Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Page 33
10'V MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999
45
Valgerður Bergsdóttir sýnir í Gall-
eríi Sævars Karls.
Blýantsteikning-
ar og vefiíkingar
í Galleríi Sævars Karls í Banka-
stræti heldur Valgerður Bergs-
dóttir sýningu. Valgerður er
löngu vel kunn af verkum sínum
sem myndlistarmaður. Hún hefur
haldið einkasýningar og tekið þátt
í mörgum samsýningum á íslandi
og erlendis, einnig hefur hún hlot-
ið margvíslegar viðurkenningar
fyrir verk sín og störf að málefn-
um listamanna. Verk hennar má
finna á helstu söfnum.
Sýningar
Valgerður var skólastjóri
Myndlistaskólans í Reykjavík
árin 1994 til 1997 en hefur síðan
kennt við skólann og einnig við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. Valgerður sýndi í List-
munahúsinu 1993. Á sýningunni
núna, sem er framhald sýningar
hennar í Listmunahúsinu, sýnir
hún stórar blýantsteikningar
(210x150 og 180x160). í fjórum
þeirra fæst hún við veflíkingar á
sinn sérstaka hátt. Tvö verkanna
eru án titils, eru þau mjög per-
sónuleg. Ofinn er langur refill
sem skipt er í styttri borða eða
bönd eins og þegar um spjaldvefn-
að er að ræða. Sýning Valgerðar
Bergsdóttur stendur allan júlí-
mánuð. Henni lýkur 31. júlí.
Leikið af fingram fram á Sólon
Djammsession verður haldið á
Sóloni íslandusi í kvöld. Fram
munu koma saxófónleikararnir
Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson,
Haukur með trió sitt sem auk hans
skipa dönsku djassmennirnir Mort-
en Lundsby kontrabassaleikari og
Stefan Pasborg trommuleikari en
þeir hafa ásamt Hauki, sem búsett-
ur er í Danmörku, verið hér undan-
farna daga og leikið á höfuðborgar-
svæðinu og á Akureyri við góðar
undirtektir. Er þetta síðasta uppá-
koma tríósins að sinni.
Haukur og Ólafur eru báðir með-
Skemmtanir
al ungra og upprennandi djassleik-
ara okkar og þeir verða ekki einu
íslensku spilararnir sem stíga á
svið því eins og nafnið djamm-
session gefur til kynna munu góðir
gestir koma við sögu og leika af
fmgrum fram fram eftir kvöldi.
Haukur Gröndal er annar tveggja saxófónleikara sem djamma á Sóloni ís-
landusi í kvöld.
Veðrið í dag
Hlýtt aust-
anlands
í dag er gert ráð fyrir vestan og
suðvestan 8-10 m/s en 13-18 norðan
til á landinu. Dálítil súld með köfl-
um verður vestan- og suðvestan-
lands og hiti 10-14 stig. Bjartviðri
verður víðast annars staðar og hlýtt
i veðri. Víða austanlands verður
hiti um eða yflr 20 stig.
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri léttskýjað 18
Bolungarvík alskýjað 13
Egilsstaðir 19
Kirkjubæjarkl. léttskýjað 17
Keflavíkurflv. súld 10
Raufarhöfn hálfskýjað 15
Reykjavík súld 10
Stórhöfði þokumóða 10
Bergen skýjað 12
Helsinki léttskýjað 22
Kaupmhöfn hálfskýjað 21
Ósló úrkoma í grennd 19
Stokkhólmur 21
Þórshöfn léttskýjað 13
Þrándheimur skúr á síð. kls. 12
Algarve léttskýjað 22
Amsterdam hálfskýjað 25
Berlín léttskýjað 27
Chicago léttskýjað 27
Dublin skýjað 15
Halifax skúr á síð. kls. 17
Frankfurt hálfskýjað 25
Hamborg skýjað 25
Jan Mayen þoka í grennd 7
London hálfskýjað 26
Lúxemborg skýjað 25
Mallorca léttskýjað 28
Montreal 20
Narssarssuaq rigning og súld 8
New York hálfskýjað 28
Orlando þokumóða 26
París léttskýjað 28
Róm skýjað 26
Vín skýjað 24
Washington léttskýjað 23
Winnipeg þoka 23
Gaukur á Stöng:
Sögustund fuílorðinna
Gaukur á Stöng er sem fyrr vett-
vangur lifandi flutnings alla daga
vikunnar og er víst að allir geta
gengið þar að fjölbreyttri popptónlist
enda hafa eigendur staðarins verið
duglegir að kynna okkur það besta í
ýmsum tónlistarstefnum. Gaukur á
Stöng var opnaður í nóvember 1983
og var staðurinn fyrsta bjórkráin á
íslandi. Það voru fimm ungir náms-
menn er höfðu kynnst bjórdrykkju
og að einhverju leyti bjórmenningu
á námsárum sínum í Þýskalandi sem
stofnuðu staðinn. Er heim var komið
var frekar fátækleg flóran í veitinga-
húsamenningu landans og að auki
óleyfilegt að selja áfengan mjöð að
hætti víkinga til forna. Gaukur á
Stöng varð sem sé til upp úr vanga-
veltum fimmmenninganna og vanda-
málið með mjöðinn leyst þannig að
blandað var sterkum guðaveigum út
í pilsner samkvæmt ákveðnum for-
Bjarni Tryggva skemmtir gestum á
Gauknum í kvöld.
