Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999
Spuriiingin
Hver eldar á þínu
heimili?
Sara Björg Ágústdóttir nemi:
Mamma og pabbi.
Þorsteinn Lúðvíksson, 12 ára:
Oftast mamma.
Helgi Þór Guðjónsson, 12 ára:
Mamma og Pizzabær.
Jórunn Inga Kjartansdóttir, at-
vinnurekandi og húsmóðir: Ég
elda.
Guðbjörg Haraldsdóttir banka-
starfsmaður: Það er ég.
Arnar Gunnarsson bílstjóri: Það
eru ég og mamma.
Lesendur
Afengi er enn
stærsta felumáliö
- fæst öliö afgreitt út á kút?
Áfengismál landsmanna eru enn felumál. - Hví nægir vínveitingaleyfi við-
komandi veitingahúss ekki fyrir framreiðslu úti sem inni? spyr bréfritari m.a.
Einar Magnússon skrifar:
Hér hefur löngum verið kneyfað
ölið og mjöðurinn runnið ljúflega
niður kverkar langflestra lands-
manna. En ekki allra. Og það er
einmitt sá hluti landsmanna sem er
ekki sáttur við að sjá mjöðinn
renna niður kverkar hinna. Laga-
bálkar eru smíðaðir og endurbættir
til að varna íslendingum neyslu
áfengis á sama hátt og gildir í öðr-
um löndum. Það hefur ekki dugað.
Alltaf sjá þeir sem vilja neyta áfeng-
is leiðir til að fara fram hjá reglun-
um um takmarkaðan aðgang að
víni. - Já, og bjórinn, gleymum hon-
um ekki.
Eftir að íslendingar komust loks
skrefi framar í áfengismenningunni
og fengu lífleg veitingahús á hvert
hom nánast í hvaða sveitaþorpi
sem er var líka leyft að selja vín og
áfengan bjór á flestum þessara
staða. En lagasmiöir voru ekki
framsýnir, þeir tóku ekki með í
reikninginn að veitingahúsagestir
myndu vilja neyta veitinganna úti
við ef vel viðraði. Og þar stendur
hnífurinn enn í kúnni. Það hefur
frést að sum veitingahúsanna séu
að bera áfengi til gesta sem sitja við
borð fyrir utan. Löggæslumenn taka
vart á heilum sér við að sjá bjórinn
borinn út í dagsbirtuna til veitinga-
húsagesta.
En sum veitingahús, skilst mér,
mega bera út ölið ef þau hafa fengið
aukaheimild til þess. Það þarf nefni-
lega tvöfalda heimild til vínsölu á
veitingahúsunum, aðra innanhúss,
hina utanhúss. Og það er ekki öll
vitleysan eins, sem betur fer, það
væri þá líka ekkert gaman að
henni. Nú verða því allir veitinga-
menn sem vilja teljast þjónustu-
lundaðir og gera vel við gesti sína
aö sækja um aukaheimildina til að
bera áfengið út í sólskinið.
En er hægt að leysa deiluna á far-
sælan hátt með því að hylja áfengið,
t.d. að setja það á kút, svo að ekki
skeri það eins í augu löggæslu-
manna er þeir eiga leið um? Eða
ætlum við íslendingar að reyna að
vera skynsamir einu sinni og líta
svo á að eitt vínveitingaleyfi dugi
hverju veitingahúsi, innan sem
utan? Að hætta skinhelginni með
áfengi í máli og myndum? Leyfa
auglýsingar í fjölmiðlum líkt og út-
lendingum leyflst hér á landi (í
blöðum, tímaritum og í sjónvarpi)
og semja okkur að siðum nágranna-
þjóðanna sem við tökum okkur til
fyrirmyndar á öllum sviðum - nema
í áfengismálum?
