Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 15 n 3JjJ Hverniger . 7 . n samvinna kynjanna? Margir vinna náið með starfsfélögum af gagnstæðu kyni. Fjölmiðlar kenna okkur að slík samvinna hljóti fyrr eða síðar að leiða til einhvers meira. En er það svo? Viðmælendur Tilveru í dag vinna állir náið með fólki afgagn- stæðu kyni. Þeir kannast hins vegar ekki við að þessi mýta gangi upp í al- vörunni. Margrát og Sjón vinna saman við handritsgerð: Borgar og Nanna vinna náið saman næstu vikur. Aðalatriðið að fólki líki hvoru við annað Borgar Æ. Axelsson og Nanna D. Vilhjálmsdóttir rannsaka athygli skólabarna í kennslustundum: Erum vön að vinna saman Nanna Dögg Vilhjálmsdóttir og Borgar Ævar Axelsson eru á þriöja ári í sálfræði í Háskóla íslands. Þau kynntust í nám- inu í Háskólanum og hafa unnið að mörgum verkefnum saman á meðan á náminu hefur staðið. Nú hafa þau tekið að sér verkefni á vegum Ný- sköpunarsjóðs stúdenta við Háskól- ann. Hvernig gengur samstarfið? „Það gengur mjög vel,“ segir Nanna. „Við erum að rannsaka það hvemig krakkar halda athygli í kennslu- stundum og hvemig athyglin er á mismunandi tímum kennslustundar- innar. Við byrjuðum á verkefninu núna í ágúst. Við eigum rosalega vinnu fram undan en við hlökkum til að takast á við hana.“ Borgar tekur undir þetta. Borgari og Nönnu fmnst mjög skemmtilegt að vinna saman og líkar vel hvom við annað. En kannast þau eitthvað við að spenna ríki milli kynja í svona nánu samstarfi? „Nei, alls ekki,“ segir Nanna og hlær. „Borgar á konu og bam og ég á minn kærasta þannig að sambandið milli okkar er hundrað prósent prófes- sjónal. Það er ekki nokkur áhugi á milli okkar." Hefur einhverjum fund- ist skrítið að þið væmð tvö að vinna saman svona náið? „Já, ég veit til þess að sumum hefur fundist það en við tökum ekkert mark á slíku. Þetta er auðvitað háð hugmyndum hvers og eins en ég held að flestum finnist samvinna af þessu tagi ekkert til- tökumál. Þetta er bara spurning um viðhorf." -HG Rithöfundurinn Sjón og leik- konan Margrét Örnólfsdótt- ir eru nú að vinna að gerð kvikmyndahandrits. Hvernig gengur samstarfið? „Það gengur bara ótrúlega vel. Við erum líka gamlir vinir," segir Margrét. „Ég hef mjög oft lent í samstarfi með karlmönnum. Það hefur æxlast þannig og mér líkar það vel.“ Hver er munurinn á að vinna í blönduðum hópi og að vinna í kvennahóp? „Hann er kannski sá að konurnar eru ef til vill aðeins uppteknari af að sanna sig, að þær þurfi ekki á karlmönnunum að halda og svoleiðis. Ef þetta er of áberandi getur það stundum bitnað á hugmyndavinnunni sjálfri. Ég er þó alls ekki að for- dæma samstarf kvenna.“ Hvaða handrit eruð þið að skrifa núna? „Við erum að skrifa handrit að fjöl- Berglind Eyjólfsdóttir vinnur í rannsóknarlögreglunni: „Vinn með einstaklega góðum strákum" skyldumynd þar sem börn eru í aðalhlutverki og mikið er um söng og dans. Stelpan í aðalhlut- verkinu uppgötvar að hún getur haft mikil áhrif með söng og það setur af stað skemmtilega at- burðarás." Margrét segir að aðal- atriðið sé að þegar fólk sé að vinna saman að því líki hvoru við annað og eigi auðvelt með sam- vinnu. „Þá skiptir ekki máli hvort fólkið er hvort af sínu kyninu eða nokkrar kynslóðir eru á milli þess. Ég held að kosturinn við blandaða hópa sé sá að kona og karl eru svolítið ólíkari en fólk sem er af sama kyni og geta yfir- leitt komið með fleiri ólíkar hug- myndir inn i samstarfið. Mismun- andi eiginleikar fullkomna mynd- ina.“ -HG Margrét segir mismunandi eigin- leika kynjanna fullkomna Berglind Eyjólfsdóttir rann- sóknarlögreglukona hefur unnið í lögreglunni í 21 ár. Hvemig er að vinna á karlavinnu- stað eins og í rannsóknarlögregl- unni? „Mér hefur líkað það mjög vel. Ég vinn með svo einstaklega góðum strákum." Ertu eina konan í deildinni? „Já, en þegar ég byrjaði í deildinni byrjaöi önnur kona að vinna hérna samtímis. Við vor- um vin- konur og ég sakn- aði henn- ar auðvit- að þegar hún flutt- ist úr rann- Berglind með nokkrum starfsfélögum sínum í lögreglunni. sóknarlögreglunni." Hefurðu fundið fyrir kynferðinu á vinnustaðnum? „Nei, aldrei, en auðvitað er vinnu- andinn öðruvísi og annar húmor í gangi en þegar um er að ræða kvennavinnustað.“ Berglind segist hafa unnið þó nokkuð mikið með konum. Hver er munurinn að henn- ar mati? „Munurinn er talsverður. Ég fer t.d. ekki og spyr strákana hvort þeir vilji rölta með mér niður Laugaveginn og kíkja í búðir, eins og ég myndi kannski gera ef um konur væri að ræða. Þær era miklu meiri félagar og um- ræðuefnin era önnur.“ Hvemig er samstarfmu háttað, vinnið þið í tveggja manna hópum að ákveðnum verkefnum og erað tvö á bíl, t.d. eins og er i bandarísk- um bíómyndum? „Nei. Við vinnum ekki þannig. Auðvitað koma upp mál þar sem þarf samvinnu tveggja en langoftast er maður einn að vinna með sín verkefni og leysir þau sjálfstætt. Hérna eru allir vinir og félagar og vinna saman á þeim grandvelli." Þú finnur þá ekki fyrir neinni spennu milli kynjanna á vinnustaðnum? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef meira að segja ver- ið að vinna i deild þar sem við vor- um bara tvö og ég fann aldrei fyrir neinu í þessa átt þar heldur. Maður vinnur bara á faglegum grandvelli og á síðan fjölskylduna að þegar heim er komið.“ -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.