Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Holl lexía fyrír alla Neysla á kjúklingakjöti hefur aukist mjög hér á landi. Hlutdeild þess í heildarneyslu á innlendum markaði hef- ur nær tvöfaldast á fimm árum. Það er eðlilegt enda er kjúklingakjöt bragðgóð fæða og léttarari í maga en margt annað kjöt. Framleiðsla og meðferð á kjúklingakjöti er hins vegar viðkvæm og hætt við sýkingum sé óvarlega farið við framleiðslu og matreiðslu. Það var því að vonum að neytendum brygði við þegar opinber varð greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um ástand mála hjá stærsta kjúklingaframleiðanda landsins, Reykjagarði á Ásmundarstöðum í Rangárvalla- sýslu. Þar kom fram að eftirlitið hefur þráfaldlega kvart- að undan fráveitu- og umgangshirðumálum á búinu. Þá sagði og að búið væri ekki með tilskilin starfsleyfi. Þá var lýsing starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins á hrægámi hrikaleg. í niðurlagi greinargerðarinnar sagði að miðað við hina miklu matvælaframleiðslu kæmi á óvart hversu fjölbreytilegir möguleikar væru á alls konar sjúkdóma- smiti af völdum skordýra, baktería og veira. Umhverfi búsins væri með ólíkindum með tilliti til matvælafram- leiðslu og skapaði kjöraðstæður og gróðrarstíur fyrir m.a. sjúkdómavaldandi bakteríur. Þessi hvellur veldur án efa tímabundnum samdrætti í neyslu kjúklinga. Umræðan er hins vegar til góðs dragi menn rétta lærdóma af henni, bæði framleiðendur og neytendur. Hollustuvernd ríkisins og Landlæknisemb- ættið vöktu athygli neyteiida á því í auglýsingum í lið- inni viku að gæta þyrfti hreinlætis við eldhússtörfin. Hundruð íslendinga hefðu smitast af bakteríunni kampýlóbakter í síðasta mánuði. Þessar bakteríur sé að finna í hráu kjöti, einkum kjúklingakjöti. Vel hitað kjöt sé hins vegar öruggt því bakterian drepst við hátt hita- stig. Framleiðandi sem liggur undir ámæli og óttast um sinn hag á ekki síður að draga rétta lærdóma af umræðu og afturkipp í kjúklingasölu í kjölfar greinargerðar Heil- brigðiseftirlits Suðurlands. Framleiðandinn gerir best í þvi að lita í eigin barm og gera þær úrbætur sem nauð- synlegar eru í stað þess að beina skeytum sínum að eft- irlitsmönnum eða gámafyrirtæki sem sér um að fjar- lægja úrgang. Þá fyrst ná menn vopnum sínum á ný er þeir geta sýnt neytendum að bragarbót hafi verið gerð. Reykjagarðsmenn virðast vera að átta sig á þessu sem sést maðal annars á því að þeir opnuðu bú sitt almenn- ingi um helgina og sýndu framleiðsluna og hafa auk þess samið við gámafyrirtækið um losun þrisvar í viku í stað einu sinni áður. Síðast en ekki sist hefur þessi kjúklingahvellur vakið athygli á vondri stöðu dýralækna við eftirlitsstörf hjá matvælaframleiðendum. Þar rekast augljóslega á hags- munir því í núgildandi kerfi gegna héraðsdýralæknar hlutverki opinberra eftirlitsmanna í sláturhúsum en fá að auki greiðslur frá bændum og framleiðendum fyrir störf að sjúkdómavörnum og við sjúkdómaeftirlit. Breyting á þessu er sem betur fer fyrirhuguð með nýj- um lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Þau lög taka gildi 1. desember. Eftir gildistöku þeirra fá héraðsdýralæknar greitt fyrir öll eftirlitsstörf úr ríkissjóði. Aðskilja á eftirlitsstörf dýralækna og almenna dýralæknis- þjónustu auk