Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurg'alds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Leifur norski og alfræðibókin Samkvæmt heimild allra heimilda var Leifur heppni norskur, en ekki íslenzkur. Encyclopædia Britannica velkist ekki í vafa um ágreiningsefnið, sem íslendingar hafa löngum haft mikið fyrir að fá túlkað sér í hag í Bandaríkjunum, heimalandi alfræðibókarinnar. Raunar gengur heimild allra heimilda lengra, því að í norska kaflanum segir, að „norskir sæfarar hafi verið heimskunnir, allt frá dögum Eiríks rauða og sonar hans Leifs heppna“. í kaflanum um ísland er hins vegar hvergi getið um landafundi, Vínland eða feðgana. Encyclopædia Britannica birtir raunar nafn Leifs upp á norsku, „Leiv Eriksson den hepne“. Lesendum er óbeint gefið i skyn, að þannig hafi nafn Leifs verið ritað fyrir þúsund árum af því fólki, sem alfræðibókin kallar „Norse“ og talaði tungu, sem hún kallar „norse“. Tilvitnanirnar hér að ofan eru úr vefútgáfu Encylopædia Britannica, þeirri sem blaðamenn og frétta- stjórar um aflan heim nota, þegar þeir kanna, hvort rétt sé farið með. Þess vegna er þetta heimfld allra heimflda, það sem haft er fyrir satt um allan heim. Þetta er einnig sú heimfld, sem menntaráðuneytið ís- lenzka vifl, að verði aðgengfleg öllum íslendingum. Þess vegna hefur hún samið um að greiða í einu lagi fyrir áskrift aflrar þjóðarinnar að vefútgáfu Encylopædia Brit- annica, svo sem rækflega hefur verið auglýst. Þar sem heimfld allra heimflda telur Leif heppna og Eirík rauða hafa verið norska, fundi Grænlands og Vín- lands hafi verið afrek norskra sæfara og að „norse“ haíi verið töluð á íslandi í gamla daga, má ljóst vera, að gagn- aðgerðir íslendinga eru á hreinum vifligötum. Engu máli skiptir, hvað Clinton Bandaríkjaforseti fæst tfl að trúa og tala á hátíðlegum stundum. Engu máli skiptir, hvort hægt er að koma íslenzkri söguskoðun á framfæri við hátíðahöld fina fólksins í Vesturheimi. Það eitt skiptir máli, hvað heimfld allra heimflda segir. Bandaríkjaforsetar koma og fara. Hátíðahöld koma og fara. Fína fólkið kemur og fer. Encyclopædia Britannica blífur hins vegar, daglega skoðuð af hliðvörðum upplýs- ingageirans og skjólstæðingum menntaráðuneyta. Gagn- sókn íslendinga beinist að röngum aðflum. Vitneskjan um mikilvægi alfræðibókarinnar og lítfl- vægi Clintons, hátíðahalda og fína fólksins einfaldar mál- ið um leið. Það, sem menntaráðherra þarf að gera, er að senda vaska sveit hæfra sérfræðinga tfl höfuðstöðva Encyclopædia Britannica tfl að skýra málstaðinn. Stjórnvöld hafa varið miklu fé tfl að telja Bandaríkja- mönnum trú um, að Leifur Eiríksson hafi verið íslenzk- ur og ætla að verja tfl þess enn meira fé. Miklu minna kostar að skipuleggja og framkvæma leiftursókn réttra upplýsinga í garði heimfldar aflra heimflda. Ef ritstjórar Encyclopædia Britannica viðurkenna, að Leifur heppni hafi verið fæddur á íslandi og að landnám Grænlands og Vínlands hafi að mestu verið íslenzkt fremur en norskt, er nánast með einu pennastriki hægt að breyta vefútgáfu alfræðibókarinnar. Það einfaldar málið, að starfsmenn menntaráðuneytis- ins hljóta að þekkja tfl innanbúðar