Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Side 30
* 50
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
Afmæli
Baldur Vilhelmsson
Séra Baldur Vilhelmsson, prófast-
ur í Vatnsfirði, verður sjötugur á
morgun.
Starfsferill
Baldur fæddist á Hofsósi í Skaga-
fjarðarsýslu. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1950, guöfræðiprófi frá
HÍ 1956 og fyrsta stigs prófi í klass-
ískri grísku frá HÍ 1981.
Baldur var kennari i Skagaskóla-
- . hverfi í Austur-Húnavatnssýslu
1951-52 og hefur verið sóknarprest-
ur í Vatnsfirði frá 1956 og prófastur
ísafjarðarprófastsdæmis frá 1988. Þá
var hann kennari í Bama- og
Héraðsskólanum í Reykjanesi
1956-68 og 1984-85, auk þess
forfallakennari þar löngum,
skólastjóri þar í forfóllum og próf-
dómari í Héraðsskólanum í Reykja-
nesi um árabil frá 1974.
Baldur var formaður Ungmenna-
félagsins Vísis 1963-74, i sáttanefnd
og formaður barnavemdamefndar
1962-76, sat í hreppsnefnd Reykjar-
fiarðarhrepps 1958-66 og 1968-86 og í
sýslunefnd ísaficu-ðarsýslu 1966-68
‘ og um nokkurt skeið frá 1978, var
,'v formaður skólanefndar Barnaskól-
? ans í Reykjanesi 1958-62 og 1966-74
I og í skólanefnd Grunnskólans í
5 Reykjanesi 1974-87, sat í skólanefnd
% Héraðsskólans í Reykjanesi 1962-66
og 1978-82 og formaður hennar
t 1965-66, hefur verið formaður Veiði-
félags Vatnsfiarðardals frá stofnun
1971, í stjórn Æðarræktarfélags
Norður-Isafiarðarsýslu frá 1964, var
formaður bókasafns Vatnsfiarðar-
sveitar 1957-76, bókasafns í Reykja-
nesi frá stofnun 1977 og í stjórn
Bókasafns Isafiarðar 1981-85.
>
Fjölskylda
Baldur kvæntist 6.10. 1957 Ólafíu
Salvarsdóttur, f. 12.8. 1931,
húsfreyju. Hún er dóttir Salvars
Ólafssonar, f. 4.7. 1888, d. 3.9. 1979,
bónda í Reykjarfirði í Vatnsfiarðar-
sveit, og k.h., Ragnheiðar Hákonar-
dóttur, f. 16.8. 1901, ráðskonu við
Reykjanesskóla.
Böm Baldurs og Ólafíu eru Evlal-
ía Sigríður Kristjánsdóttir (stjúp-
dóttir) f. 1.6.1951, verslunarmaður í
Reykjavík, gift Jóhanni Jónssyni,
húsgagnsmið og framkvæmdastjóra;
Hallfríður, f. 25.9. 1957, bókasafns-
fræðingur, bókavörður við
Þjóðarbókhlöðu; Ragnheiður, f. 6.10.
1958, stöðvarstjóri íslandspósts, gift
Kristjáni B. Sigmundssyni vélstjóra;
Þorvaldur, f. 5.11. 1959, bifreiðar-
stjóri í Reykjavík; Stefán Oddur, f.
5.4. 1966, verslunarmaður í
Reykjavík; Guðbrandur, f. 2. 5.1968,
garðyrkjumaður í Kópavogi.
Systkini Baldurs era Pálmi, skrif-
stofumaður hjá Vegagerð ríkisins í
Reykjavík; Ásdís, ekkja eftir Þórð
Kristjánsson, yfirkennara í
Reykjavík; Birgir, prentari í
Reykjavík; Leifur, símvirki í
Reykjavík, kvæntur Sæunni Eiríks-
dóttur skrifstofumanni.
