Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Fréttir Laxá á Ásum, dýrasta veiðiá landsins: Nánast fisklaus - 300 laxar á land miðað við 950 í fyrra „Viö erum búnir að ganga meö ánni allri og höfum varla séö lax, á einum stað náðum við tveimur löx- um og þetta á að vera topptími," sagði Friðrik Brekkan, sem var að byrja með ítali í Laxá á Ásum um helgina. Aðeins hafa veiðst um 300 laxar í ánni, á móti um 950 löxum á sama tíma fyrir ári. Þessi dýrasta og feng- sælasta veiðiá landsins er nánast fisklaus þessa dagana. „Erlendir veiðimenn á undan okkur voru í þrjá daga og fengu ekki bein. Þetta lýsir ástandinu í ánni vel, það er lítið af fiski í henni. Þessir veiðimenn sem voru á undan okkur hafa oft veitt hérna áður. Við ætlum að reyna áfram. Við sáum lax stökkva neðarlega í henni, kannski koma einhverjir á næstu flóðum," sagði Friðrik sem hefur oft veitt vel í Laxá og þekkir hana vel. Laxá á Ásum er fengsælasta veiðiá landsins, engin veiðiá kemst Viðtalið lesiö fyrir Jónínu Helgarblaðsviðtal DV við Jón- ínu Benediktsdóttur 7. ágúst var tekið vegna persónulegra að- stæðna í lífi Jónínu eins og títt er um slík viðtöl, en ekki vegna áhuga hennar á byggingu hótels. Henni var fyrirfram kunnugt um þennan tilgang viðtalsins. Fyrir birtingu þess var það lesið fyrir hana í heild og samþykkt af henni. Fyrirsagnir og millifyrir- sagnir voru allar i fullu samræmi við efhi viðtalsins. Myndir með viðtalinu höfðu áður birzt í öðr- um fjölmiðli, án þess að hún hafi þá amast við þeim. Síðar tilkom- in óánægja hennar, sem kemur fram í grein hennar í Morgun- blaðinu í dag, stafar ekki af efnis- atriðum málsins. -Ritstj. Eldur kom upp á verkstæði á Hyrjar- höfða rétt fyrir klukkan tíu í gær- kvöld. Slökkviliðlnu gekk vel að slökkva eldinn. Kviknað hafði i tré- brettum og er talið líklegt að of heit steypumót hafi verið sett á þau. -íbk Hafnaríjörður: Harður árekstur Harður árekstur varð á Reykja- nesbraut í gærmorgun, rétt eftir klukkan átta. Málsatvik voru þau að bílar sem voru að mætast keyrðu saman. Taliö er að annar hafi farið yfir á vitlausan vegarhelming, en ekki er vitað hvor. Þriðji bílinn kom svo og keyrði inn í hliðina á þeim. Ekki urðu slys á fólki en að sögn lögreglu fór betur en á horfð- ist. Allir bílamir voru dregnir á brott með krana. í gærmorgun kviknaði í íbúð i Hafnarfirði og er talið að logi frá kerti hafi kveikt í gluggatjöldum. Slökkvilið fór á staðinn en þá var búið að slökkva eldinn. Ekki urðu miklar skemmdir. - EIS með tærnar þar sem hún hefur hæl- ana þegar hún er sínu besta formi. Á góðu sumri gefur áin 7 laxa á stöng. Er hægt að selja dýrasta dag- inn i henni á 200 þúsund. Hrunið milli ára er mikið. Núna era menn að borga 150-160 þúsund fyrir daginn en erlendir veiðimenn borga meira, bæði leiðsögumenn og flug til og frá landinu. Einhverjir koma síðan á einkaþotum sínum til veiðanna. Veiðimenn sem DV hefur rætt við síðustu vikurnar segjast aldrei hafa séð Laxá á Ásum svona fisklitla. Það þarf „stórgöngur" í næsta straum til að bjarga andliti hennar. Þaö er alvarlega laskað. Veiðin í Vatnsdalsá hefur ekki verið miklu betri en á Ásunum en aðeins hafa veiöst um 340 laxar. Þó er öllum laxi sleppt þar og hefur verið gert síðustu tvö árin. Laxá á Ásum og Vatnsdalsá eiga sama ósa- svæðið. -G.Bender Aðeins hafa veiðst um 300 laxar f Laxá á Asum, á móti um 950 löxum á sama tíma fyrir ári. DV-mynd G.Bender Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, og Davíð Oddsson ræddu í gær samstarf í sjávarútvegsmálum. Davíð býður hér Bondevik velkominn til viðræðufundar þeirra f gær. Eftir fundinn sögðu þeir sambúð landanna betri eftir að Smugudeilan leystist. DV-mynd þök Fundur um næstu skref í aðgerðum við E1 Grillo: Áætlaður kostnað- ur 4-6 milljónir - stýrihópur skipaður á næstunni Flakið af El Grilló LoömundarfjörSur ! Hér hvílir flak ! ! El Grilló : t’ Seyöisfjöröur HAj6\f)ört>ur Neskaupstaöur. Ákveðið var að stofna stýrihóp til að gera tillögur um aðgerðir við flak- ið af olíubirgðaskipinu E1 Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar, á fundi umhverfisráðherra með fulltrúum Hollustuverndar í gær. Kafarar stað- settu olíuleka úr skipinu um helgina, eins og DV greindi frá í gær. Stefnt er að því að því að