Þingmenn sviku Olafsfirðinga
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Tómas Ingi Olrich og Valgerður
Sverrisdóttir alþingismenn létu hafa
við sig viðtal út af málefum Ólafs-
firðinga og uppákomu fyrirtækisins
Sæunnar Axels á staðnum. Þau stað-
hæfðu bæði að hér væri við erfitt
mál að eiga, bulluðu um allt og ekk-
ert, en stuðning við Ólafsfirðinga
var engan að hafa úr þeirra munni.
Þingmennimir áttu að sjálfsögðu
að gera kröfu um að Ólafsfirðingum
yrði úthlutað kvóta tafarlaust, og
hefðu þau lagt sig fram þá er meira
en líklegt að úrbætur hefðu fengist
Ólafsfirðingum til handa. Og til að
kóróna ósvífnina segir talsmaður
Byggðastofnunar að hann eigi ekk-
ert sökótt við Sæunni Axels! Hvílíkt
buU. Er maðurinn ekki í lagi?
Ólafsfirðingar munu ekki gleyma
heldur geyma hlutina þar tU í
næstu kosningum. Því munu þeir
ekki gleyma að þessir tveir þing-
menn ásamt forstöðumanni Byggða-
stofnunar ljáðu ekki máls á því að
rétta íbúunum hjálparhönd eins og
auðvelt hefði þó verið fyrir þá, og
gullið tækifæri raunar, fyrir fram-
an alþjóð.
Ólafsfirðingar eru ekki öfunds-
verðir af utanaðkomandi aðstoð á
þessari stundu. - Auk þess sem fjöl-
miðlafréttir hafa veriö afar mis-
vísandi um ástand bæjarfélagsins
og vakið óróa og óvissu.
Landsbyggðarlið njóti sannmælis
- árás íþróttadeildar Morgunblaðsins
Magga Beta skrifar:
Stærsta dagblað landsins, sem að
vísu kemur ekki út á mánudögum,
Morgunblaðið, hefur farið offari í
umfjöllun sinni um landsbyggðarlið
í Landssímadeildinni á íþróttasíð-
um sínum í sumar. Á sama tíma
dekrar Mogginn svo við vesturbæj-
arrisann, sem fagnar aldarafmæli,
að það er eins og Mogginn hafi
ákveðið að færa þeim röndóttu ís-
landsmeistaratitilinn í afmælisgjöf.
Annað lið sem hefur mátt þola
ótrúleg skrif er Akranes. Við hinir
gulu erum vissulega ósáttir við
gengi liðsins en skrif Moggans um
leiki þess eru fyrir neðan allar hell-
ur. Þrátt fyrir gott gengi í Evrópu-
keppni og bikar hefur varla birst já-
kvæður stafur um leiki liðsins held-
ur allt gert til þess að skíta leik-
menn og þjálfara út.
1L[1©[11MI[d)Æ\ þjónusta
allan sólarhrim
mynd af
um sinum sem
i á lesendasíðu
Úr leik KR og Leifturs í Frostaskjólinu. - Bréfritara gremst grein sem birtist
í Mbl. um leikinn.
Síðast en ekki síst birtist alveg
ótrúleg grein um leik KR og Leifturs
á síðum Morgunblaðsins á dögunum.
Hefur annað eins aldrei sést á prenti
fyrr né síðar. Greinin var lituð af út-
lendingafordómum. Blaðamaður
sagðist t.d. ekkert skilja í því hvers
vegna Leiftur, sem eyddi peningum í
alla þessa útlendinga, kæmi á KR-
völlinn til þess að spila vamarleik!
Fagleg stjórn á íþróttadeild Morg-
unblaðsins finnst mér satt að segja í
molum eftir að Skapti Hallgrímsson
hætti, og fór svo alveg niður eftir að
Steinþór Guðbjartsson hætti. Ég
skora á ritstjóra Morgunblaðsins að
taka mál íþróttadeildarinnar til
rækilegrar endurskoðunar og stokka
upp í starfsliðinu þar. Þá skora ég á
íþróttadeildir annarra fiölmiðla að
öll lið fái að njóta sannmælis, líka
þau sem eru úti á landi. - Ég vil svo
nota tækifærið og óska KR til ham-
ingju með aldarafmælið.