Foreldrar Baldurs vom Vilhelm
Erlendsson, f. 13.3. 1891, póst- og
símstöðvarstjóri á Blönduósi, og
k.h., Friðrika Hallfríður Páhnadótt-
ir, f. 25.9. 1891.
Ætt
Föðursystir Baldurs var Guðrún,
móðir Ólafs Hauks Árnasonar
áfengisvarnaráðunautar. Önnur
stöðum, Gottskálkssonar, hrepp-
stjóra í Nýjabæ, Pálssonar, langafa
Jóns Trausta og Benedikts, fóður
Bjarna forsætisráðherra, föður
Björns menntamálaráðherra. Móðir
Stefáns var Kristín, systir Bjargar,
ömmu Nonna og langömmu Jó-
hannesar, föður Ásgeirs, forstjóra
Innkaupastofnunar ríkisins. Önnur
systir Kristínar var Guðný, móðir
Kristjáns Fjallaskálds. Kristín var
dóttir Sveins, hreppstjóra á Hall-
bjarnarstöðum, Guðmundssonar, b.
á Sandhólum, Guðmundssonar, b. í
Keldunesi, Guðmundssonar, bróður
Steinunnar, móður Stefáns Hall-
dórssonar, pr. í Laufási. Móðir
Sveins var Ingunn Pálsdóttir, b. á
Víkingavatni, Amgrímssonar. Móð-
ir Guðbjargar var Anna Guðmunds-
dóttir, b. á Hallbjamarstöðum,
Sveinssonar, bróður Kristínar.
Móðursystir Baldurs var Þór-
anna, amma Jónasar Kristjánssonar
ritstjóra. Önnur móðursystir Bald-
urs var Þorbjörg, amma Leifs Þórar-
inssonar tónskálds. Móðurbróðir
Baldurs er Jón, b. á Þingeyrum, fað-
ir Guðrúnar arkitekts. Hallfríður
var dóttir Pálma, pr. á Höfða, Þór-
oddssonar, bróður Ingibjargar, móð-
ur Jóns Loftssonar framkvæmda-
stjóra, afa Jóns L. Árnasonar stór-
meistara. Ingibjörg var einnig móð-
ir Pálma, forstjóra Skipaútgerðar
ríkisins, afa Más Gunnarssonar,
starfsmannastjóra Flugleiða. Móðir
Hallfríðar var Anna Jónsdóttir, pró-
fasts á Reynistað, Hallssonar, afa
Jóns Stefánssonar listmálara.
Baldur verður að heiman.
föðursystir Baldurs var Margrét,
móðir Erlends Sigmundssonar,
fyrrv. prófasts á Seyðisfirði. Þriðja
föðursystir Baldurs var Anna, móð-
ir Höskuldar, skrifstofustjóra LÍ, og
Valgarðs, framkvæmdstjóri SÍF,
Ólafssona. Fjórða föðursystir Bald-
urs var Stefanía, amma Stefáns
Skarphéðinssonar, sýslumanns á
Patreksfirði. Vilhelm var sonur Er-
lends, verslunarstjóra á Hofsósi,
bróður Vilhelmínu, ömmu Magnús-
ar Hallgrímssonar verkfræðings.
Erlendur var sonur Páls, b. á Hofi í
Hjaltadal, Erlendssonar, bróður
Guðrúnar, ömmu Friðriks Friðriks-
sonar æskulýðsleiðtoga. Bróðir Páls
var Jónas, afi Guðrúnar, móður
Björns á Löngumýri og ömmu Páls
Péturssonar og Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar. Móðir Páls
var Sigríður Guðmundsdóttir, b. í
Sörlatungu, Ólafssonar, skálds í
Þverbrekku í Öxnadal, Jónssonar.
