Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Bland i poka Ólafur H. Kristjánsson og Tómas Ingi Tómasson voru báðir í liði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg í dönsku A-deildinni i knattspyrnu á sunnudag. Tómas Ingi fór af velli skömmu fyrir leikslok. Marcio Amoroso og Hernan Crespo, sóknarmennirnir snjöllu, verða ekki með Parma þegar liðið mætir Glasg- ow Rangers í forkeppni fyrir meist- aradeild Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Þeir eru báðir meiddir. Svo kann að fara að Diego Fuser og Mar- io Stanic geti heldur ekki leikið með ítalska liðinu í Glasgow. Spartak Moskva, rússnesku meist- ararnir í knattspymu, hafa rift samn- ingi sínum við Sergei Juran, sóknar- manninn kunna. Juran varð fyrir sérkennilegum meiðslum fyrr á árinu þegar hann skar sig illa á fæti í sturtu, og hefur ekki náð sér á strik síðan. Hann er mjög óhress með gang mála og segist aldrei framar spila með rússnesku liði. Sundmennimir David Meca Medina frá Spáni og Igor Majecen frá Sló- veniu voru í gær dæmdir í tjögurra ára keppnisbann. Þeir urðu uppvísir að notkun steralyfsins nandrolone. Zeljko „Arkan" Raznatovic, stríðs- glæpamaðurinn airæmdi, lét á dögun- um af embætti sem forseti júgóslav- neska knattspyrnufélagsins Obilic. Það hafði þá ekki tapað leik í tvö ár eftir að það komst í A-deildina þar í landi, og mútur oft verið nefndar í því sambandi. Þaö var allavega eins og við manninn mælt, fyrsta leiknum eftir brotthvarf Arkans, nú um helg- ina, tapaði Obilic óvænt, 4-2, fyrir OFK Belgrad. Þjálfarinn, Dragoslav Sekularac, var samstundis rekinn. Forsalafyrir leik KR og Kilmarnock í UEFA-bikamum, sem fram fer á Laugardalsvellinum á flmmtudags- kvöldið, hefst í dag. Hún fer fram á bensínstöðvum Skeljungs við Birki- mel og Suðurströnd, í Spörtu á Laugavegi og í KR-heimilinu. Ólafur Páll Snorrason hefur staðiö sig mjög vel með unglingaliði Bolton. Um helgina skoraði Ólafur annað marka u-19 ára liðs Bolton sem tapaöi fyrir Huddersfleld, 3-2. Því er spáð að Ólafur eigi eftir að banka á dyr aðalliðsins hjá Bolton haldi hann áfram á sömu braut. Einherji tók forystuna í C-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu um helgina með tveimur sigmm á Sindra á Vopnafirði, 4-0 og 2-0. Öll fjögur liöin eystra geta komist í úrslitin en Einheiji, sem var á botninum, er nú efstur með 14 stig. KVA og Sindri eru með 12 stig og Huginn/Höttur 10. Toppliöin í A-riðli 1. deildar kvenna unnu öU um helgina. RKV vann Hauka, 5-0, FH vann Fylki úti, 3-0, og Grótta vann Selfoss, 5-2. RKV og FH eru með 28 stig en Grótta hefur 19. -VS/GH | 0 V I LANDSSÍMA ^j^^DEILDIN ynn Úrvalsdeild karla í blaöinu í gær vantaði leik Leifturs og Víkings inn í stöðuna en rétt er hún þannig: KR 12 8 3 1 26-10 27 iBV 11 7 3 1 19-7 24 Leiftur 12 4 5 3 10-14 17 Fram 11 3 5 3 14-13 14 ÍA 11 3 5 3 9-11 14 Keflavík 12 4 2 6 17-21 14 Breiðablik 10 3 4 3 13-10 13 Grindavík 12 3 2 7 13-18 11 Valur 11 2 5 4 14-20 11 Víkingur R. 12 1 4 7 11-22 7 Fram og Breiðablik mætast í lokaleik 12. umferðar á LaugardalsveUinum kl. 20 í kvöld. Sport Arnar ekki til Bolton Colin Todd, knattspymustjóri Bolton, vísar þeim fréttum á bug aö Amar Gunnlaugsson, leikmaður Leicester City, sé á leið aftur til Bolton í skiptum fyr- ir dönsku leikmennina Claus Jensen og Per Frandsen. „Þetta eru bara vangaveltur í blöðunum en þær eiga Eills ekki við rök að styðjast. Amar var hér og átti tækifæri til að vera lengur en hann