þess sem ráðnir verða sérstakir eftirlitsdýra- læknar þar sem hægt er að koma þvi við. Þessi nýju lög eiga því að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum. Jónas Haraldsson „Ávinningur þess að lita teikningarnar er augljós. Þá sést í einu vetfangi hvað er sameign í húsinu." Við húsa- kaup er nú með aðstoð tölvu hægt að skoða hús að utan og innan Þróun eigna- ski ptayfi rlýsi nga verði um villst, og hins vegar þarf hún að kveða á um hvernig sameigin- legur kostnaður skiptist. Auk þessa eru fjölmörg atriði sem koma þurfa fram i eignaskiptayfir- lýsingu. Grundvöllur eigna- skiptayfirlýsinga Eignaskiptayfirlýsing samanstendur af tveim samfléttuðum þáttum, tæknilegum og lögfræði- legum. Við útreikning hlutfallstalna, sem kveða á um skiptingu kostnaðar og atkvæðis- rétt, er gengið út frá rúmmáli eigna. Þetta — „Eignaskiptayfirlýsing þarf að uppfylla tvö meginskilyrði. Ann- ars vegar þarf hún að taka skýrt fram hvað hver á, svo ekki verði um villst, og hins vegar þarf hún að kveða á um hvernig sameigin- legur kostnaður skiptist.“ Kjallarinn Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur Fá lög hafa jafn- mikil áhrif á dag- legt líf jafnmargra og lögin um fjöl- eignarhús. Fjöleign- arhús, fjölbýli og séreignarréttur á hlutum bygginga, íbúðum, atvinnu- húsnæði, hæðum, herbergjum o.s.frv. kalla á itarlega lög- gjöf um hversu rétti aðila skuli skipað. íslendingar voru fyrstir Norður- landaþjóða til þess að setja lög um sam- eign í fjölbýlishús- um og líklega er það ekki á mörgum sviðum löggjafar sem við höfum verið frumkvöðlar á Norð- urlöndum. Þetta var árið 1959. Tvö megin- skilyrði Á íslandi er það mjög algengt að hús séu í eigu margra aðila, séu fjöleignar- hús. Löggjöf sem þessi þarf að vera í þróun og nú hafa verið sett lög um fjöleignar- hús, þ.e. lög sem ná ekki einungis til íbúðarhúsa heldur til allra húsa sem fleiri en einn eigandi er að. Lögin geta reyndar einnig tekið til húsa sem fleiri en einn nýtir. Meðal atriða sem lögin taka til eru eignaskiptayfírlýsingar en afar mikilvægt er að eignaskiptayfirlýs- ingar séu skýrar og taki af sem flest tvímæli. Eignaskiptayfirlýsing þarf að uppfylla tvö meginskilyrði. Annars vegar þarf hún að taka skýrt fram hvað hver á, svo ekki getur verið flóknara en virðast kann við fyrstu sýn vegna mismun- andi eðlis þeirra rýma sem við er að fást, s.s. opin og lokuð rými o.s.frv. Þrátt fyrir að Fasteignamat ríkisins og Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hafi lagt mikla vinnu í setningu reglna og samræmingu við skráningu mannvirkja er mikið starf óunnið á þeim vettvangi. Enn er þvi eftir að vinna talsvert að þróun eignaskiptayfirlýsinga og oft koma upp vafaatriði um hversu með skuli fara. í þessu sambandi er takmarkaðan ávinning að hafa af reynslu annarra þjóða og segir mér svo hugur um að við séum í farar- broddi á þessu sviði þótt enn sé mikið ógert. Litun teikninga Tilefni þessarar greinar eru skrif eins af fyrrverandi nemendum mín- um við gerð eignaskiptayfirlýsinga í DV. Þar finnur hann einkum að kröfu starfsmanna Byggingarfulltrú- ans í Reykjavík um litun teikninga. Vera má að svo megi skilja reglu- gerð um skráningu mannvirkja að þess sé ekki algjörlega krafist þar að teikningar séu litaðar. Þar segir: „Ef lokuð rými eru við gerð eignaskiptayfirlýsinga afmörk- uð með lit skal sameign allra af- mörkuð með gulum lit og sameign sumra með grænum lit.