Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Vinnulyftueigandi vinnur mál gegn lögreglunni: Má leika sér með númeraplötur „Lögreglan var alltaf að stöðva mig á jeppanum og benda mér á að ég mætti ekki leika mér svona með númeraplötumar. Þeir skipuðu mér upp í Bifreiðaeftirlit í lögreglu- fylgd og kölluðu þar til alla yfir- menn mér til höfuðs en ég neitaði alltaf að breyta merkingunni á bíln- um,“ sagði Eyvindur Jóhannsson vinnulyftueigandi sem keypti sér bílnúmer á Musso-jeppann sinn þar sem á stóð LYFTUR. Fyrir ofan númerið festi hann annað heima- gert númer með sömu lögun og svipuðu letri þar sem á stóð: VINNU. Þar með var hann kominn með nafn fyrirtækis síns skráð á jeppann, á tveimur hæðum í fullri stærð, þó svo aðeins neðri helming- urinn væri skráningarnúmer bíls- ins. „Yfirmaðurinn hjá Bifreiðaeftir- litinu fletti upp í öllum skrám til að þóknast lögreglunni og fmna ein- hvern þann lagabókstaf sem bann- aði mér að merkja bílinn minn með þessum hætti en allt kom fyrir ekki. Bað hann mig þá að færa efra merkið aðeins ofar þannig að bil myndaðist á milli númeranna og hlýddi ég því. Færði ég merkið upp um sentímetra en samt hélt lögregl- an áfram að stöðva mig og kvarta yfir númerinu," sagði Eyvindur sem farið var að leiðast þófið og heimtaði að út um þetta deilumál hans og lögreglunnar yrði gert fyr- ir dómstólum. Fýrir skemmstu féll svo dómur í undirrétti Eyvindi í hag þar sem svo var kveðið á um að ekki væri hægt að amast við núm- eramerkingum hans. „Lögreglan var nú ekki á því að gefast upp heldur krafðist þess að málið færi fyrir Hæstarétt og þar verður málið tekið fyrir í byrjun september. Ég hlakka til því ég er sannfærður um að ég vinn þetta mál. Mín barátta er barátta einstak- lingsins gegn kerfinu og misvitrum yfirvöldum sem eru að trufla þegn- ana að óþörfu. Mér hefur skilist að lögreglan í Reykjavík eigi við ein- hvern fjárskort að stríða og ég held að hún ætti að nota peningana í eitthvað annað en að standa í svona rugli og málaferlum," sagði Eyvind- ur Jóhannsson, forstjóri vinnu- lyftufyrirtækisins Vinnulyftur. -EIR Númerið á bíl Eyvindar sem lögreglan þolir ekki. DV-mynd S. Waves-töfraúðinn sem átti að vera allra meina bót: Erlendu aðilarnir vildu enga ábyrgð bera - segir lyQafræðingur um forsvarsmenn töfraúðans Olíuversluninni á Ólafsfirði hefur verið lokað og sameinast hún Skeljungi við hótelið. DV-mynd Helgi Ólafsfjörður: Olís sameinast Skeljungi DY Ólafsfirði: Olis hefur lokað verslun sinni í Ólafsfirði og sameinast Skelj- ungi. Þessi fyrirtæki munu því reka bensínstöðina við hótelið hér á Ólafsfirði sameiginlega í framtíðinni. Þetta átti sér stað um mánaðamótin. Olís hefur rekið sérstaka verslun og bensínstöð hér í áraraðir. Það þykir hins vegar ekki hag- kvæmt að reka tvær bensínstöðv- ar í 1100 manna byggðarlagi, þar sem lágmarksibúafjöldi fyrir eina bensínstöð til að pluma sig þyrfti að vera um 4000 íbúar. Þeir bifreiðaeigendur sem hingað til hafa keypt bensín af Olís þurfa þvi að fara yflr á höf- uðstöðvar Skeljungs til að fylla á bílana sína. -HJ í kringum eitt þúsund manns keypti sér sl. haust rétt til þess að selja í heimasölu svonefndan Wa- ves bætiefnaúða sem sagður var al- gjör bylting á fæðubótarefnamark- aðinum. Jafnframt þvi að kaupa sig inn í sölupíramída greiddi þetta fólk fyrir fyrstu vörusending- arnar. Skemmst er frá að segja aö sölufólkið fékk aldrei söluvörurnar þrátt fyrir að hafa greitt stórfé í púkkið, eða í mörgum tilfellum allt að 200 þúsund krónur. í kringum eitt þúsund manns keypti sig inn í sölupíramídann fyrir samtals yfir 100 milljónir króna. Nú, um ári síð- ar, bólar ekkert á vörunum sem fólkinu var lofað, enda bannaði Lyfjaeftirlitið innflutning á stórum hluta vörutegundanna sem selja átti, þar sem þær innihéldu ólögleg eða eftirritunarskyld virk lyfja- efni. Læknir og lyfjafræðingur, sem bandarískur framkvæmdastjóri Waves International, Lawrence Barrett, setti sig í samband við hér á landi fyrir rúmu ári, segja við DV að þeir hafi verið beðnir að verða nokkurs konar umsjónar- menn píramídasölukerfis hér á landi fyrir Waves undraúðann: „Okkur var sagt að Waves International vildi hafa einn til tvo ábyrgðarmenn í hverju landi fyrir sig til að raða upp þessum piramída og öll sala ætti einungis að fara fram beint frá manni til manns, en ekki í gegnum verslan- ir. Þeir buðu okkur 