Móðir Guðmundar var Sigríður
Þorláksdóttir, b. á Ásgeirsbrekku,
Jónssonar, ættföður Ásgeirsbrekku-
ættarinnar. Móðir Erlends var Guð-
rún, dóttir Magnúsar, b. á Hjalta-
stöðum í Blönduhlíð, Þorsteinsson-
ar og Hólmfríðar, systur Guðrúnar,
ömmu Bjöms Pálssonar, fyrsta stór-
templars. Hólmfríður var dóttir
Gamalíels, pr. á Myrká, Þorleifsson-
ar og Hólmfríðar Stefánsdóttur, pr. í
Laufási, Halldórssonar, langafa
Bjöms, afa Björns Stefánssonar er-
indreka. Móðir Hólmfriðar var Þur-
íður Jónsdóttir, systir Þorgríms,
langafa Gríms Thomsen.
Móðir Vilhelms var Guðbjörg
Stefánsdóttir, b. á Fjöllum í Keldu-
hverfi, Ólafssonar, b. á Auðbjargar-
Kristín S. Jónsdóttir
Kristín Schmidhauser Jónsdóttir,
kennari og húsmóðir, Ægisíðu 60,
Reykjavík, er sextug í dag.
Starfsferill
Kristín fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp og í Kópavoginum. Hún
lauk kennaraprófi frá KÍ 1959, sótti
viðbótamám við Handíða- og mynd-
listarskóla íslands í almennum
vefnaði og stundaði framhaldsnám í
Svíþjóð í vefnaðar- og efnisfræði.
Auk þess sótti hún ýmis námskeið
tengd starfi sínu sem hannyrða-
kennari í Danmörku, Svíþjóð og
Sviss.
Kristín var kennari við Hlíða-
skóla 1959-68 og síðar við Öldusels-
skóla og Hagaskóla, kenndi á kvöld-
námskeiðum við Námsflokka
Reykjavíkur, Tómstundaskólann og
ýmsar greinar við Heimilisiðnaðar-
skóla íslands.
Kristín hefur haft mikinn áhuga
á íslenskri textílvinnu, einkum út-
saumi, þráðagerð, prjóni og knipli,
með það markmið að viðhalda verk-
þekkingu í þessum þáttum með
fræðslu og sjálfstæðri vinnu. Hún
starfaði að textílhönnun um árabil,
einkum fyrir handprjón og starfar
sjálfstætt við ýmsa textílvinnu,
kniplar m.a. kniplinga á íslenska
þjóðbúninga.
Kristín var búsett í Sviss um
skeið og var þar félagi í hópi starf-
andi textíllistakvenna. Hún hefur
tekið þátt í samsýningum, hér á
landi og erlendis, og haldið eftirtald-
ar einkasýningar í Stöðlakoti: Flík-
ur og form, 1988;Kniplað úr togi,
1991; Útsaumur, 1997.
Kristín sat í stjóm Handavinnu-
kennarafélags íslands 1962-65, sat í
stjóm Heimilisiðnaðarfélags Islands
1977-81 og tók þar þátt í ýmsum
nefndarstörfum, situr í ritnefnd
Hugar og handar, rits félagsins.
Hún hefur skrifað ýmsar
greinar í tímarit og er
höfundur bókarinnar
Tvíbandaðir vettlingar,
útg. af Heimilisiðnaðarfé-
lagi íslands 1981.
Fjölskylda
Kristín giftist 22.5.1968
Ulrich Schmidhauser, f.
7.11. 1941, verkfræðingi.
Hann er sonur Jules
Schmidhauser garðyrkju-
meistara og Emmu
Schmidhauser Bretseher
húsmóður en þau eru
bæði látin.
Börn Kristínar og Ulrich eru Guð-
rún Þórann Schmidhauser, f. 16.6.
1968, meinatæknir en sambýlismað-
ur hennar Róbert Schraban, f. 1967,
sameindalíffræðingur og er sonur
hennar Friðrik Jóhann Schraban, f.
2.3. 1998; Anton Örn Scmidhauser, f.
Kristín
Schmidhauser
Jónsdóttir.
