Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 13 Hugleiðingar á ESSÓ-móti Kjallarinn Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður Eg fór norður á Akureyri um dag- inn. Barnabörnin mín voru með í fór en einn strákanna var í keppnisferð með fótboltaliði sínu úr Kópavogi. Það var m.a. til- gangur ferðarinnar hjá okkur afa, ömmu, foreldrum og ekki síst hinum fótboltastrákunum í fjölskyldunni að hvetja okkar mann og hans lið í viður- eign þeirra við aðr- ar vaskar fótbolta- hetjur. Það er gam- an að fylgjast með krökkum í svona keppni. Kraftur og lífsgleði skín úr einbeittum andlitssvip þar seih hver og einn leggur sig allan fram. Á þessum aldri efast enginn þátttakenda í keppni um tiltrú stuðningsmann- anna. í fótboltanum eiga allir strákar sér fyrirmyndir, leikmenn í bæði innlendum og erlendum knatt- spyrnuliðum. Maður hefur á til- finningunni að í hita leiksins sjái hver og einn sig í gervi hetjunnar sinnar. Allir ætla þeir að verða öfl- ugir og eftirsóttir knattspyrnu- menn í fyllingu tímans, í liði sem vinnur sigra. Hvatning frá hliðarlínunni Það var leikið á mörgum knatt- spyrnuvöllum á Essómótinu og þess vegna fóru margir leikir fram á sama tíma. Stuðningsmenn keppendanna stóðu við hliðarlin- ur. Það var nokkuð misjafnt hvað áhorfendur létu mikið í sér heyra en oftast var mikið fjör á hliðarlín- unni. Hvatningarorðin voru hvergi spöruð: „Spila saman - gefa boltann - fara í þá - nei, ekki sóló.“ Eða : „Vel varið, Skúli - sækja fram, Pétur -, skora núna, Andri.“ Öflug hvatningarorð voru sannkallaður orkugjafi í unga fæt- ur og alveg ótrúlegt hvað þessar litlu knatt- spyrnustjörnur sýndu mikil tilþrif.. En liðin voru ólík. Sums staðar hafði náðst að byggja upp góðan samleik og gaman að sjá taktana á vellinum, meðan önnur lið voru hópur áhuga- samra stráka þar sem hver og einn rembdist við að verða hetja dags- ins, helst að vinna leik- inn á eigin spýtur. Samspil er uppeldi Það léku ekki allir jafn vel saman. Og það var misjafnt hvað leik- —..... mönnunum tókst að nýta sín tækifæri. En öll liðin og hver einasti leikmaður var mætt- ur til leiks með þá hugsun að gera sitt besta. Að vera góður, að vera verðugur fulltrúi síns félags. Trú- lega fannst hverjum um sig að hann hefði staðið sig vel, það hefðu verið einhver eða einhverjir aðrir í liðinu sem ekki stóðu sig. Einhver annar sem átti að gefa boltann en ekki að reyna að skora „Samhliða jákvæðrí leiðsögn verða þeirað finna að það sé trú- að á þá. Átrúnaður leiðbeinand- ans, fjölskyldu, velunnara og annarra liðsmanna er hvort tveggja í senn dýrmætur stuðn- ingur og hvatning til dáða.“ sjálfur, einhver annar sem var ekki á sínum stað í vörninni. Hver sá sem fylgist með æsk- unni í íþróttum finnur vel hvað slík þátttaka hefur mikið uppeldis- legt gildi. Þar læra börn að í hópí- þróttum er árangur undir því kominn að liðið leiki vel saman. Það er ekki nóg að leikmennirnir eigi sér markmið. Samhliða já- kvæðri leiðsögn verða þeir að finna að það sé trúað á þá. Átrún- ------------l aöur leiðbeinand- ans, fiölskyldu, velunnara og ann- arra liðsmanna er hvort tveggja í senn dýrmætur stuðningur og hvatning til dáða. í íþróttum gildir - og það á líka við í lífinu almennt - að með neikvæðri gagnrýni vinnast sigrar. Bjartsýni, hvatning skapar tæplega miklir stuðningur og gott lið og lið sem leikur saman er ávísun á árangur. Rannveig Guðmundsdóttir „Hver sá sem fylgist með æskunni í íþróttum finnur vel hvað slík þátttaka hefur mikið uppeldislegt gildi.' Raunir í einkarekstri í Hafnarfirði eru menn um þess- ar mundir að athuga, hvort frá lagalegu sjónarmiði sé ekki hægt að fela einkaaðilum kennslu í ein- um af grunnskólum bæjarins. En þegar er búið að bjóða út sjálfan rekstm'inn á skólanum. Mörgum sem leiðir eru orðnir á að hlusta á kvart- anir kennara hefur efalaust fundist þetta ágæt hug- mynd. Hagræðing og sparnaður er oft auðveldari í einka- fyrirtækjum en hjá hinu opinbera. Einkafyrirtæki get- ur einnig á auð- veldari hátt losnað við óhæfa eða erf- iða starfsmenn. Með því að bjóða út kennsluna gæti bæjarfélagið því losnað við mörg óþægindi. Arðurinn skilar sér seint Að bjóða út kennsluna er þó tví- eggjað mál. Skilyrði sem einkaað- ilar setja á hvers kyns rekstur er að hann skili eigendum sínum arði. Arður skólastarfsins í hefð- bundnum skilningi hefur aftur á móti verið það framlag sem nem- endur dagsins í dag skila til þjóð- félagsins á fullorðinsárum sínum. Þetta er einmitt ein af ástæðum þess að sanngjarnt hefur verið talið. af hinu opinbera að reka skólana. Hvort við fáum hagnað eða tap er i þessu eins og í öðru háð rekstrarskilyrðum: Samfélag- inu sjálfu, fjölskyldum, eiginleik- „Að bjóða út kennsluna er þó tví- eggjað mál. Skilyrði sem einkaaðil- ar setja á hvers kyns rekstur er að hann skili eigendum sínum arði. Arður skólastarfsins í hefðbundn- um skilningi hefur aftur á móti ver- ið það framlag sem nemendur dagsins í dag skila til þjóðfélags- ins á fullorðinsárum sínum.“ um nemenda, hæfni kennara, stjómunarháttum o.fl. Þessi skilgreining arðsins nýtist ekki einkaaðilum. Því ber að skil- greina arðsþáttinn að nýju. Hver er sanngjöm umbun þess sem tek- ur að sér að reka skóla í almenn- ingsþágu? Á hann ekki skilið sam- bærileg laun og aðrir sem standa að sjálfstæðum rekstri? Hið opin- bera má samt ekki missa sjónir af tilgangi menntunar, það að „fram- leiða“ nýta þegna sem byggja upp landið og skila menningararfi þjóðarinnar til næstu kynslóða. Þó að spamaður sé eitt markmiða í útboð- um hins opinbera em verð og gæði yfirleitt alltaf borin saman. Þannig gerist það oft að sá sem á lægsta tilboðið fær ekki verkið. En hvemig er hægt að sjá hvert kennslutilboða er hagstæðast, ef árangur- inn sést ekki fyrr en eftir 15-20 ár? Gæðaviðmið eru ekki áreiðanleg í sumum löndum, til dæmis í Bretlandi, hafa menn reynt að vega salt á milli hugmynda um einkarekstur og samkeppni ann- ars vegar en haldið samt í kröfuna um sömu menntun fyrir alla. Þeir hafa úthlutað hverjum skóla rekstrarfé eftir nemendafjölda. Foreldrum er þá í sjálfsvald sett í hvaða skóla þeir senda bömin sín. Þetta hefur skapaö samkeppni milli skólanna og knúið þá til að bæta kennsluna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að erfitt er að meta árangur skólastarfsins svo að Kjallarinn hægt sé að gefa áreiðanlegar upp- lýsingar. Alls konar sam- ræmd próf hafa ver- ið tekin í notkun, en þau mæla ekki þá eiginleika, sem ef till vill vega hvað mest í æviferli manna: Persónu- lega eiginleika, samskipta- og að- lögunarhæfni, þrautseigju og dugnað. Þannig get- ur einhver verið mjög hár á skrifleg- um prófum en ......... hann skortir hæfi- leika til að yfirfæra þekkingu sína á daglegt líf. Hún nýtist honum þá lítt í framtíðinni, þegar skólanum lýkur. Annar getur verið eilífur