnskóla án þess að
kunna á lyklaborðið. Fróðleikur,
framleiðni og fæmi er við fingur-
gómana í orðsins fyllstu merk-
ingu, þegar litið er til tölvunnar.
Ný úrræði
Fjarkennsla og aukin áhersla á
hana skapar ný úrræði í mennta-
og byggðamálum. Menntamálaráðu-
neytið hefur haft forystu um að öll-
um fjarnemum verði skapað sama
starfsumhverfi með því að leita til-
boða í fjarkennsluforrit. Er ástæða
til að vænta þess, að allir, sem
bjóða fjamám í landinu, taki þátt i
samstarfi um sameiginlegt forrit.
í þessu skólastarfi eins og
endranær eiga hagsmunir nem-
enda að vera í fyrirrúmi, skólar
era ekki til án nemenda. Taka
verður mið af nýjum kennsluhátt-
um í kjarasamningum við kenn-
ara og hefur verið lagður gmnnur
að því. Hlutverk kennara breytist
vegna tækninnar og samskipti
þeirra við nemendur verða önnur
en áður.
Skilgreina þarf samstarf um
fjarkennslu, símenntun og endur-
menntun. Ríkisstjórnin hefur
ákveðið, að yfirstjórn símenntun-
ar sé í höndum menntamálaráðu-
neytisins. Ráðuneytið vill stuðla
að frumkvöðlastarfi á þessu sviði
menntamála um leið og hugað er
að samráði og samstarfi um nauð-
synlega grunnþætti.
Hafi Háskólinn á Akm-eyri
sannað á 12 árum, að stjómvöld
hafi fátt skynsamlegra gert i
byggðamálum, höfum við ekki
minni tækifæri nú en þá til að
styrkja byggðir með aukinni
menntun.
Björn Bjarnason
Ódýrir fataleppar
- umhverfi og fólki fórnað
Líkt og fyrirboði efnahagshruns
lá þykkur mökkur yfir stórum
hluta Asiu sumarið 1997. Nýlega
mældu visindamenn mengun yfir
Indlandshafi sem slær öll fyrri
met og undirstrikar enn einu
sinni hættuna sem fylgir því að
flytja framleiðsluna til landa sem
hika ekki við að eitra umhverfið
ef það skilar þeim gróða í augna-
blikinu. Mökkurinn yfir Indlands-
National Labor Committee (NLC)
í Bandaríkjunum sýna að Kínverj-
ar seldu 1.000.000.000 (þúsund
milljónir) flíkur til landsins á
fyrstu 10 mánuðum 1997 eða íjórar
á hvern íbúa. Kínverskar fata-
verksmiðjur minna meira á fang-
elsi en vinnustað. Þær eru í
ómerktu húsnæði, faldar á bak
við stálgrindur og vinnuaflið er
undir smásjá allan sólarhringinn.
Sautján ára
virðast nær
eignast böm.
aldrei
„Vinnandi fólk á Vesturlöndum
getur ekki keppt við þræla sem
hægt er að kasta út eftir nokkur
ár og því ríkir víða varanlegt at-
vinnuleysi. Færri borga tekju-
skatta á Vesturlöndum og stjórn-
völd bjarga sér i horn með þrálát-
um niðurskurði til skóla• og heil-
brigðismála
hafi er á stærð við Bandaríkin
(hundrað sinnum stærri en ísland)
og rís í tíu þúsund fet. Hann á upp-
tök sín i Kína og nágrenni.
Mestallt frá Asíu
Það skiptir litlu máli hvar mað-
ur verslar nú á dögum, flestir
hlutir virðast koma frá Asíu og þá
sérstaklega Kína. Tölur frá
stúlkur era
ráðnar í sauma-
skapinn og rekn-
ar þegar þær ná
26 ára aldri.
Hvemig geta 26
ára stúlkur ver-
ið of gamlar eftir
aðeins 9 ára
starf við að
sauma gallabux-
ur og annan
tískufatnað á
Vesturlandabúa?
Þessar réttlausu
konur vinna 7 daga vikunnar, oft
til miðnættis, fyrir að meðaltali
um 15 kr. á tímann, sofa 15 saman
í herbergi og borða þunnan hrís-
grjónavelling í flest mál. Verka-
lýðsfélög era bönnuð og þær em
tafarlaust reknar ef þær ræða um
aðbúnaðinn við nokkum mann.
Það er líka sláandi að verksmiðju-
þrælar í Asíu, konur á besta aldri,
Hrikaleg dæmi
NLC (netsíðan:
www.nlcnet.org)
bendir líka á önnur
hrikaleg dæmi. Kon-
ur í Kína, sem vinna
70 tíma á viku við að
sauma Kathie Lee
handtöskur, fá um
1000 kr. 1 mánaðar-
laun. Niu til tólf ára
böm í Bangladesh fá
innan við fjórar kr. á
tímann við að sauma
skyrtur fyrir risafyr-
irtækið Wal-Mart og
era barin þegar þau ““
gera mistök. Konur á Haiti fá 4 kr.
fyrir hverja flík sem draumafram-
leiðandinn Disney selur fyrir 1500
kr. í E1 Salvador fá ungar stúlkur
10 kr. fyrir hverjar gallabuxur
sem þær sauma fyrir GAP-keðj-
una. Allir tapa.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
þetta ekkert annað en kapphlaup
um að ná botninum sem fyrst.