6.8.1969, nemi við Tækni-
skóla íslands en sambýl-
iskona hans er Kristrún
Þórkelsdóttir, f. 1971,
B.Sc. í hjúkrunarfræði,
en dóttir þeirra er Emma
Rún Antonsdóttir, f. 14.7.
1994.
Systkini Kristínar eru
Unnar Jónsson, f. 13.5.
1938, byggingatæknifræð-
ingur og bankastarfsmað-
ur, búsettur í Hafnarfirði;
Áslaug Jónsdóttir, f. 6.9.
1941, forvörður við Þjóð-
skjalasafn íslands, búsett
í Reykjavík; Ómar Víðir Jónsson, f.
10.7. 1944, d. 10.8. 1995, bifvélavirki
og bifreiðaskoðunarmaður.
Kristín og Ulrich taka á móti gest-
um, ættingjum og vinum á heimili
sínu, Ægisíðu 60, á afmælisdaginn
frá kl. 19.30.
Sólveig Ólöf Illugadóttir
Sólveig Ólöf Ulugadótt-
ir, hjúkrunarfræðingur
og myndlistarkona,
Skútahrauni 14 Reykja-
hlíð, er sextug í dag.
Starfsferill
Sólveig tók gagnfræða-
próf frá Héraðsskólanum
á Laugum, stundaði nám
í Orgelskóla Þjóðkirkj-
unnar 1959, var í Lýðhá-
--Jskóla í Svíþjóð 1960-61 og
stundaði þá jafnframt
söngnám, útskrifaðist frá
Hjúkrunarskóla íslands
1965 og tók meirapróf bifreiðastjóra
1980.
Sólveig stundaði verslunarstörf
hjá Kaupfélagi Þingeyinga í Reykja-
hlíð 1952-62 og var þar verslunar-
; ^stjóri 1961-62. Hún stundaði hjúkr-
un á árunum 1965-96, var
heilsugæsluhjúkrunar-
fræðingur í Reykjahlíð í
ellefu ár.
Sólveig sat í almanna-
vamanefnd Skútustaða-
hrepps, m.a. er Kröflueld-
ar stóðu sem hæst, sat í
stjóm Ungmennafélags-
ins Mývetnings, íþróttafé-
lagsins Eilífs og
Kirkjukórs Reykjahlíðar-
sóknar.
Sólveig sótti námskeið í
myndlist bæði hérlendis
og erlendis og hefur lagt
stund á myndlist allt frá 1985. Sól-
veig hefur tekið þátt í samsýningum
og hefur haldið ellefu einkasýning-
ar. Um þessar mundir sýnir hún í
veitingahúsinu Selinu á Skútustöð-
um í Mývatnssveit.
Fjölskylda
Eiginmaður Sólveigar er Birkir
Fanndal Haraldsson, f. 9.11.1940, yf-
irvélfræðingur við Kröfluvirkjun.
Hann er sonur Haralds Bjömsson-
ar, f. 22.8. 1910, málarameistara á
Húasvík, og k.h., Mariu Aðalbjörns-
dóttur, f. 22.12. 1919, húsmóður.
Böm Sólveigar og Birkis era Erla
Fanndal, f. 18.3. 1967, ferðamála-
fræðingur, búsett í Moss í Noregi,
en maður hennar er Audun Petter-
sen, f. 1969, frá Fredrikstad í Noregi,
ferðamálaráðgjafi og eiga þau tvær
dætur, Idu f. 1996, og óskírða, f. 1999;
Sturla Fémndal, f. 7.5. 1968, véla-
verkfræðingur, búsettur í Reykja-
vík, en kona hans er Harpa Þorláks-
dóttir, f. 1973, sjávarútvegsfræðing-
ur og eiga þau einn son, Birki Fann-
dal, f. 1999; Ófeigur Fanndal, f. 29.3.
