Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 9 Utlönd Albanir og Serbar í Mitrovica tala í kross: Frönsku friðargæslulið- arnir sakaðir um hroka Albanir og Serbar I bænum Mitrovica í norðurhluta Kosovo ræddust við í þrjár klukkustundir í gær án þess að þeir kæmu sér sam- an um ferðafrelsi til handa íbúun- um. Mitrovica er skiptur bær þar sem bæði Albanir og Serbar eru fjölmennir. Bajram Rexhepi, leiðtogi Alban- anna, sagði fréttamönnum að hann hefði þrýst á að flóttamannafjöl- skyldur fengju að snúa aftur til síns heima hið allra fyrsta en Serbar hefðu krafist þess að því yrði frestað. „Áætlanir okkar hljóðuðu upp á að íbúarnir yrðu komnir heim inn- an fimmtán daga en Serbarnir sögðu að lokafresturinn skyldi verða í september árið 2000,“ sagði Rexhepi sem albanskir íbúar Mitrovica líta á sem bæjarstjóra. Albanir í Mitrovica halda dagleg- ar mótmælaaðgerðir gegn skipt- ingu bæjarins. Albani í bænum Mitrovica í Kosovo hrópar ókvæðisorð að frönskum friðar- gæsluliðum sem koma í veg fyrir að Albanirnir komist inn í hverfi Serba. Hashim Thaqi, leiðtogi Frelsis- hers Kosovo sagði í gær að skipt- ing Mitrovica væri ólögleg og kall- aði franska friðargæsluliða ólýð- ræðislega og hrokafulla fyrir að hefta ferðafrelsi íbúanna i bæn- um. Hann lét orð í þá veru falla eftir að Albanir lentu enn einu sinni í átökum við frönsku gæsluliðana sem komu i veg fyrir aðþeir gætu þrammað inn í norðurhluta bæjar- ins, þar sem Serbar eru fjölmenn- astir, til að endurheimta heimili sin og sameina á ný fjölskyldur sem stríðið hafði stíað í sundur. Thaqi sagði að ályktanir Sam- einuðu þjóðanna hefðu veitt trygg- ingu fyrir því að héraðið þar sem Albanir eru í meirihluta, væri óskipt. Norðurhluti Mitrovica er stærst nokkurra svæða þar sem Serbar hafa leitað ásjár gæsluliða SÞ gegn hefndarþorsta Albana. Albright til Mið- Austurlanda eftir þrjár vikur Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, heldur til landanna fyrir botni Miðjarð- arhafsins í ágústlok eða septem- berbyrjun, tveimur vikum síðar en áformað var I upphafi. Hún frestaði fór sinni að beiðni Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, sem vildi fá meiri tima til að jafna ágreining sinn við Palestínumenn um hvenær ætti að hrinda í fram- kvæmd friðarsamningunum sem gerðir voru í Bandaríkjunum á síðastliðnu hausti. Carlos Belo biskup, andlegur leiðtogi íbúa Austur-Tímor, tekur í hönd Megawati Sukarnoputri, leiðtoga stærsta flokksins í komandi ríkisstjórn í Indónesíu, eftir fund þeirra í Dili, höfuðborg hins umdeilda héraðs. Belo sagðist vona að Megawati myndi virða úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 30. ágúst um framtíðarskipan mála á Austur-Tímor. Sólmyrkvinn skapar hættu á blindu: Sígaretta í augað - sé horft beint í sólina Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa gengist fyrir umfangsmikilli herferð til að vara fólk við hætt- unni á augnskemmdum sem ávallt fylgir því að horfa beint í sólina. Sjáifstæð góðgerðasamtök, Fight for Sight, hafa enn fremur boðið til Bretlands 12 ára gömlum bandarískum strák, David Berger- Jones, sem blindaðist varanlega á vinstra auga eftir að hafa horft á sólmyrkva gegnum sjónauka og þrátt fyrir að vera með gleraugu. Geislar sólar brenndu á nokkrum sekúndum gat á sjón- himnuna, líkt og sígarettu hefði verið stungið í augað. Árið 1927, þegar sólmyrkvi varð síðast í Bretlandi, blinduðust 20 manns en veðursérfræðingar segja raunar að litlar likur séu á að „góðar" aðstæður verði til að skoða myrkvann, vegna veðurs. Indverskir unglingar í Bombay máta „sólmyrkvagleraugu" sín. Bretland: Kennedy tekur við af Ashdown Frjálslyndi demókrataflokkur- inn í Bretlandi, þriðja stærsta stjórnmálaafl þar í landi, kaus sér nýjan leiðtoga í gær í stað Paddy Ashdown, sem gegndi starfinu í 11 ár og reisti flokkinn upp úr öskustónni. Fyrir valinu varð Charles Kennedy og er talið lík- legt að sú niðurstaða verði til þess að festa í sessi tengsl flokks- ins við stjómarflokkinn, Verka- mannaflokk Tonys Blairs, hinn aðal vinstri-miðjuflokk Bretlands. Kennedy hefur þó heitið þvi að verða ekki strengjabrúða Verk- mannaflokksins, sem ræður 419 þingsætum af 659 á móti 46 sætum Frjálslyndra demókrata. Kennedy sagði að flokkurinn myndi í næstu kosningum bjóða sterkan, framsækinn og sjálfstæð- an valkost í breskum stjórnmál- um og sagðist mundu berjast fyr- ir félagslegu réttlæti, umhverfis- málum og aukinni þáttöku Breta í Evrópumálum. Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunun og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Islands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Kristinn F. Arnason, sendiherra Islands í Noregi, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu fímmtudaginn 12. ágúst nk. kl. 9--12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Króatíu, Makedóníu, Póllands, Slóvakíu og Tékklands. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900. Grensásvegi 11, sími 588 5300. BOBfiABBfT.ASAT.AW Nissam Maxima QX 3,0, árg. 1998, ek. aðeins 8 þús. km, með V6 vél, 3,0, 193 hö., hlaðinn aukahlutum, t.d. leðurklæddur, sóllúga, ABS o.fl. o.fl. Verð 2.900.000. Kostar nýr 3.400.000. Ath. skipti á ódýrari bíl. Bifreiðin er til sýnis á Borgarbílasölunni, sími 588 5300 Toyota Hilux double cab, árg. 1993, með 4,3 Vortec GMC vél, 210 hö, ek. ca. 35 þús. km en 54 þús. á boddí. 38“ dekk, loftlæsingar, loftdæla, afturhásing færð aftur um 20 cm, gormar að aftan, McPherson að framan, spil að framan og affan, ssk., skriðgír, hlífðarpanna undir vél, original hlutföll, talstöð, GSP o.fl. Tilbúinn á fjöll. Verð 2.700.000. Er til sýnis á Borgarbílasölunni, s. 588-5300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.