Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Fréttir Böðvar Bragason lögreglustjóri: Varaformaður Niðurskurður er nauðsynlegur „Til aö ná settum mörkum þurf- um við að beita öflugu aðhaldi,“ seg- ir Böðvar Bragason lögreglustjóri við DV vegna fréttar blaðsins í gær um aö ákveðið hefði verið að skera niður í starfsemi lögreglunnar. Lögreglan í Reykjavík hefur til ráðstöfunar 1.437 milljónir króna, samkvæmt fjárlögum. Lögi'eglan hefur verið dugleg að boða til frétta- mannafunda í sumar til að kynna aukinn árangur af starfi lögreglu. Ekki er langt síðan lögreglan sendi fréttatilkynningu um aukinn árang- ur í baráttunni gegn fikniefnum. - verkefnum verður forgangsraðað „Það er rétt að 32 starfsmenn eru að hætta, fimm lögreglu- þjónar eru aö fara í önnur störf, níu eru að fara í Lögregluskól- ann og þrettán afleys- ingamenn eru að hætta. Þeir fimm sem eftir eru eru með samning út september en samningarnir veröa ekki framlengd- ir,“ segir Böðvar. Aðspurður hvort Böðvar Bragason. niðurskurðurinn bitni á starfsemi lögreglunn- ar segir Böðvar: „Samkvæmt fjárlög- um höfum við bara ákveðna fjárhæð sem við þurfum að fara eft- ir. Vinnuálag er mjög misjafnt eftir árstíðum og vikum. Lögreglan mun forgangsraða verkefnum líkt og aðrir þurfa að gera. Baráttan gegn eiturlyfjum mun halda áfram af fullum krafti og niöurskurður mun ekki hafa nein áhrif á þá baráttu.“ Einnig er von á skipulagsbreyt- ingum hjá úthverfastöðvum lögregl- unnar en samræmt verður hvenær þær verða opnar. Eftir er að ræða hvort sá tími verður styttur. Mikil óánægja er innan raða lögreglunnar og mjög er rætt um af hverju rekstr- arkostnaður er mismikill í hveijum mánuði. Tala lögreglumenn um að þjónusta og almenn löggæsla muni sitja á hakanum ef af verður. -EIS Fékk höfrung á veiðislóð: Kjötið mýkra en jafnvel nautakjöt DV, Flateyri: „Þetta fer beint á grillið. Ég hef áður fengið höfrung og kjötið af þeim er mjög gott og miklu mýkra en jafnvel nautakjöt," segir Harald- ur Haraldsson, útgerðarmaður á Flateyri. Haraldur og Einar Val- geirsson róa saman á handfæra- bátnum Unni frá Flateyri og fengu þeir á dögunum höfrung þar sem þeir voru að veiðum á svokölluðum Hrygg, um 30 sjómílm- út af Barða. Haraldur hefur áður fengið slíka skepnu og segir hann nokkuð af höfrungi á veiðislóð smá- bátanna. Vel hefur fiskast hjá krókabátum á Vestfjörðum þegar gefið hefur til róðra. „Við höfum fiskað vel undanfarið, núna erum við búnir að fá 11 tonn á tveimur dögum á skak- inu. Ég geri út fimm krókabáta héðan sem ým- ist eru á handfæraveiðum eða á línu. Það hefur gengið vel þegar gefið hef- ur, verið gott fiskiri en þaö hefur verið í einu orði sagt bræla í allt sum- ar,“ segir Haraldur. -GS Haraldur Haraldsson útgerðarmaður verkar höfrunglnn sem hann fékk á færabát sínum á Vestfjarðamlðum. DV-mynd Guðm. Sig. Eriendu nekfatdansmeyjami Síðan sem sjónvarpsmenn bresku sjónvarpsstöðvarinnar SKY-News fjöll- uðu um í þætti sínum. Klámkóngar í DV á SKY-News í þætti bresku fréttasjónvarps- stövarinnar SKY-News í gær, „News around the world", var m.a. fjallað um helgarblað DV 24. júlí. Þar var fjallað um þá sjö aðila sem reka nektarstaði í Reykjavík. Töl- uðu fréttamennirnir um Island í þessu samhengi og sögðu eitthvað á þá leið að Reykjavík væri ekki sami litli, saklausi staðurinn og hann var áður. Fréttin sagði að nektarstaðir hér á landi hefðu sprottiö upp eins og gorkúlur. -EIS Vegir stjórnmálanna hafa á síð- ustu árum orðið órannsakanlegir og oftar en ekki óskiljanlegir. Á tímum kalda stríðsins voru hlut- imir miklu einfaldari. Línurnar milli hægri og vinstri, milli íhalds- ins og kommanna voru skýrar. Hægri menn voru með einkafram- takinu gegn ríkisvaldinu, vinstri menn böröust gegn auðvaldinu fyr- ir ríkisafskiptum, íhaldið var með steinsteypu en kommamir vildu græn svæði út um allar trissur o.s.frv. Þetta hefur snúist við á síð- ustu vikum. R-listinn hefur tekið steinsteypu- stefnuna upp á sína arma og vill byggja stórhýsi í Laugardalnum. Grænu svæðin sem vom í tísku á árum áður þykja ekki lengur fin. Nú skal þétta byggð og út- rýma útivistarsvæðum hvar svo sem þau finnast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig skipt um skoðun. Grænu svæðin em orðin þeirra hjartans mál. Steinsteypuflokkurinn