“ Ávinning- ur þess að lita teikningarnar er augljós. Þá sést í einu vetfangi hvað er sameign í húsinu. Hitt er jafnframt rétt, sem bent er á í greininni, að siæmt er að op- inberar skrifstofur, sýslumenn og byggingarfulltrúar skuli ekki á þessari tækniöld búa yfir tækjum til litljósritunar. Litun er svo mikil- vægt skýringaratriði að ekki má frá hverfa. Fremur ber að þróa gerð eignaskiptayfirlýsinga í átt að enn skýrari yfirsýn. Þar þurfa starfs- menn byggingarfulltrúa oft að stíga fyrstu skrefm. Ekki er því ástæða til að taka nærri sér athugasemdir og leiðréttingar starfsmanna bygg- ingarfulltrúa. Starfsmenn Byggingarfulltrúans í Reykjavík, sem fara yfir eigna- skiptayfirlýsingar, eru afar hæfir menn. Þó að ég hafi bæði kennt þeim og prófað þá gera þeir oft at- hugasemdir við mínar gjörðir. Ég er þejm þakklátur fyrir. Gerð eignaskiptayfirlýsingar er mikil- væg og betur sjá augu en auga. Guðm. G. Þórarinsson Skoðanir annarra Ný byggðastefna? „Landsbyggðarstefnan er í blindgötu. Með lands- byggðarstefnu er átt við þá viðleitni stjórnvalda ára- tugum saman að sporna gegn stöðugum ílutningi fólks til suðvesturhorns landsins og stuðla að lífvæn- legri byggð um land allt. í upphafi þessa áratugar var styrkjastefnan gagnvart landsbyggðinni búin að ganga sér til húðar.... Ný samskiptatækni er að gjör- breyta öllum viðhorfum. Ný símatækni og netvæð- ing gera það að verkum, að tækninnar vegna er hægt að vinna margvísleg störf, hvar sem er á land- inu. ... En til þess að hægt sé að nýta þessa nýju tækni í þágu atvinnulífsins með þessum hætti þarf að vera til staðar grunnnet um land allt, sem trygg- ir að atvinnufyrirtæki og einstaklingar hafi jafna að- stöðu í símaþjónustu og netstarfsemi hvar sem er á landinu." Úr forystugrein Mbl. 23. júií. Eftirlaunin hér og þar „Ég er að reyna að komast að bláköldum sannleik- anum svo ég viti hvað ég á að gera. Ég er náttúrlega orðinn hálfur Ameríkani svo ég hugsa ekki alveg eins og þið hérna. ... Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan ég hætti að vinna, 65 ára. Þá keypti ég mér ferðatöskur og ætlaði að fara heim - en það eru kom- in 18 ár síðan. ... En ég bara skil ekki peningana hérna. Ég kom hingað öðrum þræði með það í huga að flytja heim, eyða ellinni hér en peningalega er það ekki hægt. Ég lifi ágætlega á eftirlaununum þar sem ég hef en hérna myndu þau ekki duga í viku.“ Svavar Tryggvason Kanadabúi í viðtali í Degi 23. júlí. Góð áhrif á dilkakjötið „Fram hefur komið sú hugmynd hjá stjórnendum að rétt væri aö setja þá skyldu á sauðfjáreigendur að þeir hefðu sauðfé sitt lokað í girðingum til að koma i veg fyrir að ekið yrði á það. Alveg er fráleitt að setja þessa reglu og banna sauðfjáreigendum að láta fé sitt vera laust á beitarlandi oft uppi á ööllum. ... Ljóst er að ef dilkar eru lokaðir inni í girðingum þá hefur þaö augljóslega slæm áhrif á dilkakjötið. Góð áhrif hefur það á dilkakjötið að láta dilkana vera á opnum svæð- um, þannig að þeir geti fært sig mikið til. Jóhann Þórðarson í pistli sínum í Mbl. 23. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.