1969, vélaverkfræðingur, búsettur í
Kópavogi, en kona hans er Hulda
Björg Einarsdóttir, f. 1968, viö-
skiptafræðingur og er sonur Huldu
Kristmundur Sigurðsson, f. 1984; 111-
ugi Fanndal, f. 5.5. 1974, læknanemi
við HÍ, búsettur í Reykjavík, en
kona hans er Hjördís Sunna Skírn-
isdóttir, f. 1977, læknanemi við HÍ;
María Fanndal, f. 25.7.1975, stúdent,
búsett í New York, en maður henn-
ar er Rashaan Edward Leex, f. 1973,
vélaverkfræðingur og eiga eina
dóttur, Athenu Neve, f. 1997.
Foreldrar Sólveigar: Illugi
Jónsson, f. 6.11. 1909, d. 19.3. 1989,
bóndi og flutningabifreiðastjóri á
Bjargi í Skútustaðahreppi, og k.h.,
Bára Sigfúsdóttir, f. 5.10. 1915,
húsmóðir.
Sólveig heldur upp á tímamótin
með einkasamkvæmi.
Sólveig Ólöf
lllugadóttir.
Til hamingju
með afmælið
21. júlí
85 ára
Guðlaugur Guðmundsson,
Barmahlíð 54, Reykjavik.
80 ára
Fanney Sigurlaugsdóttir,
Strandgötu 37 B, Hafnarfirði.
Ólöf Björgólfsdóttir,
Miðstræti 10, Neskaupstað.
75 ára
Jóhannes Páll Halldórsson,
Noröurgötu 41 A, Akureyri.
70 ára
Vilborg Þorgeirsdóttir,
Háaleitisbraut 119, Reykjavík.
60 ára
Anna S. Snæbjörnsdóttir,
Rauðagerði 16, Reykjavík.
Guðmundur Ágústsson,
Skólastíg 26, Stykkishólmi.
Ingi Bjarnason,
Garðavegi 15, Hvammstanga.
Kristveig Baldursdóttir,
Vættaborgum 8, Reykjavík.
Skúli Grétar Guðnason,
Sólbraut 17, Seltjarnamesi.
50 ára
Birgir Guðmimdsson,
Jórutúni 6, Selfossi.
Guðrún Kristinsdóttir,
Dvergholti 25, Hafnarfirði.
Hrefna Sigurðardóttir,
Heiðarbóli 1, Keflavík.
Kristján Auðunsson,
Fífuseli 24, Reykjavík.
Magnús Sigurðsson,
Jaðarsbraut 11, Akranesi.
Sóley Ingólfsdóttir,
Álagranda 8, Reykjavík.
Þorbjörg R. Óskarsdóttir,
Heiðarbraut 18, Keflavík.
40 ára
Einar Gylfi Haraldsson,
Hagamel 41, Reykjavík.
Filippus Þór Einarsson,
Lerkilundi 9, Akureyri.
Gerður Magnúsdóttir,
Skipholti 55, Reykjavík.
Guðrún Agnes Einarsdóttir,
Neðribraut 8, Reykjalundi,
Mosfellsbæ.
Magnús Birgisson,
Ölduslóð 27, Hafharfirði.
Magnús Einar Finnsson,
Eikarlundi 16, Akureyri.
Margrét Ingibergsdóttir,
Norðurvöllum 38, Keflavík.
María Hákonardóttir,
Brekkubarði 3, Eskifirði.
Ragnheiður K. Nielsen,
Brekkuhjalla 1, Kópavogi.
Rúnar Þórarinsson,
Reykjavíkurvegi 28,
Reykjavík.
Stefán Hjaltalín
Jóhannesson,
Hvammabraut 10, Hafnarfirði.
Stefán Magnússon,
Hellisbraut 32,
Reykhólahreppi.
Svanborg Gústafsdóttir,
Fannafold 175, Reykjavík.
Áskrifendur
fálO%
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
o\W milli hirr,in
Smáauglýsingar
550 5000