hjá heimild allra heimilda eftir undirritun samkomulagsins um áskrift aflra íslendinga. Þeir þurfa því ekki að byrja á að kynna sig, þegar þeir hefja stórskotahríð upplýsinga. íslenzk stjómvöld þurfa aðeins að átta sig á, að söguskoðunarvaldið er ekki hjá fínu fólki í veizlum, heldur hjá þeim, sem skrifa alfræðibók alheimsins. Jónas Kristjánsson „Hvert aðildarríki hefur jafnan atkvæðisrétt á allsherjarþinginu, óháð íbúafjölda." - Frá allsherjarþingi SÞ. Island gegn Sam- einuðu þjóðunum Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður aðildarríki hefur jafn- an atkvæðisrétt á alis- herjarþinginu óháð íbúafjölda. Með því að skrifa fyrirvaralaust upp á stríðsreksturinn gegn Júgóslavíu stillti smáríkið ísland sér upp gegn Sameinuðu þjóðunum og með þeirri nýju stefnu NATO að sniðganga þetta samfélag þjóð- anna. Sár sem verða lengi að gróa Ósamkvæmnin í stefnu og málflutningi NATO blasir við hverj- um sjáandi. Á sama „Með því að skrífa fyrírvaralaust upp á stríðsreksturínn gegn Júgóslavíu stillti smáríkið ísland sér upp gegn Sameinuðu þjóðun- um og með þeirrí nýju stefnu NATO að sniðganga þetta samfé- lag þjóðanna. “ Eins og önnur NATO-ríki ber ísland ábyrgð á árásinni á Júgóslavíu sem gerð var án þess að fyrir lægi samþykki Sam- einuðu þjóðanna. Með árásinni tók NATO sér vald eins konar heimslögreglu og réðst á fuilvalda ríki án samþykkis Öryggisráðsins. Þessi staðreynd er það sem greinir árás- ina á Júgóslaviu frá öllum fyrri hemað- aríhlutunum sem Bandaríkin hafa haft forystu um. Rök- stuðningurinn var ekki hernaðarleg ógnun af hálfu Júgóslavíu heldur var stríðið rekið af NATO í nafni mann- úðar og mannrétt- inda. Margir stjóm- málamenn á Vestur- löndum og fjölmarg- ir fréttaskýrendur hafa lýst þeirri skoð- un að samningaleið- in við stjómina í Belgrad hafi ver- ið langt frá því að vera fullreynd. Sjálft stríðið varð til þess að Serbar hertu gífurlega á ofsóknum gegn Albönum í Kosovo og afleiö- ingamar urðu sú mikla holskefla flóttamanna sem fylgdi í kjölfarið. Aðild íslenskra stjómvalda að stefnu NATO þar sem Sameinuðu þjóðimar vora hundsaðar er sér- stakt áhyggjuefni. Sameinuðu þjóðimar hafa þrátt fyrir allt ver- iö sá vettvangur þar sem smáriki hafa getað leitað halds og trausts gegn yfirgangi stórvelda og áður fyrr gegn nýlenduríkjum. Hvert tíma og hernaðarbandalagið rök- styður árásina á Júgóslavíu með vísan til mannúðar þegir ,það þunnu hljóði um ofsóknir gegn þjóðum og þjóðabrotum sem em stærri í sniðum en það sem í gangi var í Júgóslavíu. Nægir þar að benda á hernað NATO-ríkisins Tyrklands gegn Kúrdum og of- sóknir gegn þjóðum og þjóðabrot- um í Sierra Leone, Suður-Súdan, Líberíu, Angóla og Austur-Tímor, að ekki sé talað um meðferö Kín- verja á Tíbetbúum Stríðið gegn Júgóslavíu var frá upphafi ójafn leikur þar sem árás- araðilinn miðaði aðgerðir sínar fyrst og fremst við að fórna engu mannslífi sín megin. Hins vegar skirrtist NATO ekki við að beina vopnum að óbreyttum borgurum, sjúkrahúsum, atvinnufyrirtækjum og þjónustumiðstöðvum í Júgóslavíu. Áratuga uppbygging var lögð í rúst. Árásirnar voru af hálfu NATO jafnframt notaðar til að prófa nýjasta tæknibúnað, þar