múlum (sem enn þann dag í dag er
haldið leyndum). Það var eins og við
manninn mælt: staðurinn varð strax
vinsælasti skemmtistaðurinn í
Reykjavík og fimmtán árum síðar er
Gaukurinn enn vettvangur margra
sem leggja leið sína í miðbæinn.
Skemmtanir
í kvöld skemmtir á Gauknum sá
kunni trúbador, Bjarni Tryggva.
Hann skemmtir gestum eins og hon-
um er einum lagið á sinn fyndna,
dónalega hátt og má segja að hann
haldi uppi sögustund fyrir full-
orðna. Bjarni Tryggva hefur lengi
verið í eldlínunni og ferðast vítt og
breitt með gítarinn í farangrinum.
Annað kvöld er svo komið að hin-
um vinsælu hljómsveitum Súrefni
og Quarashi.
Dagmar Silja
Litla telpan á mynd-
inni, sem fengið hefur
nafnið Dagmar Silja,
fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 24. apríl
síðastliðinn. Við fæðingu
Barn dagsins
var hún 3925 grömm og
51 sentímetri. Foreldrar
hennar eru Kristjana
Helga Harðardóttir og
Helgi Ragnar Guðmunds-
son og er Dagmar Silja
þeirra fyrsta barn. Fjöl-
skyldan býr i Hafnar-
firði.
*
Freddie Prinze jr. hlýðir skipunum
yfirmanns síns.
Wing
Commander
Sam-bíóin sýna framtíðarmynd-
ina Wing Commander. Árið er
2564, óþekktur og grimmur þjóð-
flokkur utan úr geimnum, sem
jarðarbúar kalla The Kilrathi, hef-
ur komist yfir leyniupplýsingar er
varða varnir jarðarinnar og
hyggjast notfæra sér þær til að
sigra jarðarbúa og setjast að á
jörðinni. Það hvílir því
þung ábyrgð á ung- ////////;
Kvikmyndir
>jjjjjjjj
inn flugmönnum sem
eru þeir einu sem standa í vegi
fyrir aö innrásin heppnist. Wing
Commander er byggð á þekktum
tölvuleik sem notið hefur mikilla
vinsælda og er eftir Chris Roberts
en hann leikstýrir einnig mynd-
inni.
í hlutverkum flugmannanna
eru Freddie Prinze Jr., Matthew
Lillard og breska leikkonan
Saffron Burrows. Þeim til halds
og traust eru David Warner,
Tchéky Karyo, David Suchet og
Júrgen Prochnow.
Nýjar myndir í kvikmynda-
húsum.
Bíóhöllin: Wild Wild West
Saga-Bíó: The Mummy
Bióborgin: Matrix
Háskólabíó: Óleðli)
Háskólabíó: Fuckin Ámál
Kringlubíó: Wing Commander
Laugarásbíó: Austin Powers
Regnboginn: Office Space
Stjörnubíó: Cube
Barn
dagsins
I dálkinum Barn dagsins eru
birtar myndir af ungbörnum.
Þeim sem hafa hug á að fá birta
mynd er bent á að senda hana í
pósti eða koma með myndina,
ásamt upplýsingum, á ritstjórn
DV, Þverholti 11, merkta Barn
dagsins. Ekki er síðra ef bamið á
myndinni er í fangi systur, bróður
eða foreldra. Myndir eru endur-
sendar ef óskað er.
Gengið
Almennt gengi LÍ 23. 07. 1999 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 73,810 74,190 74,320
Pund 116,980 117,580 117,600
Kan. dollar 48,940 49,250 50,740
Dönsk kr. 10,4100 10,4670 10,3860
Norsk kr 9,3730 9,4250 9,4890
Sænsk kr. 8,8160 8,8640 8,8190
Fi. mark 13,0266 13,1049 12,9856
Fra. franki 11,8076 11,8786 11,7704
Belg.franki 1,9200 1,9315 1,9139 «
Sviss. franki 48,2200 48,4900 48,2800
Holl. gyllini 35,1466 35,3578 35,0359
Þýskt mark 39,6010 39,8390 39,4763
(t. líra 0,040000 0,04024 0,039870
Aust. sch. 5,6287 5,6625 5,6110
Port. escudo 0,3863 0,3887 0,3851
Spá. peseti 0,4655 0,4683 0,4640
Jap. yen 0,633200 0,63700 0,613200
írskt pund 98,344 98,935 98,035
SDR 99,700000 100,30000 99,470000
ECU 77,4500 77,9200 77,2100
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270