Stórfyrirtækin bjóða út verkefni á
stöðum þar sem fólki er misboðið
og umhverfið eyðilagt. Vinnandi
fólk á Vesturlöndum getur ekki
keppt við þræla sem hægt er að
kasta út eftir nokkur ár og því rík-
ir víða varanlegt atvinnuleysi.
Kjallarinn
Jóhannes Björn
rithöfundur
Færri borga tekju-
skatta á Vesturlönd-
um og stjórnvöld
bjarga sér i hom með
þrálátum niðurskurði
til skóla- og heilbrigð-
ismála.
Hjáipinni stolið
Næst er talað um að
skeröa laun fólks og
frítíma. Allt gerist
þetta á sama tíma og
aukin tækni ætti að
hafa stórbætt kjör al-
mennings. Velferð
einstaklingsins og
verndun náttúrunnar
eru aldrei á dagskrá
þegar valdaklíkan í
Kína eða verksmiðjueigendur víð-
ast í Asíu taka ákvarðanir. Þegar
Yangtze-stíflan í Kína rís þá fara
heimili 1,3 milljóna einstaklinga
sem stunda landbúnað undir vatn
og algjör örbirgð blasir við þessu
fólki.
Takmarkaðri hjálp frá hinu op-
inbera hefur hingað til verið stolið
af embættismönnum á svæðinu en
margir þeirra keyptu valdastöður
gagngert til þess að geta grætt á
þeim persónulega. Er ekki mál að
taumlausri fríverslun við þessa
óvini vinnandi fólks og náttúru
heimsins linni?
Jóhannes Björn
Me5 og
á móti
Lögmæti fjöldauppsagna
opinberra starfsmanna
Uppsagnir kennara á höfuðborgarsvæðinu
hafa valdið deilum í þjóðféiaginu og sitt
sýnist hverjum um lögmæti þeirra. Kennar-
ar segja að ekki sé um hópuppsagnir að
ræða heldur sé hverjum og einum frjálst að
segja upp sýnist honum svo, á meðan aðrir
segja uppsagnirnar hreinar og klárar
hópuppsagnir.
Réttur til uppsagna
er ótvíræður
„Hópuppsagnir í þeim tilgangi að
knýja vinnuveitanda til að breyta
kjarasamningi eru ólölegar þótt það
sé reyndar hvergi sagt berum orð-
um í lögum um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna. í lögunum er
sagt að stéttarfé-
lög beri ábyrgð á
samningsrofum
félagsmanna ef
það á sjálft sök
þeim. Það er aflt
og sumt. Það er á
hreinu að hverj-
um og einum op-
inberum starfs-
manni er sam-
kvæmt lögum
heimilt að segja
Eiríkur Brynjólfs-
son kennari. Hefur
sagt stööu sinni
lausri.
stöðu sinni lausri með þriggja mán-
aða fyrirvara. Og þótt einhver fjöldi
manna fái þá flugu í höfuðið að
segja upp á sama tíma þá verður það
ekki þar með skipulögð hópupp-
sögn. Ástand á vinnustað getur ver-
ið svo hræðilegt að menn beinlínis
flýi.
Til þess að uppsagnir flokkist sem
samningsrof þurfa þær að vera
skipulagðar fyrir fram í þeim til-
gangi að fá viösemjandann til aö
breyta kjarasamningi. Þær uppsagn-
ir sem mest hafa verið ræddar að
undanfórnu eru alls ekki fyrir fram
skipulagðar og þess vegna á engan
hátt samningsrof. Niðurstaða mín
er alveg skýr. Hverjum og einum er
frjálst að segja starfi sínu lausu
hvenær sem hann kýs. Þessu verður
ekki breytt nema með því að skerða
persónurétt launamanna. Ef vinnu-
veitandi dregur lögmæti þeirra í efa
þá hlýtur hann að leita til dómstóla.
Þá þarf hann reyndar að finna ein-
hvern sem hefur staðið fyrir upp-
sögnunum og unnt er draga til
ábyrgðar. En auövitað ætti vinnu-
veitandinn frekar að velta fyrir sér
ástæðum uppsagnanna.“
Ömurlegt að geta
ekki treyst á að
samningar haldi
„Orð skulu standa, svo maður tali
nú ekki um undirritaða og formlega
frágengna kjarasamninga sem unnir
hafa verið eftir lögformlegum leið-
um. Leiðum sem báðum aðilum eru
kunnar og hvorugur hefur mótmælt
eða gert tillögu
um að breyta.
Hópuppsagnir
starfsstétta sem
þegar hafa geng-
ist undir kjara-
samninga hljóta
að vera ólöglegar
vegna þess að
fólk hefur um
þær samráð og
þær eru gerðar í
þeim tilgangi að
knýja fram kjarabætur. Ef hópupp-
sagnir fá að ganga yfir vinnumark-
aðinn án þess aö reynt sé að spyrna
við fótum leiöir þaö til algerrar upp-
lausnar. Það er ömurlegt að geta
ekki lengur treyst þvi að gerðir
samningar standí eða að samnings-
umboð stéttarfélaganna haldi. Sum-
ir forystumenn stéttarfélaga hafa
haft smekk fyrir að réttlæta þessar
aðferðir, sú réttlæting er í meira
lagi vafasöm þar sem þeir aðilar
bera ábyrgð umfram aðra á gildandi
kjarasamningum og ber lögum sam-
kvæmt að hafa önnur og betri
vinnubrögð í heiðri. Ég hef af því
áhyggjur að fyrirbærið hópuppsagn-
ir eigi eftir að éta stéttarfélögin inn-
an frá.“ -HK
Ingunn Guömunds-
dóttir, formaöur
bæjarráös Árborg-