Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Lagasetning um dreifða eignaraðild Qármálastofnana: Truflar markaðslög- málin verulega Stjórnmálamenn eru hugsi yfir hugmyndum um að setja lög sem tryggi dreifða eignaraðild að fjár- málafyrirtækjum. DV ræddi í morg- un við stjórnarþingmennina Hjálm- ar Ámason og Vilhjálm Egilsson. Báðir lýstu sig samþykka þeim markmiðum sem slík lagasetning ætti að tryggja, þ.e. áframhaldandi samkeppni, en töldu að mjög vanda- samt væri að koma henni á án þess að trufla markaðslögmálin umtals- •wert. „Það er vissulega hægt að setja lög, en í þessu tilviki mjög vanda- samt að setja lög sem halda,“ sagði Hjálmar Árnason. Hjálmar, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins sagði að ekki væri hægt annað en að vera sammála þeim markmiðum sem menn vilja nálgast með lagasetningu. Hins vegar væri hætta á að með henni væri verið að Samtök atvinnulífsins: * Finnur Geirs- son formaður Samkvæmt heimildum DV mun formannahópur Samtaka atvinnu- lífsins leggja til að Finnur Geirs- son fram- kvæmdastjóri Nóa-Siríus verði formaður sam- takanna. Málið verður málið tekið fyrir á fundi í fyrra- málið. Á sama fundi er stefnt ^ð því að ganga frá tilnefningu iramkvæmdastjóra Stöð 2 greindi frá því i gærkvöldi að Ari Edwald ritstjóri Viðskiptablaðsins yrði liklega fyrir valinu sem fram- kvæmdarstjóri hinna nýju sam- taka. Þetta hefur ekki fengist stað- fest. -EIS taka ákvöröunarvald frá einstak- lingum og færa það til ríkisvaldsins sem væri mjög óæskilegt afturhvarf til fortíðar. Þá væri erfitt að setja slík lög án þess að banka- leynd og -trúnaði við viðskipta- menn væri ekki ógnað um leið. Þessar hug- myndir um laga- setningu hefur sem kunnugt er komið upp í kjölfar kaupa félags í eigu íslendinga sem skrásett er í Lúxemborg. Félagið sem heitir Orca SA keypti á dögunum fjórðungshlut í Fj árfestingarbanka atvinnulífsins af Kaupþingi og sparisjóðunum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur í fréttum lýst sig fylgjandi lagasetningu um dreifða eignaraðild fjármálastofnana en Finnur Ingólfs- son viðskiptaráðherra og Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknar- flokksins sér á því ýmis tormerki. Vilhjálmur Egilsson sem einnig á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd sagði við DV í morgun að lagasetn- ing væri mjög erfíð i framkvæmd. „Það er hins vegar spurning ef ver- ið er að tala um fyrirfram ákveðin fyrirtæki hvort ekki sé hugsanlegt að skoða samþykktir viðkomandi aðila, hvort það væri ekki styttri leið að sama marki og lagasetning. Þá yrði skoðað hvort ákvæði væru í samþykktum viðkomandi félaga um atriði eins og þak eða takmarkanir á atkvæðisrétti, þannig að enginn einn aðili gæti farið með meira en tiltekið magn atkvæða," sagði Vil- hjálmur Egilsson. -SÁ íbúar Grafarvogs: Ekkert má út af bera við Gullinbrú „Þegar aðeins ein leið er fyrir íbúa til og frá svona stóru hverfl hreinlega lok- ast hún ef slys eða eitthvað annað á sér stað. Þá kæm- ist fólk jafnvel ekki til síns heima eða frá hverfinu svo klukkustund- um skiptir. Þegar svona þýðingarmiklum umferðargötum er lokað er lágmarkskrafa að unnið sé við þær allan sólar- hringinn," sagði Friðrik Hansen Guðmundsson, formaður íbúa- samtaka Grafarvogs, við DV nú í Friðrik Hansen Guðmundsson. morgun, á fyrsta deginum af þrettán sem Víkurvegi er lokað og eina leiðin til og frá Grafar- vogi er um Gullinbrú. Friðrik sagði að þótt fregnir hefðu borist um að umferð hefði gengið prýðilega um Gullinbrú í morgun mætti ekki gleyma þvi að íbúamir hefðu áhyggjur af því að i raun mætti ekkert út af bregða. Hann sagði að framkvæmdaaðil- ar við Vikurveg myndu halda sig við upphaflegar áætlanir og hafa lokað þá þrettán daga sem verkið á að taka. Að sögn lögreglu í morgun hefur verið gert ráð fyrir því að hún og slökkvilið komist einnig um slóða á móts við Keldnaholt á meðan Víkurvegur er lokaður. -Ótt Ari Edwald. Þórarinn Sigþórsson tannlæknir: Gróðureyöing veldur minni fiskgengd „Það er miklu verri veiði í Laxá á Ásum heldur en oft áður. Áður fyrr var bannað að veiða úr hrygningar- t»ítöðvum efst í ánni eftir 15. ágúst, en nú má veiða út september. Ég held að þetta sé aðalástæðan fyrir lélegri veiði,“ segir Þórarinn Sig- þórsson. Spurður um veiði í fleiri ám á Norðurlandi sagði Þórarinn: „Veiði á Norður- og Norðaustur- landi er almennt verri í ár heldur en í fyrra. Sem dæmi mætti taka Laxá í Þingeyjarsýslu. Þar hefur óvenjumikill sandburður skemmt hrygningarstaði í ánni. Á sandburð- urinn rætur að rekja til gróðureyð- ingar sem veldur því að foksandur fer í ána.“ -EIS Það gleymir því enginn - fólkinu sem fórst þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Nagasaki og Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni. At- burðanna var minnst víða um heim í gær, þar á meðal við Reykjavíkurtjörn þar sem kertafleytingar að japönskum sið hafa tíðkast um árabil. DV-mynd E.ÓI. Beinar viðræöur um hrossatolla: Þetta er mögulegt - segir utanríkisráðherra „Þetta er mögulegt en við höfum ekki tekið neina endanlega ákvörðun mn það,“ sagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra, um þá skoð- un Guðna Ágústs- sonar landbúnað- arráðherra, að ís- lendingar eigi að taka upp beinar viðræður við við- komandi Evrópu- sambandslönd um hrossatolla. Halldór sagði að þetta væri mál sem kallaði á samþykki allra Evrópu- sambandslandanna. Allar breytingar kölluðu á samþykki hvers einasta Halldór Asgríms- son. lands. Samþykki framkvæmdastjóm- arinnar í Brussel nægði ekki eitt og sér. Aðspurður um eigið álit á beinum viðræðum íslendinga við Evrópusam- bandslöndin kvaðst Halldór ekki vilja tjá sig um málið umfram það sem hann hefði gert í DV áður. Halldór var spurður hvort athuga- semdir yrðu gerðar af hálfu stjóm- valda um framkomu þýskra tollyfir- valda gagnvart knöpum og gestum á heimsmeistaramótinu i Kreuth. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um það. Þá kvaðst hann ekki telja ástæðu til að ræða málið í heild sinni í ríkis- stjórninni fym en menn hefðu gert sér betri grein fyrir framhaldinu. -JSS Veðrið á morgun: Hæglætis- veður Breytileg átt verður á landinu, 3-5 m/s og skúrir. Hiti verður á bilinu 9 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Múrboltar Múrfestingar «6 Wrlfclsfíl Smlðjuvegur 5 200 Kóp. Slmi: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.