Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999 17 I>V Fréttir Nátturuvernd ríkisins í vandræðum: Milljónamæringur á „ríkisbifreið" - landvarsla aö verða tískustarf „Við fengum fréttir af því að einn af landvörðum okkar hefði merkt einkabifreið sína Náttúru- verndarstofnun og báðum hann um að taka merkið af hið fyrsta,“ sagði Heimir Bjamason, skrifstofu- stjóri Náttúruvemdar ríkisins, en ferðamenn á Ströndum höfðu vak- ið athygli á því að jeppi af dýmstu gerð, merktur stofnuninni, væri í einkaerindum í Norðurfirði. Bíll- inn sem er af Land Cruiser-gerð, 100, V 8 að verðmæti um 7 milljón- ir króna, væri hluti af hópferð Rot- ary-manna sem höfðu látið ferja sig yfir í Reykjafjörö nyrðri. „Við vildum gjarnan eiga svona góða jeppa en fjárhagurinn leyfir það ekki. Umræddur landvörður óskaði sérstaklega eftir að fá að nota eigin bíl við landvörsluna og fær hann greitt fyrir hvem ekinn kílómetra. Á Ströndum var hann hins vegar á ferðalagi í frítíma sín- um en því miður ekki búinn að fjarlægja merkið „ríkisbifreið“,“ sagði Heimir. Hér er um landvörðinn í Vatns- firði að ræða en hann heitir Garð- ar Siggeirsson og rak um áratuga- skeið Herragarðinn í Reykjavík. Eftir að Garðar seldi fyrirtæiú sitt hefur hann sinnt ýmsum hugðar- efnum sínum, fjallgöngum í fjar- lægum heimsálfum og nú síðast landvörslu í Vatnsfirði og víðar. „Við kaupum yfirleitt notaða jeppa á vorin og seljum þá aftur á haustin. Það borgar sig ekki fyrir okkur að láta þá standa yfir vetur- inn engum til gagns. Nú eigum við fimm eða sex jeppa og þeir eru yf- irleitt tíu ára gamlir ef ekki eldri,“ sagði-Heimir Bjarnason. Landvarsla á vegum Náttúru- verndar ríkisins er orðið eftirsótt starf meðal margra sem hafa getið sér gott orð á öðrum vettvangi. Auk Garðars í Herragarðinum hef- ur Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins og faðir Bjarkar Guðmundsdótur, fengist við landvörslu svo og nokkrir þekktir veðurfréttamenn og Jóhannes grínari svo einhverjir séu nefndir. Föst laun landvarða eru um 72 þúsund krónur en vegna Jeppi landvarðarins í Rotary-ferð á Ströndum. Græni herinn, Ólafsfirði: Vel heppnuð innrás með akureyrskum reynitrjám DV; Ólafsfirði: Græni herinn gerði innrás í Ólafs- Qörð 17. júlí og má segja að hann hafi gjörsamega lagt bæinn undir sig. Um 50 heimamenn gengu í herinn og tóku til hendinni. Jakob Frímann Magnús- son Stuðmaður stjórnaði hemum af landsfrægri röggsemi. Langmest vinna var lögð í svæði við knatt- spymuvöllinn, svæði sem hefur verið i mikilli órækt lengi. Það var allt slétt- að og fegrað. Síðan á að sá í svæðið. Tvö önnur svæði voru fegmð í til- efni dagsins. Reynitré voru sett niður í reit fyrir ofan tjörnina sem er í miðj- um bænum og um þúsund birkihrísl- ur í annan reit sem er fyrir utan bæ- inn, við vatnið. Það var Akureyrarbær sem gaf Ólafsfirðingum 50 reynitré í tilefni 50 ára afmælis bæjarins. Græni herinn gerði ýmislegt fleira til að gleðja fólk. Þeir buðu hermönn- um sínum í kaffi um miðjan dag og grillveislu um kvöldmatarleytið. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu fyrir framlag sitt. Síðar um kvöldið var ball og var það að sögn kunnugra eitt skemmtilegasta skrall síðari ára. Veðrið lék við Ólafsfirðinga allan dag- inn. Sólin skein glatt eftir nokkra rigningardaga. -HJ Svæðið á móti íþróttavellinum sléttað og fegrað. DV-mynd Helgi mikillar yfirvinnu og bakvakta segir Heimir Bjamason að launin séu í raun um 200 þúsund krónur á mánuði. -EIR 100 ár ' ' * - ; 5.-" .- ■ lia upphafl $ SUZUKI -//// Suzuki Baleno GL, árg. '96, Daihatsu Sirion, árg. '98, ek. 60 þús. km, bsk., 4 dyra. ek. 24 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 890 þús. Verð 950 þús. Suzuki Baleno GLX 4x4, árg. '96, ek. 76 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Swift GLX, árg. '98, ek. aðeins 1 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1040 þús. Suzuki Swift GLX, árg. '97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 760 þús. BMW 318IA, árg. '96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð var 1990 þús., nú aðeins 1830 þús. Chevrolet S-10, árg. '89, ek. 75 þús. km, ssk. Verð 590 þús. Daihatsu Ferosa DX, árg. ‘91, ek. 92 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 580 þús. Ford Escort CLX, árg. ‘97, ek. 31 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1050 þús. Ford Escord CLX, árg. '96, ek. 43 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 890 þús. Ford Mondeo, árg. ‘98, ek. 18 þús. km, bsk. Verð 1750 þús. Honda Accord EX, árg. '88, ek. 153 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 370 þús. Hyundai Accent, árg. '96, ek. 29 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð var 750 þús., nú aðeins 650 þús. Hyundai Elantra, árg. '94, ek. 99 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 690 þús. SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.