fallkandídat en spjarar sig samt sæmilega í atvinnulífi. Foreldrar og yfirvöld hafa þó ekkert annað en þessar prófaniðurstöður í hönd- unum og trúa því að því hærri sem einkunnaskalinn er, þeim mun betri sé skólinn. Af öllu þessu sést að að mörgu þarf að hyggja þegar ákvarðanir um róttækar breytingar á skóla- kerfi verða teknar. Marjatta ísberg Marjatta Isberg fil. mag. og kennari Með og á móti A ríkið að selja FBA strax á þessu ári? Andri Svcinsson, verAbréfadelld Búnaðarbankans. Aö undanförnu hefur talsvert verið rætt um það hvort, hvenær og hvernig sala á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins geti farið fram. Mikið hefur verið deilt um eignaraðild að bankanum og meö hvaða hætti sé hægt að halda henni dreifðri og sýnist hverjum sitt í því máli. Töf á einkavæð- ingu minnkar trúverðugleika ríkisstjórnar „íslenskur hlutabréfamarkaður hefur eflst mikið og er markaðurinn nú mun dýpri en hann var. Að hluta til má þakka þetta einkavæðingu ríkisstjómarinnar, en margir ein- staklingar hafa þar stigið sín fyrstu skref á hlutabréfamark- aði. Þegar sala á hlutabréfum FBA átti sér stað töldu margir að um væri að ræða of mikið af hluta- bréfum fyrir inn- lendan markað, en raunin varð önnur þar sem um 11 þús. einstak- lingar skráðu sig fyrir hlut og var umframeftirspurn mikil. Þegar Bún- aðarbankinn var einkavæddur um síðustu áramót óskaði þriðjungur landsmanna eftir hlut, sem hlýtur að vera einsdæmi í heiminum. Sú góða afkoma sem FBA skilaði fyrstu sex mánuöi þessa árs styrkir enn frekar þau rök að ríkisstjórnin eigi aö hraöa einkavæðingaferli sínu. Ríkisstjórnin á að nýta sér þann áhuga sem ríkir meðal almennings á hlutabréfamarkaði ásamt háu gengi hlutabréfa í bankanum og hraða einkavæðingu. Á þetta einnig við um einkavæðingu Búnaðar- banka, Landsbanka og Íslandssíma. Öll töf á einkavæðingu þessara fé- laga skapar óvissu á hlutabréfa- markaði og minnkar trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Leikreglur þurfa að vera skýrar, þannig að þeir aðil- ar sem vilja gerast stórir hluthafar og hafa þannig áhrif á rekstur félag- anna geti gert slíkt án þess að þurfa sífellt að hafa áhyggjur af stjóm- valdsaðgerðum." Einkavæðing- arfárið líkt og trúboð „Ég er hiklaust þeirrar skoðun- ar að ríkið eigi ekki að selja fleiri fyrirtæki að svo stöddu. Þaö era mörg álitamál varðandi einkavæð- ingu fjármálastofnana og má nefna margt í því sam- bandi, til dæmis kapphlaupið í kringum einka- væðingu Búnað- arbankans. Mín skoðun er reynd- ar sú að ríkið eigi ekki að selja fleiri fyrirtæki fyrr en búið er að staldra við og fara yfir málin. Það þarf að móta skýra og fasta stefnu í þessum málum, það þýðir ekki bara að tala um að það að dreifa eignaraðild og setja svo eng- ar reglur um hvemig eigi að fram- kvæma þessi mál. Menn verða ómarktækir ef menn ætla aö haga sér þannig. Þá stöndum við frammi fyrir þeirri hættu að eignarhluti færist yfir á fáar hendur. Þetta þarf allt að athuga vel og við í Vinstri- grænum viljum mynda þverpóli- tíska nefnd sem fer yfir hlutverk hins opinbera og sveitarfélaga gagnvart einkageiranum. Við vilj- um móta skýrar reglur um þessi mál . Þetta einkavæðingarfár sem gengur yfir sem trúboð má ekki verða með þvílíku offorsi að aðeins standi eftir embætti forseta og bisk- ups.“ -þor Stelngrímur J. Sig- fússon, formaöur vinstrí-grænna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.