75 þúsund doll- ara greiðslu fyrir að taka þetta að okkur. Við fengum sent talsvert af gögnum frá Bandaríkjunum. Við fórum í gegnum þau og ræddum við Barrett, m.a. um ábyrgðir og hvað gerðist ef úðinn væri ekki sá sem þeir sögðu að hann væri, upp á hugsanleg skaðabótamál og slíkt. Barrett og félagar hans voru hins vegar gallharðir á því að þeir sjálf- ir yrðu algjörlega lausir undan slíkum kvöðum. Við svo búið og þar sem fyrirsjá- anlegt var að þeir ætluðu sér að selja vöruna á ansi röngum for- sendum, þá slitum við þessum við- ræðum. Við fengum mjög tak- markaðar upplýsingar um hvaða efni væru í úðanum, um frásogs- hæfni efnanna og hvort hún stæði undir því sem þeir staðhæfðu. Auk þess kom það óþægilega við okkur að þeir staðhæfðu ranglega um ýmis efni annarra framleið- enda, svo sem eins og að frásog venjulegra vítamina væri aðeins 5-10% og lyfja aðeins um brot úr prósenti. Hvort tveggja er hrein vitleysa," segir lyfjafræðingurinn við DV. „Af þessum fimm úðategundum sem áttu að koma til landsins fyrst voru tvær bannaðar strax vegna þess að þær uppfylltu ekki kröfur. En á heildina litið var „trikkið" það að frásog bætiefna úr þessum úðum átti að vera mjög mikið og hratt, auk þess sem telja átti fólki trú um gagnsemi þess að taka inn í líkamann mikla ofskammta af vítamínum og úða þessu upp í sig daginn út og inn. Það er hins vegar af og frá að slíkt sé hollt - getur í sumum til- fellum haft eitrunaráhrif, auk þess sem starfsemi lifrarinnar getur truflast. Okkur varð fljótlega ljóst að þeim stóð alveg nákvæmlega á sama um það. Allt þetta varð til þess að við slitum þessum viðræð- um. Af hverju þeir völdu okkur veit ég ekki,“ segir lyfjafræðingur- inn við DV. Nánar verður fjallað um Waves-málið í helgarblaði DV sem kemur út á morgun. -SÁ Verðbólga Enn einn mánuðinn mælist verðbólga í hærri kantinum og hækkun á ársgrundvelli hefur ekki verið meiri síðan 1993. FBA spáir 4,5% verðbólgu. Vill hann í raun? Össur Skarp- héðinsson segir við Vísi. is að það verði látið á það reyna á þinginu í haust hvort for- sætisráðherra stendur við orð sín um lagasetningu um dreifða eignaraðild við sölu á fjármála- stofnunum ríkisins. Erfið staða Staða sveitarsjóðs Skagafjarð- ar er erfið. Sameining sveitarfé- laga og þátttaka í atvinnurekstri hefur verið dýr. Dagur segir að markmið sveitarstjórnar að lækka skuldir á þessu ári virðist ætla að takast.- Steindauðar Elliðaár Laxveiði i Elliðaánum stefnir í sögulegt lágmark í sumar. 313 laxar höfðu komið á land 6. ágúst sl. og aðeins er mánuður eftir áf veiðitímabilinu - lakasti veiðimánuðurinn samkvæmt reynslunni. 492 laxar veiddust í ánum í fyrra. Það var minnsta veiöi síðan 1938. Ekki byrjaðir Rannsókn á því hvernig skýrsla heilbrigðisfulltrúa Suð- urlands um ástand mála á kjúklingabúinu á Ásmundar- stöðum barst til fjölmiðla er ekki hafin, eftir því sem Dagur kemst næst. Heilbrigðisnefhd Suður- lands óskaði eftir rannsókninni við ríkislögreglustjóra. Salan samþykkt Stjómarfundur Scandinavian Holding SA, eignarhaldsfélags í eigu Kaupþings og sparisjóð- anna, samþykkti í gær sölu á fjórðungshlut FBA til Orca SA og staðfesti þar með söluna. Enn er ekki vitað með vissu hverjir eiga Orca. RÚV greindi frá. Endurskoöun Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar, segir að endur- skoða verði áform um einka- væðingu ríkisfyr- irtækja ef ekki er hægt að tryggja dreifða eignaraðOd við sölu þeirra. Hestir vilja lög Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Vísi.is eru fylgjandi því að lög verði sett til að koma í veg fyrir að einkavæddir bankar lendi á fárra höndum. 11 skip svipt veiðileyfi Frá 1. júlí til 29. júlí sl. svipti Fiskistofa 11 skip veiðileyfum fyrir að hafa farið fram úr afla- heimildum. Aflamarksstaða 10 af skipunum hefur verið löguð og hafa þau fengið leyfin aftur. Eitt skip Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, Brynjólfur ÁR-3, er enn án veiðileyfis. Ný stjórn Básafells Guðmundur Kristjánsson, út- gerðannaður og stærsti eigandi Básafells, er formaður nýrrar stjómar fyrirtækisins sem kjör- in var á hluthafafundi á ísafirði í gær. Aukinn eldvirkni Aukin eld- virkni er undir Mýrdalsjökli. Helgi Björnsson jöklafræðingur sagði við Vísi.is í gær að þessarar auknu virkni væri farið að sjá stað á yfirborði mestalls jökulsins. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.