Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 Spurningin Drekkur þú gos á hverjum degi? Sigrún Þórðardóttir, vinnur á leikskóla: Nei, ekki alltaf. Hugrún Óskarsdóttir vinnur í Intersporti: Nei, ég drekk voðalega sjaldan gos. Kristín Anna Bjömsdóttir prent- smiður: Já, lágmark einn lítra á dag. Þóra Guðlaugsdóttir, vinnur í Kennaraháskólanum: Nei, ég er frekar kaffimanneskja. fris Stella Sverrisdótti.r 13 ára: Nei, ekki svo oft. Lesendur Kynlíf, hvatir og nektardans - í tilefni skrifa Siguröar A. Magnússonar rithöfundar Súludans á nektarbúllu. - Bréfritari telur að „sögusagnir og svæsnar sögur“ séu að grafa undan þessum nýjasta sprota í afþreyingarlífi landsmanna. Geir Ágústsson skrifar: Það er einn fastur liður í DV sem má næstum alltaf treysta að ég fái klígju af að skoða. Það eru kjallara- greinar eftir hinn ofmetna Sigurð A. Magnússon rithöfund. Þessi íhaldssami fortíðardýrkandi gerir mig alltaf reiðan yfir þvi að svo þröngsýnar sálir skipi virðingar- sess í augum manna. Um símaauglýsingar í smáauglýs- ingum DV og nektardansstaðina segir hann: „Fyrr má nú vera hungrið, vansælan og veruleikafirr- ingin!“ Þá era símaþjónustur dæmi um „sjúkt og afbrigðilegt hvatalíf*. - Dans þar sem kvenfólk er ekki í fötum er ekki list í augum Sigurðar heldur era fötin lykilatriði í skil- greiningu hans á hvað er list og hvað ekki enda segir hann: „... og hlýt ég að játa að hvorki vottaði þar fyrir danslist né neinum þeim til- þrifum öðram sem venjulega era orðuð við listræna tjáningu ...“ eftir að hafa séð erótískan dans í sjón- varpsþætti. Fram kemur í grein hans að hann hafi aldrei kíkt inn á nektardans- stað og allar hans heimildir eru því byggðar á sögusögnum og hlutum sem hann hefur engan fót fyrir utan svæsnustu sögur fólks sem reynir hvað það getur að grafa undan þess- um nýjasta sprota í afþreyingarlífi landsmanna. Líður fólki eins og Sigurði alltaf illa þegar einhver gerir eitthvað sem er ekki það sama og hann ger- ir? Ekki fer ég á óperar en ég skrifa ekki níðgreinar um þær. Ég hef aldrei farið á ballettsýningu en læt það samt vera að rægja þær i blöð- um. Aldrei myndi ég horfa á neitt það sem menn kalla list en ég vil kalla bull, t.d. spunaleikhús og nú- tímaóperur. Sést mikið af neikvæðu umtali eftir mig um það í blöðum? Auðvitað ekki. I stuttu máli snýst málið vissu- lega um kynlíf, draumóra og hvatir, en um hvað snúast til dæmis lang- flestar sjónvarpsauglýsingar? Þær snúast að vísu ekki um kynlíf en þá bara um aðra sjálfsagða hluti í til- veru allra, t.d. um hvað við borðum, hlustum á, kaupum, sjáum eða hvað við gerum í hádeginu. Kynlíf og kynhvatir era þar bara einn liður af mörgum. Núna er árið 1999 og við búum í frjálslyndu lýðræðisríki. Fólk á að geta lifað á nýjum tímum og sætt sig við hina óhjákvæmilegu og oft frábæra þróun sem á sér stað í sam- félagi manna. Á ég að gæta bróður míns? Einar Ingvi Magnússon skrifar: Ég vitna í lesendabréf er birtist í DV 4. ágúst sl. frá tveimur útigangs- mönnum. - Það hlýtur að vera erfitt að eiga ekki heimili í þessu velferðar- fy 11 irlisbrölti okkar íslendinga. Við erum að styrkja landflótta útlend- inga, munaðarlaus böm úti í heimi og alls kyns góðgerðarmál en við sinnum ekki af slíkri reisn fátækling- um við bæjardyr okkar og lítum fram hjá þeim sem eru innan seOingar. Hvar er hið kristna hugarfar? Hvar eru ættingjar þessara vesal- inga sem þarfnast væntumþykju og kærleika eins og annað fólk í hörð- um heimi? Má ekki rétta þeim hjálp- arhönd sem næstir standa? Þessir menn era líka fólk og margir hverj- ir með stærra hjarta en meðalmað- urinn sem hefur aldrei tekist á við það krefjandi nám í skóla lífsins sem útigangslífið er. Með öll okkar auðæfi væram við ekki lengi að gera líf þessara manna bærOegra og myndum við sjálf sofa værar á næt- urnar því það gerði okkur að betri mönnum. Á ég að gæta bróður míns? Já, svo sannarlega. Og við skulum minnast þess við upphaf kristni- tökuhátíðarinnar nú í ágúst, um leið og við höfum hugföst orð meist- arans: AOt sem þér hafið gjört ein- um minna minnstu bræðra, það haf- ið þér gjört mér. Amerískar búvörur, ekki norskar Bréfritari vill frekar láta semja um gagnkvæma niðurfellingu á tollum af hrossum til Bandaríkjanna og búvörum til íslands en að semja við Evrópu- sambandið um sömu hluti. Einar Guðmundsson skrifar: Við höfum verið að lesa um að hugsanlega kunni að verða samið við Norðmenn um að kaupa hjá þeim ýmsar búvörar gegn því aö þeir feUi niður toUa á hrossum héð- an. Ekki veit ég hvort sá viðskipta- samningur myndi