á meðal skot úr endurunnu úrani (depleted uranium) sem valdið geta hættulegri geislun. Umhverf- isráðherra Finnlands hefur séð ástæðu til að óska eftir sérstakri rannsókn á þessum þætti striðs- rekstursins. „Þjóðernishreinsun" með öfugu formerki Eftir sigur NATO yfir Serbum og hernám Kosovo ríkir þar áfram skálmöld en nú með öfugum for- merkjum. Héraðið er stjómlaust og skæruliðar og fleiri af albönsk- um uppruna fara sínu fram og hefna harma sinna á þeim serbnesku íbúum sem eftir sitja. Drjúgur hluti Serba hefur þegar yflrgeflð héraðið og þeir sem enn þrauka þora vart út fyrir hússins dyr. Gæslusveitirnar hafa ekki getað hindrað morð og gripdeildir. Sameinuðu þjóðirnar sitja nú uppi með niðurstöðu sem NATO knúði fram með einhliða ákvörðun. Kosovo nær einvörðungu byggt al- bönskumælandi fólki verður væntanlega lýst sérstakt „verndar- svæði“ undir stjórn SÞ. Eftir er að sjá hvort NATO-ríkin reynast reiðubúin að greiða um langa framtíð þann kostnað sem hlýst af rekstri samfélags í Kosovo, svo ekki sé talað um bæt- ur fyrir þann skaða sem stríðs- reksturinn í heild hefur valdið þjóðum Júgóslavíu. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Andlitslausir eignarhaldsaðilar? Ákvörðun sparisjóðanna um sölu á hlutabréfum þeirra í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. hefur sett ríkisstjómina í mikinn vanda. Hún sýnir hvað getur gerzt við einkavæðingu ríkisbankanna. Hún hefur sett frekari sölu á hlutabréfum í FBA í upp- nám. Ef haldið yrði áfram með þau söluáform óbreytt jafngilti það ákvörðun um alger yfirráð hins andlitslausa og óskráða fyrirtækis í Lúxemborg yfir bankanum." Úr forystugrein Mbl. 8. ágúst. Börnin og dauðinn „Áður fyrr þekktu börn bæði fæðingu og dauða af reynslu, því hvort tveggja fór fram inni á heimilun- um og þótti eðlilegt. Eftir því sem framfarir urðu í læknavísindum færðist hvort tveggja inn á spítal- ana, og ef fólk dó var engu líkara en menn litu svo á, að um læknamistök væri að ræða. Nú virðist svo komið, að mörgum finnst eðlilegur dauðdagi alls ekkert vera eðlilegur, jafnvel þótt um háaldrað fólk sé að ræða sem er orðið satt lífdaga, heldur er spurt hvort virkilega hafi ekki verið hægt að lengja líf þess með lyfjagjöfum eða nýrri tækni... Því skyldi ekki vera eðlilegt að ræða við lítil börn um dauðann þegar tækifæri gefst til? Það gæti að minnsta kosti orðið til þess að þau haldi ekki að allir sem deyja séu skotnir eins og mörg þeirra upplifa í sjónvarpinu.“ Hildur Friöriksdóttir í Rabbdálki Mbl. 7. ágúst. „Samfylkingin sigrar“ „Ég hef alla tíð verið í pólitík til að hafa áhrif. Hef verið treyst til að vera í forystu, bæði í mínum heimabæ, Hafnarfirði, og sem varaformaður Alþýðu- flokksins. Ég útiloka ekki aö ég muni gefa kost á mér... Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu mun reyna meira á samstarfið milli flokkanna... Mér kæmi ekki á óvart að það yrðu formannskosningar hjá Sjálfstæðisflokknum snemma árs 2001 og upp úr því held ég að ríkisstjórnin flosni upp. Við fáum kosningar haustið 2001 og Samfylkingin sigrar." Guömundur Árni Stefánsson, í Degi 8. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.