DV
Eru þjálfarar
að eyðileggja
starf KSÍ?
Sigurður skrifar:
Sumir halda því fram að þjálf-
ari sem sé að missa niður um
sig, eða að missa stöðu sína, sjái
það ráð eitt að fá erlenda leik-
menn, og helst þeldökka, því
þeir séu betri. Vissulega eru til
sæmilega góðir leikmenn erlend-
ir, og einnig frábærir, en það eru
líka hundruð ungra stráka t
yngri flokkunum sem eru mjög
góðir leikmenn. En hinir er-
lendu eru teknir framyfir inn-
lenda í yngri flokkunum. Ég veit
um nokkra unga stráka sem
beinlínis hafa hætt því þeim
finnst þeir ekki fá tækifæri, og
eru þó sumir mun betri en þess-
ir erlendu leikmenn sem verið er
að dekra við af þjálfurum. KSÍ
ætti ekki að þurfa að styrkja þau
félög sem láta erlenda leikmenn
ganga fyrir. Svo einfalt er það
frá mínu sjónarmiði.
Síðasta
þjóðhátíðin
á öldinni?
Óskar Þórðarson skrifar:
Svo virðist sem það vefiist
nokkuð fyrir mönnum hvort
árið 2000 heyri til öldinni sem nú
er á sínu næstsíðasta ári eða
þeirri sem hefur göngu sína með
árinu 2001. Ef mér hefur ekki
misheyrst þá sagði fféttamaður
Sjónvarpsins, sem var að lesa
pistil mn þjóðhátíð Vestmanna-
eyinga, að þeir héldu nú sina
þjóðhátíð, þá „síðustu á þessari
öld“. Mér flaug í hug hvort bless-
aður maðurinn væri að tilkynna
að Vestmanneyingar ætluðu
ekki að halda þjóöhátíö á árinu
2000? - Að lokum þessi litla
staka:
Mér skilst að óþörfu standi
styrr/ en staðfest er engu að síö-
ur/ að aldamót verða aldrei
fyrr/ en árið 2000 líöur.
Þjóöverjar
beita
hörkunni
Adolf hringdi:
Mér finnst Þjóðverjar vera
famir að nálgast fiórða áratug-
inn í framferði sínu á heims-
meistaramótinu í hestaíþróttum
í Kreuth í Þýskalandi þegar þeir
nánast stöðva keppnina til að ná
í svo til hvem keppanda til að yf-
irheyra þá í tengslum við
hrossaútflutning héðan til
Þýskalands þar sem einhverjir
óprúttnir náungar hafa verið að
ólmast með innflutningsnótur
yfir íslenska hesta. Hitt finnst
mér ekki koma að sök þótt
hrossaútflyfiandi íslenskur, sem'
sá um alla pappíravinnu vegna
útflutningsins á hestum í tengsl-
um við mótið, sé yfirheyrður.
Hann sleppur þá líka sé ekkert
athugavert við tiltekna pappíra.
Erlendir saka-
menn fái ekki
landvist
K.S. skrifar:
Mér finnst furðulegt að lesa
fréttir um að hér á landi sé kona
sem gerir kröfu um að erlendur
kynferðisafbrotamaður fái hér
landvistarleyfi. Mér finnst þetta
satt að segja vera mikil ósvífni.
Við íslendingar höfum nóg fyi-ir
af innlendum sakamönnum þótt
við förum ekki að flytja þá inn.
Það hlýtur að vera lágmarks-
krafa til Hæstaréttar að hann,
sem á að vera sverð og skjöldur
íslendinga, tryggi að um alla
framtíð sé landið lokað erlend-
um sakamönnum. Sama hvaðan
þeir koma eða hvar þeir eiga
uppruna.