vildi fara. Og því ætti ég þá að vera að fá hann aftur til Bolton,“ segir Colin Todd á heimasíðu Bolton -GH Olafur skoraði frá miðju Ólafur Ö. Bjamason skoraði annað af mörkum Malmö í 2-0 sigri gegn Hammarby í sænsku A-deildinni í knattspymu í gær. Ólafur skoraði markið með skoti úr miðjuhringnum en hann átti ágætan leik en Sverrir Sverrisson er enn frá vegna meiðsla. Haraldur Ingólfsson lagði upp bæði mörk Elfsborg sem sigraði Norrköping, 2-1. Þórður Þórðarson stóð í marki Norrköping. Þá töpuðu Brynjar Björn Gunnarsson og félagar hans í Örgryte óvænt á heimavelli fyrir Djurgárden, 0-1. Brynjar þótti leika best í liði Örgryte. -EH/GH Reuter Laugardalsvelli Þriðjudaginn 10. ágúst kl.20:00 Nú mæta allir Framarar á völlinn og styðja við bakið á strákunum. Framherjar \______________________________/ Breidablik Ýmislegt kemur upp á í Go-kart keppni. Þessi keppandi fór út af og missti framhjól undan bíl sínum. Siglingar: Þátttökumet íslandsmótinu á Optimist lauk í Kópavogi um helgina. Sigldar voru 6 umferðir í mjög góðu veðri. Sterkur vindur var á fóstudag en minnkaði er á mótið leið. Þátttökumet var sett, 26 bátar voru með og allir sigldu vel. Uppgangur er í Optimist siglingunum og gaman að sjá hve margir eru að ná tökum á siglingaíþróttinni. Úrslitin urðu þessi: Á-flokkur: 1. Valgeir Torfason 2. Tryggvi Steinn Helgason 3. Elvar Steinn Þorvaldsson 4. Smári Sigurðsson 5. Pálmi Hrafn Tryggvason 6. Skúli Þórarinsson B-flokkur: 1. Pétur Orri Tryggvason 2. Gunnar Freyr Gunnarsson 3. Ragnar Georgsson 4. Kristján Þór Kristjánsson 5. Fannar Freyr Gunnarsson 6. Hafsteinn Rannversson Tottenham vann öruggan sigur á Newcastle, 3-1, í 2. umferð ensku A-deildar- innar sem hófst í gærkvöld. Eftir að Norberto Solano kom Newcastle yfir á 16. mínútu tóku leikmenn Tottenham völdin. Steffen Iversen jafnaði á 29. mínútu og Les Ferdinand kom Tottenham yfir á 43. mínútu. Það var síðan Tim Sherwood sem innsiglaði sigur heimamanna á 62. mínútu. Þar með er Tottenham komið á blað í deildinni en liðið tapaði fyrir Aston Villa á laugardaginn en lærisveinar Ruud Gullits í liði Newcastle eru án stiga eftir tvo leiki. -GH Norðmaðurinn Steffen Iversen er hér að fagna jöfnunarmarki sínu gegn Newcastle á White Hart Lane í gær. Oruggur sigur Tottenham - betri árangur hefur náðst í 67 prósentum tilvika Tvö félög hafa þegar látið þjálfara sina taka pokann sinn í úrvalsdeild karla í sumar, alls hafa orðið ellefu þjálfaraskipti á síðustu fimm árum og í 33 skipti hafa félög skipt um þjálfara í sögu 10 liða efstu deildar frá 1977. En græða félögin á þessu brölti sínu með þjálfara? Samkvæmt úttekt DV á þjálfara- skiptum og breytingum á gengi lið- anna kemur í ljós að 22 af 33 þjálfaraskiptum, eða tæp 67%, hafa leitt til betra gengis en 8 þjálfarar hafa ekki náð að rífa upp dapurt gengi sin liðs. Margur hefur haldið því fram að það væri ekki til neins að reka þjálfara en ekk- ert er eins gott dæmi þjálfara- skiptum til stuðnings og þegar Kristinn Bjömsson reif upp Vals- menn og jók árangur liðsins um 55,8% sumarið 1995 en þá vann Hlíð- arendaliðið fimm af síðustu sjö leikjum eftir að hafa aðeins unnið 2 af fyrstu 11. Það telst mesta aukning eins þjálfara á gengi liðs en eins og Kristinn Björns- son hefur náð bestum árangri eftir þjálfara- skipti. sjá má á grafinu hér að neðan hafa 13 þjálfarar náð að rífa upp gengi liðs um 20% eða meira. Þau tvö lið sem hafa rekið þjálf- ara í ár, Keflavík og Valur, eru