stöðva þann leka, auk þess sem fyrirhugað er að ná því olíu- magni upp sem enn er í tönkum skips- ins. Verkinu hefur verið skipt í þrjá áfanga. Hinum fyrsta er þegar lokið. Næsti áfangi verður að koma í veg fyrir lekann, kanna ástands skips- skrokksins betur og hversu mikið ol- íumagn er í þeim tönkum sem voru skildir eftir opnir. I ljósi þessara upp- lýsinga verður tekin ákvöröun um framhaldið. Má gera ráð fyrir að þessi áfangi kosti 4-6 milljónir króna. Kæmi til þess að tæma þyrfti olíu úr flakinu myndi það hlaupa á tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna. Hundruðum þúsunda hefur verið kostað til rannsókna á skipsflakinu það sem af er þessu ári. „Það er álitið að vinna við áfanga númer tvö taki fjóra daga til viku á verkstað," sagði Davíð Egilsson, deild- arstjóri mengunarvama sjávar hjá Hollustuvemd ríkisins, við DV. „Þá eru eftir ferðir og tækjaflutningar. Þetta er fljótt að komast í verulegar upphæðir." Hann kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um hugsan- legan kostnað. Hann sagði ástæðuna fyrir stofnun stýrihóps nú vera þá, að stjómsýslan væri samstíga i mál- inu. Miklu máli skipti að nýta þá sérþekkingu sem menn byggju yfir. „Það er t.d. mjög mikilvægt að nýta þekkingu Landhelgisgæslunnar í málum af þessu tagi,“ sagði Davíð. Hann bætti því við að mikill áhugi væri á að taka á þessu máli. Fá þyrfti vit- neskju um ástandið þannig að hægt væri að bregðast við með skipuleg- um hætti. -JSS Stuttar fréttir i>v Deilt um R-listann Margrét Frímannsdóttir, tals- maður R-listans, tekur undir inn- mæli Guðmund- ar Árna Stefáns- sonar um R-list- ann en Ámi Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður listans, ekki. Árni Þór segir gagn- rýni Guðmundar Árna á störf R-list- ans óréttmæta og einkennast af pólitískri tækifærismennsku. Dag- ur sagði frá. 78% á móti Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu á Vísi.is vill að borgaryfirvöld hætti við áform sín um nýbyggingar í Laugardal. Samtals 1182 töldu rétt aö hætta við, eða um 72% þátttakenda. 28% eöa 454 vildu að haldið yrði áfram. Þátt- takendur voru samtals 1636 og stóð atkvæðagreiðslan yfir í fimm daga. Einungis eitt atkvæði er talið frá hverri tölvu í atkvæðagreiðslu á Vísi.is. Meint hindrun Aukin umferð vegna fyrirhugaðr- ar stórbyggingar á lóð við Skógar- hlíð gæti hindrað umferð slökkvi- bíla frá slökkvistöðinni við götuna, að mati slökkviliðsstjóra. Hann hef- ur krafist sérstakrar athugunar vegna þessa. íbúar á svæðinu hafa einnig mótmælt fyrirhugaðri bygg- ingu. Stöð 2 greindi frá. Kaup kaups Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra ræddi við landbúnaðar- ráðherra Noregs í gær um afnám tolla á íslenska hesta í Noregi gegn þvi að leyft verði að flytja inn norskar landbúnaðarafurðir hingaö til lands. Niðurstöðu er jafnvel vænst fyrir áramót. Misræmi Þótt milljarðar séu jafnan sagðir í veði komi einhverjar hindranir á hrossaútflutning virðast af ein- hverjum ástæðum aldrei nema rif- lega 200 milljóna króna útflutnings- verðmæti rata alla leið f útflutn- ingsskýrslur Hagstofunnar. Sam- kvæmt þeim var heOdarútflutnings- verðmæti lifandi hrossa aðeins um 184 milljónir á síðasta ári, að sögn Dags. Hjátrú tefur Stefnt var að því að stofna nýtt saltfisksverkunarfyrirtæki á Þing- eyri á fóstudag en stofnfundinum verður líklega seinkaö til laugar- dagsins vegna þess að fóstudaginn ber upp á 13. ágúst. Margir telja fóstudag sem ber upp á 13. dag mán- aðar mikinn óhappadag. Dagur sagði frá. Lægra gengi FBA Sölugengi bréfa FBA lækkaði um 5,5% á Verðbréfaþingi í gær. Gengi bréfanna hefur lækkað um 7% síðan á fimmtudag. Vill til íslands Forsætisráðherra Bæjaralands lýsti því yfir í hádegisverði sem hann hélt til heiðurs forseta íslands í gær að hann hefði mikinn áhuga á að heimsækja ísland og kynnast landi og þjóð. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, bauð hann vel- kominn til landsins. Fundað um leka Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra fund- aði með sér- fræðingum frá Hollustuvemd i gær um hvern- ig hindra megi olíuleka úr E1 Grillo í Seyðis- firði. Þriggja manna nefnd var sett í málið, auk þess sem kanna á þjóðréttarlega stöðu þess. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.