Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 7 Fréttir Koli veiðist oft við bryggjur og hér hampar Kristofer Rodriguez tveimur vænum sem hann veiddi á bryggjunni á Þing- eyri á dögunum. Þorskarnir sem hún Þóra Björg Andrésdóttir heldur á eru hins vegar heldur rýrir. DV-mynd S Uppsagnardeilan í Hafnarfirði: Munum taka á málinu - segir forseti bæjarstjórnar „Við munum að sjálfsögðu fjalla um þetta mál og taka á því,“ sagði Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnar- íjarðar, um bréf lög- manns Mörtu Berg- mann, fyrrverandi fé- lagsmálastjóra, til bæj- aryfírvalda. Þar er far- ið íram á að þau dragi uppsögn Mörtu til baka, ella verði höfðað mál til að hún nái fram rétti sínum. Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar muni reka það mál. Valgerður sagði ástæðu þess að bréfmu hefði enn ekki verið svarað þá að nú stæðu yfir sumarleyfi. Bæj- arráð hefði verið í sumarleyfi og nú væri bæjarstjórinn f|ar- verandi af þeim sökum. Bréfið hefði því ekki verið tekið fyrir á bæj- arráðsfundi enn sem komið væri. Lögmanni Mörtu hefði verið greint frá, að svar gæti ekki borist fyrr en um miðjan mánuðinn vegna sumarleyfa. „Það voru gerðar ákveðnar skipulags- breytingar á félags- Marta Bergmann. málastofnun samkvæmt stjórnskipuriti og það er enginn félagsmálastjóri inni í því. Ég lít svo á að rétt hafi verið að þeim breytingum staðiö," sagði Val- gerður. „Það hefði enginn lagt út í að breyta heilu skipuriti til þess að losna við eina manneskju.“ -JSS Eru skólpræsi Reykvíkinga farin að valda fiskdauða? Sveppasýktur koli í Faxaflóa — ekki ástæða kvótaniðurskurðar, segir Hrafnkell Eiríksson „Þetta er mengun í sjónum frá skolpræsum sem liggja út í Faxaflóa frá Reykjavíkursvæðinu og við Reykjanesið. Þessi veiki þekkist ekki við Vestflrði og fyrir austan," segir Óskar Gíslason, skipstjóri á Patreksfirði, um eina ástæðu þess að ástæða þess að kolakvótinn er nú skorinn niður. Hann kallar þetta „klóakveiki". Hrafnkell Eiríksson hjá Hafrann- sóknastofnun segir rétt að töluvert sé um það sem menn kalla sveppasýk- ingu i kola í flóanum. Hann segir hins vegar að sér sé alls ekki kunnugt um að þessi sýking tengist skolpi í Faxaflóa. Hrafnkell segir þó að þessi sýking leiði fiskinn oft til dauða. „Þetta kann að vera ein ástæðan fyrir því að ástand skarkolastofns- ins í flóanum er eins slakt og það er. Sýkingin er langsamlega mest í Faxaflóa, en finnst með lægri tíðni víða annars staðar." Hrafnkell segir þessa sveppasýk- ingu þekkta í fleiri fisktegundum, eins og síld sem veiðist langt frá öll- um skolplögnum. Þar af leiðandi segist hann ekki vita um nein bein tengsl sýkingarinnar við skolpræsi við Faxaflóann. Niðurskurðurinn á kvóta á næsta fiskveiðiári segir hann að sé eingöngu vegna lélegs ástands skarkolastofnsins við land- ið í heild. -HKr. E-töflumálið: Lögreglan segir þá hollensku ekki tálbeitu Vai'ðandi frétt DV á laugardag um hollenska dansmær sem lög- reglan sendi með falin upptöku- tæki inn í Þórscafé þann 16. júli vegna e-töflumáls vill lögreglan koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: Lögreglan mótmælir því eins og fram kom i fréttinni að konan hafi verið notuð sem tálbeita. Hins vegar neitar hún þvi ekki að konan hafi farið með falið upp- tökutæki á sér inn á skemmtistað- inn eins og fram kom í fréttinni. Varðandi ummæli fyrrum rekstrarstjóra Þórscafés sem ætl- ar í skaðabótamál vegna 22ja daga gæsluvarðhalds segir lögreglan að bæði Héraðsdómur og Hæstirétt- ur hafi úrskurðað það gæsluvarð- hald sem talið var hæfa vegna rannsóknar málsins. -Ótt Óskar Gíslason skipstjóri, vegna niðurskurðar á skarkolakvóta: Vill banna kolaveiðar fyrir 15. júní - í stað kvótaniðurskurðar og mokveiði á grindhoruðum hrigningarfiski Óskar Gíslason, skipstjóri á Pat- reksfirði, segir að nú sé verið að taka alranga stefnu í kolaveiði hér við land. Hafrannsóknastofnun hef- ur lagt til að skera niður skarkola- kvótann úr sjö þúsund tonnum í þrjú þúsund tonn á næsta fiskveiði- ári. „Þetta er allt of mikill niður- skurður og ég vil heldur að kola- veiðar verði bannaðar fyrri hluta árs og fram til 15. júní. Eins og ástandið er núna eru menn að veiða gjörsamlega grindhoraðan, verð- lausan kola í sérstök kolanet í febr- úar og mars. Þessi koli er veiddur á hrigriingarstöðum í Breiðafirði, Faxaflóa og við Vestmannaeyjar rétt á meðan hann er að hrigna. Ein helsta hrigningarstöðin er i svoköll- uðu Kolaporti i Breiðafirði. Þar er hægt að kasta trekk í trekk og moka upp tómum beinagrindum á þessum árstíma. Þá þykir gott að fá 200 krónur fyrir kílóið sem hrinur svo niður í 150 krónur, í stað þess að fá upp í 340 krónur fyrir kílóið seinni parts sumars. Þá er hann líka orð- inn feitur og góður og því tel ég að það ætti ekki að leyfa þessar veiðar fyrr en í fyrsta lagi 15. júni. Þannig var þetta í gamla daga. Þannig myndu menn líka veiða færri ein- staklinga úr stofninum miðað við óbreyttan kvóta. Þá má líka benda á að innarlega í fjörðum, eins og í Dýrafirði, Patreksfirði og eins í Að- alvík og víðar, er verið að veiða verðlausan smákola. Þessum svæð- um ætti skilyrðislaust að loka alveg fyrir kolaveiði. Við sem nú búum við það að leigja kolakvóta til að veiða, fáum sennilega ekkert að veiða á næsta ári. Ástæðan er sú að þá verða menn búnir að hirða hann allan upp sem beinagrindur í net. Óskar segir ýmislegt í ólagi við kolaveiðarnar. Nefnir hann sem dæmi óhóflegar veiðar á hrigning- arstöðvum og að mikið hafi skilað sér af merkjum úr kola til Hafrann- sóknastofnunar. Segist hann þekkja dæmi þess að bátur sem verið hafi að merkja kola, hafi kastað á sama svæði daginn eftir og fengið merkin þannig til baka. „Það væri eins hægt að senda Hafró merkin beint eins og að vera að þessari vitleysu," segir Óskar. -Hkr. TILBOÐSDAGAR 15% afsláttur af öllum AEG, Indesit, TEFAL og Husqvarna heimilistækjum ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, STRAUJÁRN, HRADSUÐUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI, MYNDBANDSTÆKI, SJÓNVÖRP, LEIKJATOLVUR, LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA AEG GAMEBOY OYAMAHA Jarnp QinDesit FINLUX ÖHusqvarna ONKYO OLYMPUS Nikon nokia L0EWL nKD m nintindo.m Pionwr SHARR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.