einmitt þau tvö félög sem ofast hafa skipt um þjálfara á miðju tímabili í 10 liða deild. Þar era Keflvíkingar langefstir á lista, hafa níu sinnum gripið til þess ráðs að láta þjálfara sinn taka pokann. Enginn fenginn oftar en Ingi Ingi Björn Albertsson, sem tók við Valsliðinu eftir fjóra leiki í sum- ar, náði þá árangri sem enginn hef- ur afrekað frá 1977 en þetta er þriðja félagið sem Ingi Björn hleyp- ur undir bagga með. Áður tók hann við FH 1995 og Stjörn- unni 1997. Það gleður þó ef- laust ekki Vals- menn að þrátt fyrir að Ingi Bjöm hafi aukið árangur þessara liða urðu þau bæði að sætta sig við fall um haustið og það er einnig ábend- ing til þeirra sem taka þessar tölur of alvarlega að það er ekki alltaf nóg að auka ár- angur ef afstýra á falli. Oft er stað- an orðin svo slæm að það þarf hreint og beint kraftaverk til að bjarga sumrinu fyrir viðkomandi félög. -ÓÓJ Ingi Björn Al- bertsson, feng- inn sem bjarg- vættur í þriðja sinn. Einherjamótiö, það er keppni þeirra sem hafa farið holu í höggi, fór fram á Korpúlfsstaðavelli um helgina. 60 keppendur mættu til leiks og léku þeir 18 holu punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegari varð Hannes Ingibergsson, GR, sem fékk 40 punkta. í næstu sætum komu Krist- inn Eymundsson, GKG, Ottó Örn Pétursson, NK og Jón Ólafur Jóns- son, GS. íslenska u-20 ára landslið pilta í köfuknattleik hafnaði 5. sæti i sínum riðli I undankeppni EM sem lauk i Svíþjóð um helgina. Tveir leikmenn í íslenska liöinu náðu glæsilegum ár- angri á mótinu. Scevar Sigurmunds- son tók flest fráköst á mótinu eða 39 og Örlygur Sturluson var með flest- ar stoðsendingar, 31 samtals og „stal“ flestum boltum eöa 17. íslendingar senda sjö sundmenn á Evrópumót fatlaðra sem fram fer í Braunswig í Þýskalandi 10.-15. ágúst. Keppendurnir eru: Kristin Rós Há- konardóttir, Pálmar Guömunds- son, Bjarki Birgisson, Eva Ebenes- ardóttir, Birkir R. Gunnarsson, Bára B. Erlingsdóttir og Gunnar Örn Ólafsson. Þá fer fram Evrópumeistaramót spastískra í frjálsum iþróttum á Englandi 12.-15. ágúst. Þeir sem keppa fyrir íslands hönd eru Jón Oddur Halldórsson og Einar Trausti Sveinsson. ■y Roy Keane, fyrirliði Manchester United, hefur fengið lokatilboð frá fé- laginu verðandi launamál. Keane sagði í viðtali við fjölmiöla í gær að gefa yrði sér nokkra daga til að skoða tilboðið en hann hefur ekki verið sáttur við laun sin hjá félaginu. Kea- ne er með 2,7 milljónir króna i viku- laun en vill fá 4,3 milijónir. Skoska A-deildarliöió Celtic var sektað um rúmar 5 milljónir króna eftir að dómari fékk smápening í höf- uðið í leik á móti Rangers á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram 2. mai og var úrslitaleikur skosku deildarinnar og endaði með sigri Rangers, 3-0. Dómarinn, Hugh Dallas, þurfti á læknishjálp að halda vegna höfuð- meiöslanna sem hann hlaut eftir leik- inn og fékk einnig hótanir á heimili sitt. Celtic var einnig dæmt til að greiða hálfan málskostnað ásamt lækniskostnaði. Norski u-21 landsliðsmaðurinn Trond Andersson var í gær seldur frá Molde til Wimbledon fyrir 300 milljónir króna. Wimbledon keypti að auki annan leikmann, ísraelann Waleed Badir, fyrir 170 milljónir. Báðir eru taldir líklegir til að verða i leikmannahópi Wimbledon sem mæt- ir Middlesbrough á þriðjudagskvöld. -GH/ÍBE Borgar sig að skipta um þjálfara -breytingar á gengi liða sem skipta um þjáifara í eftsu deild fótboltans Tölumar fyrir ofan súlurnar sýna fjölda þjálfara, en prósenturnar fyrir neðan sýna aukningu eða minnkun á árangri liðsinns. 