Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 27 * Rodman og Car- men í klámið? Draumatengdasonurinn Dennis Rodman sagðist í viðtali á dögun- um eiga sér tvo drauma: Annar væri að gera „væga“ klámmynd fyrir almennan markað með fyrr- um eiginkonu sinni og strand- varðapíunni Carmen Electra. Hinn er að komast í kynni við kvenkyns útgáfu af sjálfum sér. Rodman er nú í óðaönn að byggja upp feril á nýjum vettvangi, s.s. í fjölbragðaglímu, þar sem taktar hans af körfuboltavellinum eiga eflaust ekki síður vel heima. Sonur Gibsons holgóma Sjöunda barn kvikmynda- stjörnunnar Mels Gibsons og konu hans Robin fæddist holgóma og hefur hinn geðþekki Ástrali heitið að láta einskis ófreistað við að laga með- fædda fötlun nýjasta afkvæm- isins. börn Gibson hjón- anna hafa öll verið fullkomlega heilbrigð við fæðingu Atburður- inn virðist hafa tekið mjög á Gib- son sem mætti til skírnar litla barnsins með háiffulla rauðvíns- flösku í hendinni og í fylgd kaþólks prests. Hin sex fyrri Sviðsljós Hillary talar út um hjónaband sitt: Likir karlinum við kvnlífsfíkil Hillary segir veikleika eiginmannsins stafa af erfiðleikum í æsku - en það afsaki þó ekki gjörðir hans. Af orðum hennar að dæma á Bill við kynlífsfíkn að stríða. Bill segist vera sáttur við opinberanir eiginkonunnar. í frægu viðtali í fyrsta tölublaði tímaritsins Talk ræddi Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sem frægt- er orðið, opinskátt um vandræðagemlinginn mann sinn og hvaða álit og skoðanir hún hefði á brölti hans fjarri hlýju hjónasæng- ur. Meðal annars segir blaðakonan, Lucinda Franks að Hillary hafi ít- rekað rætt um mann sinn á sömu nótum og rætt er um hvers konar fíkla - þ.e. að draga hafi mátt þá ályktun af orðum hennar að Bill væri kynlífsfikill. Blaðakonan segir Hillary greini- lega hafa forðast að nota orðið sjálft og talað um „veikleika" en af orðum hennar að dæma var hún vel upp- lýst um fikn og hvað í hugtakinu felst þannig að afneitunin væri greinilega aðeins á yfirborðinu. í einum hluta spjallsins, sem les- endur fengu ekki að sjá, sagði Hill- ary að fyrir áratug hefði henni, líkt og flestum öðrum, ekki verið kunn- ugt um að kynlífsfíkn væri yfirhöf- uð til. Hillary sagði óábyrga hegðun eig- inmannsins eiga rót sína að rekja til vandræða í barnæsku en tók skýrt fram að það væri ekki afsökun gerða hans heldur einungis hugsan- leg ástæða. Sexgate samsæri? Það er talið hafa valdið forseta- frúnni mikilli niðurlægingu er í ljós kom að ásakanimar gegn eigin- manninum um óviðurkvæmilegt at- hæfi áttu við rök að styðjast. Hillary hafði í fyrstu afgreitt heila klabbið, sem gengur undir nafninu „Sexga- te“ í Bandaríkjunum, sem ósvífið samsæri andstæðinga forsetans af hægri vængnum. Talið er að ástæða þess að öld- ungadeildarframbjóðandinn HiIIary hafi veitt viðtalið sé til að sannfæra nútímalega kjósendur í New York um að hún geri sér fulla grein fyrir feilsporum forsetans - og þau séu al- gerlega á hans ábyrgð. Hannibal snýr aftur Þá er það loksins ljóst. Hanni- bal, hið hrollvekjandi framhald Thomas Harris á metsölubók sinni Lömbin þagna, verður gert að bíómynd. Universal-kvikmyndaveriö var í fyrstu hikandi að láta vaða, vegna kostnað- ar og umdeildra kafla í nýju bók- inni þar sem heilaát kemur við sögu, en eft- ir mikla sölu og góða gagnrýni bókarinnar var gefið grænt ljós. Leikstjóri myndarinnar verður Rildley Scott, sem á að baki m.a. Blade Runner og Aliens, en leik- stjóri fyrri myndarinnar, Jonathan Demme, sagði nei eftir að fréttist um subbulegt inni- hald bókarinn- ar. Ekkert er komið á hreint með leikara - þó ljóst sé að allt kapp verði lagt á að fá þau Jodie Foster og Anthony Hopkins aftur. James Woods hefur verið nefndur sem auka- leikari og Tim Roth sem mannæt- an sjálf ef Hopkins klikkar. Aibert prins af Mónakó dansar við systur sína Stefaníu á Rauða Kross dansleiknum í Mónakó föstudagskvöldið 6. ágúst. Á innfelldu myndinni sést Stefanía horfa skælbrosandi yfir öxl bróðurins. Auglýsendur, athugið að síðasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudagurinn 12. ágúst. Miðvikudaginn 18. agust mun veglegt serblað um motorsport fylgja DV. Meðal efnis: • Heimsbikar i torfæru • Rall í Reykjavík • Go-Kart • Formúla 1 • Enduro-Dubai • Terra Firma- áhættuökuþórar Umsjon efnis hefur Njáll Gunnlaugsson í síma 550 5723, netfang: njall@ff.is Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, netfang: gk@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.