Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 14
CYAN MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Mjúkir og snoppufríðir Það er hvorki mínibar, gervi- hnattasjónvarp né hárþurrka á hunda- og kattahótelum. Þrátt fyrir það er allt gert til að gestun- Reynir Ragnarsson segir að Bjarma líki hótelvistin: um líði sem best. Þar skiptir máli D þjóðhátíð félagsskapur annarra gesta og hlýlegt viðmót starfsfólks. Ég merki ekki annað en að hann hafi gott af vistinni og sé kátur.“ DV-mynd Arnheiður Reynir Ragnarsson á golden retriever-hundinn Bjarma sem er nýorðinn sjö ára. „Hann er afskaplega ljúfur og nota- legur og bamgóður með eindæm- um.“ Þegar Reynir og íjölskylda hans fara í ferðalög dvelst Bjarmi á Hundahótelinu Hafurbjarnarstöðum. „Ég segi við hann að nú förum við út í bíl og hann skondrar með mér al- sæll. Þegar við nálgumst dýrahótelið finn ég að hann verður spenntur og það er greinilegt að hann kannast við sig. Þarna eru alltaf margir hundar og mikið fjör. Þetta er eins og þegar unglingamir era að fara á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum." Aldrei hefur verið neitt mál að skilja Bjarma eftir á hundahótelinu og líkar honum vistin vel. Fjölskyld- an hefur aldrei verið lengur en þrjár vikur í burtu. „Bjarmi bilast af gleði þegar við komum svo og sækjum hann. Hann gjörsamlega tryllist; vælir og grenjar og verður eins og lítið bam.“ Reynir er viss um að það hafi góð áhrif á Bjarma að hitta aðra hunda. „Ég merki ekki annað en að hann hafi gott af vistinni og sé kátur. Eft- ir hótelvistina þarf ég stundum aö taka hann og þvo með sjampói úti á bílaplani. Hann hefur náttúrlega ver- ið að grafa og djöflast og haft það garnan." Bjarma finnst ekki eins gaman að láta þvo sér með sjampói. „Ég verð jafnblautur og hund- urinn.“ -SJ Eins og á Sigríður og Emil í Kattholti. „Hann er mikill hefðarköttur og sérstakur karakter." DV-mynd Teitur Sigríður Heiðberg í Kattholti á X ketti: Yrði dapurlegt líf Sigríður Heiöberg er formaður Kattavinafélagsins og for- stöðukona Kattholts þar sem hún hefur unnið frá því það var opnað fyrir átta árum. Hún hefur átt ketti frá því hún var krakki og vill ekki segja hve marga hún á í dag. Auk þeirra á hún tíkina Mússu sem dvelur á dag- inn í Kattholti. „Hún er voðalega góð við kisumar og hefur bjargað tveimur kettlingum sem hafa sogið hana.“ Sigríður segir að líf án katta hlyti aö verða dapurlegt. „Dýrin gefa mér svo mikið. Það á svo vel við mig að vera með dýrum. Þau treysta á mig og eru svo þakklát fyrir þá hlýju sem ég veiti þeim.“ Sigríður segir að kettirnir séu notalegir. „Þeir era mjög sjáifstæðir og sniðug dýr. Mér þykir vænt um öll dýr en mér finnst kettir sérstaklega skemmtilegir. Hundar eru allt öðravísi en þeir sitja og standa eins og maðurinn fyrirskipar. Kötturinn fer hins veg- ar sínar leiðir.“ Kattholt er kattahótel, auk þess sem þar gista kettir sem úthýst hef- ur verið af heimilum sínum. Yfir sumartímann eru að jafnaði 45 kett- ir á hótelinu. Hvað hina kettina áhrærir er unnið að því að koma þeim heim eða inn á ný heimili. „Síðasta úrræðið er að svæfa þá.“ Emil er þó eini íbúinn í Kattholti og valsar hann um svæðið eins og kóngur. Kattholt er ríki hans. „Hann fer oft á kattasýningar og vinnur til mikilla verðlauna. Emil er einstakur. Hann er afskaplega góður við kettlinga og tekur þá aö sér eins og besta móðir. Þegar lítil börn koma hingað og ætla að tosa í hann setur hann inn klæmar og slær laust til þeirra. Hann er mikill hefðarköttur og sérstakur karakt- er.“ -SJ Guðrón Hafþórsdóttir á hundahótelinu Hafurbjarnarstöðum: Gaman og gefandi að var tilviljun að við fórum að reka hundahótelið," segir Guðrún Hafþórsdóttir sem rekur hundahótelið á Hafurbjamar- stöðum ásamt fjölskyldu sinni. „Þetta er gaman og gefandi. Hund- arnir era yndislegir." Hún á hund- inn Snotru sem er fimm ára. „Hundar era mannavinir og þeir era tryggir." Guðrún segir að hún og fjölskylda sín komi fram við alla hundana eins og þeir væra þeirra eigin. „Við erum ákveðin við þá en samt góð.“ Við komuna á hundahótelið er nauðsynlegt að hundamir séu bólu- settir gegn smáveirusóttinni parvo. Ef tveir hundar era frá sama heimili era þeir í sama búri. Ann- ars hefur hver hundur eigið búr. Búrin eru tuttugu og fjögur en draumurinn er að vera með þrjátíu. „Búrin era mjög rúmgóð. Tveir labradorhundar hafa gott pláss í sama búri. Hundamir era annars úti eins mikið og hægt er en í al- menningnum era þó aðeins tveir hundar í einu. Á svæðinu era fimm stórir almenningar og er hver hundur úti í fimm til sex tíma í einu.“ Viðbrögð hundanna era misjöfn þegar húsbændur þeirra aka í burtu. „Ef við verðum vör við hræðslu er sá hundur tekinn sér- staklega fyrir og meira gælt við hann. Hræðsluköstin geta lýst sér í leiða eða þá að hundurinn situr úti í homi. Sumir verða hálftrylltir og æða út um allt.“ Misjafnt er hve lengi hundarnir dvelja á hundahótelinu. „Ef hundur er búinn að dvelja hjá okkur í sex mánuði finnst mér hræöilegt þegar hann fer. Það þarf ekki einu sinni að vera svona langur tími. Hundar era voðalega fljótir að bræða hjart- að í manni.“ Þegar eigendumir koma að sækja hundana eftir langan tíma vita fjór- fætlingarnir stundum ekki hvað þeir eiga aö gera. „Stundum vita þeir ekki hvort þeir eiga að vera hjá mér eða fara til eigandans. Fyrir rest fatta þeir þetta samt alveg." -SJ Guörún ásamt hundunum Lilju og Snotru. „Ef hundur er búinn að dvelja hjá okkur í sex mánuði finnst mér hræðilegt þegar hann fer.“ DV-mynd Arnheiður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.