6 □ 0 1 IeZjLEZI. 2 ^ uL,|| u * .olo ,C?|o L_J _0|„ .V o* -V Oftast skipt um þjálfara - í tíu liða efstu deild 1977-99 Keflavík Valur KR ÍA Víkingur R. Breiðablik Bestu og verstu skiptin +55,8% Valur 1995 Kristinn Björnsson tók viö af Heröi Hilmarssyni Samtals 32 hjá 14 félögum /7W/{\ -38,3% Keflavík 1979 I bpCJ I Tommy Tranter tók viö af Guöna Kjartanssyni igsg Handknattleikur: Tveir Utháar til FH-inga Tveir litháskir handknattleiksmenn era væntanlegir til 1. deildar liðs FH í næstu viku. Þeir koma til reynslu í næstu viku og lítist forráðamönnum FH vel á þá munu þeir leika með félaginu í vetur. Þetta era markvörður sem hefur leikið með litháska landsliðinu og rétthent skytta sem leikur hægra megin. FH-ingar áttu góðu gengi að fagna á síðasta timabili en þeir hlutu silfur bæði á íslandsmótinu og I bikarkeppninni. Tveir gamlir refir úr FH-liðinu lögðu skóna á hilluna eftir tímabilið, Kristján Arason og Guðjón Ámason, og FH-liðinu veitir því ekki að liðstyrk fyrir átökin sem fram undan eru. -GH Var rotaður eftir leik Tveir leikmenn Þróttar í Neskaupstað gerðu sig seka um mjög óíþrótta- mannslega framkomu I og eftir leik Þróttar og Hugins/Hattar í 3. deild karla í knattspymu á fostudagskvöldið. Fáeinum sekúndum eftir leikinn var Hall- ur Ásgeirsson, leikmaður Hugins/Hattar, sleginn í rot á vellinum af einum leikmcinni Þróttar og þurfti hann að dvelja um nóttina á sjúkrahúsi. Þá fékk varamaður Hugins/Hattar spark I höfúðið, þar sem hann lá við varamanna- bekkinn, frá júgóslavneska leikmanninnum í liði Þróttar en hann var á leið fram hjá varamannabekknum eftir að hafa yerið vikið af leikvelli. Forráða- menn Hugins/Hattar hafa sent aganefnd KSÍ skýrslu um þessi atvik. -GH Sport Langþráð útimórk Keflvíkinga Þegar Gunnar Oddsson skoraði fyrra mark Keflvík- inga á Akranesi í úrvalsdeildinni i í gær höfðu 442 mín- útur hðið frá því að Keflavík hafði skorað á útivelh í deildinni. Þetta var því langþráð mark og kom þeim á bragðið því Þórarinn Kristjánsson jafiiaði síðan leikinn og kom í veg fyrir 7. tap Keflavíkur í röð á útivelh í deild- inni. Síðasta mark á útivelh kom á móti Víkingum i Vík- inni í fyrstu umferð en siðan þá hafði Keflavíkurliðið leikið 4 heila leiki án þess að skora og alls 442 mínútur. Inter vill fá Clarence Seedorf ítalskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Inter væri í viðræðum við Real Madrid um kaup á hohenska knattspymumanninum Clarence Seedorf. Seedorf hefur verið ósáttur hjá Real síðan John Toshack tók við þjálfun liðsins á miðju síðasta tímabili og sagði í viðtali við spænska blaðið AS í síðustu viku að hann sæi engan tilgang í því að spila áfram með félaginu. Seedorf hefur áður leikið á Ítalíu, með Sampdoria, og hefur hvað eftir annað lýst yfir áhuga sínum á að snúa aftur þangað. Hann er aðeins 23 ára gamall og er metinn á um 1.800 milljónir króna. Auk Inter hafa Juventus, Roma og Lazio sýnt áhuga á að fá hann til sín. -VS Körtukappakstur: Kristján vann Um helgina fór fram keppni í mótaröðinni í Go-kart kappakstri í nýju brautinni í Kapellu- hrauni. Var þar meðal annars bryddað upp á þeirri nýbreytni að keyra keppni í mótorhjóla- kappakstri á mihi riðla í körtukappakstri. Að vísu voru aðeins 4 mættir til keppni i þeim flokki, sem var of lítið til að keppnin yrði spennandi, en þetta var vonandi fyrirboði um það sem koma skal því að brautin býður upp á