reynast okkur hagstæður en vU þó ekki gera lítið úr því að fá niðurfellda toUa af hrossum í Noregi eða annars stað- ar. Ég tel þó að Norðmenn búi ekki yfir neinum sérstökum gæðavöram í landbúnaðargeiranum sem við sækjumst eftir sérstaklega, nema þá ef verðið yrði miklum mun lægra en hér er raunin í dag. Ég þekki hins vegar nokkuð vel til búvara í Bandaríkjunum og veit að þar era hreint afbragðsgóðar vörur í þeim ílokki. Bæði kjöt, mjólkurvörur og grænmeti er lík- lega það besta sem finnst í heimin- um. Og þar er ekki verið aö grínast með hreinlætið, það er eins fullkom- ið og frekast getur orðið. Það er enda refsað harðlega fyrir undan- brögð á því sviði og sá sem gerir sig sekan um sóðaskap í matvælafram- leiðslu þar, hann kemur ekki aftur inn á markaðinn. Annars sýnist viðskiptadeila í uppsiglingu miUi Bandaríkjanna og allra ESB-rikjanna. Ef við förum að leita ásjár hjá þjóðum innan Evr- ópusambandsins í málum sem snúa að matvælaiðnaði verður ekki langt í að samband þetta (ESB) krefjist þess að ná yfirstjóm á fiskveiðimál- um okkar samhliða. Ég vU frekar að við geram samninga við Bandaríkin og flytjum inn búvörar þaðan, und- anþegnar tollum, en sömu vörur frá Evrópu. Hrossaútflutningur er líka til Bandaríkjanna og um gagn- kvæma niðurfeUingu á toUum hlýt- ur að mega semja þar, ekki síður en við Evrópuríkin. DV Fækkun í lögreglunni - gegn vilja borgaranna Þórarinn Jóhann Jónsson skrifar: Ég lýsi áhyggjum minum yfir þeirri ákvörðun yfirvalda að draga úr fjárframlögum til lögreglunnar í Reykjavík. Fækkun í almenna lögregluliðinu er ekki í takt við sí- vaxandi þörf á aukinni og sýni- legri löggæslu og ég fullyrði að fækkunin sé einnig þvert gegn vUja hins almenna borgara. Aukin almenn löggæsla, hvort sem er í umferðinni eða á öðrum sviðum, er nauðsynleg í dag og í framtíð- inni. BorgarfuUtrúar ættu að sjá sér leik á borði og krefjast þess af ríkinu að fjölgun verði í Reykja- vikurlögreglunni og að henni veröi vel búið. BorgarfuUtrúar sem það gerðu nú gætu átt von á óvæntum atkvæðum frá stórum hópi löghlýðinna borgara við næstu kosningar. Kjúklingabúin í rannsókn Sverrir Jónsson skrifar: Mér hefur óað að hlusta á hvern- ig maUlutningur hefur gengið tU varðandi kjúklingabúið á Ásmund- arstöðum sem framleiðir Holta- kjúklingana. Að yfirvöld skuli ekki geta staðið saman um að láta gera aUsherjar úttekt á öllum kjúklinga- búunum! Að sjálfsögðu á að byrja sérstaklega á þessu eina búi sem sýktir kjúklingar fundust á og loka þvi á meðan rannsókn fer fram. Nefndarskipun og flækingur máls- ins á miUi embætta í heUbrigðis- geiranum virðist eina svarið sem al- menningur fær. Þetta nær engri átt. Ráðherra viðkomandi málafiokks á ekki að láta undan þrýstingi í svona máli. Hann er ábyrgur þegar aUt um þrýtur í þessu ferli sem virðist eiga að eyða gjörsamlega. Maðurinn sem hvarf Sigurbjöm hringdi: Þaö slær mann alltaf þegar menn hverfa sporlaust og þvi er slegið upp sem stórfrétt sem mannshvarf vissulega er. Því var líka slegið upp sem stórfrétt þegar íslenskur maður hvarf frá hóteli sínu í London snemma í aprU í vor. AUir töldu að hann hefði verð myrtur eða a.m.k. verið rænt. Ekki var það nú sem betur fer. En svo kemur frétt um það síðla í síð- asta mánuði að maðurinn sé stadd- ur í TaUandi og sé nú orðinn fjár- þurfi þar eystra. Allt vekur þetta furðu manns og vekur fleiri spurn- ingar en svarað verður í fljótheit- um. En hvað varð um manninn? Er hann ekki eftirlýstur af yfir- völdum hér úr því dómsmál stóð yfir honum hér heima? Hvað skyldu háir skattar tapast í svona málum? Það er mér efst í huga því ég vU ekki þurfa að borga hærri skatta og alls ekki fyrir þá sem tekst að komast hjá skattheimt- unni með brögðum. Innlánsvextir hækki verulega Vignir hringdi: Nú þykir mér sem sparifjáreig- endur séu að verða undir í öUum þessum verðbréfa- og fjármagns- hreyfingum sem blasa við daglega. Hagnaður hugbúnaðarfyrirtækja tvö- og þrefaldast, hlutabréfaeig- endur fá margfaldan arð og verð- bréfasalar maka krókinn sem óðir væru. En við, þessir sem eigum sparifé á vöxtum, við eram orðnir verulega út undan. Vextir af al- mennum sparisjóðsbókum eru nú fyrir bi, eða svo gott sem, aöeins núU komma eitthvað í vexti, og vextir af öðrum bundnum bókum eru þetta 4 til 6% verðtryggt en mest 7-8% óverðtryggt. Þetta er svívirða gagnvart sparifjareigend- um. Innlánsvextir verða að hækka hvað sem hver segir. Annars er eins gott að taka aUt sitt fé út og kaupa gjaldeyri og geyma erlendis, jafnvel vaxtadaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.