er orðinn grænn en Steingi'ímur J„ Ögmundur og félagar, sem fyrir kosningar töldu kjósendum (með ágætum ár- angri) trú um að þeir væm grænt framboð, þegja þunnu hljóði. Jafnvel Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur tekið umhverfismálin upp á sína arma. Hann vill ekki byggja fleiri hallir í Laugar- dcdnum, hvorki undir fyrirtæki sem honum em þóknanleg né önnur sem aldrei hafa heillað hann. Þó er forsætisráðherra með meiri reynslu en flestir aðrir þegar kemur að byggingum. Á sama tíma og Ingibjörg Sólrún og Helgi Hjörv- ar hafa tekið upp harða steinsteypustefnu hafa þau tekið höndum saman við auðvaldið til að koma höggi á fyrirtæki sem á hátíöarstundum er sagt eign allra lands- manna. Reykjavikurborg hefur gert bandalag við Eimskip og fleiri auð- valdsfyrirtæki í gegnum Íslandssíma til að keppa við Landssímann i fjar- skiptaþjónustu. Á sama tíma snýst samgönguráð- herra og handhafi eina hlutabréfsins í Lands- símanum, til varnar fyr- ir hönd ríkisfyrirtækis- ins. Þannig hafa stjórn- málamenn endaskipti á hlutunum. Vinstri menn eru orðnir helstu hvata- menn samkeppni og ryðja brautina fyrir einka- framtakið en hægri menn hafa tekið sér varðstöðu um ríkisfyrirtæki. Allt ætlar um kolla að keyra hjá íhaldinu í Reykjavík út af nokkrum fermetrum sem á að nýta undir stein í Laugardalnum en gömlu kommarnir eru hljóðir og sumir fagna þeirri framsýni að byggja á grænum blettum. Er nema furða þó kjósendur séu áttavilltir í frumskógi íslenskra stjómmála? Dagfari Flestir telja að það sé nú klappað og klárt að Guðmundur Árni Stef- ánsson ætli að blanda sér í slaginn um leiðtogasæti Samfylkingarinn- ar. Áður hafa þau Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Jón Baldvin Hannibalsson ver- ið nefnd sem hugs- anlegir leiðtogir en talið er að Mar- grét Frímanns- dóttir eigi enga möguleika fari hún fram. Fram- boð Guðmundar Árna mælist almennt vel fyrir en telja má að þau Ingibjörg Sólrún og Jón Baldvin hafi meiri möguleika ákveði þau að fara fram. Guðmund- ur gæti hins vegar hæglega orðið varaformaður flokksins en flestir telja að þar muni Össur Skarphéð- insson hljóta rússneska kosningu láti hann undan þeim sem skora á hann að gefa kost á sér ... Bökustríð Sæunn Axels, sem er í forsvari fyrir samnefnt frystihús á Ólafsfirði, þurfti að segja öllu starfsfólkinu upp fyrir verslunarmannahelgina. Sæ- unn er mjög óhress með að Ólafsfirð- ingar fengu engan vinning i byggða- kvótahappdrættinu og vandar ráða- mönnum ekki kveðj- umar. En það er vandasamt að reka fleira en útgerð svo vel fari. Sama Sæ- unn kemur einnig að rekstri hótelsins og pitsustaðar því tengdum þarna nyrðra. Nú mun sótt að henni á því sviði þar sem eigandi grillbars í bænum ætlar í samkeppni við pitsu- gerð hótelsins. Mun Sæunn vera lítt hrifin af þessum samkeppnistilburð- um í túnfætinum en hingað til hafa þeir sem ekki eru ánægðir með hennar pitsur farið tfl Dalvíkur ... Öflugir Liðsmenn Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs fylgjast með gangi mála hjá Samfylkingunni með bros á vör. Væntanlegur slagur um leiðtoga Samfylkingarinnar kætir Steingrím J. Sigfús- son og félaga því þar á bæ eru engir til- burðir til að beijast um leiðtogasætið enda samstaða um að hafa Steingrím á toppnum eftir frækilegan kosn- ingasigur fram- boðsins. Helstu vonir vinstri grænna standa tfl þess að með slag um foringja Samfylking- arinnar muni hún klofna og þar með er sk. sameiningarferli komið á góða leið með að gera þijá flokka úr tveimur... Sægreifi Ekki virðist fuO samstaða innan Samfylkingarinnar um það hvernig eigi að berjast gegn kvótakerfinu þegar þing hefst að nýju. Flestir þingmenn Samfylkingarinnar eru andstæðingar kvótakerfisins og hafa barist í ræðu og riti fyrir því að veiði- ieyfagjald verði tek- ið upp. Þá hafa þingmennirnir bent á að það sé ástæða fyrir því að Halldór Ás- grímsson, for- maður Fram- sóknarflokksins, vOji halda kerfið enda eigi fjölskylda hans nóg af kvóta. Sama gildir víst um Lúð- vík Bergvinsson, þingmann Sam- fylkingarinnar á Suðurlandi, en fað- ir hans, sem gengur undir nafninu Beddi á Glófaxa, á nóg af kvóta og það virðist því standa mjög í Lúðvik að berjast gegn kvótakerfinu ... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.