skemmtileg tilþrif. í Go-kartinu fór keppn- in þannig fram að keyrð vora þrjú „heat“ og bestu timar úr tveimur þeirra réðu rásröð í úrslitariöl- inum. Sú keppni var mun meira spennandi og bauð upp á meiri tilþrif sem oft enduðu með útaf- keyrslu. Mikill hraði var á keppendum og gat það skapað hættu fyrir áhorf- endur sem eins og venju- lega létu boð og bönn eins og vind um eyran þjóta og stóðu í jaðri brautar- innar. Eins og í öðru mótorsporti era keppend- ur misjafnir og vildu skiptast í nokkra hópa í keppninni. Þar sem ræs- ing fór þannig fram að undanfari var látinn aka á undan keppendum tvo upphitunarhringi og þeir síðan látnir ræsa á ferð í þeirri röð sem sæti í tímatökum settu þeim, varð fyrir vikið lítið um framúrakstur þar sem þeir bestu byrjuðu fyrstir og enginn hafði mögu- leika á að ná fram úr þeim í ræsingu. Þess vegna yrði það mun skemmtilegra ef keppend- ur væra látnir ræsa úr kyrrstöðu þannig að lak- ari ökumenn á kraftmeiri bílum ættu meiri mögu- leika, einnig yrði meira úr framúrakstri sem ger- ir keppnina meira spenn- andi. Annars urðu úrslit efstu manna sem hér seg- ir: 1. Kristján Bárðarson 2. Guðbergur Guðbergss. 3. Halldór Sveinsson 4. Þorsteinn Már Jónsson 5. Viðar Helgason. -NG KFI missir Quashie - farinn til Greater London Leopards Mark Quashie, Englendingurinn sem lék með KFÍ í úrvalsdeildinni í körfuknattleik siðasta vetur, hætti á síðustu sttmdu við að skrifa undir nýjan samning við ísfirðinga. Hann haíði gert munnlegt samkomulag við þá en valdi frekar að ganga til liðs við enska félagiö Great- er London Leopards, mótherja Reykjanesbæjar í Evr- ópukeppninni í haust. Það er því ljóst að enska félag- ið verður margs vísara um íslenskan körfubolta áður en það mætir hinu sameiginlega liði Njarðvíkur og Keflavíkur. ísflrðingar leita nú logandi ljósi að leik- manni til að fyha skarð Englendingsins á komandi tímabili. -VS 4ce Heiðar Helguson, landsliðsmaður f knattspyrnu og leikmaður Lilleström. ■ 0 Heiðar bað um hjalp - hjá umboösmanninum vegna of mikils álags Heiðar Helguson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur leitað sálrænnar hjálpar hjá umboðsmanni sinum, Erik Soler, vegna mikUs álags að undanfömu. Heiðar er marka- hæsti leikmaður norsku A- deUdarinnar ásamt Sigurd Rushfeldt hjá Rosenborg, lið hans, LiUeström, er í toppbar- áttunni og fjöldi útsendara frá erlendum liðum hefur fylgst með honum að undanfömu. Heiöar sagði í samtali við Dagbladet í Noregi í gær að hann hefði sett of mikla pressu á sjálfan sig, og það hefði í raun verið léttir að spUa Ula og tapa, eins og gerðist þegar Lilleström lá fyrir Odd á sunnudaginn. „Mér fannst að ég yrði að skora nánast í hverjum leik, og þá var ég farinn að hugsa stíft um meistaratitUinn, sem nú virðist vera úr sögunni," sagði Heiðar við Dagbladet. Erik Soler er fyrrum lands- liös- og atvinnumaður og er með gráður í sálfræði. Hann hefur stutt vel við bakiö á Heiðari og miðlað honum af eigin reynslu. Soler sagði við Dagbladet að það gæti verið hreinasta helvíti að vera markahæstur og með athygli. allra á sér. Soler segir að hann og Heið- ar hafi gert samkomulag um að Heiðar fái ekki að vita um áhuga annarra liða nema virki- leg alvara sé á ferðum. „Ég hef fengið margar hringingar vegna Heiðars en segi öUum aö hann muni spUa með LUleström út tímabUið,“ segir Erik Soler. -VS Úttekt á brottrekstrum þjálfara í efstu deild karla:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.